Þjóðviljinn - 18.08.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.08.1970, Blaðsíða 10
10 SÍBA — ÞJÓÐVrLJFNTM — Þriðjudagur 18. ágúst 1970. JULIUS BARK: SEM LINDIN TÆR... 25 stlkaði inn á nýbónað gólfið í ! stofunni og hlammaði sér óboð- inn niður í hægindastól. Lísbet og móðirin stóðu enn í dyrunum, Lísbet hélt um axlir móðurinn- ar og sýndist hissa. Móðirin sýndist enn meira undrandi. — Ég bít ekki, sagði Óli. — Komið bara inn. Móðirin rölti inn. Lísbet hreyfði sig ekki úr dyrunum. — Ég væri feginn ef þú vild- ir skreppa sem snöggvast fram í eldhúsið, sagði Óli við móður- ina. — Ég á dálítið vantalað við Lísbetu. Móðirin leit tvíráð á Lísbetu sem sýndist vilja halda í hana, en Óli rak á eftir henni. Etftir nokkurt hik fór hún aftur fram í eldhúsið. Lísbet horfði á eftir henni, stóð kyrr með lafandi handleggi. — Seztu, sagði Óli. — Það er auðveldara að spjalla saman sitj- andi. ! þess að hún róaðist smám sam- an. Lísbet þurfti ekki að svara. Öli vissi svarið nú þegar. — Veiztu það? stundi hún upp að tokum. — Ég taldi það víst. Lögregl- an sagði að bíllinn minn hefði staðið hjá tjöminni. Þeir fundu líka skóinn hans Cæsars í far- angursgeymslunni. — Veit lögreglan að ég gerði það? hvíslaði Lísbet. — Nei. — Hvernig veizt þú það? — Það getur enginn ræst Ang- líuna auk mín nema þú. Það veizt þú eins vel og ég. Held- urðu að nokkrum detti í hug að snúran sem hangir úr mæla- borðinu sé föst í slitnu ræsi- leiðslunni? Ég kenndi þér þetta. Var það ekki? Lísbet kinkaði kolli. Vangar hennar vom fölir, hún vætti þurrar varirnar með tungubrodd- inum. — Ég var einmitt á leið í búð- ina þegar þú kornst. Ég verð að flýta mér þangað. — Þú átt frí í dag, sagði Óli. — Ég var að tala við Mellgren. Lísbet gat engu svarað, sett- ist yzt á fomlegan stól með veigalítilli setu og geysihéu baJd, sat föl og miður sín með hendur f skauti. Hún einblíndi niður í fíólfið, hrædd og kvíðin. öli var búinn að taka ákvörð- lin Hann ætlaði að beita sömu tækni og Bernhardsson: koma á óvart. Hann laiut i áttina að Lís- betu og sagði: — Af hverju ókstu líki Cæs- ars burt í bílnum mínum? Lísbet tók viðbragð, skelfing- in gagntók hana, hún varð and- stutt og fát kom á hana. Hún ieit upp og leit á hann stórum, ga'opnum augum. Óli vorkenndi henni sem snöggvast, en hánn sat grafkyrr, ö°ð1 ilega kyrr og reyndi að sýn- ast kæmlaus. Ef hann stæði upp og gengi til hennar til að sefa hana, myndi hún spretta á fætur og hrópa á hjálp; það þóttist hann vita. Kyrrð Óla varð til HÁRGREIÐSLAN Hárgxeiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 m. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa G-arðastræti 21. SÍMl 33-9-68. — Ég hef ekki kennt það neinum öðram, hélt Óli áfram. — Ég ók ekki með Cæsar. Og þess vegna hlýtur það að hafa verið þú. Lísbet skalf, nasavængimir titmðu af óttanum. — Hefurðu sagt lögreglunni frá þessu? spui'ði hún. — Nei! Lísbet var yfirleitt svo ömgg um sig, stillt og róleg. Nú var hún náföl* d andliti,- vissi ekki hvort hún ætti að dirfast að bera fram spurninguna við Óla. — Af hverju gerðirðu það? spurði hún loks. — Hvað? sagði Óli rólega. — Myrtir hann. Lísbet hvísl- aði þetta. — Myrti hann! Óli spratt á fætur, steig til Lísbetar og hristi hana. Lísbet reyndi að æpa en ekkert hljóð kom yfir varir hennar. — Ég myrti hann ekiki, sagði Óli. — Ég myrti hann ekki! Heyrirðu það! Þá var hann búinn að fá. það staðfest; hún hélt að hann værl morðingi. Hún þekkti hann ekki betur