Þjóðviljinn - 09.07.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.07.1970, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimimtudagur 9. júlí 1970. j Evrópumeistarakeppnin í knattspyrnu Keflvíkingar lenda á móti Everton 1 gær var dregið í Evrópu- meistarakeppni deildarmeist- ara, en þar eru íslandsmeist- ararnir IBK meðal þátttak- enda og svo sannarlega má segja að beir hafi dottið í lukkupottinn og unnið stóra vinninginn, því að þeir dróg- ust í 1. umferð keppninnar á móti ensku meisturunum Ev- erton. „Við erum að sjálfsögðu mjög ánægðir" sagði Haf- steinn Guðmundsson formaður IBK, er við hringdum í hann í gær og spurðum hann álits á þessu óvænta happi Kefl- víkinga. — Við erum ákveðnir að leika heimaleikinn hér heima, en ekki erlendis, eins og tíðkazt hefur hjá íslenzk- um liðum undanfarin ár, sagði Hafsteinn. — Fyrri leikinn á að leika í ágústlok og er hann heimaleikur Everton, en við ætlum að reyna að semja við þá um að leika fyrri leikinn hér heima, en síðari leikurinn á að fara fram síðari hluta september og er það að sjálf- sögðu mun verri tími til að Ieika hér, sagði Hafsteinn. Þessari heppni Keflvíkinga má líkja við heppni Vals- manna, er þeir fengu Ben fica, sem andstæðinga í þess- ari sömu keppni fyrir tveimur árum, en þá var sett, eins og menn muna, vallarmet í að- sókn þegar 18 þúsund manns komu til að sjá leikinn á Laug- ardalsvellinum. Ekki færri en 5 enskir Iandsliðsmenn eru í Everton-Iiðinu, þeirra á með- al Alan Ball og Labone, sem báðir léku með enska Iands- liðinu i Mexíkó. Allir þeir sem fylgjast með ensku leikj- unum í sjónvarpinu kannast vel við Everton-Iiðið og þá frægu kappa er það skipa. Ekki er því ótrúlegt að nýtl vallarmet í aðsókn verði sleg- ið þegar Keflavík og Everton leika hér á landi í haust, því þótt Benfica hafi verið frægt lið þegar það kom hingað, þá er Everton sennilega mun kunnara hér á landi, vegna sjónvarpsins. Þar sem fréttasendir NTB var mjög óskýr í gær er ekki hægt að segja frá nöfn- um allra liðanna er drógust saman í 1. umferð, en hér eru þau sem læsileg voru: Sovétmei staram i r gegn Bas- el frá Sviss, Tyrklandsmeist- aramir og A-Þ-ýzkalandsmeist- aramir, Standard Lieige Befigíu gegn Rosenborg Noregi, Sport- ing Lissabon, Portúgal gegn Loriana Möltu, Slovan Brati- slava Tékkósilóvakíu gegn B-1903 Danm., Bpa Kýpur gegn Borussia V-Þýzkalandi, Feijenoord Hollaiidi gegsi rúmönsfcu meisturunum, Sví- bjóðarmeistaramir gegn póisiku meásturunum, sigurvegarinn úr búlgörsku keppninni gegn spænsku meist. Cagliari Italíu gegn St. Etienne Frakklandi. Ceitic Skotl. gegn Kokkoia Finnlandi, Panati akos Gpikk- landi gegn Lúxemborgarmeist- urunum, Waterford írlandi gegn N-írsku meisturunum. S.dór. Unglingalandsliðið mætir Dönum í kvöld Tekst unglingaliðinu að sigra? í kvöld kl. 20 hefst leikur danska landsliðsins og íslenzka unglingalandsliðsins (21 árs og yngri) í knattspymu. Enn er í fersku minni hin frábæra frammistaða u-liðsins gegn franska landsliðinu, í leik þess- ara liða í Keflavík fyrir skönunu, en þá mátti franska liðið þakka fyrir jafntefli. ís- lenzka liðið, sem mætír Dönum í kvöld er skipað sömu leik- mönnum og léku gegn Frökk- um. Danir töldu lið sdtt hafa ledk- ið undir getu í landsieiknum sl. þríðjudag og hafa sjálfsagt mik- inn hug á að vinna leikinn í kvöld, . annað væri reiðairslag fyrir. danska knattspymu. Dön- um gengur illa að atfsaka tap