Þjóðviljinn - 05.09.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.09.1970, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVIIjJXNN — laugardaisur 5. siepteimlber. 1970 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. iónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Frlðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Úlafur Jónssoa Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavðrðust. 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasðluverð kr. 10.00. Þolir enga biB aðalfundi Stéttarsambands bænda, sem hald- inn var nýlega, var samþykkt ályktun þar sem stjóm sambandsins var falið „að kanna til hlítar, hvort fleiri úrræði en beinar verðhækkanir finn- ast ekki til að rétta hlut bændastéttarinnar“. Sér- stök ástæða er til að fagna þessari samþykkt, því að nú ætti flestum að vera ljóst að hin einfalda verðhækkanaleið hefur leitt bændastéttina og raunar landsmenn alla í hreinar ógöngur. Enda er það vægast sagt öfugþróun að á sama tíma og framleiðni í landbúnaði hefur aukizt mjög stór- lega og vélvæðing vaxið á öllum sviðum, skuli verðlag á landbúnaðarvörum í sífellu hækka hlut- fallslega; þ.e.a.s. það tekur launamenn æ lengri Itíma að vinna fyrir hverri einingu af mjólk og kjöti. Ef allt væri með felldu hefði hin stórfellda [fækniþróun í landbúnaði átt að leiða til þess í senn að afurðaverð lækkaði hlutfallslega og af- koma bænda batnaði. Sú stefna sem leitt hefur [til síhækkandi verðlags og offramleiðslu og jafn- framt hefur gert bændur í ýmsum héruðum að tekjulægstu stétt landsins hefur gengið sér svo gersamlega til húðar að hana verður að endur- skoða frá grunni. §ú endurskoðun þolir raunar enga þið, því að neytendur hvorki vilja né geta sætt sig við þær hrikalegu verðhækkanir sem nú koma til fram- kvæmda. Það er athyglisverður atburður að stjórn Fulltrúaráðs verklýðsfélaganna í Reykjavík hefur skorað á allan almenning að neita að kaupa það rándýra dilkakjöt af sumarslátruðu sem nú er á boðstólum hérlendis, á sama tíma og útlendingum er boðið upp á íslenzkt dilkakjöt langt undir kostn- aðarverði. Slíkar áskoranir frá ábyrgum aðilum hafa ekki heyrzt hérlendis áratugum saman. Og hvað sem áskorunum og samtökum líður er það fullvíst að sú stórfellda hækkun á mjólk og mjólk- urafurðum sem nú er komin til framkvæmda leið- ir til þess að almenningur dregur úr neyzlu sinni. Mjólkursala hefur farið minnkandi undanfarið hálft annað ár, og sú þróun magnast vafalaust eins og verðlagi er nú háttað. Afleiðingin verður vax- andi offramleiðsla af mjólkurafurðum, og eru þó þegar í landinu um það bil ársbirgðir af smjöri og ostum. JJin hörðu viðbrögð neytenda fela að sjálfsögðu ekki í sér neina óvild til bændastéttarinnar; hagsmunir bænda og neytenda eru sameiginlegir í þessu máli. Sú stefna sem leiðir í senn til offram- leiðslu og minnkandi neyzlu er skilgetið afkvæmi viðreisnarinnar, afleiðing af skammsýnni land- búnaðarstefnu Ingólfs Jónssonar og félaga hans í stjórnarráðinu. Þess vegna hrekkur það ekki til að takmarka við sig neyzlu á of dýrum matvörum, heldur þarf að draga pólitískar ályktanir af þeim staðreyndum sem blasa við öllum og takmarka stuðninginn við þá flokka sem ábyrgðina bera. - m. Fréttabréf frá ísrael: 10. og 11. umferð á stúd entaskákmótinu í Haifa Eftir Guðmund Sigurjónsson Finnsbu stúdentamir voru næstir á dagskrá. Ætlunin var að „slátra“ þeiim eins og Sviun- um í umferðinni á undan, en surnt fer ööruvísi en ætlað er. Þegar baráttan hafði staðið í einn tírna, voru góðar horfur á, að aktour tækist þetta, því að