Þjóðviljinn - 11.09.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.09.1970, Blaðsíða 4
4 SffiBA — ^ÞJÖBVŒIÆmS — "Föstaðaiguír VL sieptenSber 13TO. — Málgagn sósíalisma, verka lýSshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandi: Uigáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. , Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður y. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, augfýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. S9. Sími 17500 15 línur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Mænt á íbúBirmr Á landsþingi Sambands íslenzkra sveifaríélaga flutti Magnús Jónsson fjármálaráðherra ræðu um viðhorfin í skattamálum og koimu þar fram ýms sjónarmið sem ástæða er til að veita athygli. Greindi hann m.a. frá því að sögn Morgunblaðsins, að sérfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefðu nýlega kannað skattakerfið hér og komizt að þeirri niðurstöðu „að ríki og sveitarfélög taka ekki hærri hundraðshluta af tekjum einstaklinganna heldur en þær þjóðir ,sem standa okkur næst. Þó yrði að hafa það í huga að óbeinir skattar væru hærri hér ea í mágrannalöndunum ... Sérfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að íslenzka skattkerfið væri hvorki betra né verra en annarstaðar. Þeir hafi hins veg- ar bent á, að fasteigiiagjöld væru hér of lág og f jár- festing í húsum hafi verið of mikil". Síðan segir MorgunbJaðið að ráðherrann hafi teMð undir þetta mat hinna eriendu sérfræðinga og sérstak- lega talið fasteignagjöldin „allt of lág"; ennfrem- ur hafi hann talið nauðsynlegt að breyta skatta- kerfinu í samræmi við reglur þær sem tíðkuðust í oðrum EFTA-löndum og þá fyrst og fremst lagt áherzlu á nauðsyn þess að öllum aðstöðugjöldum væri létt af fyrirtækjum fjessi frásögn ráðherrans gefur vísbendingu ura það hverjar eru næstu fyrirætlanir ríkisstjórnar- ánnair í skattamálum. Ríkisstjórnin hefur ekki á- formað að lækka beina skatta á einstaklingum, því að þeir séu svipaðir hér og í grannlöndum okkar. Hins vegar ætlar ríkisstjórnin að halda áfram þeirri s'tefnu sinni að létta sköttum af fyrirtækjum, eins og gert hefur verið ósleitilega undanfarin ár, og virðist röðin nú komin að aðstöðugjöldunum. Þann mikla tekjumissi sem af því hlýzt að fella þau gjöld niður á hins vegar að vega upp, og vafalaust meira en það, með því að stórhækka fasteigna- gjöld, sem eru „allt of lag" að því er Morgunblað- ið hefur eftir ráðherra sínum. Raunar á tilgangur- inn ekki aðeins að vera sá að fá auknar tekjur heldur einnig að draga úr byggingaframkvæmd- um, því að fjánmálaráðherrann er sammála því mati hinna erlendu sérfræðinga „að fjárfesting í húsum hafi verið of jrnikil", eins og Morgunblaðið orðar það. .v .. fjessi stefna Sjálfstæðisflokksins mun vafalaus't vekja almenna athygli. Sá flokkur hefur oft þótzt fagna því hversu mikið er um það að al- menningur eígi íbúðir sínar hérlendis. Kú horfa leiðtogar flokksins hins vegar gírugum augum á þessa almenningseign og vilja nota hana í vaxandi mæli til þess að létta byrðar á gróðafélögum og draga