Þjóðviljinn - 15.07.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.07.1970, Blaðsíða 4
4 SfÐA — ÞJÓÐVELJINN — Miðvfkudagur 15. julí 1970. — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: • Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur). — Áskriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. A tvinnukúgun-skoBanakúgun A tvinnukúgun, skoðanakúgun — þetta eru ljót hugtök, og helzt vildu íslendingar, sem ekki vilja leggja orðin skoðanafrelsi og lýðræði við hégóma, hugsa sér að hvorugt geti gerzt á íslandi. í þróuðum auðvaldsríkjum svo sem Bandaríkj- unum, er samtenging atvinnukúgunar og skoðana- kúgunar se'tt í fast kerfi. Atvinnurekendum er það fyrsta boðorð, að enginn „kommúnisti" fái at- vinnu. Að vísu þurfa menn ekki að vera mjög „rauðir“ í Bandaríkjunum til að fá á síg komm- únistaeinkunn. Kommúnistasefasýkin í Bandaríkj- unum er fordæmd af mörguim beztu andans mönn- um vestan hafs og 'falin baka Ðandaríkjunum meiri álitshnekki í siðmenntaðri löndum en flest annað, þó víða sé pottur brotinn. því er nú minnzt á þessar alkunnu staðreyndir að fyrirtæki hér á landi sem ekkert ættu að eiga skylt við stjórnmál, eru farin. að. r^yna. að fram- kvæma samtengda atyinnukúgun og skoðanakúg- un í vali starfsmanna sinna. Það vantar svo sem ekki að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn (HrifÍUrJónas) hafi.réýnt að noífæra sér í innan- landsstjómmálabaráttu bergmál af bandarísku aðferðinni, að kalla andstæðinga sína „kommún- ista“, og reyna að útiloka þá frá vinnu. Hins veg- ar hafa íslendingar á'tf bágt með að taka þetta alvarlega, minnugir þess að imeira að segja Jónas frá Hriflu og Hermann Jónasson, Jón Baldvinsson og Haraldur Guðmundsson og líklega flestir stjórn- málamenn til vinstri við íhaldið væru einhvern tíma kallaðir kommúnistar, svo allerfitt yrði að draga markalínu. Sæki menn um venjulegt starf hjá þessum óís- lenzku fyrirtækjum hefst yfirheyrsla um hina furðulegustu hluti, um einkalíf manna, um fjár- hagsmál þeirra, hvort þeir búi í leiguhúsnæði eða hvorf þeir eigi íbúð, hvort þeir eigi börn og þá hve mörg, og annað á þá leið. Maður var ný- lega spurður við slíka yfirheyrslu hvort hann væri „kommúnisti“. Hann kvaðst ekki vera neins staðar flokksbundinn í stjórnmálum. Það var ekki nóg svar, hugarfarið væri það sem gilti. Uimsækjand- anum blöskraði sem vonlegt var. Þeim íslending- um sem orðnir eru svo gegnsósaðir af bandarísk- um hugmyndum um atvinnukúgun og skoðana- kúgun og spyrlinum þarna væri hollt að minnast þess, að á íslandi ríkir skoðanafrelsi. Þeir sem verða fyrir slíkum árásum á skoðana- frelsið ættu að tilkynna það opinberlega og birta í blöðum. Fyrirtæki sem uppvís verða að slíku framferði ættu raunar ekki að hafa leyfi til að starfa á íslandi. Séu að verða algengar til- raunir auðfyrirtækja og leppa erlendra að innleiða hér bandarískar aðferðir um skoðanakúgun og at- vinnukúgun þarf að taka þau fyrirtæki sérstak- lega til bæna, og jafnvel setja sérstök lagaákvæði þar sem þungar refsingar yrðu lagðar við skipu- legri atvinnukúgun. — s. í forsælu allsherjar vinnudeilusjóðs — Vísubotn eða upphaf vísu — Stjórnarráðs- bygging og arkitektar í Reykjavík. VIÐ BIRTUM hér í Póstin- um í dag fjögur