Þjóðviljinn - 22.07.1970, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.07.1970, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. júlí 1970 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA 5 Fréttabréf frá Suðureyri í Súgandafirði GÍSLI GUÐMUNDSSON: VATN ÞURFUM VIÐ AÐ FÁ, - HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR Barnaleikvöllurinn í dag. — Eftirfarandi vísa var ort í vor, l»eg- ar vatnið fór að renna gegniun kranana; hún var sungin á sjó- mannadaginn j von Komið loksins vatnið í krana flesta er. Kannski að það seitli nú fram í september. Kominn er i athafnir kraftur splunkunýr, kominn er um leikvöllinn fagur gaddavir. Sýnishom af mnbúðum utan af erlenda vatninu, sem oft er flutt ttl Súgandafjarðar. í tilefni þessa innflutnings hafa eftirfar- andi visur orðið til: Ég vildi að skipin kæmu á hverjum degi, svo kjarnajöklavatni landa megi. Bjórinn svo indæll er. Ekkert er vatnið hér, það flestir sjá hvað satt er. Hér útí skipin afurðimar fara og oft má ná í vætudropa þar. Til hróss má segja bílstjórunum bara, að bláedrú þeir keyra um göturaar. Suðureyri, 15. júlí 1970. Ég er nú nokltuð seint á ferð- inni með fréttabréfið, bg liggja til þess nokfcrar ástæður, t.d. fréttaöfflun um skipakaup, haifn- anframtovœmdir, ilþróttavallar- gerð, svo að nokkuð sé nefnt. 1 fréttabréfi mínu, er út kom 11. júní s.l., kom pnentvillu- púkinn niokkuð við sögu. Heim- ilisfastir voni hér 1. des 1969 497 alls, en ekki 479, edns og púkinn hafði það. Hitt, sem aflagaðist, var, að í mötuneyti staðarins borðuðu þá 20 manns, en ekki 200. Fækkiun fólks á einu ári úr 511 í 479 er ó- skýranleg í velferðamki eins og Súgandafjörður virðdst nú vera. Og 200 manns í mötuneyffl í ekki stærra kaupstað er fetór- kostlega lygileglt. Þetta leiðrétt- isit nú hér með, þótt seinit sé. Betra seint, en aldrei. Nú eta í þessu sama mötuneytd um 25 manns. Utan til skipakaupa \ -Bf.n j Ég gat þess í sáðasta bréfi, að ekki mundi líða langiur tíimi,. þgr tiíl að. farið yrði að huigsa til hreyfings um fjölgun stærri báta, og svo var það, að 24. júnií s.l. hóf flugvél sig til fflugs af íslenzkri grund sunnan lands með tvo menn innan borðs héð- an frá Súgandafirði áleiðis til Noregs. Flogið var í 18-20 þús. feta hæð yfir sjávanmáli. Menn eru hér nefnilega stundum mjög hétt tuppi. Ferðám. var í upp- hafi farin till þess að skoða skip, sem var og er þar einhvers staðar til sýnis og sölu. Stærð þess mun vera um 196 lestir, samfcvæmt hinni nýju skipa- mælingu. Skipið er með 700 hestaffla vél, og í því er 16 tonna spil. Skipið er tilbúið á troll nú þegar. Það verður tveggja ára gamalt í haust, mjög fallegt og vel út búið. Það er 33 rnetrar að lengd, og djúp- rista um 11 fet, að sögn þeinra manna er það skoðuðu. Mennimir, sem fóm héðan, voru þeir Óskar Kristjánsson, fyrxv. forstjóri og núv. oddviti, og Gestur Kristinsson, nú um ellefiu ára skeið skipsitjóri á m.b. Sif. Ferðin hefiur að öllllum likindum verið farin á vegum Fiskiðjunnar Freyju h.f. Og nú er sennilega gjaldmiðillinn ifyrir bátnum til reiðu, en innifflutn- ingsleyfi eru enn ófenigin. Nán- ari fregnir koma seinna, ef af Aöalsteinn Hallsson kaupum verður, sem búizt er fastlega við að verði. Mengað neyzluvatn Á opinberum hreppsfundi, sem haldinn var hér í mai í vor, vom vat nsvei tumól okkar Súgfirðinga sérstaklega til um- ræðu, með meiru. Um allmörg undanfarin ár hefur vatnsskort- ur verið hér tilfinnanleigur, sér- stakilega þegar frost em á vetr- um og þurrkar á sumrum. Aðalvatnsból okkar em tvær þrær eða geymar fyrir ofan kauptúnið. í þær er veitt því yfirborðsvatni, sem tfinnst og til næst. Vatnið er mjög mengað óþverra, rnold og skít. Stundum eða alloíft kemur það fyrir, að