Þjóðviljinn - 17.07.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.07.1970, Blaðsíða 3
aðan persónufrádrátt og skertan rétt til álagningar á félög og atvinnurekendur, þar eð tekjur bæjarbúa hafa verið mun hærri 1969 en 1968. Alls var jatoað niður kr. 13.743.300,00 á 447 einstak- linga og 19 félög (í fyrra 9.700.700,90 kr. á 431 einstak- ling og 19 félög) og nema út- svör einstaklinga kr. 13.272.000, 00, þar af kr. 192.800,90 eigna- útsvö'r og 13.079.200,00 kr. tekju- útsvör. Útsvör félaga eru kr. 471.300,90, þar af eignaútsvör fcr. 158.700,00 og tekjuútsvör kr. 31'21600.00. Aðstöðugjöld nema kr. 3.869.900,00. Hæstu útsvörin bera af ein- staklingum Daniel Daníelsson læknir kr. 181.300,00, Sigurjón Valdimarsson skipstjóri kr. 167.200.00, Hjörvar Valdimars- son skipstjóri kr. 155.10900, Kristján Lundberg rafvirkjam. kr. 120.400,00 og ísak Valdimars- son skipstjóri kr. 116.800,00. Eitt félag ber yfir 10o- þús. kr. út- svar, Steypusalan h.f. með 146. 000.00 kr. Af félögum bera hæstu að- stöðugjöld Síldarvinnslan h f. kr. 1.450.600.00, Kaupfélagið Pram kr. 829.690,00 og Dráttar- brautin h.f. kr. 167.400,00, en a,f einstaklingum Aðalsteinn Hall- dórsson kaupmaður kr. 72.500.00. Kristján P. Guðmundsson lyf- sali kr. 58.700,09 og Ósfcar Jóns- son kaupmaður kr. 57.700,00. Götubardagar á Suður-ítaliu —mannfall og margir særðir Lokið er álagningu útsvara og , hækka álögð útsvör um 41,7% aðstöðugjalda í Neskaupstað og | frá því í fyrra þrátt fyrir hækk- Hlakkið tíl alls veðurs, segir Páll og spáir kulda REGGIO CALABRIA 16/7 — Um þriggja daga skeið hafa ver- ið hörð átök í bænum Reggio á Suður-ítaliu, og hefur einn mað- Stór hópur ís- íendinga á Ólafsvökuna Um 180 íslendingar fara á Ól- afsvökuna í Færeyjum seni' hefst 27. júlí Hefur Flugfélag Islands aukaferðir aíf þessu tilefni og eru til dæmis tvær feröir 27. og 29. júlí, en venjuilega er aðeins edn ferð í viku, á miðvikudöigum. Undanfiarin ár heflur hópur Is- lendinga farið á Ólafsvökuna, en þetta mun vera fjölmennasti hóp- urinn hingað töll. ur beðið bana og margir særzt. Allsherjarverkfall í borginni í tvo daga lamaði allt atvinnulíf og samgöngur og tilraunir lög- reglunnar til að skakka leikinn hafa endað með ósköpum ein- um, þar til síðdegis í dag, er hún var sögð hafa komið ró á í bænum. Svo sem fynr hefur verið skýrt frá, er orsök átakanna fyrst og frernst sú, að ætlunin er að bærinn Catanzaro, sem telur 70 þúsund íbúa, verði höf- uðborg Calabríu-fylkis, en Reg- gio er rúmlega helmingi miann- fleiri. íbúar Reiggio hiafa með ýmsu móti látið í ljósi andúð sína á ráðstöfun þessari. í dag tók aUmargt óbreyttra borgara j árnbraiuitiairgtöð bæjarins her- skildi, og ætluðu þeir þannig að stöðva járnbr,aut'asamööngur eftir aðalbrautinni frá norðiri til suðurs. Er lö'greglan aetlaði að taka í taumana grýtti mann- fjöldinn steinum og öðru laus- legu að henni, þar til henni tóksit að yfirbuga hann með táraigasi. Það er efckert hégómamál fyr- ir íbúa Reggio að bærinn verði höíuðborg hins nýja fylkis, held- ur telja þeir fullvíst, að ef svo verði, taki atvinnulíf þar fjör- kipp, en atvinnuleysi hefur ver- ið mi'kið vandamál þar, sem víða annarsstaðar á ítalíu. Lögreglulið víða úr landinu hefur verið kvatt til Reggdo til að halda ibúum bæjarins í skefjum. Ókunnugt um eldsupptök Rannsóknarlögreglan gaf þær upplýsingar í gær að ekki væri enn kunnuigt uim eldsupptök í verkstæðisbyggingu SVR við Kirkjusand. Gaskútarnir þrir, sem sprengingairhætta stafaði af voru fjariægðir í gærmorgun, eft- ir að þeir höfðu verið kældir. Mikil urðu vonbrigðin þegar kuldi og regn tóku við af sum- arfögrum þriðjudcgiiium og þvi miður verðum vift að hryggja lesendur með því, að ekki er útlit fyrir að sólin skíni neitt hér sunnanlands fyrir eða um helgina. — Ætlið þið bara ekki að láta okkur hafa neitt sumar, spurðum við Veðurstofumenn