en svo. — Hann lá í hjláleigunni, sagði Lísbet hásum rómi. Óli sleppti henni. Nú varð hann að vera rðlegur, hugsa skýrt og athuga sinn gang. Ekki láta í ljós geðshræringu, sýnast rólegur, ömggur, traustvekjandi. — Ég segi þér satt, Lísbet, sagði hann. — Ég gerði það ekki. Viltu ekki segja mér hvað kom fyrir. Sjálfrar þín vegna . . . og miín vegna. Lísbet var hrædd og efabland- in en nú brá fyrir vonarglampa í auigum hennar. — Ég fór heim til þtín eftir vdnnu. — Já? Óli reyndi að hvetja hana. — Ég kaMaði úti á hlaði eins og ég er vön. En það svanaði enginn. — Ég var úti í skógi, sagði Óli. — Fór út að ganga. — Og ég fór inn. Þú hafðir elbki læst. Samt er ég búin að biðja þig um það hundrað sinn- um. Þú átt að læsa dyrunum þegar þú ferð út. Lísbet þagnaði. Það varð all- löng þögn. — Hann lá á gólfinu, í hnipri. Óli þorði naumast að anda. — Ég var hrædd, þaut fyrst út, en svo . . . svo fór ég að hugsa að ... Hún kyngdi, átti erfitt með að halda áfram. Óli lét fallast niður í sófann aftur, starði á hana. — Ég hélt það væri betra fyrir þig ef ég feerði hann úr stað. Bf hann fyndisí ekki heima hjá þér. — Ég hef ekki gert nokkurn skapaðan hlut, sagði Óli. — Ég var úti í skógi. Ég vissi ekki að Cæsar var í hjáleigunni. — Það gat ég ekki vitað. — Dróstu hann út í bflinn og ókst með hann niður að tjörn- inni? Lísbet kinkaði kolli. Lítil og písiarleg sat hún þama og kink- aðj kolli eins og brúða. Hún hafði gert þetta fyrir hann. — Ég veit ekki af hverju ég gerði þetta, sagði hún. — Ég gerði það bara Ég gat ekki skilið við hann þarna, hélt að þú hefðir hlaupizt á brott, stungið af eftir að hafa gert þetta . . . Óli reis á fætur og gekk til hennar, strauk henni um hárið. Fann til biíðu í hennar garð, blíðu, ekki ástar. Hún hafði viljað vernda hann, dröslað lík- inu burt. Ekið því að tjörninni, fleygt því þar, ekið til baka og lagt bílnum á sinn stað. — Lísbet litla, hvislaði hann. Hún mætti augnaráði hans í fyrsta sinn. — Ég gerði það ekki, Lísbet. — Allir halda, að þú hafir gert það. — Ég veit það. — Hvað eigum við að gera, Óli? Hún sagði við! ÖIi fann sam- heldnina, samhjálpina. — Ég veit það ekki. — Á ég að fara til lögregl- unnar og segja frá þessu? spurði hún Oli haigsaði sig um. Átti hann að hvetja hana til þess. 1 angum lögreglunnar yrði þetta lokasönn- unin gegn honum; það sem yrði til að felia þann Qg JJolf gekk enn laus, morðinginn Rolf. Sem snöggvast datt honum í hug að segja frá mprðtilrauninni sem hann hafði orðið fyrir sjálf- ur, en var ekki ástasðulaust að hræða hana frekar? Nei, ekki segja lögreglunni neitt, hann yrði sjálfur að greiða úr þessari flækju, finna lausnina. — Ég held að það sé bezt að við látum lögregluna bíða, sagði hann. Þeir ná trúlega í söku- dólginn samt. Hún hortfði á hann. Hann var ekki viss um að hún treysti hon- um, að hún myndi gera eins og hann sagði. í sömu svipan rak móðirin höfuðið inn um gættina og and- litið hmkkaðist af hikandi brosi. — Á ég að hita kaffi? spurði hún. — Nei, þakk fyrir, sagði Óli. — Ég er að fara. Hann reis á fætur, gekk þvert yfir stofuna, framhjá Lísbetu. Svt> stanzaði hann, laut yfir hana og kyssti hana létt á vangann. Það dugði, ■ þau ski'ldu hvort annað. 17. 