Þjóðviljinn - 03.09.1970, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 03.09.1970, Qupperneq 10
Lausráðnir vagnstjórar hjá SVR óánægðir með iaunakjör sín: Mótmæla lækkun launa með Hinir lausráðnu strætisvagna- stjórar eru óánægðir með þaö að laun þeirra hafa verið læklkuð í sumar miðað við fyrri ár og telja þá framkomu sérstaklega ósanngjama vegna þess að þeir njóti engra þeirra sömu hlunn- inda sem fastráðnir vagnstjórar njóta. Allar tiiraunir hinna laus- ráðnu til að fá leiðréttingu mála hafa orðið árangursiausar, sagði einn vagnstjóranna Þjóðvil.janum í gær, — okkur hefur verið vís- að frá einum til annars án þess nókkuð hafi verið fyrir okkur gert. Nú ætlum við að ræða í okkar hóp hugsanieg úrræði, sem við gætum gripið til ef í harð- bakka silær og lagt þar með áherzlu á kröfur okkar. I>að hef- ur til dæmis verið rætt um að við færum að aka á löglegum hraða um göturnar, en þá er hætt við að áætlanir á asði mnrgum strætisvagnaleiðunum færu úr skorðum, sagði vagn- rt;órinn að lökum. Auglýsing m forsetavðld Þjóðviljanum barst í gær frá forsætisráðuneytinu eftirfarandi auglýsing um meðferð forseta- valds í (fljarveru forseta fslands: Forseti íslands, dr. Kristján Eidjárn, fór í dag í opinbera heimsókn til Danmetikur. I fjarveru hans fara forsætis- ráðherra, forseti Sameinaðs al- þingis og forseti Hæstaréttar með vald forseta fslands samikvæmt 8. grein stjórnarskrárinnar. EINU SINNI ENN Einu sinni enn hefur það gerzt að formaður KSf, Albert Guðmundsson, lætur dagblaðið Vísi ganga fyrir fréttum frá sambandinu. í gær boðaði stjóm KSÍ til blaðamannafundar vegna þess að sambandið ætlar að fá hiwgað til lands enska pop-hljómsveit og mun hún halda hljómleika hér á landi n. k. mánudag. Þegar Vísir kom út eftir hádegi í gær var þessi frétt á baik- síðu blaðsins höfð eftir for- manni KSÍ og ýtarlega frá öllu sagt. Mönnum varð að orði, hvort ekki hefði verið ódýrara fyrir rýra sjóði KSÍ að biðja tfúlltrúa ann- arra fjölmiðla að kynna sér fréttina í Vísi og endurtaka hana, heidur en boða til blaðaimannafundar til að endursegja fréttina þar. — S.dór. Færeyingarnir á þlaðamannafundi hjá Félagi ísl enzkra iðnrckenda i gær. (Ljósm. Þjóðv. Á. Á.). 24ra manna nefnd frá Fær- eyjum kynnir sér ísl. iðnað — og möguleika á auknum viðskiptum landanna, þar á meðal eru til umræðu skipakaup hér 24ra manna sendinefnd frá Færeyjum kom til Reykjavikur í gær til að kynna sér islenzkan iðnað og kanna möguleika á aukuum viðsklptum landanna. Hefur Félag ísienzkra iðnrek- enda skipulagt dagskrá fyrir hópinn, sem dvelst hér til 8. september. í dag verða Færey- ingarnir við opnun kaupstefn- unnar „íslenzkur fatnaður“. Þá er ætlunin, að þeir heim- sæki nokkiur fyrirtæki: Hamp- iðjuna hf.. Kasisiagerð Reykj a- víkuir, Fiskeldisstöðina í KoRa- firði, Mjólkurbú Flóamianna, Búrfellsvirkjun. SÍS og Íslenzkia Álfélagið hf. Blaðaimönnum gafst í gær kostur á að ræða við nokikra úr hópnum. þá Olav Gregersen, fompiann Iðnaðarféliagsins í Færeyjum (samsvariair Félagi í®- lenzkra iðnrekenda hér), Jacob Lindenskov, sem ■ fer m.a. með iðniaðarmól