Þjóðviljinn - 27.06.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.06.1970, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugarda.gur 27. júní 1970. — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Hvers vegna ekki? ^ður hefur verið vakin athygli hér í blaðinu á uimmælum sem birtust í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnudaginn var, en þar var komizt svo að orði um vinnudeilumar miklu: „Hin- um víðtæku verkföllum er nú lokið. Raunin varð sú, sem fyrirsjáanleg var, að samið var um þær kauphækkanir sem hægt hefði verið að ná verk- fallslaust . . . Allt verkfallsbröltið var þess vegna gersamlega óþarft, enda einungis runnið af póli- tískum rótum“. Þessi ummæli eru þeim mun at- hyglisverðari sem höfundur þeirra er Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra íslands. porsætisráðherrann heldur því semsé fram að hægt hefði verið að semja án verkfalla um 15% almenna kauphækkun, um 2-5% hækkun á sér- töxtum, um fulla vísitölu og um ýms ný réttinda- ákvæði. Ástæðan fyrir því að ekki var samið hafi einvörðungu verið pólitísk valdastreita 1 röðum verkafólks; trúnaðarmenn verklýðsfélaganna hafi þannig að óþörfu og af annarlegum hvötum hald- ið nær tuttugu þúsundum manna í verkfalli á fjórðu viku, leitt mikla erfiðleika yfir heiimili verk-. fallsmanna og haft af atvinnuvegunum og þjóðar- heildinni hundruð miljóna króna. Þetta er ákaf- lega þungur áburður og þeim mun alvarlegri sem hann er fluttur af æðsta valdamanni íslenzkra stjórnmála. Það er vægast sagt furðulegt langlund- argeð éf ráðamenn verklýðsfélaganna ætla að láta slíkan áburð sem vind um eyru þjóta, og væri þvílíkt tómlæti til að mynda óhugsandi í nágranna- löndum okkar. Hvers vegna er Bjarna Benedikts- syni forsætisráðherra ekki gefinn kostur á að sanna ákærur sínar fyrir rétti en taka sjálfur af- leiðingunum ef honum reynist það um megn? Orð og athafnir j vinnudeilunum miklu að undanförnu he'fur Vinnumálasamband samvinnufélaganna í einu og öllu komið fram sem deild í Vinnuveitenda- sambandi íslands. Þessi hegðun Framsóknarleið- toganna vakti þeim mun meiri athygli, sem Tím- inn hafði löngum fyrir verkföllin flíkað hinum fegurstu orðum um nauðsyn þess að gengið yrði að kröfum verkafólks. Nú undir lok verkfallanna berast á nýjan leik fögur orð frá aðalfundi SÍS um samstarf samvinnuhreyfingar og verklýðshreyf- ingar, og eru þau ummæli vafalaust í samræmi við skoðanir flestra samvinnumanna. En eigi menn að fésta trúnað á hugarfarsbreytingu Framsókn- arleiðtoga þarf meira til en orðin ein. Þeir geta hins vegar sannað orð sín í verki með því að gefa um það bindandi fyrirheit að eftirleiðis verði Vinnumálasamband samvinnufélaganna algerlega sjálfstæður aðili að kjarasamningum, og í annan stað með því að láta Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkursamsöluna segja sig tafarlaust úr Vinnu- veitendasambandi íslands. — m. — Kvennaeklan og Keflavíkurflugvöllur. — Ó- kurteisi gæzlukvenna. — Að hafa vit á pop- músík. — „Nú látum við banna verkföll og lýð- ræðið hefta“. B. frá