Þjóðviljinn - 15.07.1970, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.07.1970, Blaðsíða 8
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 15. júli 1970. JYTTE LYNGBIRK Tveir dagar r l nóvember (Ástarsaga) 15 Harm varð að bakika niður að beyju, þar sem hallinn væii ekki eins mikill. Þar kom hann bilnum aftur af stað og iiæðnis- roddin þagnaði næstum alveg af óttanum, sem leynzt hafði með honum þrátt fyrir nýja skeytingarleysið. Hann kornsit framhjá staðnum, þar sem hann hafði áður orðið að stanza, og hélt ðfram upp í móti, hægt og seint með andlitið alveg upp við rúðuna, því að nú hafði angi af þókunni sem hann hafði áður séð, teygzt hingað upp á veginn. Fyrst var hún ekki annað en mistur i loftinu milli fjallanna. Hann ók gegnum hana og sá hvemig sólin varð að grárri skímu, en kom aiftur út í birt- una og sá sólina skína á snjó- inn sem var nú í norðurhlíðum allra fjallanna. Og svo var snjór kominn meðfram veginum, þar sem sólin náði ekki að skina, og loks var líka snjór á veg- m M EFNI / SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR HARGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Síml 42240. Hárgreiðsla — Snyrtingar. Snyrtivörur. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 IIL hæð (lyfta) Simi 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68. inum sjálfum og hann ók í snjó með snjó í kringum sig, hægt vegna þess að hjólin gripu ekki nógu vel, en upp á við þokaðist hann. Hann mætti engum bflum, og allt í einu mundi hann eftir því, að það áttu að liggja bílagöng undir St. Gotthardskarðið, og sennilega fóru aðrir bílar eftir þeim. Þá var það sem hann sá þok- una. Framundan teygðist hún uppúr djúpinu vinstra meginvið hann, yfir veginn og upp með bergveggnum til hægri. Það var ekki móða, sem gerði fjöllin ögn óskýrari og birtuna daufari. Það var skjannahvít þoka, svo þétt og þykk að inni í henni var ekki vitund að sjá. Og samt ók hann til móts við hana og inn í hana. Hún gleypti bílinn og sjálfan hann og í þessari snöggu hvítu birtist undarlegur tómleiki sem hann hafði ekki fyrr komizt í kynni við. Þarna var ekkert, þetta var eins og sýnilegt heym- arleysi sem tók frá honum hljóð og sjón, eins og hrap gegnurn hvítt mynkur. Það var ekki lengur neitt skarð og enginn snjór. Það voru engin fjöil, enginn himinn, ekik- ert hyldýpi. Eftir andartak yrði hann þarna ekki lengur sjálfur. Það voru engin mannsaugu til að sjá og engin orð sem gátu breytt því sem sást í hugsanir. Hann fann til ofsariegrar skelf- ingar yfir þessu hvíta tóm,i, hún heltók hann allan, líkama og sál; ekki óttinn við að aka á eitthvað eða hrapa niður í djúp- ið, það var ekki óttinn við að deyja, heldur ótti við að lifa í þessu tómi sem myndi soga hann að sér og tortíma honum, sprengja hann vegna þess að hann gat ekki gafið því neitt innihald, gat ekki vartð sjálfan sig með neinu sem hann sá utan þess. 1 þessari hvítu skelfingu, þeg- ar hann var búinn að stöðva bílinn, beið og hlustaði í þessu óttalega heyrnarleysi, án þess að horfa út um gluggann, bar sem þokan myndi soga hann inn í sig, fór hann að hugsa um hana. Meðan hann sat og horfði niður á hendur sínar, sem hann gat greint óljóst, tókst hon- um að mana fram úr tóminu andlit hennar og nafn og halda í það dauðahaldi, nota það til vemdar sér í þessum hvíta ein- manaleika, þar sem jafnvel hlut- imir höfðu yfirgefið hann. Elisabet, hugsaði hann og hvíslaði það siðan. Elísabet. Hjálpaðu mér. Eins og barn sem trúir á hjálpina, kallaði hann til hennar og sá andlit hennar þótt