Þjóðviljinn - 14.07.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.07.1970, Blaðsíða 10
10 — ÞJÓÐVILJTNN — Þriðjudagur 14. júni 1970 JYTTE LYNGBIRK Tveir dagar r i nóvember (Ástarsaga) 14 manasaugu, því að hann horfði bara en varð fyrir engum áhrif- um. Hann gat tekið við áhrifium og sagt við sjálfan sig að þetta væri fellegt, þvi að hann hafði heyrt áður að þetta væri fallegt og einu sinni hafði það verið fallegt, en það snerti hann eklci á nokk- um hátt. Það átti að lifa lífinu eins og Biaður væri nýkominn út úr jarðgöngum og sæi allt í ljósi eftir myrkur, sæi jörðina eins og i fyrsta sinn. Þetta hafði ein- íiver sagt einhvern tíma og hann hafði átlitið það rétt, þannig vildi hann lifa lífinu, vera svo ferskur og opinn fyrir dögunum og öMu í kringum sig, að það væri eins og hann væri nýkom- inn upp úr jarðgöngum. En hann varð ekki fyrir nein- um heillandi áhrifum, hann tók eftir birtunni, sem kom á eftir myrkrinu, hann tók eftir þvf þegar myrkrið kom á ný og kveikti ljósin. Hann var eins og lifandi lík, sem beitti augum og ^ ixétf EFNI SMÁVÖRUR \ TÍZKUHNAPPAR HARGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Simi 42240. Hárgreiðsla — Snyrtingar. Snyrtivörur. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 III. hæð (lyfta) Sími 24-6-lG. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68. höndum af skynsemi, líktist manni og gerði það sem til þurfti til að líta út eins og maður Varð hann að sætta sig við skilyrðin, gæti hann afborið að lifa á þennan hátt? Myndi kald- hæðnin sem talaði biturlega til hans innanúr dimmu hugarskoti, þagna einhvern daginn og hann geta gleymt því, að hann hefði glatað einhverju og farið að halda að hann lifði í raun og veru? Hið dýpsta og æðsta var num- ið burt í þessu kæruleysi, sem framkvæmdi aðeins athafnir en fann ekki til. Það sem hefði getað orðið að ljóðum og ást, að hiáfningu á lífinu og harmi sem gaf lífinu dýpt, — það var horfið. Og ef kaldhæðnin hyrfi líka, þá var trúlega hægt að glevma því að nokkuð annað hefði fyrirfundizt hjá manni en þessi kalda striðnun, þetta tóm. Haldið vörð um h.iartað er ég gaf ykkur. jafnt í blíðu og stríðu, sagði Nis Petersen ein- hvers staðar í ljóði. Þið fenguð það tandurbreint eins og ný- borna stjörnu á náttbláum.himni, ég krefst þess aðeins að fá það hreint til baka, er við hitt- umst alftur. Hreint? Kaldhæðnin átti sterk vopn gegn kæruleysinu. Hún átti allt það. sem hann hafði fundið til gleði eða sársauka yfir, hún átti öll þau orð sem áður höfðu skipt máli, hún átti kafla úr tónlist sem honum hafði þótt vænt um, fjöllin og sólina og stöðuvatnið þama niðri. Hún benti honum ó allt þetta. en hann vildi ekki veita því við- töku, því að hann vildi ekki hafa svo mikið lífsmark, að hann fyndi til fulis hve hræðilegt það var að geta ekki verið hjá henni framar. Og þvf varð hann að fórna öllu hinu og láta sér nægja að verja þær leifar, sem þá voru eftir. Þannig varð það að vera, fyrst þau gátu ekki verið saman. Þannig, naumast með lífs- marki, átti hann að hitta móð- ur sína í kvöld. Og það var auðveldara á þann hátt. Hann hafði kviðið fyrir því að hitta hana, hafði ekki viljað gera sér upp þær tilfinningar eða þann tómleika. sem myndi gagntaka hann, nú þurfti hann ekkert að óttast eða gera sér neitt upp. Sinnuleysið hafði tæmt hann af öllu nema því sem þurfti til að aka bílnum eftir veginum. Hann ætlaði að aka til Luig- ano f kvöld, hann ætilaði að tala við þessa ókunnugu móð- ur, og bað skipti engu máii. Hann ók yfir fjöllin, gegnum borgimar og skógana og það skipti ekki máli. Það var giald- ið sem hann varð að greiða. Og hæðnisleg