Þjóðviljinn - 05.07.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.07.1970, Blaðsíða 10
|Q SÍÖA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudaguir 5. júM 1970. JYTTE LYNGBIRK Tveir dagar 1 nóvember (Ástarsaga) Hatur hans breyttist í uppgjöf, vonleysi og þreytu, og hann ók burt af hraðbrautinni við fyrsta hliðarveg. Hann bugðaðist fagur- lega milli nýlegs gróðurs. sem hann ók næstum út í, vegna þess að hann ók of hratt og honum stóð á sama um allt. Stóð á sama um íallegu runnana, snyrtilegu smátrén sem gróður- sett voru fagurlega meðlfram iankeyrslu á bensínstöð Hvers vegna? Vitum við þá alls ekki hvað við viljum? Viljum við tor- tímingu eða þessa skrautrunna á leið inn í framtíðina? Hann ók í áttina að þorpinu, sem var skammt framundan milll naktra, dökkra akra. Það var lítill bær með fjóshauga hjá húsunum og krá og verzlun. Hann var allt í einu kominn út úr honum og á leið inn í skóg, þangað sem hann átti ekkert er- indi. Hann stöðvaði bílinn og lagði honum fyrir utan yzta húsið í þorpinu. Hann sat kyrr og reyndi að stilla sig um að hugsa og HARGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Sími. 42240. Hárgreiðsla — Snyrtingar. Snyrtivörur. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og sijyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68. horfði á hauginn, þar sem hani og fáeinar hænur voru að spóka sig. Vitum við alls ekki hvað við viljum? Nei, trúlega ekki. Og við vitum það eina stundina, en á næsta andartaki viljum við eitthvað annað. Eða þá að við viljum hvort tveggja í senn. Þess vegna er hægt að fá fólk til að breyta gegn því, sem er sann- færing þess. Þess vegna er stríð framkvæmanlegt, þegar beitt er réttum áhrifum til að fá okkur til að vilja eitt og aðeins eitt. Hann sat þarna þreyttur og horfði á hænurnar og hanann fyrir utan. Fjaðrirnar glóðu í sólskininu, hausarnir rykktust til þegar þau gengu, það rauk upp úr einu horninu á haugnum og steinveggurinn var óhreinn — allt varð þetta í einu vetifangi Ijótt og andstyggilegt. Þunglama- legt þakið á býlinu sem slútti yfir múrsteinsveggina, kúldurs- legir gluggarnir, forgömul trén. Lífið varð allt í einu ljótt, hann vildi ekki hafa nein afskipti af því. Honum varð óglatt af að sjá það fyrir augum sér í þessari skellibirtu. Það kom maður út um hliðið. Hann var með kvísl í hendinni, klæddur gulum vinnufötum og gúmmistígvélum. Hann laut höfði virðuiega í áttina að bílnum, gekk upp á hauginn og fór að grafa í mykjuna. Hann vann með sömu rósemi og virðuleik og einkennt hafði twraðjii hans. Mið- aldra maður sem þurfti að Ijúka ákveðnu verki fyrir myrkur. Strá og mykjuslettur féllu í nýjum mynstrum inn fyrir steinvegginn og nýir h.iólbörufarmar af mykju gátu komizt fyrir í staðinn; starf hans hafði tilgang. Þetta var skynugur maður sem bar ábyrgð á þessu bændabýli, bar ef til vill ábyrgð á öðru fólki. kannski knnu o<; börnum. Hafði hann tekið þátt í stríð- inu? Nei. Nei, bað eat ekki ver- ið; hann hefði ekki Intið hafa sig í það. Hann hefði hlegið ef einhver hefði komið ' og krafizt þess af honum að hann ætti að yfirgöfa allt það sem hann bar ábyrgð á. Hann hefði hrist höf- uðið yfir pappírsmiðum þeirra með fyrirskipunum um að hann ætti að koma á tiltekinh' stað' til að Iáta skrá sig í her annarra manna á borð við hann; hann hefði bandað þeim frá sér og sagzt hafa mikilvægari verk að vinna. .Han.n hafði allt þetta að lifa fyrir. Hitt hlaut að vera spaug, ímyndaður leikur sem hann hafði engan tfma til að sinna. Ábyrgð hans hér hlaut að vera mikilvægari en ímynduð fylking brammandi manna, sem voru í'yíi enn orðnir hermenn, heldur í vinnu hér og þar. Og þó hafði orðið úr þessu her. Og hann hafði sjálfisagt verið í honum þessi rólegi maður þarna úti. En það var ekki hægt að hata hann fyrir það. Þetta brúna andlit með gráleitum hrukkun- um, stórar hendurnar. Neí, það var ekki hægt að hata. aðeins verða þreyttur. Reiðin sem breyttist í vonleysi, hana þekkti hann, og hanrt hefði giarnan vilj- að tala um þetta við hana, hugg- að sig við bjartsýni hennar, sem ásamt dapuríletka hennar gerði hana svo margslungna, að hjá henni var hægt að finna allt, einnig huggun. En hún var ekki hér og hann varð að hugsa hugsanir sínar einn. Hvað hefði hún getað sagt honum til huggunar nú? Að hann hefði verið blekktur þesisi góðlátlegi maður þarna fyrir ut- an? Að hann hefði látið blekkj- ast af áróðursvél, sem var jafn- stærðfræðílega þaulhugsuð og vopnin. Og að hann vissi betur nú og synir hans væru skynsam- ari en hann hefði verið. En var það satt? Og hvers vegna notaði enginn