hann lokaði augunum. Svo einmana megum við ekki verða, hvíslaði hann niður í gjreipar sér. Ekki fyrst við höf- um hvort annað! Hann tók enga ákvörðun, hann ákvað ekki hvað hann ætlaði að gera, það gerðist ekkert ann- að en það að óttinn hvarf á brott, og hann hugsaði með sér að nú væri það afráðið. Eitt- hvað halfði verið afráðið fyrir þau bæði, hann var allt í einu rólegur og hugsaði skýrt, þurfti aðeins að komast út úr þokunni, og það hlaut að vera hægt. Hann ók áfram, mjög hægt, aðgætti hvort betra væri að hafa kveikt á hiáiu eða lágiu ljósunum, en það sást ekkert framundan, hann gat alveg eins ekið ljós- laus, þokað bílnum ofurhægt gegnum þessa óraunvemilegu blindu, sem nú var aðeins nokk- uð sem hann þurfti að sigrast á, en fyllti hann ekkí skellfingu, vegna þess að hann hafði öðlazt styrk við ákvörðun, sem hafði gert allt einfalt og gefið honum ró í huga. Stuttu seinna sá hann hvem- ig hvítan dróst upp á við, varð að ljósi sem allt í einu breytt- ist aftur í sólina og þokan þynntist, varð að löngum slæð- um sem teygðust yfir jörðina og meðfram fjallinu og voru svo allt í einu horfnar. Hann komst yfir skarðið, þar var snjór og ísilagt vatn og nakt- ir klettar, þar sem snjór festi efcki. Sólin skein á bera stein- ana og kuldalegt landslagið, hún spegflaðist í stórum, hvítum snjó- flákum sem vom með mjúkum silkigljáa. Hann sá þetta alít, sá það á ný, því að í hvíta tóminu hafði verið tekin ákvörðun fyrir þau, hann var ékki lengur hræddu. við að hrapa, svimandi hyldýp- ið fyllti hann ekki lengur skelf- ingu. Hann horfði út fyrir krappar beyjurnar sem lágu nið- ur stórkostlega fjallshlíðina og vegurinn sýndist verða mjórri og mjórri á niðurleiðinni, hann horfði yfir mannlaust landslag- ið með hrikalegum línunum, næstum of stórfenglegt til að hægt væri að átta sig á því, en hann var ekki hræddur við það sem hann sá. Hið eina sem hann var hræddur við, var að hverfa inn í hvíta tómið án þess að muna eftir andliti henn- ar eða nafni. Með tómið að baki og ótta- laus í beygjunum ók hann niður í móti, rólegur og æðrulaus, því að hún var einhvers staðar á jörðinni líka og þau myndu hitt- ast aftur 9. kafli. Hann var einhvers staðar á jörðinni og þau myndu hittast aftur. Hún hafði gengið lengi um skóginn, hafðí féngið sér kaffi og brauð í bindiverkshúsi, þar sem framreitt var í einni stof- unni, hafði a/ftur gengið langan spöl, hafði heyrt í jámbraut- arlest langt í burtu á milli trjánna og seinna hafði hún gengið meðfram teinunum. Það var orðið áliðið dags og smám sarnan hafði hún fyllzt rósemi meðan hún hafði látið skamman vetrardaginn líða hjá. Það var slóð eftir hana milli visinna blaða, sem höifðu haldið í sér hríminu þar sem sólin hafði ekki náð að skína á þau, og í höfði hennar héldu þurru blöðin áfram að suða. Hún vissi hvað túk við a£ skóginum. Brátt kæmi hún út úr honum og hið sama myndi gilda og einlægt áður: hann var til og þvr hlutu þau að hittast aftur. Hún gekk um mannauðan skóg- inn og vissi að krafan um sam- vem þeirra var svo sterk, að um aðskilnað gat ekki orðið að ræða. Það var satt sem hún halfði reynt að leiða hjá sér: þau gátu ekki sett nein skil- yrði. Þau urðu að taka hvort við öðru, af því að þau elskuðu hvort annað og þau móttu ekld krefjast þess að það væri sárs- auikalaust að vera saman. Og hér í kyrðinni, í frosinni mynd skógar sem þau höfðu kynnzt saman, fór henni smám saman að finnast að það hefði veríð barn sem krafðist þess að samvistir þeirra væru auðveld- ar. Það var bam sem hafði krafizt þess að dýpsta