það er ódrekkandi. Það sést varla í botn í venjulegu vatns- glasi. Það kemur oft fyrir, að þvottur, sem verið er að skola í heimahúsum, verður kolmó- rauður af mold og óþverra, sem kemur með vatninu. Mest ber á því í rigningum, þegar auð er jörð og þíð. Áður fyxr var það mengað kúamykju og kindaskít, ásamt fleim, en þær skepnur lögðu frá sér kringum vatnsæðarnar. Þá vom þessar skítaþrær hreinsaðar við og við, að minnsta kosti einu sinni á sumri. Nú er langt siðan belj- umar dóu og ltíndurnar að mestu leyti dauðar og ný eða að mifclu leyti ný hreppsnefnd, er setið hefur að völdum hin síðustu fjögur ár, með ötulan siveitarstjóra eða ráðsmann í flararlbroddi sér til aðstoðar, sem hefur réttindd til að kenna körium og konum að aka bíl eða bílum þeim, er iffluttir em nú hér inn næstum því dag- lega. Enginn af þessum sex mönnum hefur læknisfræðilega eða heilsufræðilega menntun, og sjáandi sjá þeir ekki oig heyrandi heyra þeir ekki, þótt fólk kvarti undian þeim óþverra og skít, sem fflýtur um vatns- leiðslur þorpsins inn ti'l neyt- endanna. Að minnsta kosti em nú þrær aldrei hreinsaðar. Mest ber þó á áðumefndri djöffla- drullu í þeim húsum, sem lægst standa. Vatn, hvað sem það kostar hafi verið rætt um vatnsmálin á opinberum hreppsfundum undanfarin ár. En svo hefur ekkert verið gert í þessu vel- ferðar- og hreimlætismáli, ann- að en stanzlaust krafs út í loftið, ekkert raunhæft, engar staðgóðar framkvæmdir. Hreppsnefndin hefiur því, enn sem komið er, fflotið sofandi að feigðarósi. En nú innan skamms verða fiskafurðir efcki keyptar héðan, nema úr rætist í hreinlætis- og þá fyrst óg fremst vatnsmálunum. En nú vandast málið. Heyrzt hefur, og það mun satt vera, að innan sfcamms verði hrað- frystihúsunum yfirleitt þannað að nota mengaðan sjó eða yfir- borðsvatn til þess að þvo físk- inn upp úr, sem frystur er til útílutnings. Og á síðasta opin- berum hreppsfundi voru þessi vandamál rædd mjög ýtarlega. Talið var eða haft eftir eán- hverjum sérfræðingi að sunnan, að sækja mætti vatn út í Staö- ardal, og mundi sá fco&tnaður verða um 10 miljónir króna, og mun það vera varlega áætlað nú. Það er erfið leið, og erfitt yrði að verja það firosti. Xnni í firði er líka möguleiki að ná í vatn. Þar eru bæði ár og lækir, og yrði það líka mjög dýrt, og auðvitað er þar einnig um yfirbörðsvatn að ræða. Hvað verður svo gert í þessu vandamáli, get ég ekki að svo komnu sagt. En vatn þutrfium við að fá, hvað sem það kostar, ella dauðir liggja, hvað útffluitn- ingi á fiskafurðum viðkemur. Nokkuð hefur borið á því undanfama tugi mánaða, sennilega vegna vatnsskorts, að einstakdr menn hafa tekið sig til og farið að fflytja inn vatn frá öðrum löndum í þar til gerðum ílátum, eins og með- fylgjandi mynd sýnir. Samskon- ar umbúðir eru síðan að flækjast 'hér í þorpinu, sérstak- lega þó eiftir skdpakomur hing- að. Hafnarmál til umræðu Á hinum opinbera hrepps- fundi, sem fyrr er nefhdur, var ásamt vatnsskortsmálinu rætt um dýpkun hafnarinnar og innsiglinguna til hennar m.m. Á undanfömum árum, síðan bátahöfnin var gerð, hef- ur innsiglingin grynnzt nokkuð eða að minnsta kosi breytt sér eitthvað að álíti þeirra, sem hér byggja og vit og reynslu halfa í þedm málum og vilja eitthvað hugsa. Sennilega hefur breyttur straumur, sem liggur fyrir framan hafnarmynnið, valdið því að einhverju leyti. Árið 1957 mun hafa verið gerð síð- asta djúpmœling, sem vita- málastjóm hefur látið gera hér innan hafnar.wæðis Suðureyrar- kauptúns. ' önnur kort finnast hér ekki þar að lútandi. Skipin eru nú hér í óða önn að stækka, og þegar orðin nokkuð stór eða um 200 tonn það stærsta. Það má líka búast við stærri skipum, sem verða hér hedmilisföst á næstunni, ef allt reynist rétt og