Þjóðviljinn - 24.06.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.06.1970, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvitoudagur 24. júní 1970. kvikmyndip USTAHÁTÍÐ í LAUGARÁSBÍÓI Er, ákveðið var að halda Listahátíð í Reykj avík þótti mörgum eðlilegt og sjálfsagt, að kvikmyndir skipuðu þar sinn ses9. Jafnframt var á það bent að hér væri tilvalið taeki- færi að hlúa að olnbpgabarni íslenzkra listgreina með því að veita styrk, svo að unnt yrði að frumsýna þó ekki væri nema eina alvörukvikmynd ís- lenzka á hátíðinni. Því miður hafa forráðamenn hátíðarinnar gjörsamlega hunzað þessar á- bendingar og hafa ekki einu sinni fengið hingað sígild er- lend kvikmyndaverk til sýn- inga í éinhverju af ' hinúm mörgu kvikmyndahúsum borg- arirínar, en slíkt' hefði þó kost- að sáralitla fyrirhöfn og ekki mikið fé. Það var því mikið faignaðar- efnj þegar Laugarásbíó til- kyrínti sýningar á tveim frá- bærum kvikmyndum í tilefni Listahátíðar, „Falstaff" eftir Orson Welles og Teorem eftir Pier Paolo Pasolini. Þessar myndir hafa báðar verið kynnt- ar hér í kvikmyndaþáttum Þjóðviljans, þó einkum mynd Pasolinis. Þvj miður gat ég ekkj verið við frumsýningu á Falstaff sl. laugardaigskvöld, og heyrði þvj ekki ávarp Thors Vilhjálmssonar, sem hefur án efa verið fróðlegt og skemmti- legt. Árið 1965 lýsti hinn merki brezki leikhúsmaður Peter Brook þeirri skoðun sinni í löngu viðbali í Sight and Sound, að rússneska Hamlet-myndin eftir Kozintsev og japanski Macbeth eftir Kurosawa (báðar sýndar í M.R. klúbbi) væru einu dæmi þess að tekizt hefði að gera kvikmynd eftir leikrit- um Shakespeares. „Kvikmynda- saga Shakespeares", segir bann, ,,er ákaflega dapurleg. Teknar hafa verið um eitt- hundrað kvikmyndir eftir leikritum hans og eru flestár þeirra ólýs- anlega slæmar. Myndir þessiar spegla ástandið í leikhúsmál- unum á hverjum tíroa. Á fyrsta tug aldarirínair voru gérðar ó- trúlega margar Shakespeare- myndir, eingöngu vegna þess að þar var hægt að nota mik- inn mannsöfnuð, veglógar hall- ir og skrautlega búninga. eins og nauðsynlegt var í stórmynd- um þessa tíma. Síðari kemur langt tímabil stjömumyndá, þ.e. hugmyndasnauðar upptök- ur, þar sem fræ'gir lejbarar eru í aðalhlutverkunum. Þessar myndir vom gerðar samkvæmt skilningi manna á Shakespeare, er ríkjandi var á 19. öldinni, þegar menn einblíndu á allt hið „stórbrotna" og töldu að hljómfall setninganna og leik- ræn atburðarás hefði verið að- almarkmið Shakespeares. Þetta er einfaldur en algjörlega rang- ur hugsanagangur, og það er þesis vegna sem rithöfundum er reyndn að stæla Shakespeare Kvikmyndasíðan á sunnudögum Því miður hafa kvikmynda- þættjr Þjóðviljans fallið niður nú um nokkurt skeið af óvið- ráðanlegum orsökum. Á þessu timafoili hefur verið heldur fátt um fína drætti í bíóum borgarinnar, en þó hefði sann- arlega verið ástæða til að kynna myrídir eins og Atten- tat, Livet er stenkul, The Long and the Short and the Tall, Je t’aime, je t’aime. E.n' nú er ætlunin að taba upp þráðinn þaæ sem frá var ■ horfið og verða þessir kynn- j ingarþættir að jafnaði hvem : sunnudag á næstunni. Hin j stórmerka nýbreytni Háskóla- ■ bíós, að sýn,a úrvalsmyndir j einn dag vikunnar verður j væntanlega mjög til umræðu : hér í þessum pistlum, og ■ kannski er einhver von til : þess að bíóin blómstri nú í j sumarfrísmánuði sjónvarps- : ins. — Þ.S, mistókst öllum. í stað þess að skrifa frá sérstö'kum kjama eins og Shakespeare gerðj og hafa svo ; lokin styrkan stofn