Þjóðviljinn - 18.08.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.08.1970, Blaðsíða 6
0 SÍÐA — ÞJóÐVILJINN — Þriðjudaigur 18. ágúsit 1970. Á þessu ári eru liðin 300 ár frá dauða hins mikla tékkneska skól'aimanns, Jans Amosar Komenskýs. Að frumkvæði UNESCO verður þessarar ártíðar minnzf um heim allan. HVER VAR KOMENSKÝ? Hver var Jan Amos Kbmen- ský, og hvað gerði hann fyrir heiminn að metnn hafi enn áhuga á asvi hans og starfi þrem öldum eftir að hann lézt? Hann var framúrskarandi uppeldisfraeðingur, hugsuður og rithöfundur. Maður sem barðist fyrir friði með öllum hugsan- legum ráðum, þótt fá dygðu á þeim tíma sem hann lifði, tíma þrjátíu ára stríðsins. Hann var uppalari svo merkur, að hugs- anir hans eru enn jafn lifandi og raunhæfar og þeer voru á hans tíma. Sem rithöfundur hlaut hann það lof Goethes (í Didhtung und Wahrheit) að hann hefði aldrei lesið betri bamabók en Orbis Pictur eftir Koroenský, sem hann las í bemsku. Þessi fraegí maður var fædd- ur á Mæri og ólst upp undir áhrifum Mærsku bræðrakirkj- unnar. Æðri mennitun hlaut hann í akademíu Kalvínista í Harborn. Hann fflutti hugmynd- ir þýzkra mótmælenda til lands síns þegar hann byrjaði kennslustörf 22 ára garhall ■ í Prerov á Mæri. Þetta voru hamingjudagar fyrir hann, konu hans, og ungan son ... En tímar þeir sem Komenský lifði á, voru ekki liklegir til að færa fólki hamingju til langs tíma í senn. Orustan á Hvíta- fjalli sem orðið hefiur harm- sögulegust í tékkneskri sögu (1620) og fyrstu drunur þrjátíu ára stríðsins svipti mótmælend- ur í Bæheimi og þar með Kom- enský öllum möguleikum. Er- lendir aðalsmenn, erlendir hers- höfðingjar birtust á vettvangi dagsins og réðu mestu í land- inu: Ferdinand annar af Habs- burg hóf grimmilegar ofsóknir og gerði upptækar eigur þeirra. Um þetta leyti létust kona og sonur Komenskýs. Sjálfur flúði hann til landseturs áhrifariks aðalsmanns á Mæri. Karls öld- ungs af Zerotín... Hann gat ekki dvalizt þar nema eitt ár, til 1628. Þegar otfsóknimar mögnuðust hélt hann til Leszno í Póllandi og gerðdst þar bisk- up Sameinaðra bræðra og rek- tor latínuskóla þeirra. Frá Leszno komu flest verka hans, kennslubækur og kennsiufræði- rit fyrir böm og kennara. Rit þessi em nútímarit i fyllsta skilningi og einstæð í sinni röð á þeim tíma. Þar em færð rök fyrir nauðsyn jafnrar menntunar öllum til handa án mismununar. Þessi huigmynd er færð út i Didactica Magna, verki í þrjátíu köflum, þar sem Komenslcý lýsir samfelldu kennslu- og uppeldiskerfi fyrir æskuna. Markmið allra þessara verka, einnig þess sem fjallar um. tungumálanám („Hlið tungumálanna") er að göfga mennska kind. Komenský fjallaði einnig um menntun frá hagnýtu sjónar- miði. Hann mótaði aðlferðir til að kenna mönnum arðbær störf, til að skipta skólum niður eftir námsefni og hann. bar fram kenningu um það hvemig halda skuli uppi aga. Hugmyndir hans í þessum efnum urðu fyrdr- rennarar framsækinnar huigs- unar átjándu aldar. Um 1640 var Komenský orðinn mjög þekkt persóna, ekki sízt mcðal mótmælenda í Vestur- Evrópu og Ameríku, en þar átti hann marga vini og aðdáendur. Margir hrifust af hugmyndum hans um samfélag menntaðra manna — vísindaakademíur samtimans, Hann fékk heimboð frá enska þinginu og átti þess kost að setjast að í því landi fyrir fullt og allt. 1 Frakklandi varð engu minni maður en Richelieu kardínáli til þess að reyna að vinna hann á sitt band og Bandaríkjamenn buðu hbnum stöðu rektors við Har- vardhásköla, Komenský kaus heldur að lifa í Svíþjóð þennan hluta útlegðaráranna, því hann von- aðist alltaif eftir því, að Habs- borgarar biðu