Þjóðviljinn - 20.06.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.06.1970, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 20. júní 1970. H.-K. Rönblom: Haustlauf hyldýpi það .bil Irundrað bræður og syst- ur sem sátu í tvöföldum röð- um meðfram langveggjunum. Næsitum öll sæti voru skipuð í upphafi fundarins, ef til vill vegna þess að nafn fyrirlesarans var alþekkt, þótt umdeilt væri. Á upphækkuðum palíli við skammihlið salarins stóð borð forsetans, hulið dúk sem náði alveg niður á . gólf. • Dúkur.inn var útsaumaður með hnattlfkani á rauðum krossi. Yfir höfði for- setans hékk merki stúkunnar í ramma og undir gleri. Á lang- veggjunum héngu myndir af stórmennum liðinna daga með mikil skegg og hörkulegan svip, svo að sérhver óreglumaður hefði mátt blikna undir sólbrunan- um. Fundartíminn var næstum upprunninn þegar fyrirlesarinn og systir hans komu á vettvang og var heilsað af æðstatemplar ng vísað til sætis, þar sem við- staddir virtu þau fyrir sér Ijóst og leynt. Vilhelmsson reis á fætur og litaðist um Beint á móti sér við annan skammvegginn hefði hann átt að hafa varatemplar, en þar sem sá lá á sjúkrahúsi út af maganum, hafði hann beð- ið bróður Tómas Lönning að setjast þar, og hann var kominn á sinn stað með tvo kvenlega dróttseta sér á hvora hlið. Fyrir miðjum vinstra langvegg hefði fyrrum aðstitemplar átt að sftja’. Én Éhlévífe var uppte'lunn' á nefndarfundi .í ráðhúsinu, svo að annar sat þar í hans stað. .Fyrir miðjum hægrj- langveggi átti ráðunautur að sitja og ráðu- nauturinn var Irene Carp. Vil- helmsson hrukkaði ennið þegar hann hugsaði um að hún heifði ' ekki aðeins komið sjálf heldur tekið eiginmannsnefnuna með ' sér. Hann sat við hliðina á 1 henni, í röndóttari fötum en 1 nokkru sinni fyrr, angandi af briliantíni og eflaust með eitt- hvað skuggalegt á prjónunum. Ennfremur gekk Vilihelmsson úr skugga um að hann hefði sér til vinstri handar Ossian Viklund, fjánnálaritarann, og til hægri handar Roland Eriks- son, ungan og eirðarlausan en samvizkusaman í ritarastarfi og gaf góð fyrirheit um framtíð- ina. 1 bási sínum sat Rothman fulltrúi eins og múmía og við píanóið organisti stukunnar, reiðubúinn til að gera skyldu sína. Fyrirlesarinn sat á sínum stað og sýndist dálítið hjárænuleg- ur, fannst ViThelmsson. Hann hafði svo sem fulla ástæðu til, því að hann hafði Sam Carp beint fyrir augunum, og sá glotti illynmislega í hvert sinn 41 HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31 Simi 42240 Hárgreið-da. — Snyrtingar. Snyrtivðrur. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18 III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðsiu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SlMl 33-9-68 sem augu þeirra mættust. Það var alllangt síðan fyrirlesturinn hafði verið ákveðinn, annars hefði æðstitemplar fengiðhonum frestað til að koma í veg fyrir hugsanlega árekstra. Hann haíði meira að segja hringt í Kennet menntaskólakennara og látið að þessu liggja. En hann hafði ekk- ert þótzt skilja. Hvað sem því leið virtist hætt- an á hugsanlegum illindum ekki hafa haft óhagstæð áhrif á fund- arsóknina, nema síður væri. Þeg- ar Vilhelmsson hafði loks geng- V úr skugga um að engfr værú gestkomandi úr öðrum stúkum — til allrar hamingju, ef uppi- Btand skyldi verða — hepgdj hann rauða k^agann um háls- inn, gaf dyraverði merki um að loka dyrunum og reis á fæt- ur. — Við erum nú tilbúin að setja þennan fund í stúku hinn- ar alþjóðlegu góðtemplarareglu, sagði hann. — Ég býð ykkur öll velkomin. Það gleður okk- ur að í hópi ok'kar í dag er staddur Pauil Kennet mennta- skólakennari, sem seinna mun flytja erindi um tímaskeið í sögu bæjarins okkar_ Samvinna hans O'g návist á þessum fundi ber vott um áhuga á hu-gðarefnum okkar og starfi og við vonum að þér kunnið vel við yður á meðal okkar. Hann sló þrisvar i borðið með hamri sínum og allir risu á fæt- ur. Hann þurfti ekki einu sinni að líta í rauðu regluþókina fyr- ir framan sig til að vita hvað hann átti nú að segja: — Við mætum hér til starfa í þágu bindindissemi, upp- fræðslu og bræðralags. Sjaldan hafa kariar og konur unnið saman að mikilvægara og verð- ugra verkefni. Megi okkur auðn- ast að leysa störf okkar þannig af höndum að það sé góðtempl- arareglunni og háleitum stefnu- málum hennar til sóma. Hann gaut augunum til Irene Carp, en hún kunni líka hlut- verk sitt og var reiðubúin að taka til máls með altrödd sinni: — Um allan heim er háð hörð barátta fyrir frelsi og framför- um mannkyninu til handa. Úr öllum löndum, úr öllum þjóð- félagsstéttum, úr öllum trú- flokkum, frá öllum þjóðum og kynþáttum, úr öllum stéttum og atvinnugreinum söfnum við til okkar fólki. Megi