Þjóðviljinn - 20.06.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.06.1970, Blaðsíða 6
0 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 20. júm' 1970. Litla Iúðrasveitin lætur til sín heyra í sjónvarpinu á föstudagskvöld. Á myndinni sjást Björn R. Einarsson, Stefán Þ. Stephensen, Jón Sigurðsson og Lárus Sveinsson, en auk þeirra leikur Bjarni Guðmundsson í lúðrasveitinni. Sjónvarpið næstu viku Sunnudagur 21. júní 1970. 18.00 Helgistund. Séra Jón Thorarensen, Nes- prestakalli 18.15 Tobbi. Tobbi og trjábolimir. Þýð- andi: Ellert Si gu rb j ömsson. Þulur: Anna Kristín Am- grímsdóttir. 18.25 Hród höttur. Uknandi hönd. — Þýðandi Bllert Sigurbjömsson. 18.50 Sumarið og börnin. Frá sumarbúðum Þjóðkirkj- unnar við Vestmannsvatn. — Þulur: Séra Lárus Halldórs- son. Áður sýnt 15. júní 1969. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Á landshomi. Kvikmynd þessa lét Sjón- varpið gera í Austur-Skafta- fellssýslu í fyrrasumar. Kvik- myndun: öm Harðarson. Um- sjónarmaður: Markús öm Antonsson. 21.10 Duke Ellington í Hvíta húsinu. Mynd frá fagnaði, sem Nixon, Bandaríkjafor- seti, hélt til heiðurs hinum fræga jazzleikara á sjötugs- afmæli hans. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdöttir 21.30 Draumur og veruieiki. Bandarískt sjónvarpsleikrit, byggt á sögu eftir John C3hee- ver. Beikstjóri: James Neil- son. Aðalhlutverk: Frank Lovejoy, Barbara Hale og Felicia Farr. Þýðandi: Silja Aðalsteinsdóttir. — Manni nokkrum finnst hann hafa lifað til lítils, og hyggst grípa síðasta tækifærið til þess að gera draum sinn að veruleika. En er venjlcikinn ekki draumur hans? 22.40 Dagskrárlok. Mánudagur 22. júní 1970. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Hljómsveit Ingimars Ey- dals. Hljómsveitina skipa auk hans: Bjarki Tryggva- son, Helena Eyjólfisdöttir, Finnur Eydal, Hjalti Hjalta- son t>g Þorvaldur Halldórs- son. 21.05 Upprisa. Framihaldsmyndafilokkur í fjórum þáttum, gerður af BBC eftir skáldsögu Leos Tolstoys. 3. þáttur — Freist- ing. Leikstjóri: David Giles. Aðalhlutverk. Alan Dobie, Bridget Turner og Jdhn Bryans. Þýðandi: Þórður örn Sigurðsson. Efni annars þátt- ar: Katerina Maslova er dæirid tií Síberíuvisfár, þó að Dmitri beiti áhrifum sín- um eftir mætti til að fá hana sýknaða Hann fær snjallan lögfræðing til að áfrýja máli hennar og heim- sækir hana í fangelsið, en hún vísar bónorði hans kuldalega á bug. 21.50 Nýjasta tækni og vísindi. Ungbömum bjargað. Hlustað eftir jarðskjállftum. Lffs- hættir bjórsins. Umsjónar- maður: örnólfur Thorlacius. 22.25 Dagskrárlok, Þriðjudagur 23. júní 1970. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Vidocq. Framhaldsmyndaflokkur, gerður af franska sjónvarp- inu. 11. og 12. þáttur. Leik- stjóri: Etienne Laroche. — Aðalhlutverk: Bernhard Noel, Alain Mottet og Jac- ques Seiler. Þýðandi: Dóra Hafsteinisdóttir. Efni síðustu þátta: Vidocq lætur hand- taka sig og setja í fangelsi til þess að geta kvænzt Anette á löglegan hátt. Síð- an sleppur hann úr haldi eins og við mátti búast. 21.20 Setið fyrir svörum. Umsjóinarm.: Eiður Guðna- son. 21.55 Iþróttir. Umsjónarmaður: Sigurður Sigurðsson. Dagskrárlok. Miðvikudagur 24. júní 1970. 20.00 Fréttir. 20.35 Veður og auglýsingar. 