hemaðarlegan ósigur. Hin unga drottning, Kristín, bauð hann vélkominn til Stokkhólms og vakti furðu hans með ágætri kunnáttu í latínu, sem hún hafði lært af kennslubókum hans. Hann sett- ist að í Pommem og skrifaði um málvísindi. En hinir voldugu menn heimsins ullu honum enn einu sinni vonbrigöum. Það fóru fram friðarviðræður milli ka- þólskra bg mótmælenda og var nú miklu meira í húfi en örlög útlaga frá Bæheimi. Þrjátíu ára stríðinu lauk, og Tékkar sem sumir hverjir höfðu snúið heim aftur, áður en vopnahléið var samið, héldu í annað sinn til annarra landa. Jan Arnos sneri aifitur til Les- zno. Þar skrifaði hann „Sögu ofsökna á hendur kirkju Bæ- heims“ og „Beiðni hinnar deyj- andi móður, Einingar bræðr- anna" Um tíma dvaldi hann í Ung- verjalandi og naut gistivináttu greifa af mótmælendatrú, Sigis- mundar Rakoczys, en ýmsir mótmælendur gerðu sér von um að hann gæti komið Habs- borgurum frá völdum. 'Þessar vonir urðu að engu er Rakoczy lézt fyrir aldur fram. Komenský sneri í síðasta sinn aftur til Leszno. Hann hafði samt ekki enn bergt til fulls af bi'kar ofsókna. Árið 1656 kom til hemaðar- átaka milli Pólverja og Svía og voru borgir þá brenndar í eldi — brunnu þá bækur og handrit Komenskýs, m. a. safn bað sem hann hafði unnið að í fjörtíu ár til latnesik-bæmheimskrar orðabókar. Komenský kom næstum því tómhentur til síð- asta athvarfs síns, heimilis gamalla vina, de Geers í Amsterdam Þar gaf hann út safn kennslurita sinna sem nefnist „Opera Didactica Om- nia“, og helguð var borgar- ráðsmönnum í Amsterdam. Komensky lézt árið 1670 í Amsterdam. Minnlng hans bg veric hans sem uppalara, heim- spekings, málfræðings, korta- gerðarmanns og prests, manns sem var sannur alfræðingur að þekkingu hófur lifað í hugum beirra sem hafa kynnt sér verk hans. Enn í dag, á seinni hluta 20. aldar, eru Komenskýfræð- ingar að vinna að því hvernig hugmyndum hans verði sem bezt breytt í veruleika. 471.500 km áætlunarflug- leiðir Fá fflugfélög munu halda uppi flugferðum á lengri sam- anlögðum fljgleiðum en Air France, franska flugfélagið. Fluigvélar þess balda nú uppi ferðum til 145 borga í 75 lönd- um og áæitlunarleiðimar eru samtals 471.500 km að lengd. Áfengissala íslenzka ríkisins árið 1969 nam: 649.197.000 kr-2.17 lítrum á hvern Og nú á að auka til muna afköstin við brenni vínsframleiðsluna. Hinn 6. ágúst voru ofan- greindar tölur birtar í aðai- blaði nikisstjórnar Islands. Með nokkru stolti var sagt frá því að Afengisverzlunin væri flutt í rúmgóð húsakynní. Húsið kostafti aðeins 12 miljónir króna og 16 miljónir voru lagðar, í Iagfæringu og umbætur. Húsið er 3000 fermetrar að flatarmáli, á tveimur hæðum. Húsinu fylgir stór lóð. Hægt er nú að auka afköst, hægt að tappa á um 8 þúsund flöskur á dag. Með viðbjóði las ég þessa lýs- ingu á öfugþróun íslenzkrar menningar. Það er auðskilið, þó ekki sé til nein heildarskýrsla um þá ómenningu sem neyzla áfengis hefur leitt yfir þjóðina. Þegar dagblöðin skýra frá inn- brotum, þjófnaði, ofbeldisglæp- um og ákeyrslum bíla, fylgir oftast fréttinni að sá sem vald- ur var að glæpnum hafi verið undir áhrifum áfengis, og mörg eru dauðaslysin a( völdum vín- neyzlu. Flestir af þessum hörmuilegu atburðum eru á skýrslum lögreglunnar, bg sagt hefur mér maður kunnugur þessum málum, að töluverð og kostnaðarsöm lögreglustörf væru í sambandi við drykikjuskap á heimilum í seinni tíð. Ekki býst ég við að öllum sé úr minni liðin þau morð, er framin hafa verið af ölvuðum mönnum, svo hryllilegt brjálæði gleymist ekki þeim sem séð hafa. Islendingar hafa talizt menn- ingarþjóð, eða viljað teljast það. En