fyrir ísilenzku unglingalands'iði. Hinsivegar miun þaó staðreynd, að aldrei hafi komið hingað jafn slakt danskt landslið í knattspyrnu sem þetta, og á því máli voru dönsku fréttamenn- irnir er hingað komu til að fyligjast með leiknium. Þeir héldu því fram að liðið gæt.i leikið mun betur en það gerði í landsleiknum, en skoðun margra^ íslendinga var sú staðreynd, að enginn leiki betur en andstæð- ingurinn leyfir. Ef íslenzka unglingalandslið- iö feer jafn ágætan stuðning frá áhorfendum og a-landSliðdð fókik í landsleiknum þá má sannar- lega búast við ánægjulegum úr- slitum. Isllenzka liðið í kvöld er þannig skipað: Magnús Guðmundsson (KR) Bjöm Árnason (KR) Ólafur Sigurvinsson (IBV) Jón Alfreðsson (IA) Einar Gunnarsson (ÍBK) Marteinn Geirsson (Fram) Þórir Jónsson (Val) Haraldur Sturiaugsson (lA) Teitur Þórðarson (lA) Asgeir Elíasson (Fram). Friðrik Ragnarsson (IBK) Skiptimenn: Markmaður: Sigfús Guð- mundsson, Víking. Batovörð- ur: Þórður Hallgrímsson IBV. Framvörður: Gunnar Aust- fjörð IBA. Framiherjair: Ingi- björn Albertsson, Val. Stein- Jóthannsson, IBK. UTBOD Tilboð óskast í smíði og uppsetningu mnréttinga í íþrótta- og samkomuhús við Hlíðardalsskóla (tré- verk). Einnig í smíði og uppsetningiu útihurða úr teak. — Tilboðsgagna má vitja á Teiknistofuna s.f., — Ármúla 6, gegm 2000,00 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað mánudaginn 27. júlí n.k. kl. 11 f.h. Handknattleikur Tvísýn keppni í útimótinu B. 5.A.B, Fyrirhuguð eru eigendaskipti að fjöguira herb. íbúð í 4. byggingaflokki félagsins við Kóngsbakka. Þeir félagsmenn, er nota vilja fórkaupsrétt sinn, gefi sig fram á skrifstofu félagsins, að Féllsmúla 20, fyrir 18. júlí n.k. Stjómin. Mjög tvísýn keppnt er í öll- um flokkum og riðlum Islands- meistaramótsins f útihandknatt- leik. 1 fyrrakvöld voru leiknir 3 leikir í mfl. karla, en éinum var aflýst, þar sem Víkingur ncíur dregið sig tiíl baka úr^ mótinu. í A-riðli stcndur keppnin milli Fram cg Vals uin sigurinn í riðlinum, en þessi lið gerðu jafntefli sín í milli í fyrsta Ieiknum i riðlinum. 1 fyrraikvöld sigraoi Valur KR 19:15 og Fraim sigiraði I>rótt með mildlium yfirburðum eða 29:11. Þá vamn Ármann Gróttu 19:13, en þessi lið eru í B-riðli. 1 2. fl. kvenna, vann Fraim 10:0, sem eru næsta óvenjuleg úrsllit í handknattleik. Vailur vann Ármann 7:2, Víkingur vann IR 6:0 og lA vann UBK 3:0. KR vann SH í sundknattleik 8:2 Einn leitour flór fram í sund- knattleiksmeistaramótinu í fyrratovöld og mættust þá KR og SH. Svt> fóru leikar að KR vann 8:2. Nú er aðeins úrslita- leikudnn eftir í sundknaittleiks- mótinu og leitoa hann Ægir og Áimann í kvöld kl. 20 í Laug- ardalslauginni. 1 meistaraflokki kvenna vann Völsupgur KR 12:6, Víkingur vann Njarðvík 11:5, en leikur Fram og ÚlA fór ekki fraro og mun ÚlA hætt við þátttötou í mótinu. Goff Á hátíðarmótinu I goifi s.l. þriðjudag var keppt í drengja- flokki. Leiknar voru fyrri 18 holumar á fremri teignum á vcllinum, en í flokknum verð- ur leikið til úrslita í dag, svo og í 2. og 3. flokki karla og öldungaflokki, / Eftir þessar 18 holur í drengjaflctoki var Sigurður Thorarensen, Keili, beztur með 73 högg, sem er mjög athyglis- verður áranigur. Annar var Kristinn Bernburg, GR, með 79 högg. Þriðji Sigurður Sig- urðsson, GR, með 81 högg og fjórði Sigiurður Hafsteinsson, GR, 85 högg. Mikili áhugi var hjá strákunum í keppninni og þátttatoendur margir. Bftir keppnina í kvöld mun Gíslli Hailildórsson, forseti ÍSl afhenda verðfiaun fyrir fýrri fyrri hluta hátíðarmióts Golf- saimibandsins — flokikaikeppnina. 