með ótal greinum, þá lýstu þeir hástemmt stórbrotnum abburð- um og auðvitað varð árangur- inn hroðalegur. Það var ná- kvæmlega þetta sem gerðist í k vikm yn du num“. Athyglisvert er, að þótt flest- ir gáfuðustu leikstjórar aldar- innar haíi fengizt við kvik- myndagerð, hafa þeir ekki haft áhuga á að brjóta Shakespeare til mergjar í kvikmynd, Það er einkennilegt, að allt frá Pabst til leikhúsmanns eins og Kazans, þá hefur enginn þeirra ger.t Shakespeare-kvikmynd. Frá þessu em auðvitað tvær und- antekningar. þeir Laurence Olivier og Orson Welles. En þótt myndir þeirra getj talizt fyrstu alvarlegu tilraunirnar til að filma Shaikespeare, þá eru þær að verulegu leyti undir sömu sök seldar og eldri mynd- imar. Og þær eru einnig miklu fremur „leikhús“ en kvik- mynd. — Othello og Machbeth- myndir Welles þola alls engan samanburð vdð Citizen Cane eða Ambersons. Myndir Kozintevs og Kuro- sawa eru einstakar, því þeir hafa ástundað hin einu réttu vinnubrögð. Þeir eru lista- menn, sem ha£a mjög ákveðna og sjálfstæða sfcoðun á því efni er þeir fjialla um, og ná þannig fram réttri merkingu leikritanna, ekkj leikhúslegri heldur raunverulegri merkingu. Kozintsev reyndi t.d. að kom- ast eins langt frá hinni rússn- esku leikhefð og möguiLegt var. Hann notaði nýja þýðingu Past- ernaks, sem er mun gaignorðari og snaiggaralegri en sú frá 19. öldinni, og enginn leikaranna var úr leibhúsinu, enginn þeirra hafði leikið Shakespeare á sviði. Mynd Kuirosawa er ó- umdeilanlegt snilldarverk“. — Ekkj er ástæða að fara hér nánar út í hinar ýmsu skil- greiningar Peters Brooks í fyrmefndu viðtali, sem tekið er áður en Orson Welles kemur fram með Chimes at Midnight. En það ar óneitanlega lærdóms- ríkt að hafa þessi ummælj í huiga þegar horff er á „Fal- staff“ í Laugarásbíói þessa dag- ana. Kvikmyndahandritið um Herra Jón Falstaff (eins og Helgi Hálfdánarson kalMar hann) hef- ur Welles samið upp úr leik- ritunum tVeim um Hinrifc IV. Vindsór-konunum kátu, og lít- illega upp úr fleiri verkum Shakespeares. Hann semur sam- fellda söigu af þessum kostu- lega „riddara" og lýsi-r vináttu hans og prinsins af Wales og síðan vinslitum, er prinsinn tekur við konungdómi. En fjö-1- margar aðrar persónur kom-a v-ið sö'gu og er lýsing Welles á þessu tímabilj siöigunnar ein- staklega skýr, en hefu-r þó um leið víðtæk-a merkingu í tím-a og rúmi. Myndin um Fa-lstaff er að- dáunarverð á flestan hátt. Hún er ný og fersk, en um leið hefðb-undin að allri gerð. Hún er leikandi létt og dapurleg í senn. Það er einmitt þessi margbreytileiki, þetta auðuiga m-annlíf sem gerir hana svo shakespírskia. Leikur þeirra Orson Welles, John Gielgud, Alan Webb og Keith Baxters er í einu orði sagt fráfoær. Kvikmyndun för fram á Spáni, en þ-a-r er að finn-a lít- il þorp sem eru meira eða m-inna óbreytt frá miðöldum. Bardagaia-triðið er framúrska-r- andi vel gert, þarna er barizt í návígj d-aglan-gt og maður frú- ir því ra-unverulega, að svona hafi verið barizt á 15. öld. Það má enginn láta þessa einstæðu mynd fr-amhjá sér fara, og ég von-a að þessar tvær hátíðarmyndir La-ugarásbíós verði sýndar langt fram ýfir hátíða-rdagana. í kvikmyndaiþætti næ'Stkom- andi sunnudag verður væntan- lega viðtal við Pa-solini um Teorem. Síðar í sumar væri ek-kj úr vegi að s-egj-a eitthvað frá þeim Shakespeare-myndum sem gerða-r hafa verið eftir þessia mynd Welles og h-elztu áformum á því sviði. Þ.S. FaJstaff í skóginum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.