Þjóðviljinn - 03.09.1970, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.09.1970, Blaðsíða 1
DfODVUllHN Fimmtudagur 3. september 1970 — 35. árgangur — 198. tölublað. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna: Pp^;i Sbrar á neytendur að kaupa ekki nýja kjötið ? Þjóðviljinn hafði fregnir af því í gærkvöld, að síðdegis í gær hefði Fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Reykjavík komið saman til fundar og gert ályktun þess efnis, að skora fastlega á allan almenning, að kaupa ekki sumarslátrað dilkakjöt á upp- sprengdu verði heldur bíða þess, að haustslátrun hefjist og endanlegt kjotverð hefur verið ákveðið. ? Blaðið snéri sér í gærkvöld til Þorsteins Péturssonar starfsmanns Fulltrúaráðsins og staðfesti hann, að þessi samþykkt hefði verið gerð og að hún yrði send blöðum og öðr- um fréttastofnunum fyrir hádegi í dag. Mun Þjóðviljinn því væntan- lega geta birt samþykktina í heild á morgun. Þjóðviljinn fékk þessa mynd simsenda í gær frá Kaupmannahöfn, en hún er tekin við komu for- setahjónanna til Kastrupflugrvallar þar sem dönsku konungshjónin tóku á móti þeim. Á mynd- innj sjást talið frá vinstri: Forseti íslands, Kristján Eldjárn, Friðrik Danakonungur og á bakvið hann sést i iglenzku forsetafrúna og lengst til hægri Ingiríður Danadrottning. — (Ljósm. O.S.). JT ¦ Heimsókn forseta Islands til Danmerkur hófst í gær Opinber heimsókn forseta íslands til Danmerkur hófst í gærmorgun kl. 11 er forsetinn og föruneyti hans komu til Kastrup-flugvallar. Dönsku konungshjónin sem eru gestgjafar forsetahjónanna fyrstu þrjá daga heimsóknar- innar tóku á móti þeim á flugvellinum, en auk þess vor.u þar komin Margrét ríkisarfi og Hinrik prins, maður henn- ar, Knútur erfðaprins, bróðir konungs, Hilraar Bauns- gaard forsætisráðherra, Poul Hartling utanríkisráðherra, Gulberg sarngöngurnálaráðherra, Sigurður Bjarnason sendi- herra Islands í Danmörku, æðstu menn hers og flota, yfir- borgarstjóri Kaupmannahafnar og fleiri stórmenni. KjördæmisráBsfundur AB á Akureyri næstu sunnudug Aðalfundur kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra verður haldinn á sunnudaginn kemur. Fundurinn verður settur í Al- þýðuhúsinu á Akureyri kl. 1.30 og verður dagskrá hans sem hér segir: 1. Fundarsetning: Soffía Guð- mundsdóttir, formaður kjördænr- isráðsins. 2. Stjórnmálaviðhorfið: Fram- sögumaður Ragnar Arnalds, for- maður Alþýðubandalagsins. Sprenging varð í Aþenu í gær AÞENU 2/9 — Sprengja sprakk fyrir utan bandarísika sendiráðið í Aþenu í dag. Sprengingin varð í bíl, sem hafði sænsikt skrá- setningarnúmer, og voru í honum maður einn frá Kýpur og ítölsk kona sem létu bæðj lífið. Hin opinbera gríska fréttastofa heíur haldið því fram, að fólk betta hafi haft með sér sprengiefni sem ætlað var til tilræðis við bandaríska sendiráðið í borginni. 3. Atvinnu- og kjaramál: Framsögumaður Helgi Guðmunds- son, trésmiður. 4. Landbúnaðarmál: Framsögu- maður Þorgrímur Starri Björg- vinsson, bóndi. 5. Kosningar og framboðsmál. 6. Ömiur mál. 7. Stjórnarkjör. Fatnaðarkaup- stefnan hafin Fatnaðarkaupstefma Fé- lags íslenzbra iðnrekenda hefst í Laugardailshöilinni kl. 10.30 f. h. í dag eins og frá hetfur verið sagt hér í blaðinu Voru sýnendur í óðaönn í gær að ganga frá sýningarbásum sínium eins og þessi 'mynd sýnir, sem tekin vair þar í. gær. — (Ljósm. Þjóðv. A. Á.). Lífyarðarsveit stóð heiðursvörð ; á fhigvellinum að sögn fréttarit- 1 ara ríkisútvarpsins í Kaup- mannaihöfn. 