Þjóðviljinn - 19.07.1970, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.07.1970, Blaðsíða 1
 DIOBMUINN Sunmidagur 19. júlí 1970 — 35. árgangur — 160. tölublað. amúðarvinnustöðvun hér vegna brezka verkfallsins? Guðmundur J. Guðmundsson varaformaður Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar sagði í stuttu viðtali við Þjóðviljann i gær, að Þinga um eftirmann Bjarna: 'm er éráðið fiver við forysfn 1 forystugrein Morgunblaðsins í gaer er frá því sagt, að mið- stjórn og þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins hafi í fyrradag haldið fund um þann mikla vanda sem skapazt hafi vegna fráfalls fbr- manns Sjálfstæðisflokksins. Segir í Morgunblaðinu, að engar veiga- miklar ákvarðanir hafi verið teknar 'á fundinum, en ákveðið var að boða til nýs fundar fyrir miðjan ágúst. Ennfremur segir í forystugrein- inni, að augljóst sé að ógerlegt sé fyrir Sjálfstæðisflokkinn að taka skyndiákvarðanir um mik- ilvægustu flokksmálefni undir þeim kringumstæðum sem nú sé að mæta. Þær ráðstafanir sem gerdar voru þegar á fyrsta degi til að tryggja st.iórnarforystu hafi einungis verið til bráðabirgða til að ekki skapaðist vandræða- ástand meðan menn hugsi ráð sitt. Þá er í greininni bent á að flokkurinn hafi á að skipa mörg- um hæfileikamönnum nú pegar sjálfstæðismönnum sé vandi á höndum. Frásögn Morgunblaðsins er öll í þeim dúr að undirstrika að það sé einungis bráðabirgðaráð- stöfun, að Jóhann Hafstein tók við stöðu forsætisráðherra og formennsku í Sjálfstæðisiflokkn- um við hið skyndilega fráfall Bjarna Benediktssonar. Enn sé alh óráðið hver verði eftirmaður Bjarna 'sem foringi Sjálfstæðis- flokksins og' komi þar margir til greina. Um þetta mál er rætt í forystugrein Þjóðviljans i dag. enginn beiðni hefði borizt frá hiTíliiim verkamönnum um sam- úðarvinnustöðvun hér á Iandi, en blaðamaður sneri sér til Guð- mundar vegna boðaðrar samúð- arvinnustöðvunar hafnarverka- manna í Osló. Guðmundur lagði hins vegar áherzlu á að brezk verkalýðsfé- lög hefðu yfirleitt brugðizt fljótt og vel við beiðnum héðan frá íslandi um samúðarvinnustöðv- anir. Sagði Guðmundur J. Guð- mundsson ennfremur að Föroya fisikimannafélag hefði a. m. k. tvisvar sinnum óskað eftir sam- úðarvinnustöðvun héðan og hefði verið tekið jákvætt á þeim ósk- um. Berist beiðni frá verkamönnum í Bretlandi um aðstoð munum við að sjálfsögðu taka henni vel, sagðí Guðmundur, með hliðsjón af ágætum undirtektum brezkra verkamanna undir óskir okkar um aðstoð. Eins og kunnugt er halfa brezk stjórnvöld Iýst yfir „neyðar- ástandi" vegna brezkra hafnar- verkamanna og þannig í raun afnumið verkfallsrétt þeirra, en eftir yfirlýsinguna getur brezka stjórnin látið hermenn vinna í skipunum. Hins vegar geta sam- úðarvinnustöðvanir verkamanna annars staðar vafalaust orðið brezkum verkamönnum að Uði og veikt mjög stöðu brezku stjómarinnar gagnvart verka- mönnunum. Vegleg mínning- argjöf til Félags- stofn. stúdenta Frá stjóm Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrenniis barst Fé- lagsstofnun stúdenta hinn 16. þ.m. peningagjöf að upphæð kr. 100.000,00 til minningar um for- sætisráðherrahjónin dr. Bjarna Benediktsson og Sigríði Björns- dóttur svo og dótturson þeirra Benedikt Vilmundarson. Félagsstofnun stúdenta kann gefendunum innilegar þiakkir fyrir þessa veglegiu mdnningair- gjöf. -<í: 19% hækkun á rafmagnsverði í Rvík — græða samt 75 milj. ? 