Þjóðviljinn - 04.07.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.07.1970, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 4. júlí 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Fríðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Ólafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Næsti áfangi þegar ræ'tt var um aðild íslands að EFTA bentu Alþýðubandalagsmenn á að þau samtök hefðu lokið ætlunarverki sínu og virtust vera að syngja sitt síðaista vers, aðildarríki þess væru önnum kaf- in við að fjalla um önnur bandalög, Nordek og Efnahagsbandalag Evrópu. Því væri aðildin að EFTA aðeins biðsalur annarra ákvarðana, og því var spáð að næsti áfangi yrði viðræður um aðild Islands að Efnahagsbandalaginu. Þessu sjónarmiði Alþýðubandalagsmanna var mótmælt harðlega af EFTA-mönnum og margtvinnað að ekki kæmi til mála að ísland gengi í Efnahagsbandalag Evrópu. Nú hefur reynslan hins vegar staðfest að Alþýðu- bandalagsmenn fóru með rétt mál; ríkisstjórn ís- lands hefur nú þegar ákveðið að teknar skuli upp viðræður um tengsl íslands við EBE. jpyrirvörum er að vísu flíkað enn; þannig segir Morgunblaðið í forustugrein „að full aðild að Efnahagsbandalaginu komi ekki til greina fyrir ísland“. Af því er hins vegar löng reynsla að fátt er haldminna en fyrirvarar af slíku tagi. Fari nú- verandi ríkisstjórn áfram með völd imunu viðræð- ur hennar við Efnahagsbandalagið fyrst og fremst hafa þann tilgang að laða erlend fyrirtæki til ís- lands. Og reynslan sýnir að stjórnarflokkarnir eru reiðubúnir til að taka á sig hinar fráleitustu skuld- bindingar til þess að ná því marki. Það sem ræður úrslitum ^stæða er til þess að vara enn einu sinni við ó- raunsæju umtali um það að kjarabarátta og verkföll séu úrelt fyrirbæri; í staðinn eigi að koma skynsamlegt fyrirkomulag á samningaviðræðum, raunsæ könnun á staðreyndum og að lokum sér- fræðilegir útreikningar sem gefi réttar niðurstöð- ur. Menn geta að vísu leikið sér að hugmyndum af þessu tagi, en þannig gerast atburðir ekki í þjóð- félaginu, Réttar röksemdir duga verklýðshreyfing- unni skammt ef þeim er ekki fylgt eftir aneð þjóð- félagslegu valdi, og því fer fjarri að fyrirtæki séu þeim mun sanngjarnari í samningum sem gróði þeirra er meiri — raunin er öllu heldur oft hin gagnstæða. Þekking og réttar röksemdir eru vissu- lega mikilvæg atriði, skynsamlegt fyrirkomulag á samningum sömuleiðis, en það sem úrslituim ræð- ur er valdaaðstaðan í þjóðfélaginu; verklýðssam- tökin ná þeim árangri einum sem þau vinna sjálf fyrir með samstöðu sinni og barát’tu. ^igrar verklýðshreyfingarinnar hafa verið miklir og margvíslegir á undanfömum áratugum. En það hefur orðið að berjast fyrir hverjum einasta árangri, ekki sízt þeim sem eftir á eru taldir sjálf- sagðir. Þegar kemur að ákvörðununn, jafnt í kjara- málum sem stjórnmálum, eru það ekki útreikning- ar sem skera úr, heldur vHji. — m. Hermann Gunnarsson og Skúli Ágústsson í hópnum sem valinn hefur verið Hermann þykir nú loks liðtæk ur orðinn í landsliðshópinn Sá eða þeir, sem velja lands- liðið i knattspyrnu, hafa valið 17 manna hóp vegna Iandslciks- ins við Dani nk. þriðjudag. Það sem vekur mesta athygli við hetta val er, að Hermann Gunn- arsson cr kominn í hópinn, en sem kunnugt er lýsti formaður KSl því yfir á síöasta blaða- mannafundi, að Hermann kæmi ekki til greina í landsliðið, þar sem verið væri að mynda kjarna fyrir Ólympíuleikana 1972, og þar eð Ilermanm hefði Hermann Gunnarsson aftur við landsliðið gerzt atvinnumaður um tíma kæmi hann ekki til greina í þann hóp. Eins og allir, sem með knattspymu hafa fylgzt sjá, var þarna um fyrirslátt að ræða og flestir voru sammála um, að um hefndarráðstafanir væri að ræða gegn Hermanni, vegna þess að hann gcrðist at- vinnumaður um tíma á síðasta ári. En nú hefur stjórn KSl orðið að láta undan almcnnings- álitinu og Hcrmann hefur verið valinn f 17 manna hópinn, hvort sem hann verður valinn í liðið nk. sunnudag, þegar það verður endanlega valið, cða ckki. Landsliðshópurinn er þannig skipaður: Þorbergur Atlason, Fram. Magnús Guðmnndsson, K.R. Jóhannes Atlason, Fram. Einar Gunnarsson, I.B.K. Þorsteinn