Þjóðviljinn - 05.07.1970, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 05.07.1970, Qupperneq 6
 0 SÍÐA — Þ Jö ÐVILJINN — Sunnudagur 5. júlí 1970. kvikmynciir* STÚLKAN HÚN GEORGY Stjörnubíó sýnir nú ensk- amerísika mynd, Georgy Girl. Þetta er prýðismynd í alla staði og mjög í anda hinna ungu raunsæishöfunda á Bretlandi, sem gerðu svo margar úrvals- myndir úr daglega lífinu á ár- unum 1958-1966. Georgy (Lynn Redgrave) er rúmlega tvitug og býr með vin- stúlku sinni Meredith (Char- lotte Rampling) í lítilli íbúð í Londion. Þær eru algerar and- stæður, Georgy er þybbin, ó- framfærin og einmana, eltir ekki tízkuna, en vinkona henn- ar er öll í stælnum og alitalf í geiminu. Meredith verður barnsihafandi og giftist föðurn- um Jos (Alan Bates). En hún er engin mamma, og þegar barnið er fætt vill hún ekkert mað það haía og þá kemur til kasta Georgy... Álengdar stend- ur svo fimmtuigur vonbiðill Georgy (James Mason), sem fylgist með öllu saman og með Alan Bates og Lynn Redgrave. NÝR BERGMAN?? Nú um helgina byrjar Bæjar- bíó sýningar á sænsku mynd- inni Har har du ditt Iiv. Mynd- in er gerð af Jan Troell árið 1966 og er það fyrsta mynd hans, en sjaldan eða aldrei hefur neitt byrjandaverk í sænskri kvikmyndasögu fengið jafn góðar viðtökur. 15. marz sl. fjaUaði kvikmyndaþáttur Þjóðviljans einmitt um þennan unga leikstjóra og þó einkum um nýjasta verk hans „Vestur- farana“, mikið stórvirki gert eftir sögum Wilhelms Mobergs. Myndin sem Bæjarbíó sýnir nú er gerð eftir sjálfsævisögu Eyvind Jdhnsons, og hefur hún hlotið margvísleg verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim. Meðal leikara eru þeir Max von Sydow og Per Qscars- son. Þetta er önnur „nýja“ sænska myndin sem Bæjarbíó sýnir í sumar: sú fyrri Livet er sten- kul var aðeins sýnd í örfá skipti og fór víst framhjá fles- um. Menn ættu samnarlega að bregða sér í Fjörðinn eitthvert góðviðriskvöldið. Aðeins öirfáar hinna fjölmörgu nýju sænsku kvikmynda hafa verið sýndar hér. Þetta er ein hinna beztu, en Jan Troell er nú af mörgum talinn standa næstur Bergman í Svíþjóð. Nánar um myndina n k. snnnud-" seiglunni hefur hann reyndar sitt upp úr krafsinu. . . . Or þessu þversdagslega efni hefur leikstjóranum Silvio Nar- izzano tekizt að gera bráð- skemmtilega mynd, sem filestir ættu að hafa gaman af. Sam- tölin eru fyndin og hnítmiðuð, aldrei dauður punktur, mynda- takan og tónlistin fyrirtak, og leikur þeirra Lynn Redgrave og Alan Bates er yndislega prakkaralegur. Narizzano hefur kallað það einskæra heppni að hann skyldi fá Lynn í aðal- hluitverkið. Framleiðandinn haföi ráðið aðra stúlku, Van- essu Redgrave, í hlutverk Georgy (hún var þó ekki þá orðin sú stjama sem hún er nú), en hún hætti vdð á síðustu stundu. Og þá réð Narizzano systur hennar, er hafði aðeins leikið í einni kvikmynd áður, lítið hlutverk í „Stúlkiunni með grænu augun“, er Tónabíó sýndi nú í vor. „Það hefði aldrei verið hægt að segja um Vanessu, að hún væri eins og afturhluti strætisvagns", ojs.frv. og myndin hefði sennilega orð- ið mun viðkvæmnislegri. En Lynn var sköpuð fyrir hlut- verkið og hún var líka stór- kostleg.‘‘ Alan Bates er okkur þegar kunnur af mörgum myndum er hingað hafa komið, en aldrei hef ég séð hann leika jafn vel og af jafn miklu fjöri sem nú. Eftir þessa mynd, sem komst í hóp tíu arðbærusitu mynda, sem Columbía-lfélagið hafði gert frá upphafi, rigndi tiiboð- unum yfir Narizzano. Allar áttu þessar myndir að fjallla um ungar stúlkur í London; ó- léttar sveitastúlkur, sem höfðu flúið til London o.s.frv.. En Narizzano vildi fást við eitt- hvað gjörólíkt og næsta mynd hans varð Blue, kúrekamynd með Terence Stamp, tekin í Mexíkó. Mynd þessi hefur vak- ið feykilega athygli, enda talin einhver óvenjulegasta kúreka- mynd sem gerð hefur verið nú Har har du ditt liv, fyrsta mynd Jan Troells, gerð eftir sjálfsævisögu Eyvind Johnsons. (Bæjar- bíó). Sænsku blöðin sögðu um myndina 1966: Svenska Dagbladet: „einhver sú ágætasta mynd, sem nrikkurn tíman hefur verið gerð í Svíþjóð“. Aftonbladet: „hljómmikil, hríftmdi, nútímaleg“. Ilagens Nyheter: „meistaraverk, einstæð i kviktnyndasögu seinni ára“. Þar sem Gamila bíó auiglýsir ekki í Þjóðviljanum hefur það ef til vill farið framhjá lesend- um blaðsins að bíóið sýnir nú nýjustu mynd Bo Widerbergs, Ádalen 31. Myndin fjallar á sérstæðan hátt um sögulega viðburði er gerðust í Norður Svíþjóð 1931, atburði er höfðu mikil áhrif á sögu verkalýðs- hreyfingarinnar í landinu og stjórnmálasögu þess almennt. Margsinnis hefur verið sagt frá myndinni hér í blaðinu undan- farið ár og skal það ekki endur- tekið nú, en mönnum bent á að missa ekki aí henni. ðlan Bates wm ærin*dhn T-" Gnorp-y Girl“. (Stjörnubíó) Stjörnubíó sýnir síðar í þessum mánuði The Taming of The Shrew. Myndin er byggð á samnefndu leikriti Shakespeare*, en í aðalhlutverkunum eru Elisabeth Taylor og Richard Burton.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.