Þjóðviljinn - 21.06.1970, Síða 1

Þjóðviljinn - 21.06.1970, Síða 1
Sunnudagur 21. júní 1970 — 35. árgangur — 136. tölublað. ,Sjálfumgleði í Sæluhúsinu' Mikil ládeyða hefur að jafn- tði verið yfir félagslifi stúdenta á sumrum, enda hafa þeir ekki átt í mörg hús að venda með starfsemi sína <>S hugðarefni. Nú hyggjast þeir ráða bót á þessu og hafa fengið til afnota í þessu skyni diskótckiö í Glaumbæ eitt kvöld í viku. Þetta eiga etoki að vera form- legiair samkundur, heldur öllu fremur rabbfundir sem stuðla eiga að aukinni viðkynningu stúdenta. Verða þeir mjög frjáls- legir í sniðum. en ætlunin er að fá ýmsa gesti til að hressa upp á umræðurnar. Fyrsti gesturinn, sem kemur á fund með stúdent- unum er Jónas Haralz banka- stjóri. og fyrrum formaður há- skólanefndar og fær hann frjáls- ar hendur með hvað hann fjaUar um. Næsti gestur verður Vladim- Framhald á 2. síðu. Um 4000 manns enn í verkfalli VifaverSur seinagangur á samningum viS iSnaSarmenn Enn eru í verkfalli um fjórar þúsundir manna, og hefur hluti þess hóps verið í verkfalli í meira en þrjár vikur. Þarna er um að ræða Samband málmiðnaðarmanna og skipasmiða, sem í eru 19 félög með um 1600 félagsmönnum, félög byggingar- iðriaðarins sem eru ámóta fjölmenn og Samband rafiðnaðarmanna með um 500 félagsmenn. Verk- föll þessara hópa snerta einnig fjölmarga sem vinna með iðnaðarmönnum á vinnustöðum. Þá eru mjólkurfræðingar enn í takmörkuðu verk- falli, og yfirvofandi er verkfall yfirmanna á far- skipunum. Sa’.-nningar við iðnaðarmannafélögin hafa gengið mjög seint vegna vítaverðrar vanrækslu sáttasemjara og atvinnu- rekenda. M.a. braut sáttasemjari lög með því að láta líða meira en hálfan mánuð milli viðræðufunda. í upphafi viðræðnanna var nokkuð. f jallað um sérkröfur, en þegar samningar voru teknir upp á nýjan leik síðdegis í fyrra- dag, reyndist sú vinna að mestu gagnslítil m.a. hjá málm- iðnaðarmönnum. vegna þess að nú var mættur nýr sátta- semjari og nýr fulltrúi Vinnuveitendasambandsins, og vissi hvorugur um það sevn áður hafði gerzt! Meginástæð- an fyrir því hversu slælega hefur verið unnið að samning- um við iðnaðarmannafélögin er sú að örfámenn valdaklíka í Vinnuveitendasambandi íslands vill hafa eftirlit með öllum samningum á landinu og treystir engum nema sjálf- um sér. Þessir valdamenn voru önnum kafnir í samning- unum við almennu verklýðsfélögin, og því voru iðnaðar- mannaféíögin látin bíða. Eru slík vinnubrögð fráleit með öllu og leiða mikinn óþarfan kostnað yf-ir þjóðarheildina. TAFARLAUSA SAMNINGA Þátttaka iðnaðarmannafélaganna í hinni almennu kjara- baráttu stuðlaði mjög að þeirri sterku samstöðu sem nú hefur leitt til mikilvægs árangurs. Að sjáifsögðu munu verkiýðssamtökin í heild fýlgjast’ vel með því sem nú gerist í samningamálum iðnaðarmanna og grípa til sinna ráða ef atvinnurekendur og stjórnarvöld ætla að reyna að beita iðnaðarmenn einhverjum afarkostum. Enda ’mun bað nú krafa þjóðarinnar allrar að þégar í stað verði bund- inn endir á þá framleiðslustöðvun s.em leitt hefur allt of mikið tjón yfir þjóðarbúskapinn. Myndina tók ljósmyndari Þjóðviljans á fundi Framsóknar í Iðnó í fyrradag. Hækkun vélavinnu, fæðingar- styrkur og starfsgreinaréttur til aldurshækkana eru stærstu sér- atriði verkakvenna í samningunum ■ Venkakonur í Reykjavík gengu frá sarfiningum sínúm í fyrradag eins og gert var í öðrum verkalýðsfélögum. Voru samningarnir samþykktir á fundi i Iðnó þar sem hvert sæti var skipað og voru verkakonur ánægðar með samning- ana. Það sem verkakonur telja mikilvægast í samningun- um — fyrir utan almenn atriði eins og kauphækkunina og verðlagsbætur — er einkum þrennt: Aldurshækkunarrétt- indi gilda innan starfsgreina, t.d. í fiskiðnaði, en eru ekki lengur bundin við einn og sama atvinnurekanda; fæðingar- styrkur er inni í samningumum; og vélavinna í frystihús- um.fer nú í fjórða taxta. Breytingar á' samningum veikaikven'na eru a.