Þjóðviljinn - 27.06.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.06.1970, Blaðsíða 10
10 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 27. júní 1970. H.-K. Rönblom: Haustlauf hyldýpi —. Ég tek það ekki mjög nærri mér. Systirin brosti. — Jæja, ég er ekki viss um að mjólkurbúðardaman hafi hentað þér. Hún er hvorki falleg né góð. Ég hélt bara að þegar allt er komið á hreint — Hún þagnaði allt í eiinu og Paul leit spyrjandi á hana. — Heldurðu í alvöru að Báck hafi aetlað að segja blaðamann- inum hvernig slysið við Blávík gekik til í raun og veru? Það hefði óneitanlega gert hans hlut dálítið annarlegan. — Það er ómögulegt að vita hvað hann hefur haft í hyggju. Hann var aldrei spurður. Ef til vill hefur hann aðeins leikið sér að þeirri hugmynd að segja frá öllu saman. — Hann hefur þá kannski verið myrtur að óþörfu? — Sú hætta væri fyrir hendi, að blaðamaðurinn gæti lokkað upp úr honum meira en hann hafði sjálfur ætlað sér að segja. Þegar Ehlevik frétti að Báck hefði spurzt fyrir um fyrningarlögin — — Frétti hann það? — Auðvitað. Það var bæjar- gjaldkerinn sem spurður var. EMevik var fonmaður fram- færslunefndarinnar á þessum tíma. Til öryggis hringdi ég í bæjargjaldkerann í gær og hann sagði mér að hann hefði sagt Ehlevik frá þessu samdægurs. Sbnnilega kvað Báck upp ytfir sén dauðadóminn með þesisu. Ðhlevik gerði sér ljóst að hann yrðii • að þagga niður x Báck ef hann ætti nokkum tíma að fá frið. — En hann fékk engan frið. — Ef til vill er hann nú búinn að fá hann. — Og hvað gerist nú? — Nú verður hinum látna sungin lof og dýrð. Það verður það sem gerist. Sundahöfn 24/9. Samkvæmt frétt frá héraðsfógetanum í dag hefur verið fallið frá ákæru á hendur manninum sem handtek- inn var í sambandi við stál- vírsmálið. Viðkomandi hefur get- að hreinsað sig af öllum grun í sambandi við það mál. — Þrjóturinn sá ama, sagði 47 HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Simi 42240. Hárgreiðsla. — Snyrtingar. Snyrtivðrur. Hárgreiðsln- og snyrtistota Steinu og Dódó Laugav. 18. III. hæð (lyfta) Simi 24-6-16. Perma Hárgreiðsiu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMl 73-9-68 líffræðikennarinn og lagði frá sér blaðið. — Hann ruglaði spilin fyrir lögreglunni og komst undan — Ef til vill hefur hann verið alsaklaus? sagði einn stunda- kennarinn hrekklaus. — Hann er til alls vís, sagði líffræðikennarinn, — en lögregl- an hefur aldrei getað hankað hann á neinu; hann er of klókur til þess. Þið ættuð bara að sjá hann! — Alveg dæmigert glæpa- mannsútlit, sagði þýzkukennar- inn. — Sennilega með sígauna- blóð í æðum. Enskukennslukonan bældi nið- ur geispa. — Hvernig skyldi honum Sherloek Holmes okkar líða eftir mistökin? — Illa, vona ég, sagði frönsku- kennslukonan. — hann hefur gert alla kennarastéttina að athlægi. Vandræðaleg þögn í kennara- stofunni. Trúfræðikennarinn leit framundan bók eins og rotta úr holu. — Það er ekfci svo auðvelt að fást við foriierta glæpamenn, sagði hann. — Ég lít svo á, sagði þýzku- kennarinn, — að það sé tekið á glæpamönnum af of mikiHi linkind. Það á að setja á þá þumailskrúfur og linna ekiki lát- um fyrr en játningin hefur verið kreist út úr þeim. Sundahöfn 25/9. Frekari rann- sóknir hafa leitt í ljós að stýris- útbúnaðurinn á bíl Ehleviks þingmanns var í fullkomnu lagi. Lögreglan telur, að þreytu og las- leika ökumanns sé einungis um að kenna. Vegaverkstjórinn hefur til- kynnt að vamargarður verði setifcur upp þar sem hið hörmu- lega slys varð á miðvikudaginn. Kertaljós í háum stjökum vöxpuðu flöktandi skini á embættismennina í stúkunni Haustvindi númer 2.007, sem höfðu komið saman til fundar í minni salnum. Æðstitemplar var með hvíta þverslaufu og hann var klæddur lýtalausum, dökk- um fötum, Á veggnum