Þjóðviljinn - 04.07.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.07.1970, Blaðsíða 10
JQ SIÐA — WÓÐVILJINN — Lausardagur 4. júlí 1970. JYTTE LYNGBIRK Tveir dagar i nóvember (Ástarsaga) 6 Etf til viH skildl hann hana, en aðeins vegna þess umburðar- lyndis sem á síðustu árum hatfði gætt hann skilningi á möguleik- um allra manna, sem hann reyndi ekki lengur að bera sam- an við sjáOtfan sig til að fella yfir þeim dóm. En undir þeim skilningi bjó senni'lega enn vottur af beiskju eða haijmi, og þess vegna kveið hann fyrir þessum fundi. Hann borgaði, stóð upp og gekk út að bílnum sem var grár af ryki í morgunbirtunni. 4. kafli. Fyrír framan hana gekk röð af smábömum sem héldust í hendur tvö og tvö og gengu of- urhægt. Hún leíddi sjálf barn við hvora hönd, annað var litla nýja telpan, sem þarfnaðist huggunar og vemdaði hana sjálfa með því um leið. Hún sá sjálfa sig í þúðar- gluggunum, bláa úlpu með hettu HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Sími 42240. Hárgreiðsla — Snyrtingar. Snyrtivörur. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 HI. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68. kringum andlit sem speglaðist óljóst í rúðunum. Nú voru þau á leið heim til að borða hádegismat. Skemmti- garðuirinn var að baki og lei'k- völlurinn, sem tæmdist þegar þau fóru. Köld leiktælíin vwu gralkyrr, engin hljóð enduróm- uðu þar lengur. Hún hafði litið við og séð hve eyðilegur hann var, þegar þau gengu ðfitir stígn- um undir háu, gö<mlu trjánum í áttina að hliðinu, og sem snöggvast hefði hún helzt viljað verða þar ein eftir Fyrst matur, síðan miðdegis- lúr. Þau voru farin að þreytast, þau gengu hægt, dálítið reikul í spori og raddir þeirra voru há- værari og órólegri en í morgun. Hún hlakkaði til þagnarinnar þegar hún sat inni hjá þeim sof- andi. Hvar skyldi hann vera núna? Einhvers staðar á hraðbrautinni milli Hamborgar og Hannover? Eða þá að hann var kominn framhjá Hannover. Líka gæti verið að hann sæti eða lægi í bílnum og svæfi einhvers staðar í bílastæði. Hún vildi ekki hugsa sér aö hann héldi áfram að aka og aka þótt hann vasri orðinn örþreyttur. Þá duttu henni í hug slys sem hún hafði séð myndir af í blöðum eða í sjónvarpi, bíl- flök sem gætu haft óhugnan- legustu hluti að geyma. Hann hlaut að vera þreyttur núna, ef hann hafði ekið alla nóttina og hélt enn áfram. En það var ekki víst að hann tæki eftir því. Hann tók næstum aldrei eftir neinu í sambandi við sjállfan sig. Það var ævinlega í annarri röð, eitthvað þýðingar- minna en annað. Hann spurði hvort hún væri þreytt, hvort hún væri svöng, hvort henni væri kalt. Það gekk ekkert að honum. Hún minntist þess ekki að hann hefði nók'kum tíma kvartað, sagt að sér liði illa eða heimtaði eitthvað handa sjálfum sér. Hann sagðist ekki vera sériega svang- ur, ef hvorugt þeirra hafði feng- ið að borða. Hún gasti fengið það sem til var. Það var allt í lagi með hann, hann þarfn- aðist einskis, og stundum hafði henni dottið í huig að hann myndi segja það sama ef þau væru að deyja úr hungiri. Hann sagði það ebki þannig að það virtist vera fóm og það var ekki af kurteisi heldur. Hann sagði það ósköp blátt áfram eins og það skipti í rauninni en.gu máli, hvort hann fengi að borða eða svæfi á næturnar Henni þótti allt í einu ósköp vænt um hann fyrir það hvemig hann sagði það. Hann var góður fé- lagi, hann verndaði aðra og hugs- aði ekki um sjáltfan sig. Hún vildi vera hjá honum. Hún yrði aldrei framar hjá honum. Hún iaut niður og batt skóþveng sem hafði losnað, sat á hækjum sér með