satt, sem mig grunar. Það skip, sem bú- ast má nú við, að komi hingað á næstunni, ristir um eða yfir 11 fet tómt. Þau skip, sem hafa komið hingað með fisk til vinnslu, t.d. síðastliðið sumar og í sumar og ég hef oft og vanalega sótt út að hafnar- bryiggjunni og leiðbeint inn eftir, hafa mörg tekið niðri á leiðinni. Sérstaklega er það fram af svo köllluðu Stekkjar- nesi, sem er ysta húsið í þorp- nesi, sem er yzta húsið í þorpinu. Það kann að vera, að þiessi leið sé einhvers staðar nógu djúpt, en það er þá svo mjótt sund og þyrfti að merkjast. Vega- lengdin frá höflninni og þangað út eftir er um 600 metrar. Þetta er það svæði, sem nauð- synlegt er að lagfæra ogmerkja síðan með baujum. Enn fremur virðist hafa grynnt í höfninni sjálfri. Ég tek otft eftir því sem hafnarvörður, að skip frá 200- 250 tonn að stærð eiga erfitt með að komast hér að og frá kantinum um fjörur vegna grunnsævis, þvf að þau strjúka þá botninn með kilinum. Skip- unum er vanalega snúið í ská- bandi (spring). Þama er líka stórmikil hætta á, að alls kon- ar drasl, sem sjómenn henda í höfnina,'t.d. tóverk, netadrasl D.fl., fari í skipsskirúfiuna og vaildi erfiðleikum og róðrar- tapi, og stórfelldum kostnaði, ekki sízt ef taka þarf skipið í dráttarbraut, eins og stundum kemur þó fyrir. Hér hefur þó verið komizt hjá slíku með þvi að flá froskmann til að taka draslið burt. Við vonum fastlega, að þessi hafnamál leysist, og að fjár- málastjóm vitamála líti á okk- ur Súgfirðinga sem dugandi framfaramenn, sem afli gjald- eyris fyrir þjóðdna og þjóðar- búið fuilkomlega á við aðra staði. Síðastliðið ár var það 100 miljóna króna gjaldeyrisöflun. Mætti spyrja, hvort aðrir gera það betur miðað við 497 manna bæ? Dýpkunarskipið Háfcur, ef skip má kalla, hefiur verið hér síðan 25. júní, Þá kom hann hingað frá Bolungarvik. Fyrst vann hann að gerð íþróttavall- ar. Hann er nú að dýpka út firá höfninni, sem teikning liggur nú fyrir um, að eigi að dýpika. En það er aðeins 60x200 metra svæði. Eftir verða því um 400 metrar, sem yfir þyrfti að fara, og höfinin r.ð auki. Enn fremur eru tveir hættulegir tangar beggja vegna innsiglingarinnar, er skip hafa nokkrum sinnum strandað á og skemmzt nokk- uð. Síðastliðinn vetur í svarta þaku lenti m.b. Friðbert Guð- mundsson á innri Bölvaldinum, þar eð hann óttaðist hinn. Imn- straumur var þá Ifka miMl, og bar skipið með 5-6 sjómílna hraða til hliðar. Gfsaleki kom að bátnum, en brunadasla hélt honum þurrum, þar til varð- skip kom af hafi utan og setti um borð í hann dælu og fylgdi honum síðan til Isafjarð- ar, þar sem hann var settur í slipp. Þetta læt ég svo nægja um hafnarmálin að sinni, og ég vona, að endirinn verði góður og við fláum hérna hreina og nægilega djúpa leið inn til hafnarinnar. íþrótta- og barnaleikvellir Hákur kom hingað 25. júní frá Bolungarvik, svo sem áður segir. Hann byrjaði á því að dæla upp sandi í íþróttavöll innan til við kauptúnið. Stærð vallarins er sfcv. teikningu 60x100 metrar. í þessu vann hann í sjö daga, þar af sex daga að starö. Starfsdagurinn er 16 klukkust,, sama sem tvaar átta stumda vaktir. Afköst Háks eru góð, svo fremi að efni sé mjúkt og gott. Hann ræður ekkert við harðan eða grjót- mikinn botn. Nú geta þeir Súg- firðingar, sem vilja, farið í boltaleik, hvenær sem er. Þessi völlur er sá fimmti í röðinni, sem mótaður hefur verið hin síðustu ár. „100 manns í bolta- leik, en aðeins einn maður að beita“, er haft eftir formanni einum héðan, sem nú er látinn fyrir löngu. En nú þarf að ganga þannig frá þessum vélli, Fnamlhaad á 7. síðu. Þessi mynd frá barnaleikvellinum á Suðureyri er gömuL Það vantar þó ekki, að mikið Vigtarskúrinn á Suðureyri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.