Þjóðviljinn - 04.09.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.09.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVTUnNN — Föetudagur 4. septemolber 1970. Otgefandi: Utgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Ritstjórar: tvar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fuiltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur iónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00, Meginatriði ^tburðir þeir sem nýlega gerðust í Þingeyjar- sýslu, þar sem á annað hundrað Mývetningar sundruðu stíflumannvirkjum í Miðkvísl, hafa að vonuim vakið mikla athygli. Verkleg mótmæli sem talin eru brjóta í bága við lagabókstaf eru vissulega ekkert nýnæmi nú á tímum. Það er hins vegar 'tízka að kenna þau við ungt fólk með sítt hár, sem sé undir áhrifum „atvinnuofstækis- manna“, svo að notuð séu ummæli sem Hannibal Valdimarsson viðhafði þegar hann hrakyrti ungt fólk í Reykjavík á síðasta ári. En í Þingeyjar- sýslu er ráðsett fólk, nátengt þeirri þjóðlegu arfð- leifð sem lofsungin er á tyllidöguim, og háralag Mývetninga er ekkert framúrstefnulegt svo að vitað sé. Enda eru kenningaæ um það að mótmæli af þessu tagi séu tengd við tiltekin aldurstig eða hártízku firran einber; þannig bregðast menn við og þannig hafa menn ævinlega brugðizt við ef þeim fii^nst á sig lagt óbærlegt farg. Aðgerðir Mý- vetninga eru mótmæli gegn embættishroka og valdníðslu sem þeir telja sig hafa orðíð fýrir í barát’tu sinni gegn náttúruspjöllum á Mývatns- svæðinu. Fjölmargir þeir sém áskotnast eitthvert vald í þjóðfélaginu telja sig yfir það hafna að ástunda imenningarlega umgengni við alþýðu manna, svo að ekki sé minnzt á lýðræðisleg vinnu- brögð. í þeirra hópi eru sumir sem þykjast valda- menn í Norðurlandskjördæmi eystra; táknræn eru þau ummæli í blaði Björns Jónssonar alþingis- manns að baráttan gegn náttúruspjöllum á Mý- vatnssvæðinu sé háð af umboðsmönnum erlendra laxveiðimanna. Þegar svo er komiz't að orði eru yfirlæti og heift í fyrirrúmi fyrir skynsamlegu mati. ^thygli manna er nú mjög bein't að réttarhöldun- um sem framkvæmd eru að Skjólbrekku. Sú framkvæmd skiptir þó ekki ýkjamiklu máli og fylgir vafalaust fyrirmælum gildandi laga. Menn geta haft skiptar skoðanir á atburðum þeim sem gerðust við Mývatnsósa, en mikilvægast er að gera sér grein fyrir því hvers vegna þeir atburðir gerðust. Því verða stjórnarvöld uimfram allt að gera sér ljóst að atburðirnir í Mývatnssveit eru dæmi um félagslegan vanda sem tafarlaust verð- ur að leysa úr. Þingeyingar hafa lög að mæla þeg- ar þeir bera fraim þá afdráttarlausu kröfu að tryggð verði alger náttúruvemd á Mývatnssvæð- inu. Ef ráðamenn raforkumála telja að unnt sé að framkvæma Gljúfurversvirkjun án þess að raska hinu viðkvæmá jafnvægi náttúrunnar ber þeim að sanna þá kenningu og sannfæra lands- menn um það að hún sé rétt, ekki sízt þá sem málið er skyldast. Slíkt er gert imeð vísindarann- sóknum og viðræðum en ekki valdboðum og hroka. Reyni stjórnarvöld hins vegar að beygja náttúruvemdarmenn með ofsóknartilburðum og hótunum er verið að búa til enn 'torleystari fé- lagsleg vandamál sem kunna að leiða til atburða er engir sjá nú fyrir. — m. r Ág-æti Bæjarpóstur. Ástæða skirifa minna er hjálagit biréf sem mér bairst í dag. Bréf þetta er einhver tegnnd hinna svoköjluðu keðjubréfa, en þessa tegund hef ég ekki fyrr auigum litið. Viðtakandi þessa bréfs er skikJcaður til að skrifia og senda 20 samskonar bréf. Launin eru eittbvert ósfcil- gireint lán eða haipp og nefnd eru dæmi um menn sem hiafa orðið fyrir siíku. En á hinn bóginn, ef viðtakandi sinnir ekki að skrifa og senda þessi bréf, er geifið í skyn að hann megi vænta daiuða síns inn- an skamms. Eldq er getið hrvaða öfl eiigi að standa að baki þessum framkvasmdum, en ei tthvað er guði btiandað, í málin, því efst á bréfinu getuir að Iíta bæn. Persónuiega gerir bréf þetta mér ekki mein, en mér verður bugsað til þeiirra sem veiklaðri eru og verða til þess að útbreiða þennan ó- sóma. Þeir menn