bréf, sem af ýmsu tilefnl eru skrifuð. Pyrst eru hugleiðingar Guð- mundar Ásgeirssonar vegna verkfallsins í suimar og til- laga hans um stbfnun alls- herjar vinnudeilusjóðs Al- þýðusambandsins. Þá er bréf Baldurs Steingrímssonar um gamla vísu sem áður hefur verið til umraeðu hér í Bæj- arpóstinum. BBk. lætur til sín heyra um deilumál og hefur uppi stóryrði um ís- lenzka arkitekta. Loks fjallar almennur borgari um sal- emavandamál á aðalbiðstöð SVR og viðar í borginni: í FORSÆLUNNI nefnir Guð- mundur Ásgeirsson grein sína, sem fer hér á eftir: Fimmtudaginn 9. júlí hdtti ég í strætisvagni sárreiðan verkamann, sem sagðist vinna hjá Rafveitunni Honum sagðist svo frá af miklum skapþunga: „Nú eru þeir búnir að skipa okkur í frí og réttur háffiur mánuður liðinn síðan við komum útúr 24 daga verkfalli. EJkki eýrir til. Qr- lofspeningamir átust upp í verkfallinu. Við fórum fram á það að fresta sumarfríinu fram til 15. ágúst, en ekki við það komandi. Það er eins og allir keppist við að troða niður af okkur skóinn, ófag- lærða verkafólkinu. Ég á heima í 48 íbúða blokk, innan um skrifstofu- og verzlunarfólk. Við vorum bara tveir, sem sátum heima , í verkfalli, hitt skreið allt úr í vinnu og hirti svo afrakst- urinn af verkfallinu, þegar því var lokið“ Þannig mæltist hinum skap- þunga verkamanni og er ekki að undra þótt hann væri beiskyrtur nokkuð. Hérmætti ýmsu við bæta, þar á meðal því siðleysi, sem stakk upp kollinum við þessa síðustu samninga, að inn ruddust fé- lög á samningsvettvanginn, sem ekki voru í neinu verk- falli. Það vekur manni óhuig, ef slíkt háttalag á nú að fara tíðkast í auknum mæli í framtíðinni, enda minnir það helzt á framferði þeirra dýra, sem halda sig einkum í slóð- um Ijóna. Ár eftir ár áratug eftirára- tug, hvílir verkfaUsþunginn alltaf á sömu fjölskyldunum hér í Reykjavík og víðar. Þessu verður að breyta. Það hefur flögrað að mér súhugs- un hvort ekki mætti stofna einn aUsherjar vinnudeilu- sjóð Alþýðusambandsins með þvi að taka hálft % af kaupi hvers manns, sem í þvi er. Það myndi nema 21 kr. á viku, miðað við 5. taxta Dagsbrúnar (2). Það er um 1100 kr. á ári. Það er tilgangslaust aðfara safna þegar útí verkföll er komið, eins og margoft hefur sýnt sig. Það er hreinasta verkleysa. Þegar slíkur allsherjarsjóð- ur væri fyrir hendi er hægt að borga verkfallsfólkinu 8 tíma kaup eða jafnvel krölf- umar. Þegar fram liðu stund- ir myndi tilvist sjóðsins í mörgum tilfellum koma í veg fyrir verkföll. Það væri hægt að semja f forsælu sjóðsins. Það er kominn tími til að íslenzkt verkafólk hætti að koma út úr verkföllum eins og skógdregið fé. Látum verk- fallið 27. maí — 19. júní 1970 verða síðasta sveltiverkfallið á Islandi. Guðmundur Ásgeirsson. BALDUR STEIN GRlMSSON hefur orðið: I greininni „Víð látum okk- ur sko ekki“, sem birtist í ÞjóðvHjanum 7. þ.m., er þess getið að gamall vísubotn sé svohljóðandi: Kviði eg fyrir Kaldadal kvöida tekur núna. í bæjarpósti Þjóðviljans í dag segist Benedikt Gíslason frá Hofteigi hafa lært ungur þessa vísu þannig: Kvíði eg fyrir Kaldadal, kvölda tckur núna. Herra guð í himnasal haltu mér við trúna. Það er með mig líkt og Benedikt, að ég lærði þessa vísu bam að aldri. Var hún höfð eins og Benedikt fer með hana