Þjóðviljinn - 30.06.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.06.1970, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJC^VBLJINN — Þfriðjudaglur 30. júní 1970. Þið munið hann Jörund, leikur Jónasar Árnasonar, hefur verið sýndur við meiri aðsókn í Iðnó en dæmi eru til áður um islenzkt leikrit síðan Leikfélag Reykjavikur sýndi Rart í bak eftir Jökul Jakobsson um árið. Metár hjá Leikfélagi Reykjavíkur: 39.114 sýningargestir sáu rúmar 200 sýningar í Iðnó Leikári Leikfélags Reykja- víkur lauk uim fyrri helgi og urðu á árinu 216 leiksýningar á vegum félagsins, þar af 207 kvöldsýningar og er það í fyrsta sinn að þær eru fleiri en 200 á einu leikiárí. Sýnd voru í vetur 8 leikrit í Iðnó og var belmingur þeimra íslenzk- ur, en eitt af leikritunum var tekið upp frá fyrra ári, og annað, Kristnihald undir Jöklí, Guðmundur Sigruði Addison (íuðmundur Sigurjónsson er með 3V2 vinninfí og biðskák eít- ir 7 umferðir á alþjóðlega skák- mótinu í Caracas i Venczuela. I fl. umferð vann Guðtoundiur Addison frá Ban/daríkjunuim senn var efstur í miótinu fyrir þá uim- ferð. 1 7. umferð tefldi Guðmund- ur við stónmeistairann Banno frá Argmtínu og fór skákin í bdð, ett Guðmundur hefur heldur laikari stöðu. 1 8. uimÆerð tefldi Guð- mundur við 'Bisquier frá Banda- ríkjunuan." Korpof frá Sovétríkjunum er efstur í mótinu með 6 vinninga og Kavalek frá Tékkoslóvakíu í 2. sasti með 5V* vinning. Fraimimástaða Guðmundar í mótinu hefur verið með mikílum ágætum, og á hann eftir að tefla við aMa lökustu mennina að ætla má. tilheyrir í rauninnj næsta leik- ári og verður hdn eiginlega frumsýhing í haust. Tala sýningargesta var 39.114 Og hafði aukizt um 13 þúsund frá fyrra leikári, en -® þá var hagur félagsins mjög erfiður. Um 30 leikarar störf- uðu í Iðnó eins og undanfarin ár, en aðeins 9 þeirra eru fast- ráðnir. Leikstjórar voru 6, en leikmyndateiknarar 8. Annað starfsfólk leikhússins er um 20 manns. Hæsta sýningartala á árinu var á Iðnó-revíunni, 64 sýn- ingsr, en Tobacoo Road var sýnt 50 sinnum og Þið munið hann Jörund 45 sinnum, ávallt fyrir fullu húsi og mun ekki hafa verið 6nnur eins aðsókn að íslenzku leikriti, síðan Hart í bak var á fjöiuiHim í Iðnó. Jörundur verður sýndur að nýju í haust, en um þessar mundir er verið að leggja upp í leikför um landið með Tob- acco Road. I>á sýndi félagið í vetur fyrsta gríska harmleikinn, sem fhittur hefur verið á íslenzku leiksvdði, Antígónu óg ung- verskan samtímaleik, sescn um þessar mundir vekur mikla ajt- hygli víða um heim, Það er kominn gestur. Ótaldar eru þá sýningar á Sá, sem stelur fæti er heppinn í ástum. eftir Dario Fo, og barnaleikritinu Einu sinni | iólanótt, sem sýnt var nokkrum sinnum um jólin. Auk Jörundar verður Það er kominn gestur sýnt aftur í haust, en sýningar á Kristni- baldi undir Jökli hefjast í september, og í október verður svo frumsýning á hinu fræga írska leikriti Séan O'Caseys Plógur og stjörnur. en leik- stjóri verður gamall góðkunn- ingi íslenzkra leikhúsgesta, Thomas MacAnna. Aðalfundur Leikfél. Reykja- víkur var nýlega haldinn, For- maður er Steindór Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Guðmund- ur Pálsson, en leikhússtjóri Sveinn Einarsson. Skreyta veggflisar með íslenzku grjótí i'rít ungir menn hafa sett á stofn nýtt fyrirtæki að Digra- nesvegi í Kópavogi, Flisagerð- ina s.f. Framleiðslan, sem er flísar til skreytinga bæði utan húss og innan, var kynnt á sýningunni Heimilið — veröld innan veggja. Hráefnið sem notað er tíl framleiðslunnar er innlent, að undanteknum steinlitum sem notaðir eru í grunnflöt flís- anna, en þeir eru frá Bayers- verksmiðjunum i Þýzkalandi. j Flísarnar eru skreyttar á mis-' muniandi hátt ýmsum mynstr- um og er fellt í þær íslenzkt grjót í ýmsum kornastærðum, t.d. er notað til skreytingar hrafntinna, silfurberg, rauð- grýti, liparít