Þjóðviljinn - 16.07.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.07.1970, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 16. júllí 1970. Landsleikur í knattspyrnu við Norðmenn n.k. mánudag Nú dugir ekkert minna en sigur Að öllum líkindum síðasti landsl eikurinn í knattspyrnu hér á landi í ár Norðmenn og Islendingar leika lanðsleik í knattspyrnu n.k. mánudag kl. 20 á Laugar- dalsveiliiium í Reykjavík. Er þessi heimsókn norska iands- liðsins endurgjald á heimsókn íslenzka Iiðsins til Noregs á síðastliðnu sumri, en þá léku Island og Noregur Iandsleik i Þrándheimi og lauk honum með sigri Norðmanna 2:1. Þetta verður að öllum líkindum síð- asti Iandsleikurinn í knatt- spyrnu hér á landi í ár, en hugsanlegt er að Island til- kynni þátttöku í knattspyrnu á Oiympíuleikunum og getur svo farið að undankeppnin fyrir leikana hefjist í haust. Engin endanleg ákvörðun hefur samt verið tekin um þetta enn- þá. Þetta verður 5 landsleikur íslands í ár. Fyrst var lei'kið i febrúar við Englendinga í Englandi, síðan aftur við þá hér á Laugardalsvellinum í maí. Fyrri leikurinn endaði, eins og menn eflaust muna, með 1:0 sigri Englands en sá síðari jafntefli 1:1. Þá var leikurinn við Frakka í síðasta mánuði, sem Frakkar unnu 1:0 og svo lbks jafnteflið við Dani 1:1 í síðustu ^viku. Þetta eru sem sagt tvö töp og tvö jafn- tefli og nú vilja menn fá sigur yfir Norðmönnum. Landsleikjasaga íslands er ------------------------------í> Kvennsknatt- spyrnaáundan landsleiknum Á undan leik Isiands og Noregs í knattspyrnu n.k. mánudag, er fyrirhugaður leik- ur í knattspymu milii kvenna úr Keflavík og Reykjavík. Þetta verður fyrsti opinberi kvennaknattspyrnuleikurinn, er fram fer á lslandi. Leikið verð- ur í 2x20 mínútur og hefst leikurinn kl. 19.25. Forsala aðgöngumiða á þenn- an leik og landsleikinn hefst í tjaldi við tJtvegsbankann n.k. föstudag kl. 14. — S.dór. fátaák af sigrum, en þó eru Norðmenn sú þjóð, sem okkur hefur gengið einna bezt með í knattspymu. ísland og Noregur hafa leikið 8 landsleiki frá upphafi. Norðmenn hafa unnið 7 leiki en Islendingar 2. I fyrra sinnið unnuim vlð Norðmenn á Melavéllinuim í Reykjavík 1954, 1:0 og síðan vann hið fræga íslenzka landslið ársins 1959, Norðmenn 1:0 á Laugardals- vellinum, en tapaði svo aftur fyrir þeim sama ár í Noregi 2:1. 1 þeirri utanlandsferð gerði íslenzka landsliðið jafntefli við Dani 1:1. Og nú er komið að því ágæta landsliði er við eig- um í dag að vinna Norðmenn. Jalfnteflið við Dani sýndi að íslenzka liðið er þetra nú en það hefur verið um margra ára skeið og því íylllilega hægt að búast í alvöru við sigrj yfir Norðmönnum. Vegna þess, að 3 leikir fóru fram í 1. deildar- keppninni í gærkveldi, varefcki búið að velja íslenzka lands- liðið í gær, en það verður til- kynnt síðdegis í dag. Að sögn forráðamanna KSl má búast við lítt eða óbreyttu liði frá leiknum við Dani, ef engin ó- höpp verða í þeim leikjum, sem leiknir voiru í gær. Norska liðið hefur ekki end- anlega verið valið en