Þjóðviljinn - 04.07.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.07.1970, Blaðsíða 3
Laugar'dagur 4. júli 1970 — ÞJÓÐVILJHSTN — SÍÐA 3 meöal annarra orba 27. þing B.S.R.B. HÉR AÐUR FYRR höfðu íslenzk borgarablöð o-g attaníossi þeirra jafnan að- eins eitt og að þeirra áliti óyggjandi svar við rökstuddri gagnrýni Þjóðviljans á því sem hann taldi miöur fara, einkum hér heimafyrir en einnig úti í hinum stóra heimi: Gagnrýni Þjóðviljans var aldrei svarað með rökum, heldur þótti nægja að halda því fram að hann flytti að- eins „línuna frá Moskvu.“ Hann styddi vinnustöðvanir verkamanna, ekki vegna þess að blaðamenn hans teldu það vansæmd að Islendingar byggju í senn við auðmýkj- andi atvinnuleysi og sultar- laun þeirra sem betur gátu bjargað sér, heldur hefðu þeir fengið þessa skrýtnu flugu í höifuðið vegna skilaboða sem þeim hefði borizt frá m,ið- stöð heimskiommúnismans í Moskvu. Þeir andmæltu ekki valdatöku nazista í Þýzka- landi, nauðgun spænsku þjóð- arinnar, innlimun Austurríkis í Stór-Þýzkaland Hitlers eða sundurlimun Tékkóslóvakíu (sem Morgunblaðið t. d. taldi mikið fagnaðarefni) vegna þess að þeir hefðu andstyggð á ofbeldi og yfirgangi auð- valdsins í þess fullkomnustu mynd, fasismanum. — nei, viðbrögð þeirra mörkuðust öll af hinni dularfullu „línu frá Mosikvu." ÞAÐ ER VERIÐ að rifja þetta upp hér, enda þótt kenningin um „Mosfcvulínuna“ hafi tæp- lega verið í tízku nema endr- um og eins síðan hötfundur þessara lína komst til þess vits og þeirra ára að hann fór að lesa dagblöð og draga ályktanir af lastrinum. Ástæð- an er sú að hann refcur sig hvað eftir annað á að það sein hánn skrifar í dag er víst til að standa í blöðum á borð við „New York Times“ svo til' Samdægurs. Þannig er augljóst samlkvæmt kenning- unni um Mostovulínuna að einhver leyniþráður, „lína frá New York“, liggur milli blaðamanna Þjóðviljans t>g „New Yorík Times“. Hér var á miðvikudaginn gerð grein fyrir hinni svonefndu Tonkin- flóa-ályktun sem sögð var hafa „markað upphaf hins al- gera tortímingarstríðs Banda- rfkjanna á hendur vietnömsiku þjóðinni“, en tilefnið var að öldungadeild Bandaríkjaþings hafði með yfirgnæfandi meiri- - hluta atkvæða, 81 gegn 10, aíturkallað þá ályktun sem það sex árum áður hafði sam- þyktot aÆ jafnvel enn meiri eindrægni, 88 atkvæðum gegn tveim atkvæðum þeirra senat- oranna Morse frá Oregon og Gruening frá Alaska. Hér verður að sjálfsögðu ekki rifj- að upp það sem um þá áiykt- un, samþykkt hennar og ógildingu var sagt hér á þess- um sama stað í blaðinu fyrir aðeins þrem dögum, enda hægur vandinn fyrir lesendur Þjóðviljans að gera það sjálf- Tveir óhræddir senatorar Ernest Gruening ir, en í þess stað stoulu birtir meginkaflar úr forystu- grein í „New York Times“ um ógildingu Tonkin-ályktun- arinnar. HÖFUNDUR þessa þáttar sem fyrir 3 dögum setti saman langt skrif um ógildinguna og lét jafnframt í ljós þá skioðun að öll saga þess máls hlyti að vekja hjá mönnum megnustu vantrú á að nokkrum orðum bandarfskra stjómvalda væri treystandi, sver og sárt við leggur og lýsir sig reiðubúinn til að endurtaka svardaga sinn fyrir siðareglunefnd Blaðamannafélags Islands, að þegar hann setti saman grein sína hafði hann enga hug- mynd um hverjar skoðanir blað á borð við „New York Times“ myndi láta í ljós af sama tilefni. EN ÞANNIG komst „New York Times“ að orði í for- ystugrein um „ógildingu" Tonkinflóa ályktunarinnair, og