Þjóðviljinn - 09.07.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.07.1970, Blaðsíða 3
Fimimtadagur 9. júlí 1970 — Þ,TÓÐVTUTNN=v — • ÍSÉ&A J meöal annarra oröa Rúmenar sigla milli skers og báru, milli Moskvu og Pekingar, hér við málamidlun í Peking AÐ ER SIÐUR fréttastofn- ana á vesturlöndum að segja frá viðburðum s©m vit- að er að gerast muni áður en þeir hafa í rauninni orðið. Þetta á einkum við t.d. um ræður stjórnmálamanna, op- inberar tilkynningar og þess háttar, sem fréttastofnanir fá £ hendur áður en þær hafa verið fluttar eða birtair op- inberlega. Þetta er auðvitað gert til þess að flýta fyrir, en á vesiturlöndium er hraðinn fyrir öllu í fréttaflutningi; örfáar mínútur geta t.d. skipt meginmáli fyrir fréttastofur sem eiga í stöðugri samkeppni um viðskiptamenn. Þegar þetta gerist er jafnan tekið fram að viðkom'andi frétt sé „lokuð“, þ.e. birting hennar óleyfileg fyrr en eftir átoveð- inn tíma, þ.e. eftir að við- komandi ræða hefur veirið flutt eða opinber tilkynning birt. Á lön.gum stairfsferli mínum við erlendar fréttir hefur það hins vegar aldrei komið fyrir að sovézka frétta- stof'an TASS hafi baft þenn- an hátt ó; miklu firemur er það siður hennar að birta fréttiimar eftír að alheimur veit um þser, ef hún þegir þá etoki aiveg yfir þeim, svo sem átti sér stað um „leyniræðu“ Kxústjofs á 20. floktosþing- inu. Frá þessari reglu vék TASS-fréttastofian þó í fynra- kvöld. Þá birti hún frásögn af nýundirrituðum vináttu- sáttmála Sovétríkjanna og Rúmeníu sem enn hafði ekki verið birtur opinberlega og var tekið fram í NTB-skeyt- inu frá TASS að fréttin væri „lokuð til miðnæittis“. Sam- kvæmt þessari frásöign TASS höfðu ríkin skuldbundið sig til að veita hvort öðru hern- aðaraðstoð ef á annað yrði ráðizt og varð ekki af frá- sö'gninni ráðið að hin g’agn- kvæma hernaðaraðstoð væri bundin við nokkurt sérstakt landsvæði eða árásarríki. Samkvæmt þessu . ætti hinn nýi vináttusáttmáli að vera á sömu lund og sá sem Sovét- ríkin gerðu nýlega við hina hernumdu Tékkóslóvaikíu og enginn hefur efazt um að hið almenna orðalag þess sátt- mála ætti við hugsanlegt stríð milli Kina og Sovét- ríkjanna. ENDA ÞÓTT Þjóðviljanum hafi ekki borizt hinn nýi vin- áttusáttmáli Rúmeníu og Sov- étríkjanna þegar þetta er rit- að þykir undirrituðum nær víst að TASS-fréttin sé vís- vitandi röng og ætluð til að villa um fyrir fólki bæði í Sovétríkjunum og öðrum ríkj- um Austur-Evrópu sem þeim eru hóð. Þegair 15 ára afmæl- is Varsjárbandalagsiin'S var nýlega minnzt voru birtar greinar í öllum helztu mál- gö'gnum rúmenskra kommún- ista, þanniig bæði í „Lupta dia Clasa‘‘ (Stétt'abairáttan) og „Scinteia“ (Neistinn), þar sem færð voru óhrekjandi rölc fyirir því að sjálf ákvæði Varsjársáttmálans gerðu að- eins ráð fyrir gagnkvæmiri að- sloð aðildarríkjanna geign árás þýzkrar heimsvalda- stefnu í Evrópu og þóttust menn af öllum þessum grein- um og þeirri áherzlu sem sýnilega var löigð á þær geta lesið að sovézkir valdlhafar hefðu lagt fast að Rúmenum að setja sama ákvæði inn í „vináttusamninginn" nýja og var í þeim sem undirritaður vair í Prag, að Bresnéf flokks- ritara viiðstöddum, en eins og kunnu.gt er af frétitum taldii hann sig ekki ei-ga erindi til Búkarestax í fyrnadia’g. ÞVÍ ER ENDA haldið firam í Búkarest