20.40 Steinaldarmennimir. Þýðandi: Jón Thor Haralds- son. 21.05 Miðvikudagsmyndin. Kpnunigssinninn. (The Moon- raker). Brezk bíómynd, gerð árið 1958. Leikstjóri: David Mac Donald. Aðalhlutverk: George Baker, Sylvia Syms, Peter Arne og Marius Gor- ing. Þýðandi: Þórður Örn Sigurðsson. Eftir ósigur Karls Stuarts annars fyrir Crom- well við Worchester árið 1651 leita menn Cromwells að konttngi og hjálparmanni hans, hinum fífldjarfa Moon- raker, sem svo er dulnefnd- ur. 22.25 Fjölskyldubíliinn. 4. þáttur — Tengsli, gírar og drif. Þýðandi: Jón O. Edwald. 22.55 Dagskrárlok. Föstudagur 26. júní 1970. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Rekkjusaga. Gamanþáttur, verðlaunaður í Montraux á þessu ári. — Handrit og leikstjóm: Erik Diesen og Sverre Christop- hersen. Aðalhlutverk: Sölvi Wang, Harald Heide Steen og Per Asplin. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. — Þegar rekkjur leysa frá skjóðunni, hafa þær frá ýmsu að segja. (Nordvision-Norska sjónvarp- ið). 21.05 Litla lúðrasveitin. Bjami Guðimundsson, Björn R. Einarsson, Jón Sigurðs- son, Lárus Sveinsson ogStef- án Þ. Stephensen leika. 21.20 Ofunhugar. Lausnargjaldið. — Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 22.05 Erelend málefni: Umsjónarmaður: Ásgeir Ing- ólfsson. 22.35 Dagskrárlok. Laugardagur 27. júní 1970. 18.00 íþróttir. Frá heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu í Mexíkó. (með fyrirvara). 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auiglýsingar. 20.30 Smart spæjari. Smart hótar verkfálli. — Þýðandi: Jón Thor Haralds- son. 20.55 Sóleyar í túni. Sænsk mynd i léttum tón um ágæti útilífs og bölvun meng- unar. Þýðandi: Óskar Ingi- mar.sson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 21.25 Dagur í lífi Eleanor Bodel Fylgzt er með sænsku dæg- urlagasöngkonunni Eleanor Bodel daglangt. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. (Nord- vision — Sænska sjónvarpið). 21.45 Séra Brown. (The Detective Father Brown). Bandarfek-ensk gamanmynd, gerð árið 1954. Leikstjóri: Robert Hamer. Aðalhlutverk: Alec Guinnes, Joan Green- wood, Peter Finoh og Cecil Parker. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. Klerkur nokkur reynir að hafa upp á meist- araþjófi, sem stolið hefiur krossi úr kirkju hans. 23.20 DagskrárMc. Vinningar í Kosninga- happdrætti Dregið heíur verið í kosn- ingahappdrætti Alþýðu- banidiaiaigsins. Vinningar komu á eftirtalin númer: 12191 Tveir flugfarmiðar til Kaupmannahafnar og heim aftur. 7S30 Tveir miðiair í 15' daga ferð til MaU- orka. 3350 Tveir miðar í Græn- landsflugi. 7791 Tveir miðar í Græn- landsflugi. 7689 Firnrn manna tjald. 10782 Fimm manna tjald. 10499 Fimm manna tjiald. 9214 Vatnslitmynd eítir Hafstein Austmann. 9214 Vatnslitamynd eftir Gunnlaug Schevdng. 191 Vatnslitamynd eftir Gunnlaug Scheving. 12547 Vatnslitamynd eftir Þorvald Skúlason. 5213 Málverk eftir Jó- hannes Jóhannesson. 6077 Málverk eftir Kjiart- an Guðjónsson. 