röddin í huga hans spurði full beiskju: Gjald fyrir hvað? Er nakkuð eftir : þér sem er gjaldsins virði? Þegar fór að birta, sá hún að allt var hrímað. Morgunninn var alveg lygn, engin góla og hjólið rann mjúklega yfir hvíta jörðina sem glitraði allt í kring- um hana. Hún slökkti á Ijósinu Dg sá birtuna f öllu, í hrím- inu á greinunum, hvíturn síma- vírunum, þökunum og grasinu sem leyndi lit sínum undir hvítiu, glitrandi hríminu. Hún mætti fóiki á leið I vinnu, en ekki mörgu. Hún var komin út fyrir borgina og um- hverfis hana voru ýmist akrar eða raðhúsahverfi, splunkuný, ó- girt eða með nýplöntuðum, gisn- um limgerðum milli blettanna. Hún hafði hjólað hratt til að komast út úr borginni, áður en bún fylltist af fólki, sem hún kærði sig ekki um að sjá. Nú var hún komin svo nærri skóg- inum að hún sá hann fram- undan eins og dökka breiðu, og hún fór að hjóla hægar, því að það var öþarfi að flýta sér. Hún myndi komast yfir það sem hún ætlaði sér og hún vissi ekki hvað var. Það beið eftir henni þama í skóginum, sem var ekki dimmur eins og hún hafði hald- ið úr fjarska, heldur næstium hvítur af hrími. Þegar hún kom að sikógarjaðr- inum. hjólaði hún ofurhægt. Þau höfðu farið saman út í skóg á haustdegi. Það var eiginlega fyrsta sameiginlega reynsia þeirra Þau höfðu hitzt á kvöld- námskeiði, þar sem verið var að segja frá nútímaleikhúsi, og þau höfðu brosað hikandi hvort til annairs nokkirum sinnum, þangað til hann spurði hana eitt kvöldið hvort hún vildi korna með honum í hjólatúr út í skóg næsta laugardag. Og þau höfðu gengið um skóg- inn, milli trjánna, sem nú voru nakin og ber með svargrænum stofnum og hvítum kvistum uppi í birtunni. Þá höfðu verið blöð á trjánum og laufið var að byrja að fá á sig gulan og brún- an lit. Á einum stað höfðu þau gengið gegnum gula hvelfingu af þéttum, meðalháum trjám sem sólin uppljómaði. Þau höfðu gengið um og talað saman, hlið við hlið, dálítið feimin og án þess að snerta hvort annað. Hann hafði sagt henni frá stúdents- prófinu sínu, frá föðurnum og vinnunni, sem hann var nýbyrj- aður í Pg fék’k nægileg laun til að geta séð fyrir sér sjálfur. Hann hafði sagt henni frá her- berginu sínu og bílnum. sem hann var að spara fyrir, og hún hafði dáðst að honum, vegna þess að hann var fuljorðinn og óháður, en sjálf var hún enn í skóla og háð heimili sínu og hana var ekki einu sinni farið að langa í frelsi. Hann hafði líka talað um að hann ætlaði einhvern tiíma að verða kennari En ekki strax, það gæti beðið. Hann vildi kynn- ast eimhverju öðru en skólum og kennslustiofum. Það var margt sem hann vildi lcynnast. Til að mynda henni. Hún hafði kropið svo skemmtilega kvöldið þegar hún þurfti að skrifa eitt- hvað neðst á tiöfluna. Þá hafði hann fyrst tekið eftir henni, svona í alvöru. Hún hafði gert þetta án þess að hi'ka og það hafði verið svo gaman að sjá hana liggja þarrta á hnjánum í rauðu sokkunum sínum. Og svo hafði hann samt sem áður tekið um hönd hennar, þau höfðu gengið áfram Og leiðzt þar til þau komu að hjólunum. Á heimleiðinni hafði hann gripið um hönd hennar, sem hvíldi á stýrinu, og þegar þau þurlftu að hjóla upp í móti færði hann höndina á bakið á henni og ýtti á hana. Þegar þau komu inn í borg- ina hefði hann spurt hvort hún vildi drekka með honum te á kaffibar, og hún hafði sagzt vilja það, en þá gætu þau eins hjól- að heim til hennar og drukkið te þar. Og það höfðu þau gert og móðir hennar hafði verið nýbúin að baka hveitibrauð, sem þau höfðu borðað býsnin öll af og foreldrar hennar höfðu brosað til þeirra og allt hafði byrjað. Hún hafði stillt hjólinu upp við tré og stóð á lítilli trébrú yfir dáiítinn læk. Hún stóð þama í kyrrðinni, innaní höfði hennar var ómur aif trjánum og ár- niðnum; hún mundi þetta allt saman svo greinilega. Hún hafði tekið vettlinginn af annarri hendinni og krotað fáein strik í hrímið á svörtiu handriðinu á brúnni. Loks lagði hún lófann yfir merkin, stóð kyrr þar til henni var orðið kalt á hend- inni og ekki var annað eftir en dökkur bráðinn blettur, þar sem merkin höfðu áður verið. 