'Anglian hafði staðið fyrir ut- an' hús Akermarksmæðgnanna allan tímann sem Óli var að segja frá heimsókninni til Lís- betar. Peter hafði hvað aftir annað beygt sig áfram og horft á það gegnum gluggann. Þetta var ósköp venjulegt einbýlishús, byggt einhvem tíma eftir nítján hundmð og þrjátíu, skífur lagð- ar á þakið svo sem tveirn ára- tugum seinna. Það sýndist vera lokað og lífiaust, gluggatjöldin vom dreg- in fyrir, hliðið læst. Peter reyndi að greina líf bakvið dauða fram- hliðina, í litlum bæjarfélögum sést oft hreyfing ba'kvið glugga- tjöldin þegar bíll stanzar fyrir utan, en í Ákermarkshúsinu sást ekkert lSfsmark. Peter vildi ekki spyrj-a hverju það sætti. — Eigum við þá ekki að halda áfram? sagði Óli. — Eigum við að aka heim til þín? spurði Peter — Ég hafði látið mér detta það í hug, sagði Óli. — Þar heldur sagan áfram. — Svp að þú hefur farið heim undir eins? Óli baukaði við Angliuna á mjóum malarveginum og tókst að snúa við eftir nókkra stund. Við hliðargötuna skammt frá Aðalstræti hemlaði hann og hleypti vömbíl framúr. Síðan beygði hann út á aðalveginn i áttina að brúnni. — Ég hljóp við fót, sagði Óli. Stundum gerir maður það, þótt manni liggi ekkert á. — Ótti? — Já. — Af hverju léztu hana ekki fara til lögreglunnar? . — Það ættirðu að skilja, sagði Óli. — Að vísu yrði ég þá ekki lengur gmnaður um að hafa dröslað Cæsari að tjöminni, en aftur á móti yrði ég að útskýra hvers vegna hann hefði dáið í hjáléigunni. Það gat ég ekkd. — Bernhardsson hefði ef til vill getað það, sagði Peter. — B£ hann hefði verið með allar staðreyndir í höndunum. — Peter, sagði Óli alvarlegur í bragði. — Ég vildi greiða úr þessu sjálfur. Ég vissi hver morðinginn var. — Þú tókst mifcla áhættu. Óli veifaði unglingunum á bensínstöðinni. Nú hafði bíllinn verið í bezta lagi allan daginn, það hafði ekki einu sinni soðið á honum. — Ég tók áhættu, það vissi ég vel. Ég hef eflaust hlaupið á mig, en þú getur ekki ætlazt til þess að ég hagaði mér skyn- samlega eftir allt sem komið hafði fyrir. Óli hægði ferðina, hemlaði hjá póstkassanum sem festur var á staur þar sem vegurinn beygði heim að hjáleigunni. Hann steig Hver býður betur? Það er (hjá okkur sem þið getið fengið AXMINSTER teppi með aðeins 10% útborgun. AXMINSTER — annað ekki. AXMINSTER ANNAÐ EKKI Grensásvegi 8 — simi 30676. Laugavegi 45 B — sími 26280. T Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLT HITAVEITUKERFI HILMAR J. H LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. iiíiiiiiiíiiííiiiiiiiíiiiiiiiiííiiííiiiiliiiiiiiilliiíiíliiiiíiíliiiiílHiiíiílíiiiíiiiiiiiííiíHilíiiiiiiiíiiiUiíííiHiaiiííiiiHilílilllii HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS BRAUT 10 * SÍIVll 83570 ímHmimmtmffimmiimmiiniiffliiiiiiiiiiiiHiiibif BÍLASKOOUN & STILLING Skúlagötu 32. MOTORSTILLINGAR HJÓLASTILLINGAR LJÚSASTILLINGAR Látið stilla i tima. 4 Fljót og örugg þjónusta. I 13-10 0 Dömusíðbuxur — Ferða- x og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur — Laugavegi 71 — sími 20141. TILBOÐ óskast í nokkrar jeppa- og fólksbifreiðir, er verða til sýnis miðvikudaginn 19. ágúst 1970, kl. 1-4 e.h., í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 5, að viðstödd- um bjóðendum. Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI7 SÍMI 10140 Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETTl - HURÐIR - VÉLALOK og GEYMSLULOK á Volkswagen í allflestum litum. — Skiptum á einum degj með dagsfyrirvara fyrir ákveðið ‘ verð - REYNIÐ VIÐSKIPTIN Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25 — Sími 19099 og 20988 HARPIC er ilmanili efni sem hreinsar salernisskálina og drepur sykla Verjum gróður - verndum land

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.