Þjóðviljinn - 25.06.1970, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 25.06.1970, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVIUINN — Hmarrtiudiagur 25. júrú 1970. —• Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — CJtgefandi: Útgáfufélag ÞjóSviIjans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson j - Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Listahátíðin JHstahátíð sú seim nú er boðið upp á er mikið allsnægtahorn; margir munu kvarta undan því að þeir hafi hvorki fjármuni né andlega orku til þess að hagnýta sér nema brot af þeim dásemd- um sem tiltækar eru. Forgöngumenn hátíðarinnar hafa unnið störf sín af stórhug og myndarskap, og vonandi verður haldið áfram á hliðstæðan hátt á ókomnum árum. Það mun þó því aðeins takast að staðið verði að þessu verkefni af fullu raunsæi. Það er til að mynda afar hæpin hug- mynd að efna til listahátíðar fyrst og fremst í þeim tilgangi að laða hingað erlenda ferðamenn er haldi í pílagrímsferðir til Reykjavíkur til þess að kynn- ast því sem bezt er í heimslistinni. Jafnvel þótt listahátíðir heppnist með ágætum mun okkur seint takast að bjóða upp á þau fágæti sem skír- skoti til listrænna bragðlauka í vandfýsnum heimstúristum, og er bættur skaðinn. Listahátíð- ir skulum við fyrst og fremst halda handa^okkur sjálfum, reyna'að tengja þær sem bezt íslenzku mannlífi, gera þátttökuna í þeim sem alþýðleg- asta í beztu merkingu þess orðs — sá hefur æv- inlega verið hornsteinn íslenzkrar menningar. Að- eins með því móti verða listahátíðirnar ósviknar, og þá fyrst kann orðspor þeirra að berast út fyr- ir landsteinana. ■£■ JAstahátíðir hafa þann tilgang að tengja ísland listrænni starfsemi umhverfis okkur, kynna landsmönnum suma þá alþjóðlega snillinga sem hæst ber hverju sinni og sanna í verki hver er staða íslenzkrar listar í slíku umhverfi. Listræn starfsemi okkar sjálfra hlýtur að verða undirstað- an; án hennar væri varanleg starfsemi af þéssu tagi óhugsandi með öllu. Því er það ánægjuefni að þátttaka íslenzkra listamanna í hinni fyrstu hátíð hefur verið myndarleg og fjölþætt; m.a. hafa okkur verið kynnt ný og risimikil íslenzk verk í leikhúsi, hljómlistarsölum og á myndlistarsýn- ingum. JJornsteinn þess að unnt sé að halda listahátíð á íslandi er starfsemi sinfóníuhljómsveitarinn- ar. Hún átti tuttugu ára starfsafmæli á síðasta vetri og hefur tekið miklum þroska, þótt stund- um hafi hún notið lélegs atlætis hjá ráðamönn- uim og þröngsýnu fordómafólki. Smátt og smátt ættu menn þó að hafa áttað sig á þeirri stað- reynd að hér verður ekki haldið uppi nútíma- legu menningarlífi án slíkrar hljómsveitar. En þá er einnig tímabært að búa betur að henni en gert hefur verið; það þarf að gera hana að ríkishljóm- sveit með sérstökum lögum og stækka hana nokk- uð. Listahátíðin ætti að verða hvatning til þess að unnið verði að því verkefni á næsta þingi og þann- ig búið i haginn fyrir þá nauðsyn að alþjóðlegar listahátíðir verði varanlegur þáttur í íslenzku þjóðlífi. — m. Norsk lúðrasveit leikur á torgum • ' • ífeíýís Lúðrasveit barna frá Lil- leström í Noregi hefur und- anfama daiga sett svip sinn á bæinn. 