eru til, eins og bréfið til mín sannar, sem eru þannig innréttaðir, að þedr rjúka upp til banda og fóta og sinna því sem svona bréf leggja fyrir. Menn sem enn lifa og bræirast í for- dómamyrkri miðaldanna. Auk þess sem svona bréf bera vitni um heimsku og þroskaieysi geta þau baft þær afleiðingar f för með sér að fólk, sem er eins ístöðulít- ið andlega og þedr sern bréf- unum dreifa. verði fyrir fjár- útlátum vegna kostnaðarins sem er við að senda 20 bréf, og líðj jafnvel sálarkvalir af ótta við dómdnn sem biður ef ölluim skiIyTðum er ekki .fuBnægt. Að lokum ætla ég að vona að ég sé ekki að gera þér ó- ledk með því að semda þér bréfið. Með baráttukveðju Gunnar þorsteinsson. Ef til vill kunna máittar- ■völdin að hefn,a sín á mér eða þér, en við sikulum vona, að þau séu ekkert bendluð við þetta og í trausti þess birti ég bréfið. i lauslegri þýðingu úr ensku. Bæjarpósturinn. ★ Treystið drottni af öllu hjarta og vilja, lærið að þefckja bann og bann mun Iýsia yður leið. Þessi bæn er send yður til heilla. Hún kom upprunalega frá Hollandi, og hefur farið 9 sinnum um heiminn. Þesisi hamingja hefur verið send þér. Fjórum dögum eftir mót- töku þessa bréfs höndlið þér hamingju. Þetta er ekkert grín. Þér fáið hana í i>ósti. Sendið tuttugu afrit af þessu bréfi til þeirra, sem þér á- lítið að þurfi á bamingju að balda. Gerið svo vel að semda enga peninga. Haldið þessu bréfi ekld eftir. Þér verðið að losa yður við það 36 stumdum eftir móttöku þess. Bandiarískur liðsforingi fékk 7.000,00 dollara, Don Elliott fékk 60.000,00 dollara, en miseti þá affcur. af því að bann sfeit keðjuna. Hann sendi bænina ekki áfram. Walsh hersbafðingi á Fjlips- Hamingja í pósti. Síðupresta. eyjum lézt 6 dögum eftir að bann fékk bænina. Einnig bann hafði látið undir höfuð leggjast að senda atfrit af henni. Gerið svo vel að senda tuttugu eintök og bíðið og sjáið, bvað hendir yður á fjórða degi. Bætið nafni ýð- aæ á listann. Og loks fylgir langur nafnalisti með erlendum nöfn- um og nokkrum íslenzkum. Ég tek undir hneykslun þína, Gunnar, og bágt á ég með að trúa að okka-r ágætu landax taki þetta bókstafleiga. Á bréf- inu er helzt að sfcilja. að bamingjía eða beill sé fólgin í peningfúlgum ednvörðungu, og tæplega verð'ur því bægt að rekja þessi tilskrif til mannsins, sem brýndi fyrir mönnum að safna ekki auði, sem mölur og ryð mundu granda, nema að honum hafi snúizt hugur hinum megin. Bæjarpósturinn. ★ Hér er svo loks bréf írá frá gömlum kennara á Aust- urlandi, og geirir bann að um- talsefni Idámrilt og klám- myndir, sem eru orðin mikið þrætuepli milli landsins bama. ★ Kæri Bæjarpóstur! Það er ekki oft, sem ég legg leið mína til höfuðstað- arins nú orðið. í gegnum ár- in hef ég safnað bókum, sem mér háfa fundizt ábugaverð- ar og legg því oftast ledð mina í fornbókasölu. þegar ég kem til Reykjvíkur. Það má vatfalaust segja inargt um fombókasölur almennt, en Klámrit meðal sem slíkar eru þær nokkuð góðar í sjálfu sér. í seinni tíð befur mér æ þótt bera meira og medra á því, bvað klámrit ýmiss kon- ar hiafa aukizt í þessum búð- um. Það er varla komandi inn í sumar þessair verzlanir fyrir blauteygðum og vara- sleikjandj viðskiptavinum, sem biðja um rit af djiarfari gerðdnrn. F,r þá edns og Sesam opnist og búðarlokan reiðir fram myndablöð af óbuiggru- legum gerðum. og um daginn, þegar ég var að skoða Ættír Síðupresta. sem ég hef lengi baft auigstað á, mundi þá ekkj spretta fram klámrit, fulit af vdðbjóði. Er ekki til löggjöf, sem bannar sölu þessa óþverra, sem er bæði ómannlegur og sálarskemm- andi? Ég vii beina því tíl á- byrgra aðila, að ef t.d. ungt fólk fær að skoða slík rit, kynni það að verða fyrir von- brigðum, þegar í hjónasæng- ina er komið. Er ekki hægt að banna þetta og vertida þanniig æskuna? Gamall kennari á Austuilandi. Þetta er nokkuð viðkvæmt mál og exfitt úrlausnar. Ein- hver lagabókstafur er víst til ednhvers staðar, sem kveður á um, að klám sé ekki leyfi- legt til útgáfu eða birtingar. Annars höfum við á