1 fylgd með forseta Islands eru forsetafrúin, Hall- dóra Bldjárn, Eimil Jónsson ut- anríkisráðherra og Birgir Möller forsetaritari. Ðftir að forsetahjón- in og fylgdarlið þeirra höfðu heilsað konungsfjölskyldunni kannaði forsetinn heiðurssveit lífvarðar og hljómsveit lífvarðar lék íslenzka þjóðsönginn, en eft- ir stutta viðdvöl á flu:gvellinum var haldið til bifreiða sem fluttu konungshjónin og gesti þeirra til Fredensborgarballar á Norður- Sjálandi þar sem forsetahjónin dveljast fyrri hluta heimsóknar- innar. Á {lugvellinum blöktu dans'kir og íslenzkir fánar fyrir suðvestangolu, var þurrt en sól- arlaust. Nokkur hópur fólks hafði safnazt saman á áhorf- endasvæðinu, en athofnin fór látlaust og rólega fram án meiri- háttar öryiggisráðstafana sem oft setja svip á opinberar heimsókn- ir. Frá flugvellinutm ók bílalestin gegnum miðborg Kaupmanna- hafnar, um Knippelsbro og Konigsins nýja torg, síðan xsem leið liggur til Fredensborgar. Höilin sem var byggð á árunum 1719—1722 sbendur í afar fögru umlhvenfd á Norður-Sjáilandi qg þar hafa konungshiónin jaifnan aðsetur sitt yfir sumarménuðina. Þar munu forsetahjónin dveljast fram á fösitudag. Bftir að snsedd- ur hafði verið hádegisverður í Fredensborg héldu konungshjónT- in og forsetahjónin og fömneyti þeirra til Hróarskeldu. 1 dóm- kirkjunni í Hróarskeldu standa kistur margra af konungum Dan- merkur og forseti Islands lagði þar blómsveig á kistur Kristjáns Framhald á 7. síðu. Alþýðubundu/ugið í Kópuvogi Félagsfundur verður haldinn í Þinghól í kvöld, fímm'tu- daginn 3. september, kl. 20,30. Rætt um byggingu félagsheimilis. — Félagar fjölmenn- ið. — Stjórnin. Miðstjórnarfimdur á fástuá ? Miðstjórn Alþýðubandalagsins er boðuð til fundar í Þórshamri annað kvöld, föstudaginn 4. september. Nánar auglýst í blaðinu á morgun. FramkvæmdastjQrn. Hvað kostar mjólkurhækkunin neytendur? 4050 króna aukin útgjöld á árí á meðalfjölskyldu Þjóðviljinn fékk þær upp- lýsingar i gær hjá Hagstofu Islands, að hæktoanir þær á verðd nýmjólkur og annarra mjólkurvara, svo sem osts, skyrs og rjóma, er urðu 1. þ. m. myndu á ári nema inm 4050 króna auiknum útgjöld- um fyrir vísitölurjölskylduna svonefndu, en það eru hjón með tvö börn, og er þá að sjálfsögðu jpiðað við það, að f jölskyldan kaupi sama rnagn af þessum vörum og reiknað er með í vísitölugrundvellinum að hún kaupi en þar er reikn- að með meðalneyzlu. Blaðið leitaði einnig upp- lýsinga um það, hve mikla útgjaldaaukningu það myndi hafa í för með sér fyrir vísi- tölufjölskylduna, ef smjör- verðið yrði einnig hækkað til samræmis við aðrar mjólkur- vörur, edns og heámiíd er til. Fékk blaðið það svar, að þar sem smjörið er mikið niður- greitt, þá yrði hlutfallslega miMu medri hækkun á því en öðrum mjólkurvörum, ef það yrði hækkað eins mikið og heimilt er og niðurgreiðslan héídist óbrej^tt. Myndi smjör- kílóið vaentanlega hækka i verði um roskiega 50 krónur og fyrir ¦ vísdtölufjölskylduna gerir það 1100—1300 króna út- gjaidaaukningu á ári til við- bótar við þessar 4050 krónur. Verðið á óriiðurgreiddu smjöri í heildsölu er nú kr. 264,00 kdlóið en niðurgrc' ðslan nemur kr. 99,60 þannig að niðurgreitt kostar ' kílóið nú 164,40 • Enn er óráðið, hvenær smjörhækkunin verður látin koma til framkvæmda þar eð smjörbirgðirnar í landdnu nema nú orðið rösklega 1000 lestum en það eru hátt í árs- birgðir, því, á s. 1. ári nam smjörsalan á vegum Osta- og smjörsölunnar og stærrd mjólkuirbúa um 1300 lestum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.