Þjóðviljinn - 22.08.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.08.1970, Blaðsíða 2
2 — ÞJÓÐVlUIiNN — IjaugaiidiagiuŒ! 22. á@úsit 1970 Þar eru framtíðarleikmenn Þróttar Þetta er 5. flokkur Þróttar, sá flokkur sem félagið bindur hvað megtar vonir við, enda er hann mesti afreksflokkur félagsins. Strákarnir urðu Reykjavíkurmeistarar og það sem af er íslandsmótinu hafa þeir leikið 3 leiki og unnið alla. Ef vel er á spilun- um haldið hjá Þrótti, ætti félagið ekki að þurfa að kvíða framtíðinni. Þrír leikir í 1. isM um heSgina Þrfr leikir fara fram í 1. deildarkeppninni um þessa helgi. 1 dag, laugar- dag, leika í Keflavík IBK og Víkingur og hefst sá leiteur 'xl. 15. Einni klufcku- stund síðar hefst svo í ^¦Vestmannaeyjurn leikur Akureyringa og Eyjamanna. Á morgun kl. 19 hefst l.ik- ur sem margir hafa beðið 'eftír með óþreyju, en það er leikutr ÍA og KR Þá leika Isfirðingar og Selfoss í 2. deild á Isafirði í dag og hefst leikurinn kl. 16, en á morgun leika Haufcar og Völsunguir. Mikil! skortur virðist vera á handknattleiksþjálfurum Viðar Símonarson ráiinn sem þjálfaríKR í handknattleik Um þessar mundir er að komast hreyfing á undirbúning handknattleiksmanna iyrir liomandi Ieiktímabil. Félögin eru sem óðast að ráða sér þjálf- ara og nu hýlega gengii KR- ingar frá ráðhingu Viðars Sím- onarsonar, hinns kunna hand- knattleiksmanns úr . Haukum, sem þjálfara 2. deildar liðs síns. Mun Viðar hefja störf hjá KR n. k. þriðjudag að sögn Sveins Kjartanssonar, formanns hand- knattleiksdeildar KR. Annars er hljóðið í forráða- mönnum handlknatlJleiksdeiiLda félaganna heldur dauft vegna þjálfaraleysis, einkum þó hjá 2. deildarliöunum. 1. deildarlið- in munu öll neina FH hafa endurráðið sína þjálfara. Að sögn Einars Matthisens, for- manns handknattleiksdeildar FH, hefur félagið ekki enn ráðið sér þjállfara, en Birgir ÍIIÍlSIÍIlill TIL DACS Eigið lof jafnan lyktar verst Þórarinn Þórarinsson rit- stjóri Tlúmans heldur enn áfram skjaJli sínu og skrumi um Ólaf Jóhannesson lögfræði- prófassor oig formann Fram- sóknarflokksins. Telur Þórar- inn það í forystuigreimnni í gær jafngilda „óhróðri" og „níði" að höfundur þessara pistla taldi rétt að Ólafur yrði mikiU af verkum sínum áður en öll lofsyrði tungunnar yrðu honumhelguð. Jaifnframtherð- ir Þórarinn á vegsömum sinni; hann beitir lýsingarorðunum „traustur", „réttsýnn", „ör- uggur" og „sanngjarn" um forsprakka sinn, og tengir þau við nafnorðin „formaður", „foringi", „leiðtogi" og „leið- sögumaður". Er engu líkara en ritstjóri Timans • sé hér undir áhrifum frá starfs- brasðrum sínum kínverskum sem'aldrei nefna Maó án þess að láta hliðstæðar einkunnir fylgja. Að því var spurt hér í dálkunum fyrir nokkrum dög- um hvort Þórarinn værí hér að framkvæma þá fprnu íþrótt að hafa uppi lof til háðungar. Trúlega er sú tilgáta þó röng, því í ljos kemur að öll mál- gögn Framsóknarflokksins, hvarvetna um land, ástunda sömu manndýnkunina. Reyn- ist Þórarinn raunar vera held- or afkastalítill í samanburði við aðra. Þannig birti Dagur á Akureyri tveggja dáilka mynd af Ólafi Jóhannessyni á forslðu 19da ágúst s. 1. og kemst þetta malgagn Frám- sóknarfflokksins svo að orði um fundahöld formannsins í Norðurlandskjördsemi eystra: „Ölafi Jóhannessyni, for- manni Framsóknarflokksins, var hvarvetna vél fagnað og máli. hans framúirstoarandi vel tekið. Eiga fundarmenn nú aðra mynd í huga sér af formanni stærsta iflokks dreif- býhsins, en andstæðingarnir hafa brugðið upp í hörðum áróðri sínum. Þelr munu hafa fundið að þar fer traustur maður og vitur, hámenntaður og sanngjarn rökhyggjumaður, sem ekki má