Þjóðviljinn - 24.06.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.06.1970, Blaðsíða 3
Miðvíkud'sg'ií' 24. júní 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 JÚ, ÞETTA ER ANSI GEGGJAÐ" Litið inn á tónleika Led Zeppelin íw’Sí; Iðgjald atvinnurekenda til Lífeyrissjóðs Landssambands vörubif- reiðastjóra innifalið í 'taxtanum. LANDSSAMBAND VÖRUBIFREIÐASTJÓRA. Öryrkjavinnustofur S.Í.B.S. að Ármúla 34 verða lokaðar vegna sumarleyfa dagana 6. til 29. júlí, að báðuim dögum meðtöldum. Það var rafmögnuð stemning í Laugardalshöllinni Iaust fyr- ir kl. 23,30, þegar okkur bar að garði. í hverjum krók og kima var setið eða staðið, þeir fyrstu höfðu komið alltaf tveimur klukkutímum áður og riaelt sér í beztu sætin_ þeir sem siðastir höfðu komið urðu að láta s«r nægja að standa upp á endann, og þar á meðal var sjálfur framkvæmdastjórj lista- hátíðarinnar, Ivar Eskeland á- samt konu sinni og annað starfsfólk Listahátðarinnar. Síðar sáum við borgarstjóra og frú hans, Pál Líndal og annað stórmenni, sem engum kom til hugar að víkja úr sætum fyrir að þessu sinni, enda giltu hér aðrar reglur og lögmál en á venjulegum borgaralegum sam- kundum. Auðvitað reyndu allir að koma sér fyrir, þannig að þeir gætu eitthvað séð, en það var hægara sagt en gert — „viltu gjöra svo vel að hypja þig héð- an í burtu andakotans mellan þín“, — sagði ungur, hárprúður maður við undirritaða, sem honum fannst byrgja útsýnið. Og tilgangslaust var að hleypa í brýrnar og vera móðguð, enda var hin langþráða skemmtun í þann veginn að byrja. Nú ruddust átrúnaðargoðin inn á senu og hlýlegt ávarp söngvarans Robert Plant drukknaði í fagnaðarópum ung- lirjjjjUMý^., En þótt raddbönd þúsuhda unglinga væru stefi höfðu þeir ekki krafta á við hljóðfæri fjórmenninganna, og magnara sem vógu 3 tonn, og loks höfst æðislegt spilerí sem skall óþyrmilega á hlustir okk- ar viðvaninganna, en vakti mikinn fögnuð þeirra sem bet- ur til þekktu. Söngvarinn Re- bert Plant hentist fram og aft- ur um sviðið með mikrafóninn í hendinni, og hárþyrillinn, sem minnti helzt á ljónismaktoa eða ullarreifi virtist vera í sam- bandi við einhvem maignara lítoa, þvf að hann þeyttist upp og niður eftir tónhæðinni. Næst greip gítarleitoarinn, Jimmy Page boga og stirauk honum eftir- gítarstrengjunum. Spönnuðu hljóðin ótrúlega vítt tónsvið og voru í sumum til- feUum áþekk sírenuhljóðum. stundum eins og fegursti fiðlu- hljómiur og stundum eins og loftpressa. En harla lítið fór fyrir lýríkinni í þessiu hljóða- safni fjórmenninganna, og oft minnti framleiðslan á hrein- ræktaðg elektróník, enda fiann maður, að hinir ungu áheyr- endur voru ekki alls kostar með á nótunum, þegar líða tóto á hljómleikana. Þeir öskruðu að vísu í kurteisisskynj eftir hvert lag, en brátt fór að bera á leið- inlegri ókyrrð í salnurn, — ung- lingarnir góndu upp í loftið. tvístigu. tóku tal siaman eða löbbuðu fram í gang til að f-á sér kók og smók. Virtust þeir frem.ur óhressir og eina dömuna heyrði ég býsnast mikið yfir því að hafa hent 450 krónum í sandinn. Sum lögin náðu þó til áheyr- endanna, og voru það yfirleitt lög, sem hiafa verið leikin hér mikið á plötum, en þegar lítt kunnugle-gir hljóðeffektar náðu hámarki hófst ókyrrðin á ný. .jÞei-r eru prógressiv — ekki oommerial“. — heyrði ‘ég ung- an pilt segja við stöUu sína, sem kvartaði yfir hávaðanum. Þegar við vorum hreinlega að ærast; skruppum við aðeins fram og gáfum okk.uir á tal við einn lögregluþjóninn. Hann hváði. Við enduirtókum , spurn- inguna. og þá áttaði hann sig, brosti og dró bómullarhnoðra úr eyranu. Við gerð-um það því Fjöldi unglinga stóð utan húss. Þeir Robert Plant með ljónsmakkann og Jimmy Page með gítarinn sinn fyrir framan áheyrendur. okkur til gamans að kíkj-a inn í eyru nærstaddra, og sjá — þotnri þeirra var með eitthvað til að skýla hluistunum. „Finnst þér þetta ekki ferlegt, ég nenni sko bara alls ekki ■ aðvera