Þjóðviljinn - 20.06.1970, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.06.1970, Blaðsíða 12
1970 — Laiuigardagur juim argangur 135. tölublad. Merk yfirlitssýn- ing á Listasafninu EINS OG FYRIR STRlÐ VIÐ HÖFNINA 0 Þetta er eins og fyrir stríð sagði Guðbrandur Halldórsson verkstjóri lijá Eimskip í gær og jafnvel verra en það, og sjáum við hann hér á miðri þridálka myndinni umkringd- an piltum sem fengu ekki vinnu við höfnina í gær. . • Þe-rar vinna hófst aftur eftir veiKfidi Dagsbrúnarkarlanna við höfnina um fimmleytið i gær, þá voru komnar þar þúsundir manna að sögn Guð- brands verkstjóra, og vildi ég engum manni neita um vinnu en varð þó að segja nei þeg- ar drengirnir komu hér svona margir úr skólunum og jafn- vel Dagsbrúnarmenn urðu út- undan. • Piltarnir á tvídálka myndinni voru í Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar í vetur leið og hafa þeir enga vinnu fengið í sum- ar og svona fór í gær þegar þeir ætluðu á mölina að enga vinnu var að fá. Lærist sjálf- sagt unglingunum fljótt það sem áður gilti í lífsbarátt- unni, að elta verkstjórann á röndum hvert fótmál með bænarsvip. • Sagði Guðbrandur verkstjóri hjá Eimskip, að um fjögur þúsund manns hefðu komið þangað niður að höfn í gær að leita sér að vinnu, og hefðu flestir snúið bónleiðir til búðar, því að vinna var einungis fyrir um 150 manns við losun skipanna. — (Ljósm. Þjóðviljinn Hj.G.). 1 tilefni Listahátíðar er hald- in í Listasafni ríkisins sýning sem nefnist „Xíu íslenzkir mál- arar á tuttugustu öld“. Á sýningUinni má fá allgott yfirlit um framlag hvers þessara meistara til íslenzkirar myndlist- ar, en á henni eru á annað hundrað myndir. Listamennimir eru Þórarinn B. Þorláksson, Ás- grímur Jónsson, Jóihannes Kjar- val, Jón Þorleifsson, Gunnlaugur Blöndal, Snorri Arinbjarnar, Stórátök í Flórída MIAMI 19/6 — Undanfarna daga hafa miklar kýíiþáttaóeirðir átt sér stað í Miamj og annai stað- ar í Florida og tugir manns hafa særzt, þar af 14 af skotsárum. Lögreglan hefur liandtekið um 150 manns. Óeirðirnar hafa staðið undan- farnar fjórar nætur, en leiðtog- ar hlökkumanna hafa gengið hart fram í því að kveða þær niður og í morgun var ástandið orðið eðlilegt að mestu leyti. Bliikkumannahverfin í borginni litu út ein sog vígvöllur í morg- un eftir óeirðirnar, og ýmiss kon- ar ummerki mátti sjá í ýmsum nágranuabæjum Miami. Gunnlauiguir Scheving, Jón Engil- berts og Nína Tryggvadóttir. Allar myndirnar eru í eigu listasafnsins, nema myndir Schevings, sem lisitamaðurinn hef- ur sjálfur lánað, og eru þær flestar frá síðustu tveim árum. Þá eru þarna ýmsar sjaldséðar myndir, og sumar ,sem ekki hafa áður verið upp fastar á safninu. Við sýningargestum blasir fyrst mynd frá 1910 eftir Þórarinn B. Þorláksson, „Áning“, en það er fyrsta íslenzka myndin sem safnið edignaðiisit, og sú fyrsta sam kemur á íslenzku frímerki; er það gefið út í tilefni Lista- hátíðar. 