Þjóðviljinn - 24.07.1970, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.07.1970, Blaðsíða 8
0 SfÐA — I>JÓÐVILJIN1N — Fösifcudagur 24. júlí 1970. JULIUS BARK: SEM LINDIN TÆR... sagði mér að hann hefði lesið fyrstu bókina mína, smásagna- safnið. Hann sagði að sér hefði fundizt hún mjög góð. Einkum hefði hann verið hrifinn af smá- sögunni Sólarlagi, ef þú mianst eftir henni. — Hún er með því bezta sem þú hefur skrifað, sagði Peter. — Þetta sagði Cæsar Hka. Hann langaði til að hitta mig og bjóða mér í mat. Hann var feiminn og ágengur í senn. Ég gat ekki almennilega áttað mig á honum, en ég fór með honum á gistihúsið O'g borðaði með hon- um. — Upp með þér af því að einhver skyldi hafa lesið bókina? Peter var ekki að hæðast, hann kannaðist bara sjálfur svo vel við þessar aðstæður, ’ hafði sjálf- ur iðulega lent í þeim. Surnir vildu auka á eigið álit með því að sjást í félagsskap þekkts manns. — Já, ég var upp með mér yfir því að einhver skyldi hafa lesið smásögurnar. Og Cæsar var óspar á mat og hrós. Ég gleypti allt' í mig og var hæstánægður. Cæsar fannst mér ánægjulegur kunningi. — En hann bar hrossanafn, gneip Peter fram í. — Jæja, hvað gerðist svo, þegar þú varst búinn að gæða hrossunum á sykri? — Ég fór inn, þvoði af mér hrossaslefuna og sykurinn og settist aftur við ritvélina. Já, ef ég ætti aö taka öll smáatriðin með, þá man ég að ég fékk mér nokkrar kexkökur, braut þær sundur með tungunni og sk'olaði þeim niður með köldu kaffi. Síðan reyndi ég að einbeita huganum mínum að bókinni: morðinginn var sögumaður bók- arinnar, en hvem átti að myrða? Cæsar? Skyldi ég geta notað hann sem fyrirmynd? hugsaði ég. Hugsunin var í senn heillandi og ógnvekjandi. Einhvern veg- inn fannst mér dálítið óviðfelld- ið að hinn myrti fengi persónu- legan svip af lifandi mannveru. Þú hefur ef til vill orðið fyrir einhverju slíku? Peter kinkaði kolli. Vinir hans — og óvinir — höfðu oft orðið að leggja til eiginleika sem prýddu síðan bæði morðingja og fórnarlömb. • "* • • • — Gæti maður eins og ég í raun og veru svipt Cæsar lífi? spurði ég sjálfan mig, hélt Öli áf'ram. Ef ég gerði mér í hugar- lund að við lifðum í þjóðfélagi, þar sem morð var ekki álitið afbrot. Ef einhver segði við mig: Óli, þú verður að myrða mann, aðeins einn, hvern velurðu ? Myndi ég þá velja Cæsar? Ef til vill, svaraði ég sjálfum mér. Ef til vill, ef mér yrði gert að velja eitthvert kvöld þegar hann sat fyrir framan mig með slefudropa í munnivikinu, ljóst, ógreitt hárið lafandi fram á ennið, með slifsishnútinn í óreiðu og efsta hnappinn frá- hnepptan í þvældri skyrtunni. Lítill, magur, með hvasst netf. Þegar hann sat og velti glas- inu milli fingranna og vorkenndi sjálfum sér, hataði meðbræður sína og var andstyggilegur. Já, á slíkri stundu kynni hug- myndin að geta orðið að veru- leika: morð í andartaksæði. And- artaksmorð. En morð að yfirlögðu ráði? Nei, tæplega. Ekki einu sinni þótt ég hugsaði um hann með andúð, þótt ég reyndi að ala á ókostum hans, manaði fram fleðulegt smjaðrið og hivimleiða sjálfsmeðaumkunina, — deig- klumpur sem rann alltaf undan þegar á honum var tekið, þrútn- aði síðan út og félck á sig nýja, ólögulega mynd. En þaðan var reyndar langt í land að morði að yfirlögðu ráði. Að vísu var hann óneitanlega slík manngerð, að vel mætti hugsa sér hann sem fórnarlamb morðingja. Og auk þess, og það skipti ef til vill mestu máli, Peter, mér fannst það ekki óþægilegt að hugsa mér hann sem dauðan. Það myndi einfaldlega