Keflavík skrifar bréf í dag í tilefni af tilskrifum Lumma sl. miðvikudag. í>á er bréf um Laugardalslaugina frá Konu í Heimunum, og Þóra gerir skrif Þjóöviljans um leik Led Zeppelin að um- taisefni. Þá er loks staka eftir Huga Hraunfjörð. ★ Lummi kvartar undan kven- mannsleysi í sveitum Islands. Ég sem Keiflvíkingur get bent á mjög einfalda lausn. Á Vellinum og í plássunum um'hverfis hann dveljast að jafnaði mörg hundruð, ef ekki þúsundir íslehzkra kvenna, sem leggja lag sitt Við Ameríkana af þein'i einföldu ástaeðu, að þeir geta veitt miklu betur en land- amir. Þeir þéna 800-900 kr. á klukkutímann minnst, fá svo ailar vörur tollfrjálsar, vín, tóbak, bíla, benzín, sem sagt allt rétt á kostnaðar- verði. Allar skemmtanir og skemmtikrafta fá þeir fría, en á Vellinum eru óteljandi klúbbar með danshljómsveit- um, börum, sterkum bjór og víniföngum. Allt þetta fæst fyrir hlægilegt verð, og í ofanálag eru allir skattfrjáls- ir, baya fyrir að véra eitt ár á þesisu harðbýla landi. Að ári liðnu hverfa vin- imir af landi brott með vaen- an hóp af ísienzkum val- kyrjum, en nýr hópur af vemd- urutm kemur í staðinn, og allir fá þeir sér sambönd strax. En hver er svo lansnin á þessu vandamáli? Auðvitað eiga öll félagsheimili í sveit- unum að hafa sömu fríðindi og klúbbamir á Vellinum. Svo skuium við sjá til, hvort stúlkurnar okkar hugsa sig ekki tvisvar úm, áður en þær fara í sæluna á Vellinum og plássin umhverfiis hann. Svo mörg vom þau orð. Ég er nú ansi hræddur um, að það reyndist noklkuð dýr- keypt að sníða félagsheimilin öftir dýrðinni á Keflavíkur- flugvelli. Hitt er svo annað mál, að ég tek undir það með Lumma og B. að útflutn- ingur ÍBlenzlkra kvenna er mikið vandamál og tjón það, sem þjóðin verður fyrir af þeim sökum, verður ekki mælt í peningum. Lausn mín á þessu máli er ekki ný af nálinni — burt með herstöðina ina, hermennina, klúbbana og allt heila klabbið, og þó verða fleiri vandamál úr sög- unni en kvennaekla í dreif- býlinu. Bæjarpósturinn. ★ Kæri Bæjarpóstur. Nú, þegar sumarið er kom- ið, er sjálfsagt að nota öll tækifæri til útiveru. Ég er svo heppin, að ég bý í ná- grenni Laugardalslaugar og þangað fer ég á hverjum góðviðrismorgni til að fá sól og hreyfingu. Það var mikill fengur að þessari myndarlegu laug og hinn mikli fiöldi, sem sækir hana að staðaldri, sýn- ir, að fólk færir sér þessa þjónustu í nyt. Það er hrein- asta ánægja að sjá hvað bömin una sér vel þama stundum saman, að maður tali nú ekki um holluistuna, sem þessi íþrótt veitir þeim. En þetta á ekki að verða einskært hólbréf, heldur hef ég stungið niður penna til þess að kvarta dálítið. Sumar starfsstúlkumar þama sýna hreinustu ókurteisi við gesti. Ef þeir þurfa á einhverjum leiðbeiningum að halda, hreyta þær oft í þá ónoium, og framkoma þeirra við böm- in er ekki til fyrirmyndar. Þær em stöðugt að skipta sér af þeim, enda þótt fram- koma þeirra sé venjulega til fyrirmyndar. Ef einhverjum verður á að stinga handklæð- inu óvart í skakkt hólf, fær hann yfir sig skammardembu, og það þykir jafnvel