7952 Málverk eftir Sig- urð Sigurðss'on. 6249 Málverk eftir Stein- þór Si'gurðsson. Vinninga má vitjia í skrif- stofu Alþýðubandal'agsins, Lauigavegi 11, sími 19835. Á mánudagskvöld lcikur og syngur Hljómsveit Ingimars Eydals í sjónvarpinu. Rétturinn óvefengjanlegur Islenzkur verkalýður hefur með frábærum dugnaði og metafköstum til sjós og lands skapað þann þjóðarauð, sem hefur lyft íslenzkri þjóð til mennta og framfara, og má ekki láta fákæna auðsafnara og braskaralýð knésetja sig og kúga. — Ég undrast þá miklu þolinmæði sem samningamenn þeir, sem sitja fyrir verka- lýðinn nótt og dag, viiku eftir viku, sýna í samndngum um kaup og kjör þeirra sem mest vinna en minnst bera úr být- um. Það hlýtur að vera þung raun að gera tilraun til þess, að fá þá menn, sem tekið hafa sér nafnbótina atvinnurekendur og vinnuveitendur, en eru að- eins meðhöndlarar þeirra fjár- muna sem þjóðin á, til að skilja það, að verður er verka- maðurinn launa, verkamaður- inn sem hefur á undangengn- árum barizt við gcngisfellingar, ört hækkandi vöruverð og sí- hækkaða skatta. Þeir sem telja sig ráða þjóðarauðnum, sitja nótt og dag við- ,þá fallegu iðju að neita vinnandi fólki um kaup fyrir vinnu, sem það eflir með velmegun allra landsmanna; og þessirhálauna- pörupiltar horfa ekki í það þó öll framleiðsla stöðvist ogþjóð- arbúið skaðist vegna hroka þeirra og illgimi í garð verka- fóQks, sem þeir þrá að auð- mýkja og kúga. Það var blíð- ara viðmót þeirra fyrir kosn- ingar í vor, þá smaug frá þeim hlýleikinn inn um hverja gætt. Ég vil ráðleggja þeim mönn- um sem nú sitja að samning- um fyrir verkalýðinn við hand- hafa fjármuna og valds Is- lands að bjóða þeim að sjá um atvinnureksturinn fyrir þá fyrst þeir geta ekki vegna tap- rcksturs greitt laun sem hægt er að lifa af mannsæmandi lífi, eða þeir álykta að leyfi- legt sé að ræna verkafólk rétt- mætum arði auikinna fram- leiðslutekna þjóðarinnar. Stjórnendur landsins og at- vinnurekendur hefðu ef til vill gott af að breyta til og taka upp verk fólksins, sem lægst er launað, aðcins citt ár cða svo; það væri tilbreyting frá öðrum skemmtireisum að sækja fisk á sjó, að vinna í frystihúsum, að refca jám í smiðju, reisa hús, vinna að vegagerð, moka fjós, annast rasktun jarðar, og svt> hver,s- konar iðnað. Þessi verkaskipt- ing gæti ef til vill aukið lít- ið eitt á þekkingu þessara hrokafuillu, ósanngjörnu manna sem telja sig kjörina til að drottna yfir þjóðinni og þeim mik'la auði sem vinnandi hönd skapar. En ef svo ólíklega skyldi nú til takast að þeir vildu ekki hætta licssum taprekstri sínum, heldur sitja áfram eina viku enn við samningaborðið þar til hálf soifandi menn létu undan síga og gæfu eftir af smum upp'haflegu lágmarkskröfum srnátt oig smátt, þá mætti breyta gamla orðtakinu sem um ómuna tíð hefur hjálpað fátækum mönnum til að um- bera mótlæti og sorgir í heim- inum: „Þolinmæði þrauitir vinnur allar". Já, bað þarf mikla þolin- mæði til að þola órétt af þeim sem hreykja sér af annarra verkum. Orðtækinu mætti þá breyta þannig: Þolinmæði eyk- ur þrautir þess manns, sem á í samningum við skammisýnan hrokagikk. Vinnandi fiólk! Látið ekki hugfallast, réttur ykkar til kjairalbóta er óvefengjainlegur, og þeir herrar sem þykjast nú þess umkomnir að kúga ykkur um hábargræðistímann, munu í íslandssögunni að nokkrum árum liðnum verða skráðir fá- kænir nurlarar, eins og Bárður á Búrfelli og séra Sigvaldi, o. fl. þess háttar menn Viktoría Halldórsdóttir frá Stokkseyri. i ! t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.