Þjóðviljinn - 06.09.1970, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.09.1970, Blaðsíða 12
opnaði hana og á myndinni sést yfirkokkurinn á Frascati sýna hhtmisu-ge i Danmark .Heyrði nokkur brest?" Egill sviptur Höfuðlausn Fátt er þcim heilagt, þess- um íslenzkufræðingum nútil- dags, og hefur nú Jón próf- essor Helgason ekki ráðizt á garðinn þar sem hann er lægstur, en geyst fram og svipt sjálfan Egil Skallagríms- son sinni Höfuðlausn. „Heyrði nokkur brest?“ spyr Jón eins og ekkert sé í ritgerð í nýútkominni Ein- arsbók, og: „Sé svo, þá var það Höfuðlausn sem brast úr höndum Agli Skallagríms- syni." Einarsbók er afmælis- kveðja til dr. E.inars Óliafs Sveinssonar í tilefni sjötugs- afmædis hans 12. desember sl. og er nú að berast áskrif- endum. en i hana sikrifa 23 fræðimenn, þ.á.m. próf. Jón Helgason ritgerð er hann nefnir Höfuölausnarhjal. Fær- ir hann þar að því ýmis rök, hljóðfræðileg, braigfræðileg, með samanburðj handirita og Egill í vígamóð og leggur átta að velli (teikn. Halldórs Pét- urssonar í íslandssögu Ríkisútgáfu námsbóka). með samanburði við frásögj Egils sögu sjálfrar, að Egill Skallagrímsson hafi ekki kveðið Höfuðlausin. Bendir Jón á. að Égill yrki kvæ’ði og vísiur á 10. öld, en kveðskapur eignaður honum hafi ekki, svo að menn viti, verið færður í letur fyrr en á hinni 13. Og gat „margt skolazt til á skemmra méli“, segij. hann. Eftir rökfærslu, sem áðjr getur, setur Jón í lokin fram þá tilgátu, að á síðari Muta 12. aldar, hafi verið „uppi á íslandi maður, sem iðkaði sagnalist. Þegar hann sagði frá Jórvíkurfer’ð Bgils Skallagrímssonar, sakn- aði hann þess kvæðis er Egill leystj með höfuð sitt. Sjálft frumkvæðið, sem getið er í Arinbjarnarkviðu var gleymt. Hann tók sig þá til og orti annað kvæði í þess stað. Um Eirík blóðöx vissi hann fátt og varð því efni'ð í rýrasta lagi. Vel mætti gera sér í hugarlund að þetta skáld hefði um leið búið til þær vísur sem Egill er látinn kveða á undan kvæðinu og eftir. Af vísam og kvæði er svo að sjá sem þar komi finam hugmyndir um skipti Egils og Eiríks konungs er verið hafi firábrugðnar þeim sem kunn- ar eru af Égils sögu.“ Prófessor Jón: - Höf uðlausn brast úr höndum Agli Telur próf. Jón síðan, að menn hafi numið kvæðdð ut- anbókar eins og flestan skáld- skap þeirrar tiðar og eiignað Agli, Svo sé gert í Snorra- Eddu. Höfundur Eglu hafi þekkt kvæðið en ekki tekið upp; gat ástæðan verið sú, álítur Jón, að honam hafi þótt betur fara að gera við- ureign Egils og konungs ill- skeyttari og heiftarfyUri en ráð virðist fyrir gert í' kvæð- inu. Síðar, líklega þó á 13. öld, hiafi kvæðið verið skrif- að upp i tveimur mismun- andi gerðum. og sett á sinn stað í tvö handrit Egils sögu, sem ættir eru frá komnar, og hafi varðveitzt þannig. Sunnudagur 6. september 1970 — 35. árgangur — 201. tölublað. Fleiri ferðamenn þetta ár en 1969 í ágúst komu 8733 frá 59 löndum 1 síðasta mánuði komu til muna fleiri útlendir ferðamenn til landsins en í ágúst í fyrra eða alls 8733 — og er þá ein- göngu átt við þá útlendinga sem hér hafa einhverja viðdvöl, ekki við farþega með flugvélum sem hér hafa skamma viðstöðu á leið austur eða vestur um haf, en slíkir farþegar skipta tugum þúsunda mánaðarlega. ■íslendin.gar hafa líka ferðazt meir til útlanda í sumar en í fyrra, það kemur fram í yfirliti útlendingaeftirlitsins sem tölur Framhald á 9. síðu. Nýtt blað um fjölmiðla og mennigarmál er komið út □ Sjónvarpstíðindi heitir blað sem hafið hefur göngu sína og mun fjalla um sjónvarp svo og aðra fjölmiðla. Þetta menningarmálablað mun koma út hálfsmánaðarlega fyrst um sinn. — Ritstjóri er Þorgeir Þorgeirsson. Borgin tryggir sér „sinn hlut" af „Zeppelingróða' Sovézkir jarðfræðingar á rannsóknarferð um ísland Fimm sovézkir jarðfræðingar ásamt tveim aðstoðarmönnum eru nú í rannsóknarferð um landið, sem mun standa til mán- aðarloka. Er ferðin gerð sam- kvæmt samkomulagi milli Rann- sóknarráðs ríkisins og Vísinda- akademiu Sovétríkjanna og mun hér um að ræða einhverjar fjöl- þættustu rannsóknir sem Sovét- menn hafa fengizt við á fslandi. Jarðfræðingarnir héldu norður á bóginn 27. ágúst. I>eir starfa allir við Jarðfræðistofnun sovézku 80 ára kona stérslasast Lttræð kona stórslasa'ðisit í um- ðarslysi í fyrrakvöld. Var hún leið austur yfir Skipholt og tj á framenda fólksbíls, kast- st uppá framrúðuna og síð- í götuna. Konan var strax ð inn á