jafnframt úr húsbygginguim. Verði lagt ínn á þá braut mun fljótlega verða þröngt fyrir dyrum hjá mörgum þeim sem brotizt hafa í því að koma sér upp íbúð af takmörkuðum efnum. '— m. í*agar lieSmspdcnegá þenkj- andi sagníEseðingar jaú á dög- uim íJaíEa uim ýxnsar nwgmynd- ir fyxri íima, eins og t«d. erŒða- syndina eöa þá trú að nauð- synleigt sé .að ieita galdra- menn hiruuim höcðusifcu refsing- um, velta þeir ]>ví £fcki fyrir séc iiviQrt þaer hafi werið rótt- ^r, heldur hvers .vegna það hafi verið nauðsynlegt við ákveðnar þjóðfélagsaðstæður og meðal manna með sálar- líf, sern var sprottið upp úr þessum þjóðfélagsaðstæðum, að trúa á sannleik þeixra. 3vers vegna það hafi t. d. verið nauðsynlegt að trúa því að til væri erfðasynd og það væri gagnlegt fyrir guð og þjóðfélagið að þrenna galdra- menn. £>eir reyna siðan að út- skýra slíkar hugmyndir með því að finna rætur þeirra í byggingu þjóðfélags þess tirna og almennri hugmynda- fræði þeirra sem þessar hug- myndir höfðu. í>etta viðhortf er gott -og gilt -og á reyndar ekki síður við þegar fjaHað er um fyrir- bæri, sem standa okkur nær í tíma en erfðasynd og galdra- brennur. Þ-að er t. d. freist- andi að veita því fyrir sér frá þessu sjónarmiði hvers vegna það er nauösynlegt að banna evrópska popp-tónlist í Kína og ýmsar kínverskar - kvikmyndir- (t. d. „Dongfang hong") í Fraklklandd, hvort tveggja undir bví yfirskini að það spilli æskunni. Og 'sú hugsun íæddist að mér xiý- lega, þegar ég var að lesa blaðaskrif um þá miklu hættu, sem stafaði af neyzlu fikni- lyfja á Islandi, hvort það væri mikil kórvilla að huiga á ný að 'grundvelli slíkra skrifa. Sú kennisetning sem bau eru jatfnan byggð á: „neyzla fíknilyfja -er stór- hættulegt fyrirbæri", .er nefni- lega merkingarlaus frá vís- indalegu sjónarmiði, því að bau lyf, swn hér eru venju- lega floikkuð undir „.fíkniryf" eru svo rnargvísleg .að ekki .er unnt að telja þau til sama flokks, .og hugtákið „hætta" er einnig . merkingarlaust í slfku sambandi, því.,að allir hiutir. geta verið hættulegir eða hættulausir eftir því hvernig á stendur. ^ifreiða- akstur getur t.. d. veriö hættulegur fyrir menn, sem eru mjög þreyttir, pví að þeir geta misst stjórn á farartæk- inu pg ekið á næsta ljósa- staur, og smjörneyzía getur verið hættuleg fyrir aldraða og feitlagna menn. bví að hún getur valdið æðakölkun og jafnvel leitt þá til bana. I öðrum tilvikum eru sömu hiutir hættulausir. En ef við lítum á „fíknilyfin" frá öðru sjónarmiði og rannsökum sjálfan grundvöll pess við- horfs, sem kemur fram i flestum skrifum um ffknilyf á íslandi: hvers vegna það er nauðsynlegt í okkar vest- ræna og kristna þjóðfélagi að trúa því að neyzla fíknilyfja sé hættuleg, erum við á réttri leið. Þá vitum við a. m. k. hvað orðin merkja. • Fræðimenn hafa gjarnan bent á það að „fíknilyf" .af ' ýmsu. tagi hafi fylgt mann- kyninu smo lengi sem sögur fara af því, og allar þjóðir hafi bekkt Æinhverja tegund peirra: ópíum, kokain, peyotl, .berserkjasveppi, cannabislyf HVERS VEGNA ER HASS TALIÐ HÆTTULEGT? ^bhang, marihuana, charas og hassis) og síðast en ekki sízt .