létta af mér mörgum á'hyggjum. Ég yrði ekki lengur háöur honum, já, hann hafði lánað mér dálítið if peningu-m. Ég þynfti ekki lengur að finna til þakk'lætis og undir- málsikenndar gagnvart honum. — Og ef þú hefðir fundið Cæsar dauðan, hefði þér sem sagt hreint ekki líkað það illa? greip Peter fram í. — Nei, sagði Óli hreinskilnis- lega. — Ég hefði sumpait verið feginn. Cæsar látinn fram á borðið í hótelmatsalnum, Cæsar undir bíl á götunni fyrir utan, Cæsar dauður af hjartaslagi og hóglífi. VEUUM ÍSLENZKT Minningarkort 7 Peter hristi höfuðið, átti hann enn eftir lögg í glasinu; þessi brúni vökvi hafði ekki bragð- azt sérlega vel. En Óli hellti í hjá sjálfum sér, fullt glas. Peter fór aftur að verða dá- Htið óþolinmóður. Þetta gekk alltof hægt fyrir sig. Óli k'omst ek'kert áfram, rétt eins og hann væri að draga frásögnina á langinn til að halda sem lengst í félagsskapinn. — Hvað gerðirðu þegar Cæsar var búinn að hringja? sþurði hann blátt áfram. — Ekk.i neitt, svaraði Óli. Ég sat stundarkorn við ritvélina eins og ég sagði og braut heil- ann. Og svo skrifaði ég á autt blaðið með stórum bókstöifum lykilorðin sem ég ætlaði að vinna eftir. Allt í einu stóðu þau þarna: ÉG ÆTLA AÐ MYRÐA. En svo komst ég ekki lengra. Ég var í sjálfheidu. Hugsanirnar um Cæsar trufluðu míg. Peter kinkaði kolli uppörvandi. — Ég hafði kannski farið illa að ráði mínu? Verið of hrana- legur við Cæsar, verið ófélags- legur. En ég gat ómögulega rót- að í vandamálum hans mörg kvöld í hverrj viku, ég nennti ekki að sitja enn eitt kvöldið yfir röflinu í honum k Hafði Cæsar hringt að heiman? spurði ég sjálfan mig. Eða sat hann eins og vanalega í borð- S^lnum á hótelinu.og hafði fanð fram í anddyrið til að hringja? Hafði trúlega verið að borða síðbúinn hádegismat Ég var ekki frá þvi að hafa heyrt dálátinn klið kringum hann ... Ég leit upp og horfðí út um gluggann Á veginum niðurfrá var áætlunarbíllinn að koma. Ég leit á klukkuna, vagninn hélt áætlun: Hún var fimm mínútur yfir fimm. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Simi 42240. Hárgreiðsla — Snyrtingar. Snyrtivörur. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. ,188 ni. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa ; Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68. Peter ýtti upp jakkaerminni og leit á armbandsúrið þegar Óli sagði þetta. Klukkan var orð-in fjón'ðung yfir níu, máltíðin hafði dregizt á langinn. — Ég sá dráttarvélina á akrin- um hjá Fagerkvist, hélt Óli á- fram. Álút, samanhnipruð mann- vera í sætinu. Það var mikilvægt að nota góða veðrið. Cæsar hafði áreiðanlega hringt af hótel- inu, hugsaði ég. Var búinn að borða og vantaði félagsskap. Þess vegna hafði hann auðvitað hringt, milli heita réttarins og kaffisins. Og nú sat hann þarna, dreypti á konjakinu og var í illu skapi. Ég hefði kannski átt að taka á móti honum? Þá var barið í vegginn. Þungt, marrandi híjóð sem reif mig upp úr vangaveltum mínum. Ég tók með mér lúku af sykur- molum og gekk út í garðinn. Hrossin sáu mig undir eins og hneggjuðu. — Hrossin? greip Peter fram í. Hvaða hross? — í bithaganum hér fyrir ut- an, sagði Óli. Á vorin er þeim sleppt þangað og þau íá að vex'a þar frjáls. Haginn mjókkar í áttina að húsinu og í mjóddinni standa þau í hnapp og bíða eftir þvi að ég koimi út. Húshoi’nið er skafið neðan til eftir hóf- ana á þeim. — Og þ-ar eru vdnir þínir meðal dýranna vanir að standa og híða. eftir- .sykri, sagði Peter dálítið hæðnislega. — Þeir