í færeysku heimia- stjóminni, Gunnar Gunnarsson, sem stjómar fiskideild; þ.e. er embættismaður heim'astjórnar- innar og Jógvian Sundstein, end- urskoðanda. Vair upplýst á fundinum að út- flutningur héðan til Færeyja á árinu 1969 hefði numið 192 miljónum kiróna. í júnílok í ár nam útflurtningurinn 43 miljón- um króna og var það 10% aukn- ing frá því á sama tíma í fyrra, en aðalútfl jtningurinn héðan er á haiustin. Má einnig nefna að íslenzk vörukynning í Færeyjum í fyrra gekk vel, en þá fóru 28 fulltrúar frá Féliagi íslenzkra iðnrekenda tiil Þörshafnar. Þá mun 4ra miantia nefnd í hópi Færeyinganna kianna möguleika ,á samningum við ís- lenzka skipasmíðastöð um skipasmjíði. Færeyinigar hiafa undanfiarin ár srwíðað nokkur skip fyrir innlenda aðila og danska, en einnig ■ keypt skip frá Noregi. Fyirir 2 árum keyptu Færeyingar tvo verksmiðjutog- ara frá Noregi. Meðal þeirxa fjögarra Færeyinga sem ætla að ræða við íslenzkia aðila um skipasmíðar er Eijler Jacobsen, síldarkóngur ; Færeyjum. Hann er skipstjóri á Só'lborgu, sem seldi afla fyrir ríflega 72 mílj- ónir íslenzkar, . fyrria heiming ársins, í Færeyjum og Dan- mörku, — og befur hver skip- verji fengið 90 þúsund danskar kirónur í hlut, þ.e. til 1. júlí. Útflutningur Faéreyinga til ís- lands hefur til þesisa verið sára- lítiU. En heildiarútflutningur Færeyinga hefur aukizt mikið á þesisu ári og hefur* einkum verið flutt meira út af siíld, frystum flöikum og saltfiski. Á fyrra helmingi ársins var flutt út fyrir 120 m-iljónir dianskar, en fyrir 70 milj. d.kr. á sama tím,a í fyrra. Þakka Færeyingar þessa ankningu meiri afla og fiskvinnslu, en árið 1969 var erfitt hvað viðvíkur fiskveiðum Færeyinga. Þeir bafa nú reist stóra síldarvarksmiðju og hafa í hyggju að reisa aðra slíka á næstunni. Miklar breytin'gar era á döf- inni í færeyskum iðnaði, en 5-6% af 40 þúsund íbúum lands- ins stund,a vinnu við iðnað, að fiskiðnaði frátöldum. Færeying- ar gengu í EFTA 1968 og verð- ur tolivemd felld niður fyrir 1974. Um áramótin verður sett- ur á stofn Iðnlánasjóður sem Friamhald á 7. sáðu. Kópavogsbáar Árleg berjaferð Alþýðuibanda- lagsins í Kópavogi verður farin | n. k. sunnudag 6. seiptemfoer. I Farið verður fná Félagsheimiiinu k)l 9.30 árdegis. Þátttökutilkynn- ingar í sírna 40471 eða 41279 fyrir kl. 16 á laugardag. Stjórnin. því að aka á iöglegum hra Fimimtúdaigur 3. seiptiember 1970 — 35. árgamgur — 198. tölublað. Austurlönd nær: Mikillar óánægju hefur í sumar •’ gætt meðal lausráðinna vagn- stjóra hjá Strætisvögnum Reykja- vikur út af launakjörum og síð- degis í dag mun hópur þeirra koma saman til fundar og ræða hugsanleg úrræði, er grípa mcgi til, ef öll þeirra tilmæli verða hundsuð. Vaignstjóramir sem hér um ræðir munu í sumar vera um 30 talsins og leysa þeir hina fastráðnu af í sumarleyfum. Er aðalafleysingatíminn um það bil fjórir mánuðir á sumrin og um mánuður eftir af honum enn. 1 hópi afleysingamanna eru ýmsir sem hafa að baki mjög mikla reynslu í stanfi, sumir jafnvel 15—20 ára starfsreynslu. Margt stríðir gegn friðarumleitunum NEW YORK, TEL AVIV, AMMAN 