1. júlí sl. varð veruleg hækkun á rafmagnsverði í Reykjavík, þannig að kílóvattstundin hækkaði úr kr. 1,94 í kr. 2,31. Þessi hækkun verður samkvæmt sérstökum hlutfallsgrundvelli Rafmagnsveitunnar — valdastofnanir borgarinnar geta það .eitt gert að segja til um hvort rétt sé reiknað samkvæmt þessum grundvelli. O Þessi hlutfallsgrundvöllur Rafmagnsveitunnar tryggði henni á síðasta ári 75 milj. kr. gróða. Rafmagnshækkunin 1. júlí er rökstudd með hækkun á launa- greiðslum, söluskattshækkun úr 7V2 í 11%) dýrari orkukaupum frá Landsvirkjun og hækkun á efni Dg vélakosti. Hækkunin var; sem fyrr segir- 37 aurar á kílóvattstund til al-. mennra heimilisnota, eða ¦ um 19%. Þá' varð sú hækkun á her- bergjag.ialdi að nú verður að greiða 223,38 pr. herbergi undir 25 fermetrum. Samkivæmt | u>pplýsingum sem blaðamaður Þjóðviyans aflaði sér í gær er rafmagnsverðið ákveðið eftir fostum hlutfalls- grundvelli þar sem tekið er til- lit til eftirtalinna atriða: Launa- gréiðslna, orkukaiupa, verðjölfn- unargjalds, vélakostnaðar, efnis- og skattahækkana. Þegar hlutfallsgrundvöllurinn hefur yerið reiknaður út af em- bættismönnum er hann lagður Framhald á 12. síðu. Fögnuður í sólskini Veðuarsitiofaii loter oktour bjartviðri um allt land í dag, og var sólskin sunnan- lands í gærdag og vonandi hefur stytt upp i gærtovöldi norðanlainids svo þeir Norð- lendingar fái einnig að njöta sólarinnar í dag. Væntanlega verða því margir sem í dag fara að dæmi stúlkunnar hér á myndinni sem leikur frjáls í vatninu. Hætt er þó við því miður að heldur verði kalt til slíkra leikja hjá okkur í dag þótt sólin skíni eins og veðurfrædingamir hafa lofað. Þingeyingar í baráttumóð: y:^^:^^:'':'^::'-^-::^''r'\::. Lónaðií Vestmannaeyjum meðan léitað var Hún Chreola litla frá Rochester, sem auglýst var eftir í:;útvarpi 15. júlí, reyndist ekki vera í nein- um háska stödd, heldur lónaði hún makindalega í Vestmannaeyjahöfn, er skip og bátar kepptust við að reyna að hala upp á henni. Haukur Már Haraldsson tók þessa mynd af henni fyrir Þjóð- viljann í Vestmannaeyjum á föstudag, en þá dvaldist hún bar enn í ágætu yfirlæti. Verði haldið áfram að ttgra okkur, skapast hættuástam D Þingeyingar létu óhag- stætt veður, norðan' kalsa og rigningu, ekki aftra sér fré. þátttöku í. mótmælaferðinni miklu frá Húsavík til Akur- eyrar vegna . fyrirhugaðrar Gljúfurversvirkjunar í Laxá. Þegar fréttaritari. Þjóðviljr ans, Starri í Garði, hringdi frá Húsavík um hádegi 'í gær var þar saman kominn 'miikill bílafloti og farinn að hópast .saman, við sýslu- mannsskrifstcfuna, þaðan sem bílalestin lagði af stað og var skipulógð. Það er baráttu- og ferðahugur í Þingeyingum þrátt fyrir veðrið, sagði Starri, þátttaka mjög al- menn úr héraðinu og menn treysta því að þeir hafi almenn- ingsálitið í landinu með sér. Auk þeirra se'm þegar höfðu safnazt samian á Húsavík um hádegi var reiknað með að margir bætfjust í lestina á leiðinni til Akureyi-ar, en frá Húsavík héldu bílamir af stað, kl. hálfeitt og var ekið um Reykjahverfi og Laxárvirkj- ¦un.:-Atti að strengja mótmæla- boða gegn Gljúfurversvirk.iun milli.. tveggja. stanga þvert „yfir þjóðveginn, þar sem hann liggur um virkjunarsvæðið. Auk mótmælaborðans við viiikjii>nin.na var mótmælaspjöld- um komið fyrir á bílunum- og voru áletranii-nar á þeirn eftir- farandi: Mývatn og Laxá verða -varin.. — Ný úrræði í virkjunar- málum. Næg orka fáanleg :án náttúi-usp.ialia. — Virkjum jökul- vötnin, verndum lindárnar — Náttúruvernd í stað landeyðingar. — Verhdum lífið f vötnunum. — Láxárrafmagn verður'of dýrt. Neytendur,'hugsið um yðar hag. — Ný "skipan' Laxárvirkjunar- stjórnar. — Stöðvið Gljúfurvers- virkjun, forðizt óhöpp; — Ehgar virkjunarframkvæmdir án samn- inga. — Gætunr framtíðarvérð- mæta — Eflum fiskirækt, forð- umst eyðingu. — Almenningsálit- ið er á mótj Laxárvirkjun.' — Fnamhald á 12. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.