samvera okk- ar í dag veita bkkur nýja þekk- ingu, nýtt þrek og nýja gleði í starfi • okkar. . Æðstitemplar tilkynnti hvaða söng skyldi syngja og organ- istinn fleygði sér yfir píanóið einis og fálki. Vimgjarnlegar hendur réttu Paul og Súsönnu sitt hvora. söngbókina. , Allir kunnu sönginn, flestir sumgu með. Gamlir menn rumdu, roskn- ar konur tístu, unga fólkið tók undir og félagar úr söngkór stúkunnar beittu allri sinni tækni og hæst og greinilegast af öll- um söng Sam Carp, allsendis óbanginn. Paul Kennet var ekki sérlega söngelskur, en hann sá sér til nok'kurrar skemmtunar hvernig Súsanna fylgdist í fyrstu með textanum, raulaði síðan lá'gt og tók loks undir fullum hálsi: Við bcrjumst fyrir bctri tíð og bráðum rís hún fersk og ný og við mun taka vizka og náð og vinátta í lengd og bráð. Söngnum var lokið, organist- inn lét hendur síga Pg Vilhelms- son tók aftur til máls: — Fundur er nú settur. Megi ok'kur öllum auðnast á þessum fundi og einlægt í lífinu að uppfylla þær skyldur sem á okkur hvíla sem góðtemplarar og samborgarar. Hann beindi sjónum að Sam Carp til að fylgjast með þvi, hvort hann s'kildi inntak þess- ara áminningarorða, en Carp sat með ánægjusvip einsoghann hefði verið að hiýða á per,sónu- lega hyllingu, Með hamarshöggi tókst Vilhelmsson að láta við- stadda síga niður í stóla sína. Með augnaráði fékk hann dyra- vörðinn til að opna dymar til að aðgæta hvort nokkrir síð- búnir fundargestir biðu þess að fá að koma inn. Þegar dyra- vörður hafði gefið skýrslu um athuganir sínar með áköfum höfuðhristingi, reis Roland Eriks- son úr sæti sínu til að lesa fundargerð síðasta fundar. Paul Kennet notaði tæki'færið til að litast um meðal fundargesta og valta fyrír sér hvort þeir — og hann sjálfur — næðu til- ætluðum árangri með fundarset- unni. Sjálfur vonaði hann að fá að sj'á eða heyra eitthvað sem gæti leitt til endanlegrar lauisnar á stálvírsgátunni. Hann hafði ekki enn fast land undir fótum. Að vísu hafði hann hugboð um að þess væri ekki langt að bíða, en hvaða gagn var í því að vita að aðeins voru fáeinir senti- metrar til lands, þegar hann vissi ekki í hvaða átt hann átti að stökkva? Búið var að lesa fundargerð- ina og röðin kom að.Paul. Hann gek'k að ræðupúltinu. Hann sá hvernig eldri áheyrendur hag- ræddu sér í sætunum og hin- ir yngri sikotruðu augunum á armbandsúrin. Hann ætlaði að lýsa ástandinu i bænum um það leyti sem almenningur tók að vakna til vitundar um veröld- ina umihverfis — tíma hins nýja ríkis. Það var um það leyti sem menn uppgötvuðu að skógur var til annars nýtur en brenna tjöru og gera út pottösku Sögunar- verksmiðjur fóru að rísa upp hjá sundum og árbök'kum ekki sízt vegna þess að Englendinig- ar höfðu gefið tolMrjálsan inn- flutning á timburvörum. Það var hægt að græða mikið fé, meira en nokkru sinni fyrr, einfcum var það auðvelt fyrir stóriax- ana í bæjunum sem höfðu vit til að skipuleggja verzlun og skipaferðir og lánsviðskipti sér í hag, en peningamir rötuðu líka inn i landið í hendur fá- tækra bænda, sem höfðu aldrei fyrr haldið á bankaseðli milli handanna. Velmegun fór vax- andi meðal þeirra. Járnbrautin var lögð til Sundahafr.ar og sjálfur kóngurinn vígði hana með pompi og prakt. Stórlaxarn- ir fóru að kailla sig konsúla og kjallarameistarinn stofnaði urn sig hlutalfélag og reisti bæjar- hótel úr stein sem gnæfði yfir I* LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK Hátíðarsetning í Háskólabíói í dag, laug- ardag, kl. 14.00. Ósóttar pantanir verða seldar í Hóskólabíói frá kl. 11,00. Hver býður betur? Það er hjá okkur sem þið getið fengið AXMINSTER teppi með aðeins 10% útborgun. AXMINSTER — annað ekki. kw\mm ANNAÐ EKKI Grensásvegi 8 — sími 30676. Laugavegi 45 B — sími 26280. Minningurko • Slysavarnafélags rt • Krabbameinsfélags Islands. Islands. • Barnaspítalasjóðs • Sigurðar Guðmunds- Hringsins. sonar. skólameistara. • Skálatúnsheimilisins. •. Minningarsjóðs Arna • Fiórðungssjúkrahússins Jónssonar kaúþmánns. Akureyri. • Hallgrimskirkju. • Helgu rvarsdóltur. • Borgarneskirkju. Vorsabæ. • Minningarsjóðs Steinars • Sálarrannsóknafélags Richards Elíassonar. Islands. • Kapellusjóðs Jóns • S.I.B.S Steingrímssonar. • Styrktarfélags van- Kirkjubæjarklaustri gefinna. • Akraneskirkju. • Maríu Jónsdóttur. • Selfosskirkju. flugfreyju. • Blindravinafélags • Sjúkrahússjóðs Iðnað. tslands. armannafélagsins á Selfossi. Fást í MINNINGABÚÐINNl Laugavegi 56 — Sími 26725 !llllíl!i!l!llílll!ll!IUlllíllílllilllllllllllllllllllIiiIlIlllIilll HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSID #■ SUÐURLANDS BRAUT 10 * SÍMI 83570 UG-RAUÐKÁL - UFíDRA GOTT *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.