áróðurinn í góðum tilgangi? Af hverju var ekki hægt að framleiða þessi hrifningaröskur vegna hU'gsjónar, ekki styrjaldar, heldur hugsjónar manngildisins? Af hverju var ekki hægt að fá fólk til að öskra aí£ fögnuði og deyja ef þörf krefði til að frelsa fólk frá hungri? Og ef til vill væri það hægt, ef miljónum áróðursins væri veitt til þess? Hænsnin flögruðu upp og þótt- ust hafa orðið hrædd vegna þess að maðurinn kom örlitlu nær þeim, haninn fylgdi á eftir hæn- unum langstígur en óttalaus. Þau brugðust við eins og þeim var lagið; þeirra mynstur var lagt fyrirfram. Hvernig færi fyrir manninum, fyrst hann gat látið hið illa blekkja sig? Af hverju lætur maðurinn aldrei híð góða blekkja sig, verður andsetinn af góðvilja? Af hveriu komu aldrei boð og fyrirmæli um það sern gott yar? Nei, engin fyrirmæli, engin einstefna, enginn áróður til þess að stjórna öllum öðrum. Það var komið nóg af slíku og viljinn til góðs hafði alltaf verið til. Þá var betra að læra að neita, læra að efast og vera á verði gegn þessum fyrirskipunum um að láta nota sig í forkláruðum tilgangi og hlaupast burt frá ábyrgð sinni þess vegna. Og læra það áður en það verður um seinan, svo að ekki þurfi að fórna lífinu fyrir þetta nei. Það hlýtur að vera hægt að kenna mönnunum að vega og meta, jalfnvel þegar áróðurinn dynur á þeim með fánum og slagorðum. Er ekki hægt að læra það? Hann ræsti bílinn. Maðurinn leit upp og brosti, stóð stundar- korn og studdist við kvíslina sem keyrð hafði verið niður til að tyfta nýju hlassi. Þannig hafði faðir hans staðið, en án þess að brosa og án þess að hafa til að bera virðuleik þessa manns, sem stafaði ef til vill af því að hann átti jörðina og efaðist ekki um að hann átti hana. Faðir hans hafði sjaldan bros- að I.íkami hans var magur og •mrllit hans biturlpirt Og hann vai r'cki \7iss um nð hann ætti neit+ í ^essaVi iörð. hvi að liann stóð í eilífri skuld við Guð. Hann skuldaði honum jörðina og húsið og starfið: hann fann aldrei til gleði eða hreykni yfir því sem greri og dafnaði en hins vegar til sorgar og sektar ytfir öllu sem mistókst. Og það var alltaf margt sem mistókst. Jörðin var vanþakklát. Svo harðbýl var hún að hún krafðist oendanlegs strits til þess að hún gæti gefið nokkuð í aðra hönd. Og yfir henni var meiri himinn en á nokkruim öðrum stað sem hann hafði séð. Sendn- ir akrarnir teygðust út að sjón- deildarhringnum. Húsin og runn- arnir voru ekki hærri en svo að það gleymdist aldrei að þau voru hlægilegir smámunir í saman- burði við óendanlegan himininn og boðorð hans um auðmýkt og sjálfsafneitun. Vindurinn næddi frá NOTður- sjónum inn yfir betta land, trén hölluðust eftir vindáttinni. bau beygðu sig til að geta lifað 'íf- inu þar. Stormurinn næddi og fyllti mann dapurleik, vitumd um synd, vonleysi sem aðeins var hægt að vinna bug á með trúnni á' það að lífið á þessum af- skekktu jörðum væri ekki hið raunverulega líf. Það væri aðeins reynslutími áður en sjálft lífið hæfiist. Faðir hans var vindskekinn. Hann skildi hann vél, en hann gat ekki gert þetta að hlut- skipti sínu, vegna þess að hann vantaði trúna á það að lífið væri D SMURT BRAUÐ D SNITTUR D BRAUÐTERTUR BRAUDHVSIÐ éNACK BAR Laugavegi 126. við Hlemmtorg. Sími 24631. — teak og eik Húsgagnaverzlun Axels Eyjólfssonar 0 með carmén ^i carmen Carmen töfrar lagningu í hár yðar á 10 mínútum. Hárið verðurfrísklegra og lagningin helzt betur með Carmen. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. 4&££c& Klapparstíg 26, sími 19800, Rvk. ^\ V^b ú ð i n og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630./^ MlillMilÍittUllli Frá Raznoexport, U.S.S.R. MarsTraííngCompanyhf IT Laugaveg 103 sími 173 73 Aog B gæöaf íokkai HúsráSendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H. LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. @ BRIDGESTONE HINIR VIÐURKENNDU JAPÖNSKU HJÓLBARÐAR FÁST HJÁ OKKUR HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR Opið alla daga #á kl. 8—22, einnig um helgar GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055 Dömusíðbuxur - Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur "•«• — Laugavegi 71 — sími 20141. SOLO-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af rnörgum stærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. VARAHLUTAÞJÓNUSTA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði | ELDAVÉLAVERKSTÆÐ3 JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 - Sími 33069 MA^SIOTC-résabén gefur þægilegan ilm í stofuna Auglýsingasíminn er 17 500 ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.