tiltöku- mál, hvernig bömin fara úr fötunum og hvemig þau greiða sér. Ég hef einhvem veginn ekki komið mér til þess að finna að þessu við konumar, en ég vona, að þær frétti af þessum pistli mínum og reyni að sýna meiri kurt- eisi. Svo er annað í sambandi við sundlaugina, sem mig langar til að vekja máls á. Mætti ekki stækka hana dálítið og koma upp homi með kaffi- og gosdrykkja- sölu? Ýmsir hafa aðstöðu til þess að dvelja í lauginni dag- langt og þeim væri einhvers konar hressing kærkomin. Kona í Hcimunum. Þá er hér bréf frá Þóm, 15 ára. Bæjarpóstur minn. Ég las með furðu skrifin i blaðinu um tónleika Led Zeppelin. Þau voru greinilega eftir manneskju, sem hefur ekkert vit á beattónlist. Ég hafði mjög gaman af tónleik- unum, þetta var það bezta, sem ég hef nokkum tíma heyrt, og sama segja flestir vinir mínir. Við sjáum ekkert eftir þvi að hafa borgað 450 krónur fyrir miðann Sumir hafa kannski ekkert skemmt sér. Ég veit að nokkr- ir gengu út af tónleikunum, en það hafa bara verið menn, sem ekkert vit hafa á þessu eins og sá, sem skrifaði greinina í Þjóðviljann. Ég vona, að næst, þegar pop- hljómsveit kemur hingað og spilar, þá verði einhver annar látinn skrifa um það. Svo langar mig mikið til að fá pop-þátt í Þjóðviljann. Það er allt of lítið fyrir unga fólkið í Þjóðviljanum. Þóra, 15 ára. Loks sendir Hugi Hraun- fjörð atvinnurekendum þessa kveðju eftir sjóvarpsþótt um verkföll og fileira á þriðju- dagskvöldið. Við hinir ríku sem sækjum um aðild EFTA og ætlum að draga í hít okkar jafnt og þétt, nú látum viS banna verkföll og lýðræðið hefta, og lögsækja fátæka menn sem heimta sinn rétt. —I Sjónvarpið næstu viku Sunnudagur 28. júní 1970. 18.00 Helgistund. Séra Pétur Sigurgeirsson, vígslubisikup, Akureyri. 18.15 Tobbd. Við hafið. Þýðandi Elilert Sigurbjömsson. Þulur Anna Kristín Amgrímsdóttir. 18.25 Hrói höttur. Boðffllenna. Þýðandd Ellert Sigurbjöms- son. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auigJýsingar. 20.25 Ríkharður Jónsson, mynd- höggvari og myndskeri. Brugð- Ferðsstyrkur til námsmanns Blaðinu barst í gær eftirfar- andi frétt frá menntamálaráðu- neytinu: „Dr. Bo Ákerrén, læknir í Sví- þjóð. og kona hans, tilkynntu íslenzkum stjómvóidum á sín- um tíma, að þau hefðu í hyggju að bjóða árlega fram nokkra fjárhæð sem ferðastyrk handa íslendingi, er óskaði að fara til náms á Norðurlöndum. Hefur styrkurinn verið vedttur átta sinnum, í fyrsta skipti vorið 1962. Ákerrén-ferðastyrkurinn nem- ur að þessu sdnni eitt þúsund steenakum krónum. Þeir, sem kynnu að vilja sækja um hann, skulu senda umsókn til mennta- málaráðuneytisins. Hverfisgötu 6, Reykjavík fyrir 25. júlí n.k. í umsókn skal greina. hvaða nám umsækjandi hyggst stunda og hvar á Norðurlöndum. Upp- lýsingar um náms- og starfsferil fylgi, svo og staðfesd afrit próf- skírteina og meðmæla. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu". ið upp myndum af margþætt- uim listaverkum hans. Lista- mjaðurinn ræðir við Gunna-r Benediktsson, rithöfund, um ævi siína og störf. Umsjónar- maður Tage Ammendrup. 