hérna“, heyrðum ,við srnáhhýðrú se-gja víð' kúnriirigja sína, sem tóku í sama streng og síðan var gengið út. En flestir voru þó um kyrrt, þeir höfðu borgað sig inn dýrum dómum og setluðu að sitja með- an sætt var, en. stöðugt stækk- aði sá hópur, sem leitaði . inn í anddyrið, sumir þusándi og ergilegir, aðrir reyndu að halda sínu góða stoapi. Tilkynning Samkvæmt samnmgum milli Vörubílstjórafélagsins Þróttar í Reykjavík og Vinnuveitendasambands íslands og samningum annarra sambandsfélaga, verður leigugjald fyrir vörubifreiðar frá og með 19. júní 1970 og þar til öðruvísi verður ákveðið, eins og hér segir: TÍMAVINNA Fyrir 2 V2 tonna bifreið Dagvinna 242;90 Eftirvinna 278,10 Nætur- og helgidv. 313,30 — 2i/2 — 3 t. hlassþ. 269,40 304,60 339,80 — 3 — 3% t. — 295,90 331,20 366,40 — 3% — 4 t. — 320,20 355,40 390,70 — 4 — 4i/2 t. — 342,30 377,60 412,80 — 4i/2 — 5 t. — 360,10 395,30 430,60 — 5 — 51/2 t. — 375,50 410,70 446,00 — 5V2 — 6 t. — 391,00 426,30 461,50 — 6 —. 6V2 t. — 404,20 439,50 474,70 — 6V2 — 7 t. — 417,50 452,80 488,00 — 7 — 71/2 t. . . —■ 430,80 466,10 501,30 — 7i/2 — 8 t. ■ — 444,10 479,30 514,60 Þegar við gengum inn í sal- inn aftur var hann orðinn þunnskipaðri en áður. Æstustu aðdáendur hljómsveitarinnar höfðu þyrpzt upp að sviðinu og allt í einu var það orðið krökt af ungmennum. Hljómsveitin fékto öflugan liðstyrk frá lög- reglumönnum og krökkunum var vísað niður í sailinn aftur. Leit svo út um tíma að hljóm- sveitin hefði fyrzt yfir þessari frekju og Robert Plant kallaði í míkrafóninn — „good night“, en þá glumdu við hróp og köll, krakkarnir ætluðu ekki að láta plata sig — um það bil 40 mín- útur voru eftir ag umsömdum leiktíma. Stóð j talsverðu þrefi um þetta um tíma, en allt í einu va-r tilkynnt, að hljómsveitin ætlaði að leika nokkur lö>g til viðbótar, hvað hún og gerði við hávær fáignaðairlæti þeirra, sem eftir voru, en einbvern veginn fannst manni öskrin ekki koma frá hjartanu beinlínis. Svo var allt .í einu ailllt búið. Þeir kvöddu þessir miiklu rafmagnsmeistarar og krakkarnir görguðu dálítið »>■ en ekki mikið. Svo kom kynn- irinn fram og tilkynnti að þeim fyndist asnalegt að hneygja sig og þeiir ætluðu ekkj að gera það og væru að fara. Þá fóru krakkamir líka að týgja sig og svo var ruðzt í átt að út- göngudyrunum. „Var þetta ekki geggjað?“ — spurðum við 11 ára telpu, sem við könnuðumst við. — „Jú, ansd geggjiað“ sa-gðd hún dauflega, og var svo ekk- ert að orðlengja það meira. en okkur sýndist á hennj og fleir- um, að þau væru dauðfegin að sleppa í burtu. Það myndaðist mikil þröng við útidyrnar, en allir sluppu þó ómeiddir, og kvöldið var stórslysalítið utan þess að •nokkrar stúlkur féllu í ómegin og voru bornar bak við svið. Rönkuðu þær'fljótlega við sér, enda var i sumum tilfellum um 'Uppgéíð að'fSeða. ' Svona fór um sjóferð þá. Einhvern veginn hafði maður ba-ft það á tilfinningunnj að hljómleikar með heimsfrægri poiphljóimisveit væru ennþá geggjaðri. Sjálfságt ha-fa lika margir snúið heim ánægðir með kvöldið og sumir upplifðu þarna eina af lífsins stærstu stundum, enda verður vart ann- að sagt en að piltarnir hafi kunnað sitt fag. En stemningin benti ekki til þess, að svona „prógiressiv“ pophljómsveit eigi huig og hjairta æskunnar, enda þótt hún sé sögð sú frægasta í heimi, og kannsfci hefur sá fjöldi, sem ekki náð; í miða og hímdi fyrir uta,n aillt kvöldið, ekki misst af svo ýkja miklu. gþe. Búnaðarþingsfullt. Fraamhaild af 2. síðu. Sandbrekku og Sveinn Jóns- son á Egilsstöðum, en gáfu ekiki kost á sér til endurkjörs. Mun stjóm búnaðarsambands- ins hafa ætlað að ná sam- stöðu á fúndinutm um kjör nýrra fulltrúa, en deilan reis milli Framsóknarmanna, sem gerðu tilkall til beggja aðal- fulltrúa, og Sjálfetæðismanna, sem buðu lista á móti með Matthías Eggertsson tilrauna- stjóra á Skriðuklaustri í broddi fylkingar. Múlalundur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.