og kvars, svo nokkrar tegundir séu nefndar. Getur fólk valið um 5 gerðir og 9 lití. Enn sem komið er eru flísarnar handunnar, en í athugun er að smíða vélar til framleiðslunnar. Eigendur fyrirtækisins eru Gunnar Kristjánsson, múrara- nemi, sem er upphafsmaður þessairar flísa.gerðar. Gairðar Arnkelsson og Gísli Skúlason. Sagði Gunnar blaðamönnum að hann hefði hafið tilraunir með flísaigerðina fyrir 8 mánuðum en fyrirtækið tók til starfa fyrir mánuði og hefur þennan tíma afgreitt pantanir sem bár- ust á sýningunni í Laugardal. Hann kvaðst bafa sótt ' um eintoaleyfi . á uppfinningu sdnni og hefur lagt umsókn þar að lútandi inn hjá iðnaðarmála- ráðuneytinu. Harín sagði einn- ig að nú þegar væri fengin reyrísla fyrir því að flísarnar þola mjög vel veðrun utanhúss; eru það niðursfböður ^annsokna sem framkvæmdar voru hjá Ranrisóknasrtofnun byggingar- iðnaðarins. Innanhúss eru flís- arnar setlaðar til skrauts í for- stofum, upp með stigagöngum, á innskotsveggi á stofum, kring um arinelda og fleira. Hver fermetrj af flísunum kostar rúmlega 500 krónur og verða þær til í nokkrum byggingar- vöruverzlunum. Otsvar á Akranesi nema 34% milj. Á Akranesi var alls iafnað niður útsvörum að upphæð kr. 34.467.700 á 1242 einstaklinga og 44 félög. Útsvör einstakilinga voru kr. 3S 489.7000,00 og útsvör félaga kr. 978.000,00. Aðstöðugjöld að upphæð kr. 6.594.800,00 voru lögð á 132 ein- staklinga og 73 félög. Aðstöðu- gjöld einstaklinga voru alls kr. 1.247.400,00 og aðstöðugjöld fé- laga kr. 5.347.400,00. Hæstu samanlögð útsvör og aðstöðugjöld bera af einstaikling- um Fríða Proppé lyfsaHi krónur 245.000, Viðar Karlsson skipstjóri kr. 182.200 og Guðmundur Magn- ússon húsasmáöaimeistairi krónur 173.000 og af fólögum Haraidur Böðvarsson og Co 1.677.700, Þor- geir og Ellert hf. kr. 552.300 og Síldar og fiskimjölsverksmiðjan hf. kr. 500.100. UmferSarslys urðu í Ölfusi. Flóa oq Reyk javík um helgina Nokkuð var unt umfergarslys f Reykjayík og á vegum úti .i landl um helgina. Tveir piltar slösuðust alvarlega í bílveltu á bjóðveginum við Ferstíklu á sunnudagsmorguninn, 2 stúlkur voru fluttar á sjúkrahús á Sel- fossi eftir árekstur og minni- háttar árekstrar urðu á nokkr- um stöðuna. Lögreglunni á Akranesi var tilkynnt að bíM frá Reykjavík hefði oltið á veginum við Fer- stiklu kl. 10 á sunnudag. I bíln- um voru fjórir ungir menn, all- ir ölvaðir nema ökuimiaðurinn. Slapp hann og einn farþegi með lítilsiháttar meiðsli en hinirtveir slösuðust. Var annar beírra flutfcur með filuigvél til Reykja- víkur eftir hádegið á sunnudag, og lagður hér á sjúkrahús. Hinn liggur ennþá á sjúkrahúsinu á Akranesi. FRÁ DECI Gegn TIL DACS Inn- ræting Prestastefna Islands var haldin í Reykjavfk í síðustu viku, og hún sendi frá sér einkar fróðlega álitsgerð. Þar eru bornar fram mjög ein- dregnar kröfur um það að áróður í þágu evangelísk-lút- erska trúflokksins verði magn- aður í öllum skólum landsins. Á fræðsluskyldualdri verði sú námsgrein kennd „allan vet- urinn. öll skólaárin". en jafn- framt verði hliðstasður ároður tekinn upp á öllum stigum skólakerfiisins, í Kennarskól- anum, Fóstruskólanuim, Hiís- mæðrakennaraskólanum, verk- námsskólum og öörum sér- skólum, ennfremiur í Háskóla Islands; og er talið aökallandi í þessu sambandi að stofna embastti námsstjóra sem vinni að þessum verk- efnum. Hér er ekiki átt við almenna fræðslu um trúar- brögWn og sögu þeírra, heldur einhliða áróður um ágæti evangelísk-lúterskra kenninga; hér er farið fram á þær at- hafnir sem á nútímamáli nefnast innrættog eða heila- þvotbur. stjórnai-skránni Samkvæmt stjórnarsfcranni á að vera trúfrelsi á íslandi. 1 63ju og 64ðu grein hennar er komizt svo að orði: „Landsmenn eiga rétt á að stofna félög til að þjóna guði með þeim hætti, sem bezt á við sannfæringu hvers og eins; þó má ekki kenna eða fremja neitt, sem er gagn- stætt góðu siðferði og alls- herjarreglu. Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragöa sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skerast undan almennri félagsskyldu. Enginn er skyld- ur til að inna af hendi per- sónuleg gjöld til neinnar annarrar guðsdýrkunar en þeirrar, er hann sjálfur að- hyllist." Þessi mannréttinda- ákvæði eru alveg skýlaus, en stiórnarskráin er ekki sjálfri sér samkvæm í þessu efni. Þar er einnig kveðið svo á að hin evangelíska lúterska kirkja skull vera þjóðkirkja á tslandi. Hins vegar er tekið fram að þessu ákvæði im þjóðkirkju megi breyta með lögum, svo að það er engan veginn talið jafn rétthátt og hin almennu trúfrelsisákvæði. Af því leiðir hins vegar að þióðkirkjan má ekki aðhafast neitt það sem skerðir frelsi manna til þess að velja sér trúarbrögð eða hafna þeim. Hugmyndin um að neyða skuli upp á ungt fólk evan- gelísk-lúterskum áróðri á öllum stigum skólakerfisins gengur því ekki aðeins í ber- högg við nútímalegar hug- myndir um frelsi einstak- lingsins heldur brýtur hún í bága við sjálfa stjórnarskrána. Að þyrma biblíunni Prestastefnan vísar til þess að í fræðslulögum og náms- skrá sé gert ráð fyrir kennslu af slíku tagi á skyldustiginu, og það er rétt. Þar er um að ræða leifar frá fornum þjóðfélagsaðstæðum, þegar hlutverk kirkjunnar var allt annað en nú. En um leið og skólanám varð almennur réttur og skylda var tíma- bært að skilja á milli kennslu og trúaráróðurs. Þróunin hef- ur einnig orðið sú, ekki aðeins hér á landi heldur og í ná- grannalöndum okkar, þar sem skoðanafrelsi er talið til grundvallarréttinda. Því væri það eðlileg hugmynd að fella öll þvílík ákvæði niður úr fræðslulögum og námsskrá, en samþykktir Prestastefn- unnar eru afturhvarf til mið- alda eða áhriif frá einstefnu- þjóðfélögum okkar tíma Með þessu er engan veginn sagt að draga eigi úr kynningu í skólum á biblíunni, skáldskap hennar og lífsspeki, svo ná- komin sem hún hefur verið íslenzkri menningarsögu; öllu heldur er lögð áherzla á að því öndvegisriti verði þyrmt. svo að það verði lifandi bófc- menntir en ekki dauð kredda. — Austrl. Um níuleytið á sunnudags- kvöld valt bill hjá Alviðru í ölfusi. 1 bflniuim voru 7 manns og slösuðust tvær stúlkur, þó ekki alvarlega. Á' laugardaginn kl. 5 ók bíll á brúarstöpui aust- an við Þingborg í Flóa. Var þetta Volkswagen og í honum þrír amerikanar. Einn þeirra slasaðist og var fkjttur á Land- spítalann. Lögreglan á Selfossi fór á tvo síðastnefndu slysstað- ina, en hún var einnig beðin um að fjairlægja sauðdrukkinn mainn sem reið hesti sínum um bæinn með þvfflíkum látum að vegfarendur töldu sig vera í hættu. Reiðför hans endaðd með því að hann féll af baki á Að- algötu. Mikil umferð var á „rúntiu- um" svokallaða í Reykjaivík á sunnudagskvöld og stöðvaði lö'greglan umferð í Kirkjustræti um tíma. Einn ökumiannanna ^ þar fór nokkuð greitt af stað aftur og lenti bíll hans á manni sem var á gangi á Kirkjutorgi. Var maðurinn fluttur á Slysa- varðstofuna og reyndist illa marinn á læri, en óbrotinn. Bæjarmyndtr úr stóru safni Harð- ar Ágústssanar Vegna frétta sem birzt hafa hér í blaðinu um sýningu Arki- tektafélags Islands í anddyrli Háskólabíós. helgaða islenzka torfbænum, skal það tekið fram að langflestar myndanna á sýn- ingunni eru úr safni Hairðar Ágústs9onar, skólastjóra Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, en Hörður er sem kunnugt er manna fróðastur hér á landi um húsakost og híbýlj landsmanna fyrr og nú og hefur á undan- förnum árum viðað að sér geysi- miklum fróðleik um íslenzka byggingarlist, m.a. safnað þús- unduwi mynda og uppdrátta af húsum og byggingum. Eru mynd- irnar á sýningunni í Háskóla- bíói úr því mikla siafni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.