að hinn nýi vin- áttusamnmguir sé í öllum meginaitriðum samhljóða þeim sem rann út í febrúar 1968 eftir hefðbundinn 20 ára gdld- istíma. Þá þegar hafi endur- nýj'Un samningsins verið á dagskrá og samkomulaig orð- ið urn öll efnisatriði hans, aðeins eftir að ganga frá orðalaginu — sem að vísai getur verið mikilvægt, þegar júristar og diplómiatar eiga hlut að máli. En í Búkiarest eir fullyrt að engar bireyting- ar hafi verið gerðar frá fyrsta uppkasti siamningisins og þess vegn,a ekkt um að ræða að hin svonefnda „Bresnéf-kenn- ing“ setji auðkenni sitt á hann. Endia væri það mjöig í ósamræmi við aKa utanríkis- stefnu Rúmenia síðan 1964 að fallast á þá kenningu að ótil- greindir hagsmunir „hins sóeíalískia samfélags“ séu of- ar hagstmunum hverrar þjóð- ar sem valið hefur sósíalism- ann fyrir hagkerfi og í beinni mótsögn við allar yfirlýsingiar rúmenskra ráðamianna. Ceau- sescu forseti hefur aldrei tek- ið aftur þau ummæli sín að innrás V arsj árbiandalaigsríkj- anna fimm í Tékkó'Slóvakíu bafi verið „freklegt brot gegn fullveldi sósíalískrar bræðraþjóðar“ og að „ekkert gæti afsakað slíkt framferði“. Og bann hefuir varla haldið svo ræðu eða ritað grein síð- an að hann hafi ekki lagt meginóherzlu á sjálfstæði og íullveldi hverrar þjóðar og óskoraðan rétt hennar til að ráða sínum eigin málum — endia þótt bann hafi að sjálf- ,sögðu — og það reyndar einnig skömmu eftir innrás- in.a í Tékkóslóvakíu — við- urkennt samstöðu sósíalist- ísku ríkjianna á mörgum svið- uf, svo sem sameiginlega að- stoð þeirra við vietnömsku þjóðina. í ræðu sem Ceau- sescu hélt vegna 100 ára af- mælis Leníns lagði hann ríka áherzlu á fullveldi hverrair þjóðar og taldi það einmitt sérkenni okkiar tíma að fjöl- miargar þjóðir hefðu vaknað til vitundar um sérstöðu sína — „hefðu brotið af sér ný- lenduhlekkina og stofnað full- valda þjóðríki“. Áðuir hafðd hann sagt að því færi fjairri að „þjóðarhagur og alþjóða- hyggj a öreiganna væru mót- saignir, heldur mótuðust þau þvert á móti hvbrt af öðru“ og „Bresnéf-kenn,m'gunni“ (sem að visu er neitað í orði þótt fylgt sé í verki af vald- höfum Sovétríkjanna) svaraði hann fullum hálsi þegar hanr. komst svo að orði: ,,Ef reynt er, hverni-g svo sem á stend-u.r, að gera þjóðarhag og alþjóða- hyggju öreiganna að andsitæð- u-m hugtökum, þá er mólstað sósíialismans gerður hinn mesti ógreiði, ekki aðeins í viðkomandd landi, heldiur hvarvetna. Það er fráleiitt að tala um að þjóðarhaigur verði að vikja fyrir alþjóðahyggju öreiganna á sama hiátt og það nær engri átt að hialda þvi fram að al þj óðah yggj an skuli jafnan víkja fyrir þjóðarhags- miunum“. „Lupta da Clasa“, helzta fræðilega tímarit rúm- enska filokksins, birti í 3. hefti sínu í ár grein sem endurprentiuð hef.ur verið í þeim gö'gnum sem Rúmen.ar senda víða um heim um „Fullveldið — ófrávíkj'anleg'- ur réttur rikja í heiminum í diag“, eins og hún hét fullu nafni. Greinin sem er langt mál er samfelld gaignirýn; á þá kenningu að bagsmunir nokkurrar þjóðaheildar, sam- taka eða bandialaga, enda þótt þau byggi á sama • grunni og hafi sömu markmið, megi á nokkum hátt tatomarka fiull- veldj þeirra ríkj,a sem í þeim eru. Fullveldi hverrar þjóða.r sé algcrt og skipti þar heldur engu máli þjóðskipulag henn- ar eða hagkerfi; þær séu all- air