yifiir höfði hans hékk merki stúkunnar, og á það hafði verið hengd svört sorgarslaufa. Fimmtíu félagar Dg gestir voru komnir á vettvang. Þeir höfðu hlustað á dapurlega tónlist sem organistinn hafði leikið, hlýtt á fallega orðaða ræðu æðstatempl- ars, hriíizt af hjartnæmum radd- hreim stúkuritarans. Nú hluistuðu allir með athygli á minningar- ræðu stúkufulltrúans. Gamli maðurinn las ræðu sína upp af blaði og rödd hans minnti á surg eins og þegar sandur rennur yflr þurrt lauf. Hann lagði út af gildi bindindishreyf- ingarinnar. I blómavösunum voru lits.krúð- ugir blómvendir sem gáfu frá sér daufan ilm af dauða og upplausn. Eldhúsdyi'nar opnuð- ust og formaður kaffinefndar leit inn til að athuga hve langt fundurinn væri komínn. Káffi- ilmurinn barst sem snöggvast um salinn og blandaðist ilmi af smyrsium og briljantíni. Ræðumaður var loiks kominn að hinum látna og verkum hans. — Hinn látni bróðir rækti af kappi skyldur sínar við samfé- lagið. Hann hlífði sér aldrei. Hann fórnaði lífi sínu í þágu almennings. Og í lokin gerði hann skyldu sína sem maður og — Gamli maðurinn fletti blaði sínu og hélt áfram: — góðtemplari. ENDIR. Miðstöð varkatlar Smíða oliukynta miðstöðvarkatla fyrir sjálfvirka olíubrennara. — Ennfremur sjálftrekkjandí olíu- katla. óháða rafmagni. Smíða neyzluvatnshitara fyrir baðvatn. Pantanir í síma 50842. VÉLSMIÐJA ALFTANESS. Frá Raznoexport, U.S.S.R. Aog B gæðaflokkar Laugaveg 103 sími 1 73 73 lll!IU!Ilil!lilllillllllll!l!l!!!!ill!!ll!!l!lU!!!!lililllíillÍtitl!i!liilliílllil!lII!!!lll! !il!l!!!!!ll!!li!l!lllH!llil!lillllll!í!l!!l!l Wfl ff§ 2% , i ZWi -tí&frirr 'í::í HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ *■ SUÐURLANDS BRAUT 10 * SÍMI 83570 #2 ii!iiiiHi!íií!iii!iiiiiii!!!iim!íiiiiiiiiiii!!Ímimiiiii!iiiiii!!iiiiiiiii!i!niiíimiiiiin?Hli!li!i!iiiliiiiiliii!i;ilií!!iinlí!!!i 0 carmen með carmera Carmen töfrar lagningu í hár yðar á 10 mínútum. Hárið verðurfrísklegra og iagningin helzt betur með Carmen. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Klapparstíg 26, sími 19800, Rvk. b ú ð‘i n og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630. P MAIVSlOIV-rósabón gefnr þægilegan ilm í stofuna Hver býður betur? Það er hjá okkur sem þið getið fengið AXMINSTER teppi með aðeins 10% útborgun. AXMINSTER — annað ekki. AXMINSTER ANNAÐ EKKI Grensásvegi 8 - Laugavegi 45 B sími 30676. - sími 26280. Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAYEITUKERFI. HILMAR J. H. LOTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. Minningarkort • Slysavarnafélags íslands. • Barnaspítalasjóðs Hxingsins. • Skálatúnsheimilisins. • Fjórðungssjúkrahússins Akureyri • Helgu Ivarsdóttur, Vorsabæ. • Sálarrannsóknafélags Islands. • SXB.S. • Styrktarfélags van- gefinna. • Mariu Jónsdóttur, flugfreyju. • Sjúkrahússjóðs Iðnað. armannafélagsins á ^elfossi • Krabbameinsfélags Islands. • Sigurðar Guðmunds- sonar. skólameistara. • Minningarsjóðs' Arna “ Jónssonar kaupmanns. • Hallgrimskirkju. • Borgarneskirkju. ' • Minningarsjóðs Steinars Richards Elíassonar. • Kapellusjóðs Jóns Steingrímssonar, Kirkjubæjarklaustri • Akraneskirkju. • Selfosskirkju. • Blindravinafélags tslands. Fást í MINNINGABÚÐINNl Laugavegi 56 — Sími 26725. Dömusíðbuxur — Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur O.L. — T augavegi 71 — sími 20141. SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum °g gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta VARAHLUTAÞJÓNUSTA Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavélar fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELD A VÉL A VERKSTÆÐI ÍÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. ECleppsvegi 62 - Sími 33069 / 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.