geta menn nú borið það sam- an við skrif Þjóðviljans um sama mál: „öldungadeildin hefur afturkallað Tonkin-flóa- ályktunina af sama oflboði t»g markleyisu sem fyigdi sam- þykkt hennar á henni fyrir sex árum. Stuðningsmienn stjómvaldanna sem knúðu fram attovæðagreiðsiu óður en öldungadeildin hafði fengið tækifæri til að íjalla um mál- ið af gaumgæfni, halda þvi fram að Tonkinflóa-ályktun- in sé orðin ónauðsynleg til réttlætingar á að Bandaríkja- menn haldi áfram afsikiptum af málum Indókína. Með fraimferði sínu reyndu þeir að gera sem minnst úr þeirri sér- stöku ógildingarályktun sem friðardúfur öldungadeildar- innar höfðu haft fmmkvæði að. Alvarlegri og að okkar áliti réttmætari túlkun á Tonkin-áljdrbuninni var látin í ljós af utanríkisráðuneytinu s. 1. desember. Ráðuneytið sem þá var að reyna að verj- ast vaxandi stuðningi við ógildingu ályktunarinnar hélt því firam að ályktuniri „isikipti máli fyrir alla Suðaustur-Asíu sem ekki takmarkast við stríð- ið í Víetnam“. Sú heimild sem forsetinn fékk í ályktuninni sem æðsti foringi bandarísks herafla „til að gera ailar nauðsynlegar ráðstafanir til að hrinda sérhverri árás á herafla Bandaríkjanna og til að koma í veg fyrir frekari yfirgang" í Suðaustur-Asíu var í rauninni helzta laga- lega réttlætingin sem Johnson forseti hafði til þess að senda heriið til Víetnams. öll frek- ari stigmögnun stríðsins í Suðaustur-Asíu hefur einnig hvílt á henni. Með því að þingið hefur afturkailað þessa ótakmörkuðu heimild sína hefur verið veruiega dregið úr stjórnlagabundnu valdi forset- ans til að fara sínu fram í hernaðaraðgerðum í Indókína. ... Hvað sem kann að hafa vakað fyrir sumum þeirra sem greiddu atkvæði með ógildingunni, þá markar yfir- gnæfandi andstaða ö-ldunga- deildarinnai’ við Tonkinflóa- ályktunina alger umskipti f stuðningi þingsins við striðið í Indókína ... Hún ætti ednn- ig að verða til þess að draga úr dulbúinni og vaxandi íhlutun Bandaríkjanna í Kambodju“. HVER SEM LES grein þá sem Þjóðviljinn birti fyrir þrem dögum um ógildingu Tonkin- fllóa-ályktunarinnar hlýtur að sjá að þau viðhorf sem þar voru látin í ljós eru mjög á sömu leið og þau sem lesa má úr forystugreininni í „New York Times". Hin gamla Moskvuilína er augljós- lega farin að leggja á sig mikinn krók, alla leiðina til New York, áður en Þjóðvilj- inn fær hana í hendur. — ás. Fullan samningsrétt handa opinberum starfsmönnum □ Á 27. þingi Banda- lags starfsmanna rík- is og bæja voru samþykktar margar á- lyktanir, m.a. þær um kjara- og samningamál og starfsmat sem hér fara á eftir: 27. þing B.S.R.B. telur nauð- syn bera til, að lögum um kjarasamninga opinberra starfs- manna verði breytt og felur bandalagsstjórn að beita sér fyrir því, að lögin fáist endur- skoðuð og unnið að eftirtöldum leiðréttingum: 1. Opinberir starfsmenn fái fullan samningsrétt á sama grundvelli og lög ákveða til handa stéttarfélögum annarra launþega. Jafruframt verði á- kveðið, hvað skuli teljast öryggisþjónusta og settar nán- ari reglur þar um. ■ 2. Félögum opinberra starfs- manna verði veittur samnings- réttur um kaup ,og kjör laus- ráðins starfsfólks í þjónustu hins opinbera, er innir af hendi sams konar störf t>g nú falla undir ákvæði kjarasamninga opinberra starfsmanna. 3. Sett verði ákvæði í lögin, er skyldi samningsaðila til að taka upp 6amninga um þau kjaraatriði, sem kunna að falla undir heildarkjarasamninga skv. ■ eðl| máis, en láðst hefur að fella inn í samning. 