2/9 — Margar blikur virðast nú á lofti að því er varðar viðræður deiluaðila í Austurlöndum nær úm friðargerð. Ber þar margt til: ný átök milli palestínskra skæruliða og Hússeins konungs Jórdaníu, átök innan ísraelsstjórnar um afstöðuna til méintra brota Egypta gegn vopnahléssamningunum og svo viðurkenning Bandaríkjastjórnar á því, að staðhæfingam- ar. um brot Egypta hafi við rök að styðjast. Ekki er enn vitað hvaða á- hrif nýleg átök milli skæruliða og konungsisinna í Jórdaníu kunna að hafa. en margir teljia, að þrátt fyrir þær fregnir og ýmsar aðrar. muni Bandaríkjia- stjóm halda áfram að leggja hairt _að ísraelsstjórn um að koma fri ðarumleitu nunum áleið- is. Bandiaríkjastjórn hefur verið næsta þöigul andspænis staðhæf- ingum Israelsmanna um að Eg- yptar bafi notfært sér vopna- hléið til að fflytj,a eldflauga- stöðvar, sem beint er gegn fluig- vélum, nasr Súezskurði. En í dag sagði talsmaður utanríkis- ráðuneytisins, Robert McClosk- ey, að bandaríska stjómin væri sannfærð um það, að ljósmynd- ir þær af Umdeildium svasð'um, sem ísraelsmenn hafa takið. væru nógu skýrar til þess að hún gæti gert sér grein fyrir því, sem væri í raun og veiru að gerast. McCloskey sagði, að það væri mjög mikilvægt að ísna- elsstjóm tæki aiftúr upp friðar- viðræður þrátt fýrir þetta og væri það ósk stjórnar sinniar og von. Haft er eftir bandarískum sér- fræðingum, að flj'gskeytum á umdeildu svæði við Súezskurð hafi fjölgað um 36 síðan sam- ið var um vópnahlé. Sömu menn telj.a ,að þetta tákni ekíki að Egyptar ætli, með sovézkri að- stoð, að ráðast á Sínaískaga, sem ísrael hefur hertekið, heldur vilji þeir skapa sér sem bezta aðstöðu í hemaðarátöíkum ef svo færi að samningaviðræður fæm út um þúfur. Innan sitjómar ísraels fana nú fram átök milli Dayans land- varnanáðhema og stuðnings- manna hans og Efoans utanríkis- ráðherra og þeirra stjómmála- mianna ,sem vilja að ísnael haldi áfram friðarviðræðum undir for- sæti Gunnars Jarrings. Eban er sagður vilja að rætt verði um það í fyrstu lotu, að Egyptar fá- ist til að bæta úr meintum brot- um gegn vopnahléi. Hins vegar er talið að Dayan kjósi að segja af sér ef að ekki verður tekin upp ósveigjanleg stefna gegn Egyptum í þessum málum, ella séu ísnaelsmenn lausir aRra mála. Og þar eð talið er að Golda Meir forsætis- ráðherra treysti sér ekki til að stjórna án Dayans, þá verði leit- ast við að finna þá lausn, sem hann getur fallizt á. Jórdanía Viða mátti heyra skothríð í Amman, höfuðborg Jórdianíu í dag, og palestínskir skæmliðar voru önnum kafnir við að byggja götuvígi umhverfis þann Framhald á 7. síðu. Breiðablik hefiir sigrað í 2. deild Með því að sigra Ármann 3:0 í gærkvöld, tryggði Breiðablik sér endanlega réttinn til að leika í 1. deild að ári. Breiðablik hef- ur með þessum sigri hlotið 22 stig eftir 12 leiki og á tveim leikjum óiokið í deildinni. Guð- mundur Þórðarson bezti maður Breiðabliks-liðsins skoraði tvö af mörkunum í gaer, en Rík- harður Jónsson eitt. Myndin hér fyrir neðan er af 1. deildar kandidötunum árið 1971.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.