sá 17 manna landsliðshópur sem hingað kemur verður skipaður eftirtöldum leikmönnum: Trygve Iíornþ, Skeid Jan Fuglset, Fredrikstad Tor Fuglset, Fredrikstad Per Haftorsen, Haugar Geir Karlsen, Rosenborg Svein Kvia, Viking Tore Lindseth, Rosenborg Dag Navestad, Sarpsborg Tcr Alsaker Ndstdahl, Strþmsgodset Egil Olsen, Sarpsborg Egil Olsen, Strþmsgodset Trond Pedersen, Start Per Pettersen, Frigg Steinar Pettersen, Strþmsgodset Bjþm Rime, Rosenborg Sigbjþm Slinning, Viking Finn Thorsen, H amarkameratene. Dómari í leiknum verður skozkur, Wharton að nafni, og hefur hann áður dæmt lands- lei'k hér á landi. — S.dór. Minningarkort >{• Akraneskirkju. >(■ Borgarneskirkju. # Fríkirkjunnar. >{■ Hallgrímskirkju. >(■ Háteigskirkju. X- Selfosskirkju. X Slysavarnafélags íslands. X Barnaspítalasjóðs Hringsins. X Skálatúnsheimilisins. X Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. >{• Helgu ívarsdóttur, Vorsabæ. >{• Sálarrannsóknarfélags íslands. X S.Í.B.S. X Styrktarfélags vangefinna. !{■ Maríu Jónsdóttur, flugfreyju. >{• Sjúkrahússjóðs Iðnaðar- mannafélagsins á Selfossi. X Krabbameinsfélags íslands. >{• Sigurðar Guðmundssonar, skólameistara. X Minningarsjóðs Ara Jónssonar, kaupmantts. X Minningarsjóðs Steinars Richards Elíassonar. X Kapellusjóðs Jóns Steingrímssonar, Kirkjubæjarklaustri. >{• Blindravinafélags íslands. X Sjálfsbjargar. >{■ Minningarsjóðs Helgu Sigurðardóttur skólastj. >{ Liknarsjóðs Kvenfélags Keflavíkur. >{• Minningarsjóðs Astu M. Jónsdóttur, hjúkrunark. >{• Flugbjörgunarsveitar- innar. >{• Minningarsjóðs séra Páls Sigurðssonar. >(• Rauða kross íslands. Fást í AAinningabúðinni Laugavegi 56 — Sími 26725. Auglýsingasíminn er 17 500 ÞJÓÐVILJINN Þetta er norski leikmaðurinn Per Haftorsen, sem teija má ör- uggt að verði valinn í liðið að þessu sinni. Hann leikur með 2. deildarliðinu Haugar frá Haugasundi. Haftorsen hefur leikið 7 landsleiki. Hann er einn af þeim mörgu ungu leikmönnum, sem norska Iandsliðsnefndin hefur sett inn í liðið að undanförnu, en norska Iandsliðið hefur verið yngt óvenju mikið upp á sl. ári. Anægjuleg ferð KR- pilta tíl Danmerkur — Unnu fjögur 1. verðlaun í ferðinni □ 2. og 3. flokkar knattspymumanna í KR eru ný- komnir úr keppnisferð til Danmerkur, þar sem þeir tóku þátt í firnm ’mótum og unnu fjögur 1. verðlaun og éin 3. verðlaun. Tildrög ferðairinnar voru þau að íþróttafélö'gin í Dragholffns- héraði á Norður-Sjálandi og Golstrup í Kaupmannaihöfn efndu til aíllþjóðlegra knatt- spymumóta fyrir drengi og ung- linga og fyrir milligöngu Knud Hallberg var KR boð'in þátttaika í mótunum, en Knud er eins- konar sendiherra okkar KR-inga í Danmörku sagði B.iami Fel- ixson, sem var einn farairstjór- anna í ferðinni. Fyrsta keppnin í ferðinni var í Odsherred, en þár fóik 3.. fl. KR þátt í innamhússmóti, sem haldið var í tilefni af vígsilu nýrrar íþróttahallar. KR vann aila mótherja sina og þar með veglegan bikar til eignar. Næsta keppni var alþjóðamót í Dragholmshéraði og sigraði KR í' 3. flokki, sigraði