21.05 Ita.lska sinfónían eftir Mendelssohn. Sinfóníuhljóm- sveit íslands leikur í Sjón- varpssal. Stjórnandi Alfred Wailter. 21.35 Brostið hjarta, Kennslu- kona nokkur lúsfkrar óþynmi- lega á nemanda sínum, og Corder læknir fær málið til meöferðar. Þýðandi Dó-ra Hafstednsdóttir. 22.25 Efnaihaigs- og framfara- stafn-uin Evrópu, OECD. Mynd um viðfamgsefni og störf stofnunarinnar. Þýðandi ®- Ólafur Egilsson. Þulur Ás-geir Ingólfsson. 22.40 Dagskrártok. Mánudagur 29. júní 1970. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýs-ingar. 20.30 1 glóðu tómi. Umsjónar- maður Stefán Halldórsson. Heimsókn í sdgli-nigaklúbbinn Siglunes, sem starfar í Foss- vogi á vegum æskulýðsráða Reykjavíkur og Kópavogs. Rætt við Davíð Linker, sem heimsótt hefur 127 lönd með foreildiruim sdnum, Höllu og Hal Linker. Ölöf Harðardóttir. nemendi við Tónlistarskóla Kópavogs, syngur. Við hljóð- færið er Margrét Eiríksdóttir. Hljómsveitin Náttúra lei'kur, Liðsimen.n: Björgvin Gístoson. Pétur Kristjánsson. Rafn Haraldsson, Sigurður Áma- son og Sigurður Rúnar Jóns- son. 21.15 Upprisa. Framihaldsimynda- fltokkur, gerður af BBC eftir sögu Leos Tolstoys. Lokaiþátt- ur — Upprisa. Leikstjóri David Giles. Aðalhlutverk: Alan Dobde, Bridget Tumer og Mitzi Webster. Þýðamdi Þórður örn Sigurðsson. Efni síðasta báttar: Dmitri hyggst skipta landareignum sínum meðal bænda. Hann fær Kat- erinu flutta til sjúkrahús- stárfa, þair sem hún verður að láta u-ndan ásókn eins lækn- isins. Dmitri fer til Péturs- borgar, en áfrýjuna-rbeiðni hans er hafnað, og litlu munar að hann ióti tælast af g-iftri konu. 22.00 Tító. Brezk mynd um þjóðarleiðtoga Júgóslava. Þýð- andi og þulur Gylfi PáHs6on. 22.55 Dagskrárlok. Þriðjudagur 30. júní 1970. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsinga.r. 20.30 Vidocq. Framhaldsmynda- filokkur. gerður af franska sjónvarpinu. Lokaþóttur. Leikstjóri Etienne Laroche. Aðalhlutverk: Bemard Noél, Aladn Mottet og Jacques Seil- er. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Efni síðustu þátta: Vidocq kemur upp um pen- ingafalsara. Hann er sakaður um morð, en fær frest til að sanna saikileysi sitt og finna rétta morðing.iann, 21.55 Á öndverðum meiði. Um- sjónarmaður Gunnar G. Schraim. 21.30 Iþróttir. Úrslitaleitour heimsmeistarakeppninnar í knattspymu í Mexfkó: Brasil- ía-Italía. Umsjónarmaður Sig- urður Sigurðsson. 23.05 Daigkrárlok. AUGL ÝSING um frestun á gildistöku reglugerðar fjár- málaráðuneytisins nr. 94/1970 um inn- heimtu bifreiðagjalda o.fl. Ráðuneytið tilkynnir hér með að gildistöku reglu- gerðar nr. 94/1970, um innheimtu þungaskatts o.fl. er frestað. í júlímánuði skal leggja þungaskatt á þifreiðar, sem falla undir c-lið 3. gr. téðrar reglugerðar þann- ig að skatturinn verði 1/12 árlegs þungaskatts, sþr þ-lið 87. gr. vegalaga nr. 23/1970. Þungaskatt af þifreiðum þessum skal innheimta um leið og innheimta þungaskatts fer fyrst fram skv. öku- mæli, þ.e. um mánaðamótin september-októþer n.k. Fjármálaráðuneytið, 25. júní 1970

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.