Þjóðvilj- anum sjálfan saksó'knara rík- isdns fyrir því, að erfitt sé að draga markalínuná "milli kláms og ekki kláms. Bæjarpósturinn.... Náin samvinna Norðurlanda um verndun auðæva hafsins rædd á utanríkisráðherrafundinum í Osló á dögunum Eftírfaranidi fréttatilkynn- ing var getfin út í lok utan- ríkisráðherratfundar Norður- landa, sem baldinn var í Osió 31. ágúst til 1. september 1970: Undanfarið hetfur ástandið batnað, bæði að því er snert- ir SBmkomulaig milli Austur- og Vestur-Evrópu og deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Undirritun griðasamningsdns milli Sambandslýðveldásins Þýzkalands og Ráðstjómarrikj- anna, er veigamikill þáttur í því að draga úr viðsóám í Evr- ópu og getur orðið grundvöll- ur að frekara samstarfi aust- urs og vesturs. Norðurlönd styðja þær tál- raunir sem gerðar eru til þess að efna til vel undirbúinna samningaumræðna um örygg- ismál Evrópu og siamstarf á ráðstefnu allra ríkisstjóma, er hlut edga að máli. Er þess að vænta, að þróunin verði sú, að brátt verði hægt að hefjast handa um marghliða undir- búning að slíkum viðræðum. Utanríkisráðuneytí Norður- landa munu halda áfram nánu samstairfl í þessu efni, skipt- ast á upplýsingum og ræðast við um það. Ríkisstjómir Sameinaða Ar- abalýðveldisins. ísraels og Jórdans hafa nú fallizt á til- lögur um vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs, og umræður eru hatfnar undir forysrtu Gunnars Jarrings, amibassiadors. Ber nú bæði deiluaðilum og sitórveld- unum að nota þetta tækifæri til þess að leggja homstedn að varanlegum friði og réttlátum í þessum hluta heims. Ríkis- stjómir Norðurlandia hatfa nú sem fyrr áhuga á að athuiga þær óskir sem berasrt kunna um aðstoð við Sameinuðu þjóð- imar að þvi er tekur tíl þess að framkvæma friðarsamninga. Að því er varðar ástandið í Suð-ausrtur-Asíu, lögðu ráð- herramir enn á ný áherzlu á að ednungis stjómmálaleg laiusn, sem tryggir þjóðum Indókína rétt tíl þess að á- kvarða sjálfar framtíð sína, gertur leitt til varanlegs friðar á þessu landssvæði. Takisrt Bandairíkjunum og Ráðstjórnarríkjunum að ná samkomulagi i umræðum sín- um um takmörkun á kjam- orkuvopnum, fer ekkf hjá því að siíkt hafi mikil áhrif á á- standið í alþjóðamálum og bæti möiguleika til þess að koma á eftirliti með herbúnaði og afvopnun. Ætfcu þá að skap- asrt skilyrðj tíl algers banns við tilraunum með kjamorkuvopn, sem lengi befur verið stefnt að. Ættu sem flest lönd að samednast um tiiraunir til þess að koma a alþjóðlegum upp- lýsingasikiptum á sviði jarð- hræringa, sem þráunarstigi í áttína að slíkum alþjóðasiamn- ingi. Hinar nýju tillögur an al- þjóðasiamning um bann við gereyðingarvopnum á bafs- botni, sem þessa dagana er verið að ræða í Genf, gefa á- stæðu til þees að vona að lausn fínnist á þessu' vandamáli. Er æskilegt að slífcur samningur verðd fyrsta stigið í víðtækari afvopnun að því er snertir hafsbotninn. Munu Norðurlönd halda áfram að freista þess að fá innan Sameinuðu þjóð- anna samþykkta stefnuyfirlýs- ingu um reglur um alþjóðlega og friðsamlega natkun batfs- botnsins. Veiigamikill þáttur í starfi atfvopnunametfndiarinnar í Gení verður sá, að ná ákveðnu sam- komulagi í þá átt að banna þróun. framleiðslu og geymslu gerla- og eiturvopna. Ráðherramir ræddu ástand- ið í Suður-Afiríku. f síðustu á- lyktun Öryggisráðsdns um „apartheid“ (aðskilnað kyn- þátta) ©r lögð áherzla á nauð- syn þess að ÖU lönd fiari eftír áskorun ráðsins um að banna Framhald á 7. síðu. <$>- mi|íllli!iHI!iiiiiSlli!iiii!!li!iiiii!ií!ii!i!ii!»iiiiíi!!íllliíilií!iiiiliii!iíiilíiíi!iíiil!i!ílliiiiiiiíi!i!íiiiiilíilíllí!ilil!íilílíl TRm rnm mn JLslrJ yyu ':W HEFUR iEFPIN SEM HENTA. YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS- BRAUT 10 *• SÍMI 83570 & liiiííinllniiiiiiiiiiiiiiiiíiiiininiíiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiniiniiiHiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiii'iiniiIliiiijiniiiiiiiiílifiiiiinii

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.