60. Islandsglíman verður háð í dag I kvöld verður Islands- glíman háð í íþróttahúsinu í Laugardal og hefst hún kl. 20,30. Er þetta í 60. sinn, sem Íslandsgiíman er háð, en verðfiaunin eru sem kunnugt er Grettis- beltíð, en handhafi þess nú er Sveinn Guðmunds- son HSH. Þá verða einn- ig veitt vcrðlaun fyrir feg- urðarglímu og er verð- launagripurinn gefínn af Þorsteini Kristjánssyni. AIls eru skráðir þátttakendur 15 og er það meiri pátttaka en verið hefur í Islandsglímunni síðan 1930, cn þá voru þeir 16. Meðal þátttakenda eru flestir helztu glímumenn landsins og þar á meðal glímukappi Islands frá síðustu íslandsglímu Sveinn Guðmundsson, sem þá keppti fyrir Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu, en keppir nú fyrir Glímufélagið Ármann og er eini keppandinn, sem Ármann sendir í Islandsglím- una. Héraðssamband S-Þingeyinga sendir tvo keppendur, þá bræð- uma Ingva Þ. Yngvason og Bjöm Yngvason, en hann er glímukappi Norðlendingafjórð- ungs. Héraðssambandið Skarphéð- inn sendir 4 þátttakendur. Það em þeir Skúli Steinsson og bræðumir Guðmundur, Haf- steinn og Sigurður Steindórs- synir, en Sigurður er nú glímu- kappi Sunnlendingafjórðungs. Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu sendir Sigur- þór Hjörleifsson, en hann er K.S.I. I.S.I. Knattspyrnuleikurinn Unglingalandsliðið — Danmörk (UNDIR 21 ÁRS) fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld, fimmtud. 9. júlí kl. 20.00. Dómari: Guðjón Finnbogason. — Línuverðir: Sveinn Kristjánsson og Þorvarður Björnsson. Verð aðgöngumiða: Stúka kr. 150,00; stæði kr. 100,00; barnamiðar kr. 50,00. Unglingalandsliðið gerði jafntefli við franska landsliðið. — Tekst þeim að sigra danska landsliðið? Knattspymusamband íslands. Íþróttahátíðarnefnd Í.S.Í. glímutoappi Vestlendingafjórð- ungs. KR sendir 4 keppendur, þar á meðal skjaldarhafann frá síð- usitu Skjaldarglímu Ármanns Sigtrygg Sigurðsson, og enn- fremur þá Jón Unndórsson, Ömar tJlfarsson og Rögnvald Ölaísson. ii j Frá Ungmennafélaginu Vík- verja verða þátttakendur þeir Hjálmur Sigurðsson, Ingvi Guð- mundsson og Sigurður Jónssoní 1 tilefni af þéssari 60. Is- landsglímu hefur Þorsteinn Kristjánsson landsþjálfari Glímusambandsins, gefið verð- launagrip til að keppa um í fegurðarglímu. Ringulreið á framkvæmd hátíðarmótsins í knattspyrnu Algert skipulagsleysi virðist ríkjandi í hátíðar- móti yngri flokkanna í knattspymu og engin leið að fá nein úrslit úr þeim leikjum sem fram hafa farið. Það er þó ef til vill ekki alvarlegast, heldur hitt, að Iiðum sem leika hafa átt saman hefur ver- ið stefnt sitt í hvora átt- ina í borginni og fyrir bragðið hefur orðið að fresta mörgum leikjum. eins hefur dómaravanda- málið komið berlega í Ijós, því að á fjölmarga leiki hefur vantað dómara og hefur orðið að fresta þeim oft á tíðum um allt að einn til tvo tíma. Þetta hátíðarmót yngri flokkanna er að vísu mjög stórt og yfirgripsmikið og eflaust nær ógerlegt að lialda það án þcss að ein- hver vandræði komi til. En að slíkt skipulagsleysi og verið hefur ríki er ó- afsakanlegt og þeim er sjá um framkvæmd þess til vanza. Héðan af verður þessu trauöla kippt í lag enda ekki nema þrír dag- ar eftir af íþróttahátíð- inni. — S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.