við höfðum allir betri stöður. En þegar fór að síga á seinni hlutann, var ljóst, að við vorum að missa tökin á mófherjum okkar. Viðureigninni lauk með jafntefli, 2:2 — Lítum aðeins nánar á keppn- ina. Höfiundur þessa pistils tefldi við Sirkia, en hann teflir á þriðja borði í Olympíusveit Finnlands, á eftir þei-m Wester- inen og Ojanen Ég náði auð- veldlega betri stöðu og jafn auðvéldlega fékk ég lakara tafl skömmu síðar. Finninn sótti nú fast og um síðir fléttaði hann fallega og rak þannig smiðs- höggið á verkið. ■ < 1 boðsferð til Bretlands Brezka útflutni-ngsráöið fyrir Evrópu hefur boðið íslendingam í kynnisíerð ti-1 Bretlands dag- ana 6. til 12. september. Þeir sem boðið hlu-tu eru Björgvin Schram, Gunnar J. Friðriksson, Ólafux Johnson. Sigurður Mark- ússon, Ásgeir Jóhannesson og Torben Friðriksson. í Bretlandi munu hdnir ís- lenzku gestir ræða við ýmsia forystumenn í verzlun og iðn- aði og skoða fyrirtæki og stofn- anir. Athugar nýtt á- kvarðanaskipulag búnaðarsamtaka Samtovæmt tdEögu fjárhaigs- nefndar Stéttarsamlbands bænda gerði aðalfimdiur þess eftirfar- andi samlþyktot: „Vegna erindis Bjöms Stef- ánssonar búraaðarhaigfræðings, Hverfisgötu 10 Reykjaivík, u-m athugun á nýju ákvarðanafyr- irkomulagi á vegum búnaðar- samtatoanna, samlþytokir aðai- fundur Stéttarsiaimibands bœnda 1970 að heimila stjóm Stéttar- sambandsi-ns að veita Birni styrk allt að kr. 50 þús., einda veiti Búnaðarfélag Islands hon- um eigi læigri upphæð í sama skyni.“ 5 milj. kr. f ram- lag H.I. til bygg- ingar hjónagarðs 1 gær barst Þjóðviljanum eftir- farandi fréttatilkynning frá Fé- lagsstofnun stúdenta: Háskólaráð hefur samþykkt að veita Félagsstofnun stúdenta 5 miljón króna framlag af happ- drættisfé til byggingar hjóna- garðs Framlag þetta skal tengt minningu forsætdsráðherrahjón- anna, Bjama Benediktssonar og Sigríðar Björnsdóttur og dóttur- sonar þeirra. samkvæmt nánari ákvörðun háskólaráðs í samráði við Félagsstofnun stúdenta. Félagsstofnun stúdenta kann háskólaráði innilegar þakkir fyr- ir þennan mikla og kærkomna stuðning við byggingu hjóna- garðs. Jón Hálfdanarson átti í höggi við Nykopp. Þessi skeggjaði Finni hafði strax í frammi mikla tilburði, er sumir kalla sóikn, en Jón sýndi fram á með góðri taflmennsku, að var frumhlaup hið mesta. Jón vann skákina fremur auðveldlega. Haukur virtist strax fá betri stöðu gegn Ristoja, en náði þó aldrei að ógna honum verulega. Jafntefli var samið eftir skamma viðureign. Braga tókst eklki að vinna Heikkila, en um tíma stóð Bragi vel að vígi. Skákin leyst- ist upp í jafntefli. Oklkur þótti að vonum lélegt að geta etoki unnið nasst neðstu sveitina í mótinu, önnur úrslit í 10. umferð urðu þessi: V-Þýzkaland 2V2" Bandaríkin 1%, Skotland 1- Austurriki 3, Israel lVj-Sviss 2%, Svíþjóð 4-Grikkland 0. ÚR 10. TJMFERÐ: Hvítt: Soltis (Bandríkjunum) Svart: Maeder (V-Þýzkalandi) Sikileyjar-vöm 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. Bb3 b5 8. o-o Be7 9. a4 b4 10. Ra2 0-0 11. Rxb4 Db6 12. c3 Rxe4 13. Be3 Dc7 14. f4 Rc5 15. Bc2 a5 16. f5 axb4 17. Í6 Bxf6 18. Hxf6 b3 19. Bbl Dd8 20. Bg5 Rbd7 21. Dh5 g6 22. Hxg6t fxg6 23. Bxg6 Rf6 24. Bxf6 Dd7 25. Hfl Ba6 26. Hf3 Bb7 27. Bxh7t Og svartur gafst upp. Síðasta umferðin: Fyrir siðustu umferðina vor- um við í sjötta sæti. Það voru góðar horfur á því að komast i fjórða sætið, því að andstæö- ingar vorir í síðustu umferð voru Grikkir, en beir voru greinilega með lökustu sveitina í mótinu. Skal nú í stuttu máli greint frá því hvemig þær von- ir brugðust Hautour Angantýsson og Bragi Kristjánsson unnu