andlitið niðri við gangstéttina og hugsaði sem svo: Hún yrði aldrei framar hjá honum. Svo reis hún upp, tók um litlu vettlingaklæddu hend- urnar og gekk af stað og hélt áfram að hugsa en sagði upphátt: Komið þið nú Þið megið ekki dragast aftur úr. Gangið ögn hraðar. Svo vom þau komin aftur í leikskólann og hún klæddi þau úr yfirhöfnum og tók upp litlar rúgbrauðssneiðar t>g setti þser á Ijósbláa plastdiska og setti rauða, gljáandi nestiskassana aftur í grindina. Og svo fóm þau að borða. Hún hafði bundið smekki með merk- inu þeirra um hálsinn á þedm. 1 þá var saumaður fíll, tré, sikór eða brúða, svo að hægt væri að þekkja þá sundur 1 staðinn fyrir nafnið notuðu þau rnerki. Ég er bodtinn, þetta er smekkurinn minn! Ekki í alvöru smekkuirinn minn, því að ég er bara einn í langri röð af krökkum, sem not- að hafa smekkinn með boltanum og eiga eftir að gera það. Var nóg að hafa merki að styðjast við? Gat það gert bam að manneskju að vera eitt í röð, bæði á göngunni og þegar hlutur var fenginn að láni, sem bamið eignaði sér, en aðrir höfðu áður fengið að láni og myndu gera það síðar? Hún hellti mjól'k í ljósbláu kmkfcumar Og þurrkaði upp mjólk sem hellzt hafði nið- ur og var þolinmóð við þau sem vom lengi að borða og langaði ekki sérlega mi'kið í hálfmolnað- ar brauðsneiðamar með rúsinum á. Hún vissi ekkd, hvort þau gætu orðið að manneskjum, en það var víst sennilegt. Jafnvel mann- eskjum sem höfðu hæfilei'kann til að finna hamingjuna í þeirri framtíð sem beið þeirra. Hún sat í hálfrökkrinu bakvið gluggatjaldið og hlustaði á svdfin- hljóðin úr litlu strigabeddunum sem dregnir vom út frá veggjun- um. Kannski urðu það einmitt hæfari manneskjur sem höfðu sofið í röð; haefari en þau tvö sem gátu ekfci áttað siig á neinu en töldu sig samt bera ábyrgð á annarri mannvem, þurfa að deila öllu með þeirri mannvem, vera svo nátengdur annarri mannvem að gekk næst'eigin. En það dugði ekki. Það var ekki hægt að eiga aðra mannvera og þá kom öll sorgin og þj'áningin og allt það sem gerði samvistimar óbæri- legar. Hún reis á fætur og gekk hægt meðfram röðinni. Þau sváfu öll. ,Hún breiddi eitt vattteppið með bláköflótta áklæðinu og bendlaböndunum betur yfir eitt af minnstu börnunum, sem velti því ævinlega á allar hliðar und- ir svefninn. Það var svalt í her- berginu, bví að gluggarnir vom opnir bakvið tjöldin, sem höfðu verið dregin fyrir. Hætfari mannesJíja. Hælfari til hvers? Til aö mæta framtíð sem var ef til vill ekki samboðin mönnum? En ef til vill var hún það einmitt. Hana langaði til að bera blak af framtíðinni Hún vildi trúa hinu bezta. Þetta yrði áreiðanlega allt saman ágætt. Hún settist aftur á litla horðið við gluggann, dró gluggatjaldið ögn frá, svo að hún sæi út á leikvöllinn sem nú var auður. Gegnum opinn gluggann gat hún heyrt ungbarn gráta undir þakskegginu hjá vögguistotfunni. Og til hægri gekk einn aí gömlu mönnunum hægt meðfram vír- girðingunni kringum aðalheim- ilið. Hann var kannski á leið með brauðmóla handa mávunum eða ætlaði að gefa ketti matar- bita. Hún horfði á stirðlegt göngulag hans þar til hann beygði fyrir homið á húsinu. Hún vissi ekki, hvort hún hélt að maður yrði hæfari tll að mæta framtíðinni með því að helfja líf sitt á vöggustofunni. Ef til vill ef ætlunin var sú að því lyki á elliheimilinu. En var það svo? Átti framtíðin að verða þannig, eða vom einhverj- i.r til sem áttu að breyta henni í stað þess að aðlaga sig og verða hæfir til að lifa henni? Hún hefði gjarnan viljað ræða þetta við hann. Hjá vöggustotfunni var barnið enn að gráta. Bftir