að því undanteknu, að síðari hlutinn var upphafvís- unnar og mun því vísubrotið, sem birt var 7. þ.m., rétti- lega talið vísubotn. Vísunni fylgdi sú saga, að hún væri eftir Jón biskup Vídalín og ort er hann lagði á Kaldadal hinzta sinni helsjúkur, en á Kaldadal andaðist hann 30. ágúst 1720. Var hann þá á leið vestur að Staðarstað til að jarðsyngja mág sinn, séra Þórð Jónsson, eftir þeirra innbyrðis loforði, að þá þjón- ustu skyldi hvor veita öðmm, er lengur lifði. Ég minnist þess að hafa séð visuna á prenti á tveim stöðum. í 2. árg. Draupnis, sem Torfhildur Hólm gaf út 1893, svo og í kvæðasafninu Sól er á morgun, sem Snorri skáld Hjartarson setti saman og út kom hjá Leiftrí 1945. Á báð- um stöðum er vísan eins og ég lærði hana og eignuð Jóni Vídalín. 1 útgáfu Snorra hef- ur hún fyrirsögn og hljóðar þannig: SfÐASTA FERÐIN Herra guð í himnasal, haltú mér við trúna; kvíði eg fyrir Kaldadal, kvölda tekur núna. Ég vil að lakum taka undir það með Benedikt frá Hof- teigi, að vísa þessi og sögn sú, er henni fylgir, eru vel þess verðar að lifa og geym- ast á vörum manna enn um sinn. Reykjavík, 11. júlí 1970. Baldur Steingrímsson. MENN eru að vonum ekki á eitt sáttir um minjagildi gömlu húsanna ví& Lækjar- götu, milli Bankastrætis og Amtmannsstígs. Við hér á Bæjarpóstinum erum hlynnt tillögum þeirra sem vilja varðveita þau hús þarna sem byggingarsögulegt gildi hafa og tökum þess vegna ekki undir það sem B.Sk. segir í bréfi sínu hér á eftir og þaðan af síður stóryrði hans um íslenzka arkitekta. Telj- um þó allt að einu rétt að birta bréfið, sem fer hér á eftir: Þjóðviljinn segir á sunnu- daginn, að tillaga haifi komið fram um að , byggja, nýtt stjórnarráðshús að baki hinu • gamla og f stil við það. Spyr síðan hvernig mönnum lítist á þá hugmynd Mér lízt vel á hana Ef stjómarvöldin vilja ekki móðga nokkra misvitra arld- tekta óg sérvizkudogga með því að láta rífa eða brenna fúahjallana við sunnanvert Bankastræti og byggja bar yfir stjórnarráðið, sem er á- kjósanlegúr staður undirslíkt hús, þá má vel byggja að baki hins gamla. StíUinn er fallegur og fer listilega vel á þessum stað. Er himinhátt hafinn yfir skúra og kassa- þorpin, sem verið er að raða saman út og inn um allt höfuöborgarsvæðið. Arkitektamir hafa á sam- vizkunni ljótustu og rándýr- ustu húsahverfi sem enn sjást í Reykjavík. Og fái þeir að stunda slíka iðju áfram enn um sinn, verður Reykja- vík ljótasta, og lágkúruleg- asta borg í víðri veröld. Ætti þó umhverfi borgarinnar betra skilið. — — Ég legg tH að gömlu fiúakofarnir, frá Bankastræti að Gimli verði brenndir til ösku næsta gamlárskvöld Almenningssalemi undir öruggu éftirliti slökkvi- Uðs og lögreglu. 7. júli 1970. B.Sk. O LOKS er bréf almenns borg- ara: Á þriðjudagskvöldið var beið ég á Hlemmtorgi eftir strætisvagni. Þegar ég hafði beðið þar smástund varð mér ákaflega mikið mál að kasta af mér vatni. Ég labbaði, eins og lög gera ráð fyrir, inní hús það sem áður var bensín- stöð en er nú biðstöð fyrir almenning, og er ég kom þar inn og ætlaði að ganga að salemi því sem þar er, þá ávarpaði mig vagnstjóri nokk- ur sem þarna var og tilkynnti mér að þetta klósett væri ekki fyrir almenning Nú, ég varð að vonum ákaflega hissa og sár, því að mínu áliti