Þjóðviljinn - 15.07.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.07.1970, Blaðsíða 3
Miðv®ni3ag!ur 15. júlí 1970 — ÞJÓÐVELJl.NIí — SÍÐA 3 <í>-------------------------------- Verða viðstaddir útförina meðal annarra oröa frá Kambodju eftir hið hrapallega glappaskot Nixons forseta S/eg/ð / sólskininu i gœr Það viðraði sannarlega til þess að slá í gær hér í nágrenni Reykjavíkur. Þessi mynd var tekin í Fossvoginum skömmu fyrir hádegið og ekki er útlit fyrir að það hey sem þá var slegið þurfi að hrekjast Iengi. Vonandi verður nægur þurrkur síðar í sumar þegar sláttur hefst almcnnt, því enn eru það frek- ar fáir bændur, sem famir eru að slá, cnda sprctta víða mis- jöfn. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Stærsta skip Frarnhald af 1. síðu. ir farþeganna í ferðina og siðan átti skipið að halda utan kl. 10 í gærkvöld. Regina Maris hefur, komið hingað undanfarin f.jögíir sumur en heimahöfn skipsins er Lúbeck í Þýzkalandi. Þetta er fyrsta ferðin hingað í ár. Önnur „norðursjávarsigling“ er fyrirhuguð í sumar og kemur Regina Maris hingað aftur 31. júlí. Hafnarverkfall Framhald af 1. síðu. talsins og mun aðeins tæpur helmingur þeirra hafa unnið og þá margir með hangandi hendi. Alger ringulreið ríkiti í Lond- on og öðrum höfnum laindsins vegna vinnustöðvunarinnar. í London mættu aðeins 7.000 alf 17.000 hafnarverkamönnum til vinnu, en jafnvel þeir sem mættu gátu ekiki unnið verk sír vegna fjarvistar aðstoðar- manna sinna 1 Liverpool mættu aðeins 953 menn til vinnu af tæpum 8.000 sem þar vinna að jafnaði við höfnina. Svipaðar sögur var að segja frí öllum helztu hafnarborgum í Bretlandi. Þannig lögðu 2.500 hafnarverkamenn niður vinnu í Glasgow og 1.700 í Southampton og jafnvel þar sem færri lögðu niður vinnu mátti heita að hafnimar væru í lamasessi. Eftirtaldir erlendir aðilar eru væntanlegir til Reykjavíkur til að vera viðstaddir útför dr. Bjarna Bcnediktssonar, frú Sig- ríðar Björnsdóttur Og dótturson- ar þeirra: Frá Noregi: Per Borten, forsætis- ráðherra, og kona hans, Frá Danmörku: Knud Thestrup, dómsmál airáðhesrra, Frá Svfþjóð: Sven-Eric Nilsson, settur forsætisráðherra, Frá Færeyjum: Kristján Djur- huus, lögimaður, Frá Þý'zkalandi: Hans Heinrich Herwarth von Bittenfeld, fyrr- verandi ráðuneytisstjóri, Frá Finnlandi: Pentti Suomela, ambassador, Frá Luxemiborg: A.J. Cflasen, ambassador, Fró Beigíu: Léon A. Van den Berghe, ambassador, Frá Hollandi: R.H. van Limþurg Stirum, fyrsti senddráðsritari. Framkvæmdastjöri Sameinuðu þjóðanna hefur falið Ivari Guð- mundssyni að vera sérstakur fuR- trúi sinn. Bnnfremur eru væntanlegir sér- stakir fulltrúar Bandaríkjastjóm- ar, en nöfn þeirra hafa edgi ver- ið kunngerð enn. Til viðbótar þeim samúðar- kveðjum, sem þegar hefur verið skýrt frá, til forseta IslandS, rík- isstjómar og bama Sigríðar Bjömsdóttur og Bjama Bene- diktssonar, hafa borízt kveðjur frá eftirgreinduim aöiium: Roberto Marcelo Levingston, FramihaHd a£ 1. síðu. saman í Húsavík og ekið í fylk- ingu til Akureyrar. Með þessum mótmæiaaðgerðum viljum við vekja aithygli á kröf- um okikar og viljum sýna baráttu okfcar í verkii á áhrifamikinn hátt. Því er oft haldið fram að það séu aðeins fáeinir menn sem eru að mótmœfla ráðagerðunum uim að sökkva Laxárdal, en við vitum betur og álítum að við hötf- um mikinn hluta þjóðarinnar mieð okkur í þessu máli. Hér em í húfi náttúruverðmœti sem ekki em tiíl annars staðar. Auk þess forseta Argentmu. Mohammad