Drag- holmsúrval mieð 3:1 og Holbæk með 4:2. í 2. flokíki varð KR í 3. sæti, vann Draigholmsúr- val 4:0, gerði jafnt við Hoi'bæk 1:1 og tapaði fyrir Kalundbcrg með 0:1. I keppni um 3. sætið vann KR svo Holbæk mieð 4:0. Síðasta keppnin í terðinni var í Kaupmannahöfn og tóku þátt í mótinu m.a. lið frá Sví- þjóð og Þý^ikalandi. KR-ingar sigruðu bæði í 2. og 3. flokki og unnu í öllum leikjunum. Dagana 29. júní til 1. júlí dvöldust KR-ingarnir í æfinga- búðum í Asnæs undir stjóm hins kunna þjálfaxa Ame Sör- ensen, sem um sikeið var lands- lið.sþjál'fari Dana og þjálfaði m.a. liðið sem vann silfurverð- laun á Olympíuleikunum íRóm. Þama voru æfingar stundaðar af kappi í 8 klst. á hveirjum degi. Arne Sörensen sagðist sjá í liði 2. flofcks KR 6 tffl 7 leik- menn sem í framifcfðinni gætu orðið meistarafl'okksmenn, og væri þá máðað við bezfcu meist- araflokikslið erlendis. Þátttaikendur í ferðinni vora alls 40, þar af 35 piltar úr 2. og 3. flokki KR. Fararstjórar voru Bjami Felixson, Auðunn Guðmundsson og Victor Bjöms- son auk þjálfaranna Amar Steinsen og Guðmundar Péfcurs- sonar. íslandsmótið 1. deild: Fram - Víkingur 3:2 Sanngjarn sigur í ágætum leik Einar Árnason skoraði sigurmark Fram á síðustu mínútu leiksins Hvað einn maður getur ver- ið þýðingarmikill fyrir 11 manna lið, fékk maður að sjá í ieik Fram og Víkings í fyrra- kvöld. Leikurinn hafði verið jafn og skemmtilegnr þar til um miðjan síðari hálflcik, að Gunnar Gunnarsson, fyrirliði Víkings, varð að yfirgefa völl- inn vegna meiðsla og þá var staðan 2:2. Við að missa Gunnar útaf datt Víkingur svo gersam- lega niður, að það var engu líkara en að allt annað lið væri að Ieika á vellinum og því gat ekki farið hjá þvi að Fram sigraði. Sigurmark Fram skoraði Einar Ámason, er setið hafði á varamannabekk allt þar til 20 mínútur voru til leiksloka, að honum var skipt inná og sú skipting varð Frömurum til góðs. Fyrsta markið sikoraði Eiríkur Þorsteinsson, hinn bráðefnilegi og skemmtilegi leikmaður, á 9. mínútu leiksins. Boltinn var getfinn fyrir framan Fram- markið frá vinstri og Eirikur smeygði sér inná milli vamar- leikmanna Fram og skaifflaði glæslega í bláhomið. Það liðu svo ekki nema 5 mínútUiT þar till Kristinn Jör- undsson, hinn marlcheppni mið- herji Fram, sem leyst hefur Iiðið úr þeiim álögum að giela ekki skorað mörk, jafnaði eftir fádæma klaufaleg mistök hjá Víkiingi og ekki þau einu í leiknum. Þrátt fyrir mýmörg marktækifæri hjá báðum liðum tókst þeim ekki að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik Meðal annars björguðu Víkingar á línu og Hafliði Pétursson út- herjd Víkings átti skot í þver- slá. Á 9. mínútu síðari hálfleiks, sendi Jón Karlsson góða send- ingu tffl Eiríks Þorstednssonar, sem lék á vairnarleikmann Fram og skoraði annað mark sitt í leiknum. Þar sem Eiríkur hafði skorað tvö mörk, virtist Kristinn þurfa að gera það líka, því að á 16. mínútu opnaðist Víkingsvömin illilega á vítateigslínu og Krist- inn nýtti sér eyðuna og skor- aði