gleðin kæmi til þeirra án þess að þau þyrftu að kynnast neinni sorg. Hún hafði viljað fá gleðina eina; hún hafði verið eins og bam. F það var ást fullorðins fólks sem gerði kröfur til þeirra, og því varð hún nú að haga sér eins og hún væri fullorðin. Og hér í vetrarkyrrum skóginum, þar sem hljóðlausir fuglar bjuggu hreyfingarlausum greinum og þar sem engin hljóð heyrðust nema af ferðum hennar sjálfr- ar milili trjánna, fannst hennl sem hún myndi aldrei framar gera kröfur til þess að gleðin myndi ríkja ein. Bf hún ætlaði að eiga samleið með honum, gæti hún áreiðanlega orðið nógu sterk til að afbera allt. Og vera glöð. Því að glöð áttu þau að vera. Hún vildi ekki kasta á glæfcröfu sinni um gleðina; það var ung krafa og barnaleg og þess vegna varð hún að halda í hana. En hún ætlaði að reyna að byggja gleðina á skilyrðum hinna full- orðnu, og það hlaut að vera geríegt þegar efasemdir og harmur höfðu ekki lengur í för með sér barnsleg sárindi. Hún hélt vissulega ekki að þaiu myndu nú lifa sæl til ævilaka án þess að komast i kynni við erfiðleika. Hún myndi mæta honum á ný, vitandd það að það voru einnig vandamál fram- undan. Allt í einu langaði hana til að hlaupa. Hún hljóp framhjá döfckum grenilundi og horfði inn á milli trjánna, hreykin ogsterk. Hún var ekki vitund hrædd við myrkrið þama inni. Hún var sterk og glöð. Hana langaði til að syngja. Þau mjmdu ráða við allt, hið óvænta, hið ógnandi, hið óskiljanlega, nú myndu þaiu róða við allt þetta, fyrst þau vom búin að ganga undir próf- raim og komast að raun um að þau gátu ekki slkilið. Minningarkot • Slysavarnafélags rt o Krabbameinsfélags Islands íslands. o Barnaspitalasjóðs o Sigurðar Guðmunds- Hringsins sonar, skólameistara o Skálatúnsheimilisins • Minningarsjóðs Arna • Fjórðungssjúkrahússins Jónssonar kaupmanns Akureyri. • Hallgrímskirkju. o Helgu ívarsdóttur. o Borgarneskirkju. Vorsabæ. • Minningarsjóðs Steinars e Sálarrannsóknarfélags Richards Elíassonar. íslands. o Kapellusjóðs Jóns • S.Í.B.S. Steingrímssonar o Styrktarfélags van. KirkjubæjarklaustrL gefinna. o Akraneskirkju. o Maríu Jónsdóttur, • Selfosskirkju. flugfreyju. o Blindravinafélags o Sjúkrahússjóðs Iðnaðar- Islands. mannafélagsins á Selfossi. Fást í MINNINGABÚÐINNI Laugavegi 56 — Sími 26725 □ SMURT BRAUÐ □ SNITTUR □ BRAUÐTERTUR BRAUÐHUSIÐ éNACK BAR Laugavegi 126, við Hlemmtorg. Sími 24631. 0 carmen með carmen Carmen töfrar lagningu í hár yðar á 10 mínútum. Hárið verðurfrísklegra og lagningin helzt betur með Carmen. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. fócícéeJ. Klapparstíg '!6, sími 19800, Rvk. iC^|) w og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630.^.-^ l!iíliill!!Sllil!llllilSllillllllllillllllllillllliiilll!l!!li!ii!!illi!iiilHlll!!l!l!í!lllllll!ll!lllll!llíiSíi!lllilll!illillil!|!!illlllll HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURIANDS- BRAUT 10 * SÍMI 83570 & i!!Sn!HSniS!HMf!Si?i!?;nr!Hmi??i!nHÍ}?!n!SiSI!nHlíÍ!ÍlliflSiiiiiii!iiSSiliiiiSISSISi!!l!!!|l!SSffilSlíliiisi!líiiltji!i!ilfSii!!' BÍLASKOÐUN & STILLING Skúiagötu 32. MOTORSTILLINGAR HJÚLASTILLINGAR LJÚSASTILLINGAR LátiS stilla í tíma. 4 Fliót og örugg þjónusta. I 13-10 0 Dömusíðbuxur — Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur O.L. Laugavegi 71 — sími 20141. SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. VARAHLUTAÞJÓNUSTA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVELAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 . Sími 33069

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.