1 hliðarsölum eru og myndir eftir yngri höfunda til fjöl- breyttara yfirlits um íslenzka myndlist. Sojjús-9 lentur eftir 18 daga MOSKVU 19/6 — Sovézka geim- farið Sojús-9 lenti í dag eftir næstum því átján sólarhringa ferð umhverfis jödðu. Hafa geim- fararnir Nikolaéf og Sevastjanof þá verið lengur í geimferð en nokkrir menn aðrir, og sovézk- ir vísindamenn telja ferð þeirra einkar vel heppnaða. Um hádegi í dag stkv. íslenzk- um tíma létu geimfaramir far- kost sinn svífa til jarðar í þrem íallM'ífum um það bil 75 km fyrir vestan borgina Karaganda í Kazakstan í Mið-Asíu. Báðir voru geimfararnir ágæt- lega á sig komnir við lending- una, oftir að þeir höfðu slegið met Bandaríkjamannna í langri dvöl í geimnum um fjóra sólar- hringa. Fréttaskýrendur í Mos-kvu telja að tilgangur þessarar löngu ferðar hafi einkum verið sá, að prófa hin ýmsu kerfi og útbún- að sem notuð verða við upp- byggingu mannaðra • geimstöðva á braut umhverfis. jörðu, sem munu starfa f • langan tíma, og að prófa starfshæfni mannslík- amans úti í geimnum Margt er talið benda til þess að ferð Soj- ús-9. skoðuð í þessu samhengi, sé nýr áfangi í sovézkri geim- ferðasögu. 6 myndlistarsýningar í til- efni Listahátíðarinnar — 5 þeirra opnaðar í dag klukkan 5 Yfir 70 íslenzkir myndlistar- menn eiga verk á sýningum á Listahátiöinni, sem allar verða opnadar klukkan 5 í dag. A fyrstu sýningu sem haldin er í myndlistarhúsinu á Miklatúni eru verk eftir 36 höfunda og spannar hún allt frá Finni Jóns- syni, sem er fæddur 1892, til nokkurra ungra listamanna, er koma nú fram í fyrsta sinn. Ný sýning í Listasafni ASÍ Laugardaginn 20. júní verður opnuð ný sýning í húsakynnum Listasafns ASI að Laugavegi 18. Að þessu sinni verða eingöngu sýnd verk úr safninu sjálfu. Alls verða sýndar tólf myndir eftir: Jóhannes Kjarval (Fjalla- mjólk), Ásgrím Jónsson (Skíða- dalur), Þorvald Skúlason, Svavar Guðnason, Rristján , Davíðsson Braga Ásgeirsson, Snorra Arin- bjamar, Karl Kvaran, Jóhannes Jóhannesson, Einar Hákonarson og Alfreð Flóka. Gert er ráð fyr- ir að 1 sýningin stantíi 1 fram í áigústmánuð en þá verði skipt um myndir. Safnið verður ' opið á sama tíma og á undanförnum sýning- uim eða kl. 15—18 alla daga nema mánudaga. I safr.inu eru til sölu listavei’kakort með eftir- prentunum mynda í eigu þess. Nýlega er lokið í safninu sýningu á verkum „Aiþýðúmál- ara-‘. Hún stóð frá 9.—31. maí •og-var aðsökn mjög .góð. Sýningin var opin til þátttöku fyrir fólk alls staðar að af lands- byggðinni og bárust um 400 myndir eftir 60 höfunda. Sýn- ingarnefndin valdi 101 af þess- um veirkum og tók nefmdin þá stefnu, að sem flest sjónarmið í íslenzkri myndlist, sem uppj eru nú, fengju að njóta sín, þannig að breidd sýningarinnar yrði sem mest. Formaður sýningar- nefndar er Einair Hákonarson og auk hans eru ( nefndinni Ben- edikt Gunnairsson, Bragi Ás- geirsson, Jens Kristleifsson, Kristján Davíðsson og varamað- ur er Vilihjálmur Bergsson. Þeir sem sýna þarn.a í fyrsta skipti eru: Karen Valgeirður Ek, Bjiarni Sumairliðason, Einar Karl Sigvaldiason og Gunnlaugur Stef- án Gíslason. Aðrir sem sýna þar eru Eiiríkur Smith, Sigurður Sigurðssion, Magnús Á. Árnason. Páll Andrésson, Hringiur Jó- hamnesson, Ágúst F. Peteirsem, Barbana Árnason, Jóhannes Jó- hannesson, Helgd Gislason, Guð- munda Andrésdóttir, Valtýr Pét- ursson, Jóhann Briem, Einar G. Baldvinsson, Vilhjálmur Bergs- son, Leifur Breiðfjörð, Arnar Herbertsson, Þóírbjörg Höskulds- dóttir, Gunnsteinn Gísliason, Ingi- berg