Borgarspítalann. akademíunnar og er Júrí Lavr- úsjín fyrir hópnum. Vísinda- mennirnir 'munu fara víða og skipta þeir sér í hópa. Lavrúsjín og Gepner munu t.d. fyrst starfa í grennd Dyngjujökuls að rann- sóknum á ýmsu því sem skrið- jöklar hafa eftir sig skilið, aðr- ir tveir menn,-eldfjallafræðingur og sérfræðingur í heitum upp- sprettum, munu hefja rannsóknir sínar í grennd við öskju. Þessir fjórir menn verða svo síðustu tíu daga leiðangursins saman að rannsóknum á svæðinu milli Heklu og Vatnajökuls, en einn leiðangursmanna mun, ásamt að- stoðarmanni, halda ,sig við Tjör- neslögin allan tímann. Koma leiðangursmenn aftur til Reykja- víkur 26. september, og munu þá væntanlega ræða aftur við starfs- bræður sína íslenzka um þau gögn sem safnað hefur verið. Áður en lagt var af stað rædd- ust íslenzkir og sovézkir við um verkefni leiðaingursins. Ritstjóri kemst svo að orði í formála, að þessi tilraun byggist á þeirri von að nægi- lega stór hópur fólks hafi áhuga og löngun á því að fylgjast með og taka þátt í umræðum um þau menningarmál, sem eru efst á baugi, Sjónvarpsgagnrýni sé einna fyrirferðarmest, enda um mikla eyðu að ræða í þeim efn- úm sem dagblöðin hafa vanrækt „Málarúyndarabb dagblaðanna er líka vafas'amur greiði við starfs- fólk sjónvarpsins, sem umfram alilt þarfnast þess aðhalds, sem felst í vandlegri, hlutlaegri og faglegri athuigun á verki þess.‘‘ Ennlfremur segir í inngangs- orðum að „við munum einnig fjalla um kvikmyndir og leik- húsj bókmenntir og aðra list, sem í vindinum verður, að gamla gufuradíóinu ekki undan- skildu ... Um stjórnmál munum Harður árekstur AUharkialegur áreksituir varð í fyrrinótt á Nesvegi, rétt við Kaplaskjólsveg. Var leigubíll á leið austjr Nesveg og fólksbíll kom á móti honum og var sá nær alveg vinstr.a megin á göt- unni. Sagðist leigubílstjórinn ekki hafia séð fólksbílinn þair eð aðeins stöÖJljósin voru á. Bílamir rákust saman og urðu báðir mun stytitri eftir árekst- urinn. Mennimir meiddust nokk- uð og voru filuttir á slysavarðst. við að sjálfsögðu fijalla eins og aðra lei'klist.“ Ritstjóri býður upp á almenna þátttöku í umræðum, þó utan við nöldur. Sjónvarpsgagnrýni tekur mest af efni blaðsins, þá umsagnir um kvikmyndir, grein er um þingeyska bændauppreisn og þýðingar á kínverskum dæmi- sögum og ljóði eftir tékkneska skáldið Holub. Blaðið er 8 síður, pféntað í Lithoprent og kostar 25 kr. . Á fúndi borgarráðs sl. þriðju- dag var samiþykkt tillaga frá í- þróttaráði um ný leigugjöld af Laugardalshöll vegna dansleikja, pop- og táningahljómleika, hljómleika og funda og er þar um talsverða hækkun að ræða, sérstaklega í því tilviki, að um óvenju m’ik'la aðsókn sé að ræða, eins t)g varð á Led Zeppe- linihljómleikunum sl. vor, enda mun reglugerðin hafa verið sett með hliðsjón aif því, að borgin fengi „sinn hluta“ af slíku gróðafyrirtæki. Hin nýju leigugjöld verða sem hér segir samtovæmit tiliögum í- þi'óttaráðs: \ 1. Leigugjöld fyrir dansleiki, pop og táningahljómleika og hljómleika verði 20% af óskipt- um aðgangseyri, þegar sá hundr- aðshluti nemur meiru en lág- markslelgu. 2. Lágmarksleiga verði kr. 60.000,00. 3. La'Ugard.alshöll sér um og greiðir kostnað við sölu aðgöngu- miða, dyravörzlu, salemisvörzlu, fataigeymslu og ræstingu. Leigu- taki greiðir annan kostnað. 4. Ef íbróttahreyfingin leigir húsið til iframangremdra nota skulu gilda sömu reglur og um íþróttamót varðandi heimild í- þróttaráðs til efitingjiafiar á leigu. Lambakjöt og„svartidauði" Myndin og frásögnin eru úr Poiitiken 2. september, saina dag og forseti Islands kom í opinbera heimsókn tii Danmerkur. Segir í fréttinni sem fylgdi, frá opnun matvælakynningarvikunnar á Frascati í Kaupmannahöfn, en ambassador Islands í Kaup- mannahöfn, Sigurður Býarnason ambassadornum fuNt fat af ís- lenzku lambakjöti. 1 fréttinni segir einnig að ætl- unin sé að selja i Danmörku á næsta ári 500 tonn af íslenzku lambakjöti. Og blaðið upplýsir einnig, að með íslenzku lamba- kjötj eigi að drekka íslcnzkt brennivín, „Svarta dauða“, sem raunar se hvorki betri ellegar iífshættuiegri drykkur en danskt brennivín. Stórútsala á kvenskóm hefst í fyrramálið. — FjöLmargar gerðir seldar á 195 kr. parið. — Sérstakt tækifæri. SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 103 (Við Hlemmtorg). toi Msutúur tw v* «4Ú ttbiwmú fjclú4aa*. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.