reyndar and- stæðinga sína mjög sannfænandi, en þeir hétu Zotos og Hynog- alas. En það gekk verr hjá þeim nöfnunum Jón Hálfdanarson tefildi á fyrsta borði við Liverios. Jóni tókst aldrei að blása lífi i skók- ina og fljótlega var samið jafn- tefli. Jón Torfason og Diatsintos börðust hart í 10 stundir, áður en úrslit fen-gust. Jón byggði upp mjög góða sóknarstöðu, og svo virtist sem Grikkinn ætti etoki langa lífdaga fyrir hönd- um. En sóknin kom aldrei. Jón áleit auðveldara að vinna í endatafli en á kóngssókn og skipti því upp á nokkrum mönnum Þegar skðkin fór í bið, hafði Jón varla sýnilega yfirburði. En þar sem vinningur þýddi fjórða sætið, jafntefli það fimmta og tap það sjötta, neyndi hann að knýja fram vinning, en tefldi þá of glæfra- lega og tapaði. Þar með lauk síðustu skák mótsins, önnur úrslit í 11. umferð urðu þessi: Bandarítoin 3 Vj- Skotland %, Austurríki 2- Israel 2, Sviss 2- Svíþjóð 2, V-Þýzka-land 2%- En-glland IV2, Röð sveitanna varð þessi: 1. Bandaríkin 27V2 v. 2. England 26V2 3. V-Þýzkaland 26 4. Israei 22V2 5. Sviss 21V2 6. Island 21V2 7. Svíþjóð l91/2 8. Austurríki 19 9. Skotland I6V2 10. Finnland I4V2 11. Gritokland 5 Bandaríska sveitin si-graði efti-r skemmtilega baráttu við ensku sveitina, en V-Þjóðverjar fylgdu fast á eftir Hvorki Rússa-r né aðrár A-Evrópuiþjóð- ir sendu sveitir á mótið og rýrði það gildi þess til muna. Vonazt er til, að fleiri stúdentar mæti til leiks í Júgóslavíu að ári. Guðmundur Sigurjónsson. > .... ............. Fegursti garður Hafnarfjarðar að Brekkuhvammi 9 Eins og undanfarin ár hefur Fegrunarfélag Hafnarfjarðar lát- ið fara fram skoðun trjá- og blóma-garða í bænum. Hefur dómnefndin valið garðinn að Brekkuihvammi 9 fegursta garð ársins 1970, en hann er eign hjónanna Valgerðar og Bjama Blómsterberg, og hefur félagið ákveðið að veita þeim verðlaun. (Frá Fegrunarfélagi Hafnarfjarðar). Sergei Astavín sendiherra Nýr sendiherra Sovétríkjanna á íslandi Nýskipaður sendáherra Sov- étríkjánna á íslandi, Sergei Astavín er vænta-nlegur hing- að inn-an skamms. Hann er fæddjr árið 1918. Hann er sagnfræðingur að menntun. Áður en hann hóf störf í ut- anríkisráðuneytinu var hann við flokksstarf og stjó-msýsiu af hálfu hins opinbera í Mið- Rússlandi. Hann hefur starf- að erlendis, eínkum j Þýzka alþýðulýðveídínu, sem sendi- ráðan-autur. Hann hefur frá árinu 1960 sitjómað hinni póli- tísku dieild sovézka ut/anrik- isróðuneytisins. Eiginkona Astavíns, Ljúbov Efímova, er hagfræðingur að menntun. Þau ei.ga tvo upp- komna syni, Alexander (24 ára) sem er verkfræðingux og Vladímír (17 ára) stúdent við verkfræðiháskóla. Þeir fe-gðar hafa allir miklar mæitur á stoák. — (APN). BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 MÓTORSTILLINGAR HJÓLflSTIlllNGAR LJÚSASTILLINGAR Látið stilla í tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 Volkswageneigendur Höfum fyrirllggjandi BRETTI — HURÐIR — VÉLALOK og GEYMSLULOK á Voikswagen t allflestum titum. — Skiptum á einum degj með dagsfyrirvara fjrrir ákveðið verð. - REYNIÐ VTOSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, SldpholtJ 25. - SímJ 19099 og 20988 Tilboð — akstur \ Tilboð ós-kast í akstur með skólabörn og strætis- ferðir Innri-Njarðvík — Ytri-Njarðvík. Keflavík, frá 1. nóv. n.k. Tilboðum sé skilað á skrifstofu Njarðvikurhrepps, Fitjum, Ytri-Njarðvík, fyrir 1. október n.k. Nánari upplýsingar í síma 1202 eða 1473. Njarðvík. 2. sept. 1970. Sveitarstjóri Njarðvíkurhrepps, Jón Ásgeirsson. Verjum gróður — Verndum land

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.