jafnar hver gagnvart ann- arri í ölium sínum viðskipt- um stórar sem smáar, enda sé þetta staðfest í sáttmália Sameinuðu þjóðanna og reyndar öllu þeirna starfi. Til þess er reyndar vísiað að þá fyrst geti þjóð öðlazt fiull- komið sjálfstæði og fuMveldi þegar hún heíur losað siig af kliafa arðr>áns9kipulagsin,s sem í eðli sínu sé einmitt and- stætt þjóðlegu sjálfstæði. ÞAÐ SKORTIR EKKI tilvitn- anir í lærifeður mairx-lenín- ismans, enda af nógiu að taka. Minnt er á að Lenin hafi gagnrýnt það sjónamiið sem Búkbairin hafi hialdið firam eitt sinn að fráleitt væri að viðurkenna rétt þjóða tdl sjálfsákvörð'unar á þeirri for- sendu sem eftir honum er hö'fð að „þjóð er samband aiuðstéttar og öreiga“. Lenín hafi svarað því til að „sjálfs- ákvörðunarréttU'rinn væri sjálfsagður af því h-ann er í fullu samræmi við raunveru- leikann. . . Sérhver þjóð verður að fá að ráða sínum eigin málum og einmitt þetta mun auðvelda s.iálfsákvörðun ve,rklýðsins“. Einnig er minnt á að „þegar Engels gerði grein fyrir hvað fælist í fullveldi þjóðar og sjálfstæði þegar ár- ið 1892 sagði hann að raun- veruleg og einlæg samvinn.a þjóða kæmi ekki til greina nema hver þeirra réði að íullu sinum eigin málum heimafyri,r“. „En,gin þjóð get- ur verið frjáls sem undirok- ar aðra“, voru orð Karls Marx. í þessari grein er „Bresnéf-kenningin" einndg tætt í sundur og þá m.a. kom- izt svo að orði: „Það sama á við um fullveldd þjóða og önnur grundviallaira'triði lýð- ræðis eða meginatriði alþjóða- réttar. að það er ekki hægt að afgreiða það sem einung- is ímyndaðan „tilbúning“, sem „ó'hlutbundið“, „form- legt“, „þröngsýnislegt" af- brigði borgaralegrar laigasetn- ingar. Sóaíalistísku ríkin eru virkuir aðili í samskiptum þjóðanna, þau hafa samskipti og stefna að eðlilegu sam- bandi við öll önnur ríki ver- aldar og flest þeirra eru að- ilar að SÞ og öðirum sam- tökum sem setja sér alþjóð- leg markmið og byggja fyrst og fremst á meginreglunni um fullveldi og jafnrétti aUra þjóða ... Það er óhugsandi í heiminum sem skiptist í dag milli mismunandi þjóðh-ags- og stjóirnmálakerfa að hægt sé að takmarka meginreglur alþjóðalaga, þ.e. miða þær að- eins við samskipti innan á- kveðinna ríkjahópa“. ÞETTA HEFUR VERIÐ rak- ið hér til þess að sýna firam á að því fer fj arri að Rúm- enar hafi að noktoru leyti horfið firá þeirri sjálfstæðu uitaniríkisstefnu sem varð fyrst áberandi árið 1964, en er í rauninni meginiþáttuirinn í allri sögu þeirr,a síðustu aldir og áratugi. Þeiir hafa ævinlega hugsað fyrst og firemst um sjálfa sig og sina eigin þjóðarhagsmuni. Engir hafa verið fljótari að snúa við blaðinu ef það var ; þeirra eigin þágu en þeir, eða hver man ek,ki þegar þeir á örfá- um dögum síðsumars 1944 sögðu sig ú,r hernaðarbanda- laigi við Þjóðverja, sögðu þeim í staðinn stríð á hend- uir, leystu foringjia kommún- ista eins og Gheorghiu-Dej og fangelsisnaut han.s Ceausescu úr hald; og gerðu þá að ráð- herrum. (Þeir höfðu reyndar verið heldur ónýtir stríðs- menn í þágu Þjóðverja á austurvíigstöðvunium og er sú saig,a t.d. sögð og mun sönn að þeir hafi eitt sinn skipt á íallbyssum sínum við rauða herinn og fengið í staðinn hirað-genga vörufoíla sem giáitu fiuitt þá sem óðast burt firá vígvellinum í átt til síns heima). Ástæðan til þess að sj