vamm sitt vita. Slfkur foringi er andstæðing- unum hættulegur, og engm furða þótt um hann gusti ööru hverj,u, eins og aðra forystu- menn í íslenzkum stjórnmál- um. Við vonum, að þess verði ekki langt að bíða, að for- maður Framsóknarflokksins gefi sér tíma til að heim- sækja Norðurlandskjördæmi eystra á ný, til að skiptast á skoðunum við fbúa þess". Þegar samfelldur mann- dýrkunaráróður af þessu tagi er samtímis tekinn upp í öll- um málgögnum Framsóknar- flökksins er skýringin sú ein að flokksforustan sjálf — þar á meðal formaðurinn — hafi sent fyrirmæli um slfka leift- ursókn. Með því fylgir Ólafur vissulega fordæmi ýmissa manna sem uppi hafa verið á okkar tímum, en naumast verður þó sagt að manndýrk- un hafi reynzt holl þeim sem fyrir verða né sérlega end- ingargóð. Það er af fullum heilindum mælt þegar Ölafi er á það bent að hlíta heldur heilræðum Hallgríms Péturs- sonar í Gyllini-stalfrófi: „Kært þó einn láti í eyru þér, / ofmjög honum eá trúa ber; 7 munnurinn stundum mælir dátt, / meinar þó kannski hjartað flátt. — Prakt og hof- móð þér hrind þu frá, / hefnd færði mörgum löstur sá; 7 lít- illátan landsmanna sið / lat þér nægjast að blífa við. —• Raupa sem sízt af sjálfum þér, / þó sýnist nokkuð gert sem faer. '/ Eigið lof jafnan lyktar verst. / Lífernið frómt þér hrósar bezt". — Austri. Björnsson, sem verið hefur þjálfari félagsins un.danfarin ár mun nú láta af störfum. Einar sagði að þeir FH-ingar væru að leita fyrir sér um þjélfara um þessar mundir, en allt væri óraðið ennþá. Hjá 2. deildarliðunum kveð- ur við annan tón. Að sögn Eysteins Guðmundssonar, for- manns handfanattleiksdeildar Þróttar, vantar þjálfara til meistaraflokksins, og sagði Ey- steinn að allt væri óráðið um það enn. Hann sagði þá Þrótt- ara hafa reynt , nokkuð fyrir sér, en svo virtist sem skortur væri á hæfum þjálfurum. Þá mun 2. deildarlið Gróttu á Seltjarnarnesi vanta þjálfara og sama er að segja um Armenn- inga, en Sigurður Bjarnason, sem þjálfaði þá á síðasta ári, er fluttur út á land og verður þar að öllum likindum í vetur. Að sjálfsögðu er þetta þjálf- araleysi mjög bagalegt fyrir fé- lögin og eklki sízt fyrir þá sök að ekki er nema rúmur mán- uður þar til fyrsta handknatt- —'•^——''^/¦^ Viðar Símonarson leáksmótið hefst. Virðist sem félögin veröi mjög misjafnlega vel undir komandi keppnis- tímabil búin, því að sum hafa æt£t óslitið frá því Islandsmót- inu lauk í vor, eins og til að mynda Valur, en önnur hafa ekkd hafið æfingar ennþá. — S.-ilór. Kvenleg fegurð og afrek í íþróttum --------------------------------------— : .' ' ' ¦ ' ¦ ',''¦.. ":'".:. .' í»etta er heimsmethafinn í 1500 m. hlaupi kvenna, tékkneska stúlkan Jaroslava Jehlickova, og bezti tími hennar á vegalengd- inni er 4.10,7 mín. Það er ekki oft sem kvenleg fegurð og íþróttaafrek fara saman, en hér er þó greinilega undantekning- in sem sannar regluna. BreiðMik vannHauka 2:0 • Breiðablik færðist nær sigrinum í 2. deild í fyrrakvöid er það sigraði Hauka úr Hafnarfirði 2:0 og fór lcikurinn frani í Kópavogi. Nú hefur Breiðablik 18 stig og má segja að ein- ungis sé formsatriði að ljúka keppninni, svo öruggan má telja sigur Breiðabliks í 2. deild. Ármann og ísafjörður gejta tolfræði- Iega séð ennþá unnið, en til þess þarf Breiðablik að\ tapa þeim leikjum sem það á eftir en Ármann til að mynda; að vinna alla sína sex Ieiki. Með því móti fengi Ármann 213 stig, en ef ísafjörður ynni alla sína leiki fengi liðið 22 stig.í Breiðablik þarf ekki nema vinna Ármann og gera síðan eitt jafntefli og þá er björninn unninn. — S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.