1 krapprj beygju á leiðinni upp að St Gotthardskarðinu, fór að snjóa. Snjórinn var laus í sér og bráðnaði jafnóðum, en hann kom óvænt, því að skóg- arnir sem hann hafði farið um rétt áður, höfðu verið með haustsvip eins og heimia hjá honum fyrir mánuði. En nú var farið að snjóa og ósjálfrátt hafði hönd hahs sett rúðuþurrkumar af stað og um leið áttaði hann sig á skilti sem hann hafði ekið framhjá fyrir nokkru en ekki skilið. Þeir sem ætluðu að aka yfir skarðið, þurftu að hafa snjókeðjur á bílunum. En hann hafðd engar keðjur og hélt gegnum snjóinn, sem var ekki annað en smáhryðja og þegar að baki og sóiin skein á ný. Vegurinn hlykkjaðist meðfram bergiveggnum sem var sprengdur inn í eða steyptur utaná og á hina hönd voru svimandi, ó- endanleg hyldýpi. Allt í einu fór bíllinn að renna, hægt og óviðráðanlega. Hann stanzaði þversum á veg- inum og nú fyrst tók hann eftir ísingunni. Þegar hann reyndi að komast lengra upp, kom hann ekki bílnum í gang. Hjólin spól- uðu á hálum veginum og hann rann enn nær brúninni. Hann sá í svip hvernig bíllinn hrap- aði fram alf brúninni, snúast niður að botninum sem var svo langt fyrir neðan hann, að hann sá hann ekki, þvi að það var þokubelti í milli. Minningarkoi » Slysavarnafélags rf • Krabbameinsfélags tslands íslands. 3 Barnaspítalasjóðs • Sigurðar Guðmunds- Hringsins sonar, skólameistara s Skálatúnsheimilisins ® Minningarsjóðs Árna «> Fjórðungssjúkrahússins Jónssonar kaupmanns Akureyri. • Hailgrímskirkju. 3 Helgu tvarsdóttur. • Borgarneskirkju. Vorsabæ. • Minningarsjóðs Steinars j Sálarrannsóknarfélags Richards Elíassonar. Islands. • Kapellusjóðs Jóns • S.t.B.S. Steingrímssonar o Styrktarfélags van- Kirkjubæjarklaustri. gefinna. • Akraneskirkju. o Maríu Jónsdóttur, • Seifosskirkju. fiugfreyju. • Blindravinafélags » Sjúkrahússjóðs Iðnaðar- íslands. mannafélagsins á Selfossi. Fást í MINNINGABÚÐINNI Laugavegi 56 — Sími 26725. □ SMURT BRAUÐ □ SNITTUR □ BRAUÐTERTUR BRAUÐHUSIÐ éNACK BAR Laugavegi 126, við Hlemmtorg. 817111 24631. (Sf með camnén camnen Carmen töfrar lagningu í hár yðar á 10 mínútum. Hárið verðurfrísklegra og lagningin helzt betur með Carmen. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. _ _ Klapparstíg 26, sími 19800, Rvk. búðin og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630. P iiH!i!!!iiiiiiiiIIiill!iiiiiHIII!Iii!líl!iIi!iiii!iIj!iii!!í;!!!!!!!íHi!!l!{|iilH!!!!!li!!llI!!i!l!!!ilil!ll!!!l!!!!!!!!lHll!!l!H!HIHI HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS- BRAUT 1» * SÍMI 83570 ÍSiiifÍÍÍiiÍSISTfÍnÍSÍÍnTITnTlíitrnijijiiuínfjr^mniÍHnninníniiifinifnlnHfnil^í- BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. MOTORSTILLINGAR HJÖLASTILLINGAR LJÚSASTILLINGAR LátiS stilla í tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 Dömusíðbuxur - Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur O.L. Laugavegi 71 — sími 20141. SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stserðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. V AR AHLUT AÞ J ÓNUST A. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVELAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 - Sími 33069

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.