áfengi og tóbak, svo nDkkur dæmi séu netfnd. Nú er hætt við ,því . að mörgum. komi þetta viðhorf nokfcuð spánskt fyrir sjónir og þeir kasti fram þeirri spurningu hvort hægt sé að telja jafn aibnennar vörur ;og áfengi og tóbak i flokki með stórhættulegum fyrirbærum éins og hassis og peyotl. Þessi spurning verður að teljast góð og gild, því að áfengi og hassis eru gjörólík fyrirbæri (og lítt samræman- leg) þótt þau eigi það sam- eiginlegt að hafa ýmis annar- leg áhrif á hug þess er neytir þeirra. En við getum ekki svarað þeirri spurningu á ab- landi, þegar áfengi og tóbak er nefnt i sömu andrá og hass eða ópium. Þetta statfar af því að Islendingar skipta þeim' lyfjum, sem ég taldi upp áðan, í tvo ólífca flokka: nautnalyf eins og .áfengi (sem talin «-u skaðleg en þó ekki ástæða til að banna, þótt réynt sé að draga úr notkun þeirra) og ffiknilyf eins og hass (sem talin eru miklu hættuiegri en nautnalytfin Dg ástæða til að banna). Við þessa tvo flokfca mætti svo bæta þriðja flokknum, lækn- islyfjum eins og barbitúrsýr- um, (sem tahn eru gagnleg í visstim tilvikum og því ekki bönnuð þótt neyzla þeirra sé takmörfcuð). '. Mariiiuaiía-„svalJveii',ia" í San Francisco Hvernig stendur á því að vesturlandabúar banna hassis og leyfa áfengi, en arabar banna áfengi og leyfa hassis? solútan hátt, hvort telja megi öll þessi lyf til .sama. flokks eða ekki. Homo sapiens neyt- ir margvíslegra jarðargæöa og á harla margvíslegan hátt, og ekfci er til nein algild fiokkaskipting neyzluvara hans. Hins vegar svarar hvert þjóðfélag þessari spurningu fyrir sig og skiptir þeim efin- van, /Sem það þekkir í ílokfca í samræmi við menningu sína og grundvallarlífshugmyndir. Þessi flofckasfcipting, sem gild- ir einungis innan þess þjoð- félags, sem skapaði hana, er sá grundvöllur, sem við verð- um jafnan að miða við í um- ræðum um „fiknilyf", bví að viöhorf hvers einstaklings til þeirra „fífcnilyfja'' sem hann neytir — og jafnvel áhrif þeirra á hann — eru í nán- um tengslum Við flokfcaskipt- ingu og hugmyndafræði þess þjóðfélags.sem hann ,er sprott- inn upp úr. — Jafnvel hugar- far einstafclings, sem er undir áhrifuim „fíknilyfja", verður efcki skýrt nema út frá hug- .myndatfræði þjóðfélags hans. * t>að er efcki úr vegi að skýra þatta nánar með nokkr- um dæmum. Það vekur oft furðu á ls- I Suður-Evrópu er fiofcka- .skiptingin nofckuð öðruvísi. Þar er áfengi alls ekki talið sér í fllokki .sem nautnalyf, héldur er það hreinlega talið til fæðutegunda. Þess er því neytt .á allt annan hátt og með öðru hugarfari en á Islandi, það er dagleg neyzlu- vara. Ein afleiðing þessa við- horfs er sú að vínbann, sem er hugsanlegt á íslandi, þótt það sé ekfci framkvæmt nú, er algerlega óhugsandi í Frakklandi eða Itah'u, og Fröikkum þætti slíkt jaifin fár- ánlegt og íslendingum þætti t. d. smjörbann (sem væri t. d. sett á þeim forsendum að smjör valdi æðakölkun) Þeir menn, sem vilja berjast gegn misnotfcun áfengis í þessum löndum, skora þá á menn að drekka ekki meira en h'tra af rauövíni á dag. önnur afleið- ing þessa viðhorfs mun þó