Keza Pahlavi, keisara írans. Frá forsætisráðherrum: Austuríkis Kanada Sovétríkjanna Þýzka alþýðulýðveldisins. Frá utaniriikisiráðheri*um: Bretlands Kanada Tyrklands Argentínu Frá aimbassadoruim: Flnniands Kanada Sovétrikj anna Bretlands Bandaríkjanna Sviss Júgóslavíu írlands, sem og fulltnia pófa- stóls á Norðurföndum. Frá ýmsurn yfirh erforingi utn A tlan zh afsband al agsins, _ yfir- manni varnarfiðsins, á., ísiandi. og fyrrverandi yfirmönnum vamar- liðsins. Fró ræðismönnulmi Islands í Sao Paulo og Gautaborg. Frá Fólaigi kjörræðisimanna er- lendra rfkja á íslandi. Frá Þjóðræknisfél. íslendinga í Vesturheimi og Sunsum sam- tökum Vestur-Isflendinga. Nýjar samúðarkiveðjur frá fjöl- mörgum aðiluim, bæði erlendum og hér á landi, eru stöðugt að berast. (Fréttatilkynning frá ríkis- er virkjunin alls ekki hagkvæm eins og hún er hugsuð. Þetta get- um við rökstutt og höfum gert svo ástæðulaust er að endurtaka það. — Þetta verður þá bændaför. svipuð þeirri er sunnlenzkir bændur fóru ríðandi til Reykja- víkur 1905 að mótmæla ritsím- ainum, nema þið farið á jeppum' — Alls ekiki, þetta er ekki nýtt símamál. Við viljum ekki standa gegn fraimförum — heldur hið gaignstæða. Þessar fyrirhuguðu framkvæmdir eru alls ekki hag- kvæmair og vantar mikið á und- irbúningsrannsáknir. Það er í rauninni fáheyrt fjármólahneyksili að leggja út í þetta eins og það er hugsað. og alf þessu leiðir eyðileggiingu óbætanlegra nátt- úruauðæva. Við hefðum ekki sett okkur á mióti rennshsvirkjun sem mætti gera á hagkvaaman hátt og hefði ekiki eyðileggingu í för með sér. Með þessum framkvæmdum eins og stjóm Laxárvirkjunar hefur ákveðið er ver'ð að þrengja kosti svo margra bænda að ekki er forsvaranlegt, og hefur þetta víðtæk áhrif á allt svæðið hér við Laxá og Mývatn. Það er tví- mælalaust, sagði Hermóður, að við ætlum okkur ekki að láta eyðifleggja Laxá og Mývatn — þá gerist eithvað sögulegt áður en a£ því verður. Bandaríska herliðið heldur burt r IÞÁ ÞRJÁ áratugi sem bar- izt hefur verið í Indókína, fyrst eftir innrás Japana, síð- an gegn hinum franska ný- lenduher og loks gegn banda- ríska árásarhemum sem hóf bein afskipti sín af stríðinu i Vietnam þegar eftir Genfar- samningana 1954 og hefur haldið uppi tortímingarstríði gegn þjóðum Vietnams og Laos í meira en hálfan ára- tug — allan þennan tíma tókst Kmerum, íbúum Kam- bodju. að búa við frið, a.m.k. ao mestu leyti. En nú er stríð í algleymingi í landinu, harð- ir bairdagar háðir um landið allt og þó einkum í nágrenni við höfuðborgina sem frétta- menn telja að falla muni í hendur þjóðfrelsáshernum inn- an skamms. BANDARÍKJAMENN réðust inn í Kambodju undir því yf- irskini að þeir ætluðu að friða landið og eyða „grið- löndum" þeim og „aðalbæki- stöðvum" sem þeir sögðu að þjóðfrelsisher Suður-Viel' nairns .þefði, þpr. .Bækistöðv- arnar fundust aldirei hve vel sem leitað var og „griðlönd“ vietnömsku frelsishreyfingar- innar taka nú yfir alla Kam- bodju eftir að þjóðfrelsis- hreyfingar allra landa Indó- kína sömdu um að samræma allar aðgerðir sinar i sjálf- stæðisbaráttunni gegn hinum bandaríska árásarher, mála- liðum og leppum hans. INNRÁS BANDARÍKJAHERS í Kambodju var ekki einung- is freklegt brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna og reyndar öllum meginreglum sem siðaðar þjóðir telja sjálf- sagt að beita í samskiptum við aðrar þjóðir. heldur var hún fáránlegt glappaskot og hrapalleg mistök frá sjónar- hóli hinna bandarisku