falllegt mark. Stuttu síðar varð Gunnar Gunnarsson að yfirgefa leik- vanginn og þá kom greinilega f ljós hvílíkur máttarstólpi hann er fyrir Vikings-liðið. Það var engu líkara en að enginn Vfk- ingsleikmannanna vissi hvað hainn ætti við boltann að gera og úr varð tóm leikleysa. Það var því eiginlegia flurðuleigt hvað <j>. Fram gekk fflla að finna leiðdna að markinu, miðað við hvað mótstaðan var lítil. En svo þegar um það bil 20 miínútur voru til leiksloka kom Einar Ámason innó og á síð- ustu mínútu leiksins sendi Er- lendur Maignússon bodtann inn að mahkteig Víkings og Einar kom aðvífandi og afgreiddi boíltann í nefcið, 3:2, og þar með var sigurinn í höfn. Þrátt fyrir ágæta ednstaklinga er miðlungsblær yfir leik Fram- liðsins. Það er eins og ein- hvem neista vanti til að liðið verði eitt hið alllra bezta, sem við eiigum og liggur þessi vedla aðallega í framlínunni. Þar er ekki að finna þann kraft, sem framilínur verða að hafa til að verða verulega ógnandi. Helzt er það Kristinn Jörundsson, en hainn vantar mieiri hraða. Vöm- in alftur á móti er ein sú bezta sem nokkurt 1. deildarlið hefur á að skipa, með þá Jóhannes Atlason. Martein Geirsson og Sigurberg Sigsteinss. sem beztu menn. Að þessu sinni átti Bald- ur Scheving einnig mjög góðan leik í stöðu bakvarðar. Hjá Víkingi er það aftur á móti framlína sem öllum ógnar og sennilega á etokert lið, nérila Akranes eins góða framlínu. En vömin hinsvegar er eitt stórt gat. Merkilegt má það vera, ef jafn frábær vamairleikmaður og Hreiðar Ársælsson, þjálfari liðs- ins var, getur ekki kippt þessu í lag, vegna þess að vömin er ekki skipuð léiegum einstatoling- uim, heldur leika mennimir stöður sínar svo rangt, að hörmulegt er á að horfa. Þéir Guðgeir Leifsson og Eirfkur Þorstednsson áttu báðir að þessu sinni mjög góðan leik ásamt Gunnari Gunnarssyni, meðán hans naut við. Dómari var Halldór Bách- mann og hefur oft dæmt bét- ur. — S.dór. sitt af hverju ★ Ungverjinn Kelemenzu- varte vann bezta afrekið á al- þjóðlegu frjálsíþróttamóti í Sotkamo si. sunnudag, ha,nn stökk 2.16 m í hástökki og átti góðar tfflraunir við 2.21. Landi hans Mikilos sigraði í spjót- kasti 82.26 m. ★ Ástrálski langhlauparinn Ron Clarke sigraði í 3000 m hlaupi á Gimoleikunum sl. laugardag og hljóp á 8:07,6. Ynos frá Tékkóslóvakíu sigr- aði í 100 m hlaupi á 10.5 sek. ★ Á alþjóðamóti í Ziirich si. föstudag náði Wemer Tromdel frá V-Þýzkalandi beztuim tíma í Evrópu í ár í 110 m grinda- hlaupi 13,4 sek. Alan Pascóé sem varð annar jafnaði brezka metið í greininni 13.6 m. ★ Á austu-r-þýzka meistara- mótinu um helgina stökk heimsmethafinn í stangar- stökki, Wolfgang Nordvig, 5.40 m og er það 5 cm frá metinu. 1 langstökki kvenna setti Mar- got Heirbst austur-þýzkt mét 6.61 m og í hástökki kvenna stökk Rita Schmidt 1.80 fn Peter Frenkel setti heimsmei í 200 m kappgöngu 1:25,50,( klst. Fyrra heimsmetið 1:26.45,8 klst. átti G. Agapoff frá Sovétríkjunuim. utan úr heimi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.