4. Þingið beinir þvi til bandalagsfélaganna að leita betur á um notkun ákvæða 6. gr, laga um kjarasamninga, er fjaila um sérsamninga, vegna starfskjara, sem heildarkjara- samningar taka ekki til, og ekki eru lögbundin. Ennfremur felur þingið bandalagsstjórn að athuga, hvort rétt sé að leita eHtir því við fj ármólaróðherra, að settar verði reglur um starfstilhögun við undirbúning og gerð kjarasamninga. Starfsniatið. 27. þing B.S.R.B. hefur fjallað um Drög II að starfsmati og telur að styðjast beri við þau við samninga í haust, en leggur áherzlu á, að eftirfarandi skil- yrðu-m verði fullnægt: 1. Fyrirfram verði samið um, hvaða menntunarkröfur skuli gerðar til hvers starfis um sig. 2. Tryggt verði að enginn, sem nú er í starfi, lækki í flokkum. Flokkslækkun starfs taki þá aðeins til nýs starfs- manns. 3. Lengd vinnutíma hafi etold áhríf á stayEsmatið. 4. Ákveðinn verði fjöldi launaflokka og jafnt stigabil verði á milli flokka. 5. Unnið verði að endurbót- um á starfslýsingum þeim, sem nú liggja fyrir, þar sem þörf krefur, og liggi þær þannig fyrir við flokkun í haust. Bandalagsfélögum verði gef- inn kostur á að koma á fram- færi athugasemdum við stiga- gjö£ einstakra starfsheita, sem þeim tiiheyra áður en endan- lega verður gengið frá röðun. 6. Samræmdar verði kröfur um verklega þjálfun milli starfsþáttanna „menntun" og „starfsþjálfun" og hugsanlegur aðstöðumunur starfa jafnaður að þessu leyti. Þá verði áreynsluþátturinn endurbættur áður en gengið verður til samn- inga á komandi hausti. Hækkun launa. 27. þing B.S.R.B. telur að launakjör opinberra starfs- mann séu komin langt niður fyrir það, sem hægt er að una við. Því felur þingið Kjara- ráði og launamálanefndum bæjarstarfsmanna að gera ýtr- ustu kröfur við væntanlega samningagerð" úm hæfckuð laun til opinberra starfsmanna, svo að þau verði a.m.k. jöfn og almennt tiðkast á frjálsum vinnumarkaði, hvort sem er í hærri eða lægri launaflok'kum. Þingið fordæmir þá þróun, sem orðið hefur í launamálum opinberra starfsmanna, einkum með skertri vísitölugreiðslu. Ennfremur lýsir þingið van- þóknun sinni á úrskurði Kjara- dóms sumarið 1969 og telur, að þar hafi opinberir stai’fs- menn verið misrétti beittir. Vinnutíminn ofl. 27. þing B.S.R.B. leggur áherzlu á að stefna beri að 36 stunda vinnuviku hjá öllum opinberum starfsmönnum, en brýnast að stytta vinnutímann hjá þeim, sem hafa hann lengstan. Vinnuíbími verði afmarkaöur greinilega og samræmdur um allt land. Stefnt verði að þvi, að öll yfirvinna verði greidd með sama álagi, 100% miðað við dagkaup. Aukavinna, sem innt er af hendi á helgidögum þjóð- kirkjunnar og aukafrídögum öðrum en sunnudögum, verði greidd tvöfalt hærra verði en venjuleg yfirvinna. Krefjast skal 33% vaktaálags til allra starfsmanna, sem vinna á vinnuvöktum, er falla utan venjulegs dagvinnutíma. Greitt,- verði oriofsfé af öllu yfirvinnu-* . kaupi og vaktaálagi. Viðurkenndur verði matar- og kaffitími handa öllu vakta- fólki, og þar sem um fjölmenna hópa starfsmanna er að ræða (t.d. á Keflavíkurflugvelli) verði að því unnið að koma upp mötuneyti, svo sem tíðkast hjá ýmsum stofnunum. Endurtekin er krafa B.S.R.B. um, að vikulegur vinnutími styttist um 5 klst. við 55 ára aldur starfsmanns og aftur jafn mikið um sextugt. Leitazt skal við, að í samn- inga komi ákvæði um 1 árs oriöf opinberra starfsmanna að loknu