í gær. — Jú, við höfum nú alltaf ætlað það, svaraði Páll Berg- þórsson, og ætluðum líka í fyrra, en stundum verður allt illt úr fallegum fyrirheitum. Vikan byrjaði nógu fallega, en nú er kalt í lofti og fer kólnandi og um helgina verður sennilega norðlæg átt og heldur hrásiaga- legt. Annað er ekki að hafa, því miður. — Og framihaldið? Hver er eig- inlega skárst að eyða sumarfrí- inu sínu, sunnanilands eða norð- an, austan eða vestan, eða kann- ski bara alls ekki á íslandi? — Víst er fólk orðið leitt á veðrinu, en ég held að það sé líka kröfuharðara en áður var og beri veðrið orðið saman við MailloTca og fleiri siíka staði. Við verðum að vona það bezta það sem eftir er sumars, en getum engu löfað, enda finnst mér, að fólk eigi alltaf að hiakka til alls veðurs, hvort sem það er gott eða vont og vera þannig útbúið að það geti mætt hverju sem er, og þá jáfnvel bara glaðzt yfir að fá tækifæri til að nota útbúnaðdnn ef illa viðrar aEins og. segir í frétt á baksíðu sér dómsmálaráðherra ekki ástæðu til frekari aðgerða vegna at- burðanna í menntamálaráðuneytinu í apríl sl. — Myndin er af þeim atburði er ungt fólk settist að í húsakynnum ráðimeytisins til að lýsa yfir stuðningi sínum við kröfur islenzkra námsmanna erlendis. Fleiri bréf um þetta mál birtast í blaðinu á næstunni. Útsvör i Neskaupstað hækk- uðu um 41,7% frá fyrra árí Fösiudagur 17. júK 1970 —ÞJÓÐVILJINN <—SÍÐA 3 Kínverjar skipa háttsettan aðila sendiherra í Moskvu MOSKVU 16/7 — Kínverjar hafa skipað áhrifamikinn stjórnmálamann í stöðu sendiherra í Mosfkvu. Heitir hann Liu Hsinq og hefur frá árinu 1960 verið aðstoðarutanríkis- ráðherra Kínverja. Svo sem kunnugt ,er var áróð- ursmiálasérfræðingur sovézku stjórnarinnar Vladimir Stepakof nýlega skipaðuir sendiiherra Sov- étríkjanna í Peking, ein þjóöimar hafa ekki haft sendiiherra hvor 5 stúdentar héðan á skákmót í Haifa Heimsmeistaramót stúdenta í skák vcrður haldið 1 Haifa í Israel dagana 3. til 23. ágúst, og hefur íslenzka sveitin nú end- anlega verið valin. Guðmundur Sigurjónsson teflir á 1. borði, Jón Hálfdánarson á 2., Haukur Angantýsson á 3. Bragi Kristjánsson á 4. borði, en varamaður verður Jón Torfason. Tefldu þeir einvígi um vara- mannssætið Jón Torfason og Jón Briem og var ætlunin að tefla fjórar skákir Eftir þrjár skékir hafði só fyrrnefndi 2 vinninga gegn 1, en þá var einvíginu hætt þar eð Ijóst var að Jón Briem gat ekki farið, þótt hann næði að sigra í einvíginu. Ekki er enn vitað hve margar þjóðir senda sveitir í mótið, en búast má við að þær verði eitt- hvað yfir tuttugu. Mót þetta er haldið áriega og hafa íslenzkir stúdentar oftast tekið þátt í því með góðum árangri. í fyn-a var rriótið haldið í Dresden í Austur- Þýzkalandi og varð íslenzka sveitin þar í 3. sæti í B-riðli í úrslitakeppninni. Stúdentarnir leggja af stað héðan 1. ágúst. hjá annarri frá þvf í menningar- byltingunni, er mikiill ágireining- ur reis millj stjómannia í Peking og Moskvu. Skipanir þessar benda til þess að saimiband þjóðanna fari skán- andi, enda þótt viðrœður þær um 1 and amæraágrei n ing, sam hófust á síðasta ári, virðist ekki haifa borið teljandi árangur. I síðasta mónuði skýrði Alleksej Kosygin forsætisráðherra Sovétrí'kjanna frá því, að þær hefðu reynzt fremur árangurslitlar enn sem kcmið væri. Nú herma hins vegar fregnir frá Moskvu, að Leonid Iljitséf aðstoðar utanríkisráðherra hafi verði skipaður leiðtogi viðræðu- nefndar Sovétríkjanna á samn- ingafundunum í Peking.' Hann tekur við af Vaisili Kuznetsof, sem kominn er til Moslkvu vegna veikinda. Ujitséf hefur verið ritstjóri Prövdu og var á valdatímum Krútsjefs mjög áhrifamikill mað- ur í sovézkum stjómmélum. Stjama hans hrapaði talsvert, þegar Krutsjef lét af völdurn, en hefur óðum verið að rísa á ný. Ekki er vitað, hvenær Liu fer til Mosikvu og Iljitséf til Peking, en talið er, að það verði mtjög