ð ýmsu leyti hiiðstseðar breytiingum verika- mannasamninganna sem greint var frá í blaðinu í gær. Fá veirba- , konúr 1 15% t kauphækkun,' futla vísitöluuþpbót' og aúk iþess-taxta-; tillærslur. ’Verðá nú' rakiþ 'nókk- ur þeirra: sératriða : seim snerta verkákoinúr 'séhSitakleigia.:' ' ’ . ' n.'r tá-xta verður'aftii'leidiS'að- eins' tlmiabúhdi'n vinna véiika- Glæsileg setning Listahátíöarinnar Þorkell hlaut verðlaun fyrir forleik ■ Listahátíð i Reykjavík var sett við glæsilega athöfn í gær. Hún h'ófst með flutningi hátíðaforleiks, en efnt hafði verið til samkeppni um hann méðal íslénzkra tónlistar- manna, og hlutskarpastur reyndist Þorkell Sigurbjörns- son. Því næst setti borgarstjóri. Geir Hallgrímsson. hátíð- ina. og bá afhenti menntamálaráðherra verðlaunin. Því næst söng Edith Tallhaug með Sinfóníuhljómsveit ' íslánds, þá var flutt hljó'msveitai-verkið Tengsl eftir Atla Heimi Sveins- son, en að því loknu dönsuðu Sveinbjörg Alexanders og Tru- man Finney. Þá var gert hlé á dagskránni, en þó fllutti Ha.ll- dór Laxness ræðu, þá var Ojóða- flutningur, Sveinbjörg og Finney dönsuðu annan tvídans og loks söng Karlakórinn Fóstbræður ís- | lenzk lög. I Síðdegis í gær voru myndlist- iarsýningar opnaðar .víðs .vegar um borgina og um kvöldið voru I leiksýningair í leikíhúsum borg- larinnar. Þjóðleikhjúsið . sýndf Þorkell Sigurbjörnsson — samdi hátíðarforleikinn Mörð Valgarðsson, og Iðnó írum- flutti Kristni'haild undir Jökli eft- ir Hallldór Laxness. I DómikMíj- uinni voru kirkjutónleikar á vegum norræna kirkjutónlis<tár- mótsins. í . dag. sunnudag veröur þeitta helzt á dagslkrá listaihátíðarinn- ár: Kl. ’ 14 verða kaímmertón- leikar í'Noirræna húsinu, aðgöngu- miðar að þeim verða seldir þar í dag. Kl. 15 verður þjóðdansa- .sýning. og þjöðlaigafíutningur í Norræna húsinu, og verð'a að- Frarrihald- á 2. síðu. kvenna, sem ekiki er talin ann- ars staðar í saminingunum. 1 2. taxta verða dagleg ræst- ing, hreingern.ing í farþegasikip- um önnur en aðalhreinigerning, virina í sláturhúsuim, vinna í áf- urðasö’lu og hliðstæð ■ vinna. Gullfoss breytti f erð?áætl unin ni Nokkur breýting hefur órðið á ferðaáætlun Ms. Gullfoss, sém átti aðj koma til Reykjavíkur á morgun, mánudaginn 22. júní, og verður..,til þess,. að skipið kcm- ur ekki fyrr en 25. júní til Reykjavikur. Gullfoss er. nú í- skemmtiferð, miðnætursólarferð, sem sérstak- lega var skipulögð' með það fyr- ir augum að hæna að útlent ferðafólk og var ætlunin að sigla frá Kaupmannahöfn og fyrst þaðan til Reykjavíkur, en síðan norður um land til Ak- ureyrar óg þaðan til Þórshafn- .ar. í Færeyjuim og Kaupmanna- hafnar. Vegna verkfallanna, sem enn var ekki séð fyrir endann á, þegar lagt var af stað frá Kaup- mannahöfn 19. júní, var áætlun skipsins breytt á leiðinni og hélt það fyrst til Þórshafnar, en síð- an til Islands og siglir norður- með AuS'tfjörðum til Akureyrar Frá Akureyri kemur Gullfoss til Reykjavíkur og er áætlaður komutími hirtgað nú 25. júní. I 3. taxta verði: Vinna við fislkifllökun, uppþvott á fiski, skreiðarvinna, vinna vlð vöstk- unairvélar, hiTnnudráttur og blóð- hreinsun, vinna við söltun hroigna, öll vinna við saltfisk, söltun síld- ar frá hausunarvel, framleiðsiaá Framhald á 2. síðu. Skemmliferð AB í Húsafellsskóg Skemmtileigasta og ódýr- asta ferðin, sem völ er á, skemmtiferð Alþýöubanda- lagsins í Húsaffelílsskóg verðuir flarin sumnudaiginn 5. júlí, n.k. Gefst vartbetra tækifæri til skemmtunarog náttúruskoðunar í góðum 'félagsskap og væntanlega góðu -veðri. - r • i - Leiðsögumenn í' ferðinni verða ekiki- af verri endan- um, helduir eru þeir fjöl- fróðir um' aðsikiljanilegar náttúrur þeirra héraða, sem leiðin liggur um. Vafalaust ■ mun- fólk verða • margs á- sikynja um. Snorra, hinn kyngimagnaða á Húsafelli og • aðrar frægar persónur, ■ sem komið haffa við sögu staðairins. Þá gefst vænt- ainlega ágætt tækifæri til' þess, að haída r . slóðir þeirra listamanna, sem dvöldust langtímum saman í Húsafellli og só'ttu þan.gað óteijandi miótív. ★ Frá ferðaáætlun verður nánar skýrt síðar hér í blaðinu, en þetta er eins dags ferð, — farið verður að morgni og komdð aftur að kveldi. og gert er ráð fyrir, að þátttakendur hafi með sér nesti. Þar sem bú- izt er við miklu fjölmenni. er fóiki eindregið ráð'laigt að panta miða tímanlega á slkritflstofu Alþýðubandailags- ins — sími 18081. en verð miðanna er kr. 250 fyrir fulllorðna og 150 fyrir börn innan 10 ára aldure.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.