sennilega koma Islendingum enn furðulegar fyrir sjónir. Sums staðar í Frafcklandi — þar sem „vínmenning" stend- ur með sem mestum blóma — líta menn drykki eins og coca cola, sem þeir telja ekki tQ fæðutegunda, mjög hornauga og telja þá mifciu skaðlegri en raiuðvín: coca cola er ameriskt efnasuil, sem enginn veit hvernig bruggað er, og hetfur vafalaust skaðleg áhrif á börn, en vínið er komið úr satfarífcum og gómsætum berjurn, „hinn heilagi sonur sólarinnar" eins og.Baudelaire orti,. og ágætur drykkur fyrir börn og aðra... Ef við skyggnurnst enn sunn- ar finnum við gerólíka fldfc;a- skiptingu. Meðal Múhameðs- trúarmanna er vindrykfcja al- gerlega bönnuð eins og fcunn- ugt er, og reyndar talin mjög syndsarnlegt athæfi (en það samsvarar því, á sviði trúar- bragðanna, að líta á vín sem skaðlegt eiturlyf). Hins vegar er neyzla cannabislyfja eins og hassis (sem er komið tU Evrópu frá löndum Múham- eðstrúarmanna) mjög algeng á pessum slóðum, ednfcum meðal sumra trúflokka, sem nota það í dulrænum tilgangi. Þess vegna er viohorfið til þessara lyfja víða í löndum Múham- eðstrúarmanna þveröfugt við það, sem ríkir i Evrópu: áfengi er hættulegt eiturlyf og stran-glega bannað, en hassis er nautnalyf, sem kemur mönnum í nána snertingu við guðdóminn, og er fullkomlega leyfilegt. Þess veröur reyndar að geta að slík viðhorf munu hafa breytzt mikið á síðari áruim vegna evrópskra átorifa, þó ekfci aUs staðar. . „ Það er pví ljóst að það viohorif, sem ríkjandi er í ptoröur-Evrópu gagnvart þess- um lyfjum, er bundið við vesturlönd ein, og annars staðar geta viðhorfin verið a:Ut önnur — jafnvei þveröfug, Þetta er svo furðulegt fyrir- bæri að það þarfnast vísinda- legrar skýringar. Mannfræðingar hafa giarn- an ieitað skýringar á viðhorf- wn hinna ýmsu félagshopa til „fíkniiyfja" í áhrifum lyfj- anna og grundvallarlifshug- myndum félagshópsins: sér- hvert þióðfélag veliur sér það „fíknilyf", sem er í mestu samræmi við hugmyndakerfi þess sjálfs, og hafnar öðrum, sem eru ekki í samræmi við Ufsviðhonf þess Þessi skýringaraðferð er mjög freistandi þótt á henni séu ýmsir annmarkar. Ahrif áfengis og cannabislyfja eru nefnilega gerólík, og það er því mjög líklegt að þjóðfélag, sem viöurfcenni neyzlu annars lyfsins, hafni hinu. Þótt áhrif ,4íkndlyfia" séu að mifcLu leyti persónubundin, má segja að algengustu áhrif áfengis séu þau, eins og ófáum tslending- um mun kunnugt, að það eyfc- ur trú manna á sjálfa sig, eflir vil.iastyrk þeirra, leysir úr læðingi árásarhvöt þeirra og dregur mjög úr hömlum, sem á kynhvöt þeirra hvíla. I Snorra-Eddu segir frá þvi að iötunninn Hrungnir eltd Óðin eitt sinn frá Jötun- heimum í Ásgarð og var hon- um færður m.iöður: „Er hann gerist drukkinn þá skorti eigi stór orð. Hann lézt skyldu taka upp Valhöli og færa í Jötunheima, en sökkva Ás- garði en drepa goð öll, nerna Freyiu og Sif vill hann heim hafa með sér, og Freyia ein þorir þá að skenfcia honum. Og drekka lézt hann mundu allt ásaöl". • Ahrif cannabislyfia eru hins vegar að sumu leyti þveröfug.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.