1 lúðrasvedtinni eru 68 böm á aildrtnum 10 tiil 17 ára. Komu bau hing- að til lands 18. b.m. á veg- um Listahátíðarinnar og halda héðan 24. júni. Hefur lúðrasveitin mars- erað uim Reykjavík og spil- að á ýmsum stöðum, ailt- a£ utanhúss. Ráðgext var að hópurinn færi í skcðunar- ferð austur að Heikilu í dag. Lúðrasveitin fékk inni í Melaskólanum og býr bar bangað til hún fer utacn. 1 fyrradaig afhenti farar- stjórinn Inga Kristinssyni sikólastjóra Melasikólla sdlfur- vasa með áletrun frá lúðra- sveitinni. Var gjöfin vedtt í þakikiæti ssky ni fyrir góða mióttöku. f gær afhenti hljómsyedtin aðra gjöf til Norræna hússiins. Hljóm- sveitin. lék létt lög við Melaskólann og dxedf að aHmargt fólk úr nágrenm- inu . og höfðu börnin eink- anlega gaimain a£ að hlusta'- á lögin og virða fyrir sér sfcraiutlega búninga lúðra- sveitarinnar. — Myndimar tók Ijósim. Þjóðv. 'Ar.K;,'^'rðl,’ I ! ,.fi< 75 ára í dag, 25. júní 1970 Sigur&ur Guðmundsson Urðarstíg 6, Reykjavík Sagnahöldurinn Sigurður Guð- mundsson, fyrrverandi bæjar- vinnumaður í rösk 30 ár án eftirlauna ennþá, er 75 ára í dag. Hann hefur reynt mikið um dagana, jafnvel meir en al- mennt gerist í litlu landi; not- ið margvislegrair gleði og liðið miklar sorgir — i þeim var hann ávallt stærstur öðrum. Máski er það góðmennska hans, sem gert hefur það að verkum, að hann hefur varðveitt ung- linginn í sér fram á þennan dag. lífsgleðina sem þeir njóta, er gefa öðrum bróðurpartinn af því bezta í sjálfum sér. Betri dreng en Sigurð hef ég ekki reynt, og svo mun um mairga sem enn eru í klæðun- um sánum hérnamegin, eins og hina er eiga þau undir foldu nú. Sigurður hefur skráð sögu sína, þó aðallega bók lífsins umhverfis hann og samstarfs- manna sinna, sem skipta hundr- uðum eins og einni ævisögu'^' ber að vera. Hann hóf að rita hana um 1920, og þá í dagbók- arformi. f>að er velsfcrifuð og skemmtileg lesning. væntanleg til útgáfu fyrir 1971. í æviþáttum sánum lætur Sig- urður alla njóta sannmælis út frá sinni parsónulegu reynslu, sem vissulega er ekki alltaf einhlít. Flestir fá gott meira að segja mjög gott, hinir fáu sem fá pínulítið slæmt mega sjálfum sér um kenna. Þeir þekktu ekki sinn vitjunartíma, það er að segja, sýna öllum velvild. Drottinn bregður sér oft i hin skemmtileigustu geævi, þeg- ar hann leggur landspróf fyrir manninn. Jafnvel skrattans úr sauðarleggnum — fátæks manns með frásagnargáfu. Nokkrir þættir ur ævisagna- plaggi Sigurðar birtust á sin- um tíma i einu víðlesHasta dagblaði landsins, en voru stöðvaðir vegna einnar nei- kvæðrar símhringingar. Það var leiðinlegt niðurlag. En svona geta afkomendur verið gjör- sneyddir húmor að ákveðnum parti, og ein ritstjórn rekið hnefann framan í bókmennta- frelsið hér á íslandi. Minnsti maðurinn í minnsta húsinu við minnstu götuna í austurbænum, fyrirmyndin að afanum £ „Alþýðuheimilinu", ætlar að bregða útaf þjóðar- venjunnj og vera heima í dag til að heilsa ættingjum og vel- kunnugum, góðum grönnum, vinnu- og ferðafélö'gum, ef eitt- hvað er eftir af þeim jarðar- megin. En hvort slotið rúmar aUan þann selskap, veit ég ekki. — Til hamingju, heiðurs- piltur! Guðrún Jacobsen. 'BÍLASKODUN & STILLING Skúlagötu 32 MOTORSTILLIHGAR 1! HJÚLASTILLINGAR LJÚSASTIl'ÍlNGAR LátiS stilla i ‘^ia. . ;?* t Fljót og örugg þjónusta. 13-1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.