áifstæðishvötin er svo rík meðal Rúmena er sjálfsagt ekki sízt einangrun þeirra sem þjóðar rómanskrair ætt- ar sem er ein sér innan um fj'arskylda eða óskyldia Slava o-g Madijia-ra. Hryllilegf. fram- ferði kós'akkasveita rússnesku keisarannia á síðustu öld Rúmenía nefndist þa, stuld- uir Bessarabíu. rúmensks l'ands sem enn hefur ekki ver- ið skilað aftur, varð þeim Marx og Engels tilefni mik- illa fordæmingarskrifa í „New York Tribune" sem Karl Marx var aðalfréttaritari fyrir í Evrópu í áratug og helzta tekjulind fyrir utan góðgerðir Engels. Rúmenar tóku þessi skrif saman fyrir nokkrum árum og gáfu út í bæklingi í Stói-u upplagi sem seldist upp á augabragði. Þau skrif hafa sjálfsagt verið Htin hornauga af valdamönnum i Kreml, en þeim var erfitt um svör — Marx og Engels eru þeim jafnvel enn erfiðari viður- ei'gnar en þeir voru samtíma- mönnum sínum. EN SJÁLFSTÆÐIÐ verður aldrei byggt á óskhyggju og sjálfstæðishvötin ein hefði dugað Rúmenum skammt í viðureigninni við núverandi valdlhafa í Kreml, ef þeir hefðu etoki gætt þess annars vegar að fara aó öllu með gát í breytingum á skipulag- inu heima fyrir og hins vegar tekizt að ná einstæðum afrek- um í efnahagsmálum. Völd flokksins hafa jafnvel verið efld, en þó veitt aukið frjáls- ræði á ýmsum sviðum, þótt haft sé fyrir satt að lubbar á karímönnum og stutt pils á kvenfólki séu ekki í háveg- um höfð svo tvö dæmi um vestrænt firelsi séu nefnd. Ekkert hefur verið dregið úr fordæmingunni á stalínism- anum og jafnvel Cheorgihiu- Dej sem var lærifaðir Ceaus- escu í tukthúsinu og batahjarl hans síðan var ek'ki hlíft. Rúmenar hafa siglt milli skers og bára og tekizt sigl- ingin frábærlega. Nú fyrir skömmu (13. júní) var þannig komizt að orði í „Le Monde“ að „framfarimar í sumum undirstöðugreinum atvinnu- lífsins hafa í raun réttri verið stórkostlegar. Frá 1938—1969 hefur rafmagnsframleiðslan aukizt úr rétt rúmlega milj- arði kílóvattstunda í 31 miiljarð og 500 miljónir kvst., jarðgass úr 2 í 19 mi'ljarða teningsmetra, kola úr 2.800.000 1 19 miljón lestir. Stálfram- leiðslan nam á síðasta ári 5,5 miljónum lesta og gert er ráð fyrir að hún verði 10 miljónir lesta 1975“. Þá er það ekki talið skipta minna máli að á ýmsurn siviðum hafi Rúmenar reynt nýjar leiðir í framleiðslunni með því að setja á stofn sérstak- lega fullkomin iðjuver af nýju tagi og jafnframt sé lögð si- vaxandi áherzla á gæði vör- unnar, en, ekki magn fram- leiðslunnar eitt saman. Hvergi í Austur-Evrópu hefiur fram- leiðslan aukizt hraðar en í Rúmeníu, um nær 17 prósent árið 1960. Hlutfallsaukningin hefur af skiljanlegum ástæð- um lækkað síðan, en nam þó að jafnaði 11,4 af hundraði á árafoilinu 1959—65 og var 10,9 'af hundraði síðasta ár. Marg- ar þjóðir gætu vel við slíka aukningu unað — og það ekki aðeins háþróuð auðvaldsríki, — svo sem Bandaríkin þar sem framleiðslan hefur nú s,vo að segja staðið í stað í hálft annað ár. Ein þeirra leiða sem Rúmenar hafa farið í því skyni að auka og bæta framleiðslu sína er . að auka viðskiptin við hin háþróuðu iðnaðarríki vestursins, m. a. í því skyni að kaupa af þeim framleiðsluleyfi og tækninýj- ungar. Viðskiptin við Sovét- ríkin nema nú 28 prósentu.m af heildarviðskiptunum, skipta þannig verulegu máli, en geta þó varla talizt ráða úrslitum um