Hannover varð landslagið kringum hraðbrautina, sem hann var nú farinn að venjast, hæðótt- ara, og ásar og hæðadrög risu og hnigu meðfram veginum, sem var lagður á þann hátt að hægt var að aka á hundrað kílómetra hraða allan tímann. Það var hægt að hrífast af vegum af þessu tagi og snilli mannanna. örsmáir tókust þeir á við þetta þrotlausa verkefni, sem hefði getað virzt ófrám- kvæmanlegt, en var það ekki þegar þeir vom nógu margir og unnu sleitulaust. Þeir lögðu járnplötur yifir jörð- ina og lögðu veginn undir þeim. Það heyrðist mikill hávaði þegar ekið var yfir þessa bráðabirgða járnvegi og enn meiri þegar ein- hver atf stóm kælibílunum, ef ti'l vill með fisk frá Esbjerg, skrölti yfir þá. Og smám saman varð þessi ævintýralegi vegur til, aðdáunarverður, svo að maður varð næstum hreykinn af því að vera maður. Hrejdrinn, já. En það var .eins með hreyknina og ýmsar aðrar sterkar kenndir að það var eins og hún skapaði ævinlega and- stæðu sína með honum. Ekikert var svo einfalt að í því væri sann'leikurinn fólginn. Og ein- mitt hreyknin yfir þessum veg- um gat breytzt í vitneskjuna um það hvað bafði upphaflega valdið því að þessir aðdáanlegu vegir voru lagðir. Það var styrjöldin sem hafði komið þeim af stað. Þetta vom nauðsynlegir og beinir herflutn- ingavegir, sem nú var byggt á. Nauðsynlegir til að flytja her- gögn og herlið frá einum hluta þessa stóra lande til annars, nauðsynlegir til þess að eyði- leggingin mætti 'verða nóigu áhrifarfk. Hann fór allt í einu að hata mennina fyrir þessa kerfis- bundnu eyðileggingu, þessa skipuilögðu eymd, sem kölluð var stríð, og hann sá lifandi, nútíma mynd af á næstu akrein í formi herdeildar, sem virtist óendanleg. Hann varð gagntekinn hatri á þessum morðtólum sem mnnu þama áfram, tilfinningalausum, dulbúnum með jarðlitum yfir flutningsbílum sem fluttu skrið- dreka og fallby.ssustæði og eld- flaugar og skotpalla. Þetta var reyndar ómannlegt, því að engin andlit sáust, eif til vill mátti greina fáeina búka, en einkenna- lausa, útlínulausa undir græn- flekkóttum segldúkum og hulda bakvið einkennisbúninga og stál- hjálma í stýriishúsunum. En manneskjur vom smámunir. Það sem máli skiptí vom fim af viðbjóðslegu stáli sem rann áíram yfir þessa sléttu vegi, ógeðslegar, oddihvassar eldfiaug- ar, stærðfræðilega þaulhugsuð gereyðingarvopn, nákvæmlega sikipulögð varmennska og volæði. cafe með carmen Carmen töfrar lagningu í hár yöar á 10 mínútum. Hárið verðurfrísklegra og lagningin helzt betur með Carmen. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. d&ntcéZ&j Klapparstíg 26, sími 19800, Rvk. búðin og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630. Frá Raznoexport, U.S.S.R. „ _ . fl,, MarsTraðing Companyhf AogBgæðaflokkar Laugaveg 103 3 Símí 1/373 Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H. LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 -L til kl. 22 e.h. e BRIDGESTONE Opið alla dagá frá kl. 8—22, einnig um helgar- GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK HINIR VIÐURKENNDU JAPÖNSKU HJÓLBARÐAR FÁST HJÁ OKKUR HJÓLBARÐAVIÐGERÐiR R * SÍMI 31055 Dömusíðbuxur — Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur O.L • — Laugavegi 71 — sími 20141. SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar, fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. VARAHLUTAÞJÓNUSTA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 . Sími 33069 MAIVSIOM-rósabón gefur þægllegan ilm í stofuna Auglýsingasíminn er 17 500 ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.