þá jaðrar það við föðurlandssvik að meina samlanda um þann sjálfsagða hlut að fá að pissa og það á stað sem að flestra áliti á að leyfa aðgang að almenningssalemi. Um þenn- an vagnstjóra er það aðsegja, að það hlýtur að vera ákatf- lega erfitt fyrir hann sem á- lítur sig ekki heyra tii al- menningi, að aka almennings- vagni og þiggja laun af fé álmennings. Þetta smádæmi sýnir glöggt, hversu smánarlegt ástandið f náðhúsmálum borgarinnar er í dag. Og þar er ekki við neinn einn vagnstjóra að sakast. Nei, þar eiga hiut að máli þeir höfðingjar sem stjórna málum borgarinnar í dag — eða eiga að aMf Reykjavík stendur á frumstigi hvað þetta snertir! Hrein torg, fögur ,,borg;, Þessi orð les maður í blöð- um og heyrir í útvarpi, jú, jú, ekki vantar það. En er það ekki eitt af höfuðskil- yrðum hreinnar borgar að hafa það mörg almennings náðhús, að almenningur neyð- ist ekki til að ganga öma sinna í húsasundum og skúma- skotum? Að lokum vil ég beina þeirri spumingu til forráða- manna strætisvagnanna, hvort SVR beri ekki siðferðislég skylda til að hafa almennings- salemi á að minnsta kosti fjölfömustu biðstöðunum? — Gildir ekki hið sama í þessu efni um SVR og aðra aðila sem veita þjónustu, sbr. veit- ingahús? Ég vænti svars frá forráða- mönnum SVR og að þeir pjái sóma sinn í því að kippa þessu í Iag Almennur borgari. Og það þarf varla að taka fram, að SVR-menn munu fá inni hér í Bæjarpóstinum fyrir svarbréf sitt ef til kem- Skiptar skoðanir um orkumál Austurlands: Lína frá veitu Laxárvirkj- unar eða virkjun Lagarfoss Aðalfundur Sambands ís- Ienzkra rafveitna vax haldinn á Hallormsstað dagana 2.—3. júlí. Auk venjulegra aðalfundax- starfa voru tvö mál á dagskrá, þ.e. löggilding rafverktaka og orkumál Austurlands. Lagðar voru fram é fundin- um tillögur Löggildingamefnd- ar SlR um fyrirmynd að skU- yrðum fyrir staðar- og svæðis* löggildingu og fyrinmælum tiil löggdltra rafverktaka. Tillögurn- ar voru kynntar og síðan rædd- ar í hópunoræöum, en á þessu stigi málsins voru engar álykt- anir gerðar um mélið. 1 dagskrárliðnum „Orkumál Austurlands" voru frummæl- endur Jakob Gísfason, orku- málastjóri, Jakób Gíslason, deildarverktfræðinigur hjá Orku- stctfnun, Bergur Sigurbjömsson, fraimkvaamdastjóri Samibamds sveitafélaga í Austurlandskjör- dæmi, Jónas Pétursson, aiþing- ismiaður og Erling Garðar Jóns- son, rafveitustjóri Austiurlands- veitu Rafmaignsveitna ríkisins. I framsöiguerindi sínu setti orkumálastjóri fram almennar hugleiðingar úr eigin barmi um orkumál Austurilands, en Jakob Bjömssiom ræddi nánar um á-. ætlanir og útreiknin.ga. Bergur Sigurbjömsson og Jónas Péturs- son ræddu um orkumállin séð frá sjónarhóli Austfirðinga sjálfra. Erling Garðar Jónsson lýsti í erindi sinu Austurlands- veitu Rafmagnsveitna ríkisins og stöðu hennar í raforkumál- um Austurlands. Ekki vom frumimælendur á eitt sáttir um það, hvom hinna tveggja valkosta, sem koma tU greina, sem næsta orkuöflunar- leið fyrir Austurland, bæri að vellja, þ.e. línu frá veitu Lax- árvirkjunar eða virkjun Lagar- foss. Orkumálastjóri var ein- dreginn talsmaður þess, að fyrrf valkostuirinn yrði tekinn. Jakob Bjömsson taldi, að ó- dýrairi raforku mætti fá 4 Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.