Friðþjófsson, VaJ. Ellert Schram, K.R. _ <$- Guðni Kjartansson, f.B.K. Haraldur Sturlaiuigsson, I.A. Eyleyfur Hafsteinsson, Í.A. HaRdór Bjömsison. K.R. Skúli Ágústsson, I.B.A. Ásgeir Elíasson, Fram. Matthías Hallgrfmsson, Í.A. Guðjón Guðmundsson, Í.A. Elmiar Geirsson, Fram. Hermann Gunnarsson, I.B.A. Jón Ölafur Jónsson, Í.B.K. Landslliðsnefnd K.S.I. Hafsteinn Guðmundsson. Danska liðið hefur verið valið og er þannig skipað: Kaj Poulsen, AAB — 29 ára, heifur leikið 5 A-landsleiki. ör- uggur og traustur markmaður, sem stóð sig sérstaklega vel í landsleiknum við Svía í síðustu viku. Jan Larsen, AB — 25 ára, hefur leikið 22 A-lands(leiki. Bakvörður, sem hefur góðan skilning á breyttu hlutverki bakvarðar í nútímia knatt- spyrnu, auk þess að vera mikill keppnismiaður. Erik Nielsen, Ð1901 — 32 ára, hefiur leikið 6 A-landsledki, fyrr- verandi atvinnuleikmaður í Þýzkalandi. Hann er fyrirfliði á leikvelli. Reyndur leikmaður og hcfur góða yfirsýn. Jens Jörgen Hansen, Esbjerg — 31 árs, hefur leikið 33 lands- leiki. Reyndur og þolgóður leik- maður. Einn . af burðarásum liðsins. Jörgen Ohristensen, AAB — 30 ára, en leikur nú sinn fyrsta A-landsleik. Fljótur og öruggur bakvörður. Berger Petersen, Hvidovre — 22 ára og er ednnig nýliði í A- laaidsliðinu, en er tvflmœilalaust einn af efnilegustu mdðsvœðis- leikmönnum Dana. Hefur mdkla yf irferð. Jöm Rasmussen, Horsens — 30 ára, hefur leikið 3 A-flands- leiki. Mjög skemmtilegur og leikinn knattspymumaður, sem skdlar knettinium ávallt vel frá sér. Per Röntved, Brönsihöj — 22 ára, hefur leikið ednn A-lands- leik, er hann var settur inn á móti Svíum um daiginn. Mjög efnilegur. Líkamlega stertour og skotfast-ur. Jörgen Marcussen, Vejíe — 23 ára, hamn lék sinn fyrsta lamds- leik á mióiti Svíum í siðustu vikiu og var einn aif beztu mönn- Framhald á 9. síðu. Annar bezti spretthiaupari íslands ekki í landsliðmu Annar bezti spretthlaupari Iandsins, Sævar Larsen, er einhverra hluta vegna ekki valinn i landsliðið, sem kepp ir gegn Belgíu, Irum, Dan mörku og Finnlandi. Sævar hefur hlaupið 100 m á 11.1 sek. í vor og cr það annar bezti tími Islendings í greininni, og á móti er þeir Bjami Stefáns- son og Sævar háðu einvígi ekki alls fyrir löngu hljóp Bjami á 11.1 en Sævar á 11.3 sek. en samt er Sævar ekki valinn í Iandsliðið, nema sem varamaður í 4x100 m boð- hlaupsveitina. Þetta eru lciðin- leg mistök, sem FBÍ ætti að leiðrétta en ekki að láta hreppapólitík ráða valinu. — S.dór. Evrópukeppnin í frjálsíþróttum Þetta er finnski stangarstökkvarinn Altii Aiarotu sem hér keppir um helgina fímm landa keppni í frjáls- íþróttum á Laugardalsvelli Annað kvöld kl. 20 hefst á Laugardalsvellinum í Reykjavík Evrópukeppni fimm landa í frjálsíþróttum og cr þetta einn af undanriðlum kcppninnar. Þessi Evrópukeppni er einn merkasti víðburður íþróttahá- tíðarinnar, sem hefst á morgun og sennilega hafa ekki oft kom- ið hingað jafn margir jafn fræg- ir frjálsíþróttamenn, þeirra á meðal 1 heimsmcthafi, finnski spjótkastarinn Finnunen og finnski stangarstökkvarinn Altii Alarotu, sem í fyrradag setti nýtt finnskt með, 5.31 m. Þjóðimar som hér keppa eru: Finnar, Islendingar, írar, Belg- íumenn og Danir. Flestir telja líMegt að Finnar sigri í þessurn riðli, en að hörð keppni verði á milli Dana og Beflgíumanna og svo á milli íslendinga og Ira og gera Islendingar sér vonir um sigiur. Fimm nýliðar eru í ísdemzka landsliðinu. Eiríkur Þorstedns- son, Borglþiór Maignússon, Frið- rilc Þór Öskarsson, Sigmundur Hermannsson og Marteinn Sig- urgedrsson. Eins og áður segir eigum við von um að geta sigr- og Ira; og fjölmenni á vellinum, sem hvetti Idlendingana til dáða, myndi gera möguleikann á sigri stærri en ella. Við eigum nokkra unga og efnilega frjáls- íþróttamenn, sem alls ekki eru búnir að ná sínu bezta, en í keppni sem þessari, eru ednmitt staarstu afreldn unnin og hver veit neana til að mynda okkar efnilegi spretthlaupari, Bjami Stefánsson gæti sett strik í reikning fleiri en Ira? Bjami hefur í vo<r hlaupið 100 m á 10.8 og menn vita að hann get- ur mun mieira. S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.