hrakar ekki menningunni, þegar afbrotum fjöl'gar ár frá ári, lausung og upplausn heim- ila, heimilislausir menn svo tugum skiptir ráfa um í höfuð- borg landsins? Flestar þessar hörmungar gerast vegna áferag- isneyzlu. Ég held að þessi áfengisómenning, sem blómstrar hér á vegum ríkisins, sé að af- má allt það kristilega og 'fagra í fari svo mar-gra, útþurrka sið- gæðisþróun sem vonir stóðu til að glæðast mundi með auikinni menntun. Læknar og vísindamenn hafa oftlega í ræðum og ritum bent á skaðsemi áfengisneyzlu og varað við voðanum, sem af því getur hlbtizt þegar maðurinn kernst á það stig að heilinn trufflast, vitsmunir sljóvgast, maðurinn breytist úr manni í skynlausa skepnu, þegar lengi og mikið er drukkið. Allt slíkt, heilsutjón ig fávitaástand þegn- anna, láta þeir sem áfengissölu mann!! stunda sér óviðkamandi. Ráða- menn ríkisins hlusta dkki á læknana sem vara við voðan- um, láta slíkt eins og vind um eyrun þjóta. Afbrot og dauða- slys koma þeim ekki til að draga úr sölunni, þó þeir viti að áfengið var orsökin. Þeir láta allar aðvaranir inn um annað eyrað og út um hitt, eins og erfið og treggáfuð höm, sem fara sínu fram, en hlusta ekki á aðvaranir vitrari manna. Þess- Ir menn sem telja ríkinu til tekna þessar miljóndr sem ifiá- kænir menn fleygja frá sér og valda oft og mörgum sinnum fleiri miljóna tapi fyrir rikið bg þjóðina í heild, héldur en inn kemur í kassann hjá áfengissölunni, eins og marg- sannað er og hér hafa verið nefnd noktour dæmi um, sem eru á allra vitorði. Þeir sem gæla við ört fjölg- andi miljónir af áfengissölunni ættu að kjósa ábyrga og sann- sögla menn í nefnd til að gera áætlun um gróða og útgjöld þjóðarinnar í sambandi við sölu áfengis. I þá nefnd þyrfti að kjósa löggæzlumenn, bama- verndaméfndamenn og menn sem sjá um rekstur heimila fyrir afbrotamenn, gjaldkera vinnuhælisins á Litla-Hrauni og fleiri sem vita um útgjöld og tjón af völdum vínneyzlu. þá myndi koma í ljós svimandi hár tjónalisti, þó ótalin væru mannslát og óhamingja vegna vínneyzlu, því það verður aldrei metið til fjár. Það er stórmerkilegt tímanna tákn að fullorðnir menn skuli ekki blygðast sín fyrir að verja tugum eða hundruöum miljóna til að auka sölu á þeirri vöru sem veldur tjóni. Það er líka lærdómsríkt að hugleiða þá stjómvizku í menningairþjóðfé- laginu, að auka húsrými fyrir áfengissölu meðan fjöldi fá- tækra, bammargra vinnandi manna getur ekiki fengið lán til að koma sér upp mannsæmandi íbúð. Dýrtíð bg háir skattar og lág laun valda því, að svb marg- ir verkamenn búa í lélegum íbúðum, sem er þjóðarskömm i því lýðveldi sem kastar hundr- uðum miljóna fyrir hús það sem notast á til að auka sölu á þeim varningi, sem tjóni veld- ur. I því húsi eru lfka seldar sígarettur, sem að dómi sér- fræðinga valda heilsutjóni, og drukkið fólk með sígarettur hefur margsinnis valdiðíkveikj- um og dauðaslysum. Og svo er verið að tala um spillingu æskufólks. Æskufdlkið er þolandinn, forráðamenn þjóðfélagsins gerandinn. Eg vonaði lengi að konuimar, mæðumar sem fengu kosninga- rétt 1915, myndu verða skelegg- ar í öllum velferðarmálum og beita sér þó sérstaklega fyrir öllu til verndar þeirri æsku sem okkur ber skylda til að ala upp sem merka og trausta, kærleiksríka og vel uppfrædda til þess að taka við arfinum dýrmæta, blessuðu fagra land- inu bkkar íslandi, skrýddu nyt- sömum mannvirkjum og fögr- um skógarlundum. En Iaust við miljóna vínsöluhús og herstöv- ar og þá spillingu sem öllu því fylgir. Reykjavík, 13. ágúst 1970 Viktoría Halldórsdóttir, frá Stokkseyrl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.