bróðlega,. meöal annarra oröa Ekki ástæða tíl frekarí aðgerða Tugþúsundir miHistéttarmanna gerðust verkfallsbrjótar 1926, liér sjást bankamenn við þá iðju VERKFALL 47.000 hiafnar- verkamann.a sem nú er hafið í Bretlandi hefur verið borið saman við altsherjar- verkfallið mikla sem þar var háð fyrir tæpri bálfri . öld. Það verkfall hófst um vorið 1926, fyrstu verklýðsfélögin boðuðu vinnustöðvun 1. maí, síðan hvert af öðru þar tál allt atvinnulíf 1-andsins var í lamasessi. Þetta var mesta verkfall sem þá hafði verið háð nokkurs staðar og jafnvel á þeirri tæpu hálfu öld sem liðin er munu sennilega hvergi í heimi haf,a jafn- miargir verkamenn lagt niður vinnu samtímis í jiafnlang- an tíma. Stjóm atlsherjar- verkfallsins hafði þegar verið sett á laggirnar með hinu svo- nefnda „Trippelbandalagi“ þriggja af mikilvægustu verk- lýðssamböndunum, sambönd- um námumanna, járnbrautar- star^smanna og flutningta- verkamanna. Þessu bandalagi var komið á árið 1913 og varð á skömmum tíma langsterk- asta aflið í brezkri verklýðs- hreyfinigu. En það entist ekki lengi, var eiginlega úr sö.g- unni 1921, en var endurreist fjörum árum síðar og' það voru þessi samtök fjölmenn- ustu og öflugustu verklýðs- sambandanna sem stóðu að baki allsherjarveirifcfallinu 1926. VERKLÝÐSFÉLÖGIN stofn- uðu „allsherjarráð" sem sam- ræma skyldi allar aðgerðir þeirra, en ríkisstjóm íhialds- ins gerði sér líka ljóst að til allsherjarátaka við verklýðs- hreyfinguna gæti komið, þeim yrði jafnvel ekki afstýrt, og sumir hinna hörðustu íhalds- manna, eins og t.d. Winston Churchill voru beinlínis á- fjáðir i uppgjör við verklýðs- hreyfinguna sem ríkisvaldið gæti notað til að brjóta hiana á bak aiftur. Hér er ekki stund né staður til að rekja sögu allsherjairverkfiallsins mikla; það eitt verður að nægja að því lauk með full- komnum ósigri veirklýðsbreyf- in.garinnar, bæðii vegna þess að ýmsir leiðtogar hennar brugðust og gengu til samn- inga við hið f j andsamlega ríkisvald og eins vegna þess að hin fjölmenna brezka milli- stétt studdi ríkisstjórnina ein- huiga gegn verkalýðnum og tugir þúsunda millistéttar- manna gerðust verkf'allsbrjót- ar, svo að ekki sé það nefnt að ríkisstjórn auðmagnsins beitti öllum valdatækjum sín- um, her og löigreglu, gegn verklýðnum. Allsherj arverk- fallilið stóð aðeins fraim til ■ 12. maí þótt sum verklýðsfélö'g héldu áfram vinnustöðvunum. LEIÐTOGAR VERKAMANNA reyndust of auðtrúa á loforð ríkisvaldsins um að það myndi beita sér bæðj fyrir kjarabót- um og afnámi atvinnuleysis- ins. Öll þau loforð voru svik- in, en með lögunum sem sett voru árið eftir verkfallið, 1927, var sett bann við alls- herjarverkföllum, einnig verk- föllum sem hefðu „pólitísk- an tilgang" og flestum sam- úðaraðgerðum verklýðsfélaga með öðrum sem ættu í vinnu- deilum. ÞÖTT NIÐURSTAÐAN af aHsherjarverkfallinu væri þannig neikvæð, varð hún verklýðshreyfingunni ta’ls- verður lætrdómur, að visu dýrkeyptur. Reynsla verklýðs- félaga, ekki aðeins í Bret- landd, heldur í öðrum auð- valdsríkjum, hefur sannað að sú kjarabaráttuiaðferð sem hérlendis var á stríðsárunum kölluð „skæruhernaður" gefst oft betur en langvinn verk- föll mikils fjölda verkamanna. Þetta nefna frændur okkar á Norðurlöndum „punktstrej- ker“ en í enskumælandi lönd- um er talað um „wild-cat- strikes“. Það er einkum á síðari árum og reyndar' síð- ustu misserum sem slíkar baráttuaðferðir hafa verið notaðar í æ ríkari mælí :og‘ H hafa oft gefizt með ágætum: Verkamenn hafa náð fram verulegum kjariabótum án verulegra fó'rna. Þróunin hef- ur verið með nokkuð öðrum hætti hérlendis. Hér er ekki staður til að leiggja neinn dóm á st-arfsreglur og aðferðir ís- lenzkrar verklýðshTeyfingar, en stundum finnst m>anni hún geta lært meira en hún hefur gert af baráttu verklýðsins í öðrum auðvaldsríkjum. — ás.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.