hverju 20 ára starfs- tímabili. Sé óeðlilega mikið álag á starfsfólki, t.d. þar sem tveir vinna að staðaldri, en annar fer í frí, án þess, að nokkur komi í staðinn, fái viðkomandi hlutfallslega upphót á laun. ★ 27. þing B.S.R.B. íelur stjórn bandalagsins að gera tillögur um breytingar á kjarasamn- ingalögunum, að því er tekur til aðildar einstakra bandalags- félaga að samningsgerð. Leggja s’kal tillögurnar fyrir formannaráðstefnu eða auka- þing þandalagsins, ef þurfa þykir. Þingið telur kjaramálum opinberra starfsmanna bezt borgið með því, að starfandi séu ein heildarsamtök þeirra, er marki stefnuna um heildar- kjörin. Bendir þingið á, að ef aðilum sem B.S.R.B. hefur samnings- rétt fyrir, en standa utan þess, verði veittur sérstakur samn- ingsréttur, muni það leiða til gerbreytinga á skipulagi þessara mála, m.a. verði þá sett fram krafa um, að aðildarfélög B.S.R.B. fái sama rétt. I Búnaðarbankinn 40 ára 1. júlí sl. Núna í byrjun júlí eru 40 ár síðan Búnaðartoianki Islands tók til starfa, en aðdiraganda bans mó þó rekja tll aldajmóta, þeg- ar Ræktunarsjóður Islands va-r stofnaður með llö'guim frá Al- þingli í maí 1898. Hér að ofon birtum við edna af elztu stairfismanniamyndum, sem tekin vair í Búnaðarbank- anum urn 1936. 1 fremri röð frá vinstri: Svavar Jóbanns- son, Elín Jónsdóittir og Hauk- ur Þorleifsson. í aftari röð frá vinstri: Þórður Sveinsson. Þór- ballur Tryggvason og sr. Magn- ús Þorsteinsson. Auk aðalbantoans í Austur- stræti 5 eru sex útibú starf- Auistuirbæjarútibú við Hlemm, Miðbæjairútibú á Laugavegi 3, Vesturbæjarútibú á Vesturgö'tu 62. Meliaútibú í Bændaihöllinni við Hagatorg og Háaleitisúti- bó að Ármúla 3. Þá eru átta útibú starfrætot úti á landi. Þau eru á þessurn stöðum Akureyri, Egilsstöðum, Blönduósi, Hellu, Sauðárkróki, Stykkishólmi, Búðardal og Hveraigerði í starfsmannafélagi Búnaðar- bankans eru nú 164 félags- menn og þaT af starfa 37 menn í útibúunum utan Reykjavík- ur. ★ Bankiastjórar Búnaðarbank- ans eru nú Stefán Hilmarsson og Þórhallur Ttryggvason. 3 piltar á bif- hjólum slösuðust Þrisvar sinnum kom það fyrir eftir hádegið j gær að pilfcair á bifhjólum lentu fyrir bifreiðum í Reykjavík. 16 ára pilfcur á Honda-hjóli lenti und- ir bíl kl. 1.30. Var þílnum ekið eftír vinstri atorein á Skúla- götu og beygt upp Barónsstíg, en ökumaðurinn varð að stöðva bílinn vegna mikillar umferðar. Fann hann að högg kom á bílinn og var það bif- hjólið sem rakst aftan á bílinn og lenti síðan undir honum. Pilturinn á hjólinu lærbrotn- aði. Annar piltur á bifhjóli varð fyrir bíl á mótum Túngötu og Garðastrætis. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna. — Þriðja slysið varð nálægt Hring- braut 121. Þar varð enn pilt- ur á bifhjóli fyrir bíl. Öku- maður bílsins fór með piltinn á Slysavarðstofuna í eigin bíl. en eins og kunnugt er ber í slíkum tilfellum að hringja í sjúk-rabíl. rætot í Reykjiavík. Þau eru -ú> Ný rækjuverksmiBja i smíðum ísafirði 3/7. — Hór er nú verið að byggja nýja ræk.iuverksmiöju. Eru það eigendiur sijö rætojubáta, seim fyrir því standa. Rætoja er jnjög dýr vara er hún er fiuíl- tuanin Og önnst skdpstjóirunuim mijög hart tað láta vertosimiiðjueig- endur skamimita sér verð fyrir hana ef'tir þeirra duittíunigum. Á- formað er að kiaupa skelfletting- arvól til að vinna rækjuna í þess- ari nýju verksmiöju. — GII. ' - .7 -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.