koma þangað snemma moa-guns, sagði Óli. — Og þeir fara ekki þaðan- fyrr en ég er búinn að fara út með nokkra sy.kurmo'la og klappa þeim. Og svo heilsa þeir upp á mig nokkr- um sinnum yfir daginn. • —- Jæja, þegar ég kom út stóðu þeir í biðröð og teygðu hálsana yfir grindverkið inn í trjágarðinn. Sá stóri brúni reyndi aö rjúfa röðina og troðast fram fyrir. En honum var refsað með því að hann fékk síðastur skammtinn sinn og hann hneggj- aði gramur og óþolinmóður. Svo stikaði hann burt og ég fór inn til sjálfs mín — Mér dettur eitt í hug, sagði Peter. — Er Cæsar eiginlega ekki nafn á hesti? Síðan ég var strák- ur man ég eftir stórum svörtum hesti sem hét Cæsar. Hann flutti pilsner milli staða heima í mín- um bcvrgarhluta. Óli hló. Fékk sér konjakslögg, leit aftur fyrir sig í eldstæðið, en. þar lifði enn í eldinum. — Þetta fannst mér líka, sagði hann. — Ég hefði líka átt að gefa Cæsari sykurmola. Hann hafði sárbænt um það, hann hafði kannski meiri þörf fyrir það en hrossin. Vilji maður teygja úr líkingunni, mætti segja að Cæsar hefði líka sparkað í hornplankann á hverjum degi, sparkað í von um vingjamlegt klapp eða sykurmola úr opnum lófa. — Hafðirðu þeikkt Cæsar lengi? spurði Peter. — Nokkur ár. Ég kynntist honum á dálítið frumlegan hátt, eða öllu heldur kynntist hann mér á frumlegan hátt. Hann hringdi einfaldlega til mín og H Akraneskirkju. •Y' Borgarneskirkju. Y Fríkirkjunnar. H Hallgrimskirkju. Y Háteigskirkju. Y- Selfosskirkju. Y Slysavarnafélags tslands. H Barnaspítalasjóðs Hringsins. Y* Skálatúnsheimilisins. Y Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. H Helgu ívarsdóttur, ' Vorsabæ. H Sálarrannsóknarfélagjj Xslands. H S.I.B.S. H Styrktarfélags vangefinna H Mariu Jónsdóttur, flugfreyju. H Sjúkrahússjóðs íðnaðar- mannafélagsins á Selfossi. H Krabbameinsfélags tslands. H Sigurðar Guðmundssonar, skólameistara. H Minningarsjóðs Ara Jónssonar, kaupmanns. H Minningarsjóðs Steinars Richards Elíassonar. H Kapellusjóðs Jóns Steingrímssonar, Kirkjubæjarklaustri. H Blindravinafélags íslands. H Sjálfsbjargar. H Minningarsjóðs Helgu Sigurðardóttur skólastj. H J íknarsjóðs Kvenfélags Keflavíkur. H Minningarsjóðs Astu M. Jónsdóttur, hjúkrunark. H Flugbjörgunarsveitar- innar. H Minningarsjóðs séra Páis Sigurðssonar. H Rauða kross tslands. Fást í Minningabúðinni Laugavegi 56 — Sími 26725. Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. nniiiiiiiiniiiiiiiimiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiii!iíiiiiiSiiumiiiiniiHiiiiiniUiHimiiiiiiiUiiumiimmi!iHiíiiiii!imsUí! 1 nmiisn HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLAND& BRAUT 10 * SÍMI 83570 mliíiihmiiiiiHiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiffíininlniíliiiiiniiiiiiiiniiiiiiiiiiljiiifiiiiifiiiilii BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlaoötu 32. MÓTORSTILLINGAR HJÚLASTILLINGAR LJÓSASTILLINGAR Sími LátiS stilla i tíma. Æ * i.i n n Fljót og örugg þjónusta. 1 rl U U Dömusíðbuxur - Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur ox. _ Laugavegi 71 — sími 20141. SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. VARAHLUTAÞJÓNUSTA Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéia fyrir smærri báta og litla sumarbústaði ELD A VÉL A VERKSTÆÐl JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 . Sími 33069 HARPIC er Ilanandi efiai sem hreinsar salernlsskálina og drepur sýkla Auglýsingasíminn er 17 500 ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.