afikomu utanrikisviðsikipt- anna, jaínvel ekki eftir ný- gerðan verzlunarsamning sem gerir ráð fyrir aillmikilli aukn- ingu viðskiptanna, sem báðir munu telja sig hagnast á. I þeim samning; er m.a. ráð- gert að Sovétríkin komi u.pp kjamorkuveri í Rúmeníu, en Rúmenar hafa einnig leitað eftir samningum á vestur- löndum um smíði kjamorku- vers, og þá fyrst og fremst í Bandarikjunum. ÞAÐ VERÐUR tæplega svo minnzt á Rúmena og afstödu þeirra til Sovétríkjanna sem nú hefur verið skjalfest með vináttusamningnum að ekki sé rætt um sérstöðu þeirra í deilu Sovétríkjanna og Kína. Sú deila varð reyndar fyrst opinská eftir orðaskgk Rússa og Kínverja á flokks- þingi í Búkarest, en alla tíð síðan hafa Rúmenar . reynt að venju að fara bil beggja, forð- ast fjandskap við báða og eftir mætti reynt að miðla málum. 1 því má svo virðast sem þeir hafi ekki haft erindi sem erfiði, en þó kann svo að fara þegar öll gögn koma í Ijós að iséttatilraunir þeirra hafi bbrið meiri árangur en 1 svipinn má virðast. Ekki er liðinn nema réttur mánuð- ur síðan hið mesta lof var borið á Rúmena i Peking fyrir hina sjálfstæðu utan- ríteisistefnu þeirra. Það var i tilelfni heimsóknar Emils Bödnaras, sem löngum var talinn sérsitakt „handbendi“ Rússa í rúmenska floldcnum, einn af elztu og traustustu leiðtogum flokksins, nú vara- forseti. 1 veizlu sem honum var haldin komst gestgjafinn Kang Séng, einn helzti ráða- maður Kína nú, m. a. svo að orði að Kínverjar „styddu af fyllsta mætti rúmensku þjóðina í réttlátri barattu hennar gegn yfirgangi og er- lendri íhlutun, fyrir vemd sjáifstæðis og fuilveldis“. Hann bætti við að Rúmenar hefðu „af festu barizt gegn íhluitun, afskiptum, undirróðri og yfirgangi framandi aðila. Þeir sem halda fram og fylg.ia kenningunni um „takmarkað sjólfstæði“ þjóða hafa beðið hvern ósigurinn af öðram. Kínverska þjóðin déist að ósveigjanlegum byltingarhug rúmensku þjódarinnar". Þegar þessi Drð vora mælt, var það að sögn „Le Monde“ á flestra vitorði — og þá áreiðanlega Kínverja — að vináttusamn- ingur Rúmena og Sovétrikj- anna myndi undirritaður al-. veg á næstunni. Af. kurteisi sem þarf ekki endilega að hafa verið vegna rómaðrar kínverskrar hefðar nefndi Kang Séng Sovétríkin aldrei á nafn. ÁÐUR EN SKILIÐ verður .við þetta mál verður að lúta tvær stuttar en eigi að síður mik- ilvægar athugasemdir fylgja: Fyrst þá að reyn.sla Rúmena sannar að grannurinn undir blakkamyndunum stórveld- anna er morknaður sundur (því mætti aðeins skjóta hér . að þeir Ceausescu og Maurer forisætisróðherra era nýkomn- ir úr heimsókn til Fi'akklands sem haldið hefur stetfnu de Gaulle óbreyttri undir stjóm Pompidous), og svo þá að þrátt fyrir allan sinn herstyrk mega stórveldin sín lítils gegn smá- þjóðum sem þekkja sinn vitj- unartíma, gera sér fulla grein fyrir gildi eínu í samfélaigi þjóðanna og vita að því er bezt borgið ef þær ráða sér einar án erlendrar íh'lutu.nar. Þetta er reyndar sama kenn- ingin og Dbbinn af hinum er- lendu leppum á íslandi auk margra æriegra Islendinga nlýddi á af vörum Fulbrights, formanns utanríkismálanefnd- ar öldungadeildar Bandaríkja- þings, þegar hann var hér á ferð fyrir nokkrum áram. ás. Bresnéf flokksritari hlýðir þungur á brún á mál Ceauseseus

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.