Ma'gnússon Veturliði Gunn- arsson, Jón Þ. Kristjánsson, Anna S. Björnsdóttir, Finnur Jónsson. E,inar Þorláksson, Snorri Sveinn Friðriksson, Matt- ■hea Jónsdóttir, Bragi Ásgeirsson, Sveinn Björnsison, Þorvaldur Skúlason, Svavar Guðnason og Ásgerður Búadóttir og Vigdís Kristjánsdóttir sem sýna mynd- vefnað. Sýningin sem. opin verður frá kl. 2 til.10 í tíu daiga er í minni salnum í nýja myndlistarhúsinu. Var stærri salurinn ekki tilbú- inn í tæka tíð. í húsinu verður auk sýningarsala veitingasalur og uitan dyra er sérstakt svæði ætlað fyrir skúlptúr. Enginn skú'lptúr er nú sýnd- ur í myntíListarhúsinu þar eð skúlptúrsýning verður einnig opnuð í dag á Skólavörðuholti. Verða þar verk eftir 20 mynd- listamenn og var unnið að því í nótt að komia verkunum fyrir. Muinch-sýningin er í Iðniskól- anum. Þar eru 96 grafískar myndir og 97. verkið er tré- rista fyrir myndin.a „Den tykke hora“. Það er Oslóborg sem veitt hefur fjárhagslegan stuðn- Framhald á 3. síðu. Hvarf ferðafé- I lögum sínum við Skjálfandafljót 18 ára stúlku frá Akur- eyri, Guðrúnar Bjarnadótt- ur, hcfur nú verið leitað árangurslaust í tvo daga síðan hún hvarf frá ferða- félögum sínum við Fosshól f Bárðardal í fyrradag. Er óttazt að hún hafi fallið Skjálfandafljót. Var stúlkan á tfféi'ð* í bif- i'eið ásamt fjórum pi'ltum og stönzuðu þaiu um kl. 17 við þrúna að Posshóli til að taka benzín. Fór fólk- ið út við brúna og gekk niður í hvamm við forúna við brúarsporðintn austan megin og brá stúlkan sér þar frá félögum siínum og hafði á orði að foún ætlaði niður að ánni. Biðu pilt- arnir um stund, en ér hún kom ekki aiftur, fóru þeir að svipast um eftir henni. Fannst stúlkan hvergi í náigrenninu og var hvarf hennar þá tilkynnt lög- reglunni á Húsavík, sem kom á staðinn og leitaði lögreglan og fólk í sveit- inni árangurslaust langt fram á nótt. Fluigbjörgun- arsveitin á Akuireyri leit- aði stúlkunnar í allan gær dag oig spurzt var fyrir um hana á bæjum, en án ár- angurs. Falstaff / Laugarásbíói í tilefni Listahátiðarinnar I tilcfni Listahátíðar hefur Laugarásbíó ákvcðið að efna tii sýninga á tvcim frábærum kvik- myndaverkum. „FALSTAFF“ eftir Orson Wclles, og „HNEYKSLIÐ I MÍLANO“ eftir Pier Paolo Pasolini. 1 kvöld er fi-umsýning á Fal- staff, og mun Thor Vilhjálmsson rithöfundur ávarpa gasti í því tilefni. Falstaff er byggð á þátt- um úr nokkrum sögulegum lei-k- ritum Shakespeares um þá mikilu skálmöld í sögu Englands, 15. öld. Leikstjórinn, Orson Welles, fer einnig með aðalhlutverkið, en auk hanis koma við sögu frægðarleikarar eins o-g Sir John Giel'gud, Margaret Ruitheilord, Keith Baxter og Marina Vlady. Myndin hlaut Grand Prix í Cannes 1966 og hefur hvarvetna hlotið einróma lof gagnrýnenda. — Sýningar á „Hneyksli í Minlano“ efti-r ítalska snilliniginn Pasolini hefjast í næstu viku. I gær voru hlýindi meiri í Reykjavík en áður ; sumar. Þó var þetta ekki hlýjasti dagur sumarsins skv. upplýsingum veð- urfræðingia á veðurstofunnir. og komst hitinn í 13 sti-g í gær en 14 stig á fimmtudaginn var. í dag er spáð svipuðu hæg- viðri hér í Reykjavík og meira sólfiari Norðanlands, en þó von sólarglætu í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.