her- foringja og „stríðsfálka" sjálfra. Það er sama hvar um þetta mál er skrifað, alstað- ar er komizt að sömu niðúr- stöðu. Þessu til nokkurrar staðfestingair fer hér á eftir grein úr vesturþýzka tímarit- inu „Der Spiegel": „ÞAÐ VAR TEKIÐ á móti þeim sem sigursælum stríðs- hetjum að lokinni orustu með blómsveigum. lúðraþyt („When the saints come marching home“) og ísköld- um veigum sem girnilegar stúlkur úr hj úkrun arsveitum hersins báru þeim. Þó var það svo að bandarísku her- mennirnir sem síðastir fóru frá Kambodju í síðustu viku eftir að hafa sprengt \ loft upp bækistöðvar sínar sem þeir höfðu komið sér upp tveim mánuðum áður og sneru aftuir til kunnugri slóða í Suður-Vietnam höfðu enga ástæðu til að fagna unnum sigri. Þeir höfðu að vísu eytt 1 vopna- ’ og vistabirgðum kommúnista, og æðstj striðs- foringi þeirra, Richard M. Nixon forseti, veitti þeim þá viðurkenningu strax eftir brottförina frá Kambodju sem honum hafðj verið ljós þegar í upphafi Kambodju-ævintýr- isins. að herferðin hefði tek- izt með afbrigðum vel og „myndi auka líkur á réttlát- um friði“. EN FORSETINN var aleinn um þessa skoðun enda „býr hann í Disneylandi". eins og McGovern öldungadeildarmað- ur hefur komizt að orði í landi ímyndunar og tálvona. í stað friðar leiddi hin banda- ríska íhlutun í Kambodju til þess eins að magna striðið. Og þau orð forsetans að „við höfum eytt griðlöndunum í Kambodju" virtust töluð í al- geru óráði, því nú ráða kommúnistar ekki aðeins yfir héruðunum við landamærin heldur að heita má hverjum landskika i allri Kambodju. En eins og „New York Tim- es“ komst að orðj „vakti það fyrir forsetanum að láta sem hann hefði staðið við loforð sín eftir brottflutning herliðs- ins frá Kambodju“. Nixon hafði að vísu alls ekk; staðið við það loforð sitt að eyða hinum dulairfullu aðalbæki- stöðvum kommúnista i Kam- bodju — hermenn hans gátu ekki einu sinni haft upp á þeim. Hins vegar stóð hann reyndar við það loforð sitt að hafa flutt allt bandaríska herliðið burt frá Kambodju fyrir lok júnímánaðar og það kann að verða honum að gagni í kosningunum í haust. ENGU AÐ SÍÐUR fór Nixon mestu hrakfarir sínar á Bandaríkjaþingi eftir að hánn tók, við foirsetaembætti, ein- mitt daginn sem brottflutn- ingnum frá Kambodju lauk: Öldungadeildin samþykkti þá með 58 atkvæðum gegn 37 fordæmingu á innrásinni; í Kambodju og neitaði öllum nýjum fj árveitingum til frek- ari glæfra bandaríska hersins þair. En örlagaríkasta afleið- ingin af ævintýri Nixons í Kambodju er nú fyxst að koma í ljós: Með íhlutun sinni i konungsríkj Kmera stór- bætti hann einmitt aðstöðu þess ríkis sem öll stefna Bandaríkjanna í Suðaustur- Asíu eftir síðari heimsstyrj- öldina hefur verið miðuð við að halda i skefjum: Alþýðu- Kína“. — ás Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. Innrás Bandaríkjamanna og Saigonhers í Kambodju liefur fylkt enn betur saman öllum vinstri- sinnum þeirra þjóða sem Indókínaskaga byggja. Héldu fulltrúar þeirra fund í apríllok til að samræma aðgerðir sínar og fór liann fram á landamærum Kina, Laos og Víetnams. Hér sjást (frá vinstri) fulltrúar Kambodju, Síhanúk prins, Þjóðfrelsislireyfingar Laos, Súfanúvong prlns, Nguyen Huu Tho, forseti Þjóðfrelsishreyfingar Suður-Víetnams og Pham Van Dong, forsætis- ráðherra Norður-Víetnams, undirrita samþykkt ráðstefnunnar. — (Myndin er frá Hsinhua) sitjórninni). Mótmæla virkjunarráðagerðum s

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.