Þjóðviljinn - 11.09.1970, Blaðsíða 10
JQ SlÐA — ÞJÖÐVlUlNN — Föstudagur 11. septemiber 1970.
NICHOLAS BLAKE
DYPSTA
UNDIN
13
— Til að mynda Kevin Lee-
son? sagði ég kæruleysislega.
Presturinn sýndist alveg agndofa.
— Kevin? Nei, nei, hann er
metnaðargjarn, en hann hefur
innilega fyrirlitningu á Blástökk-
unurn. Sjáið þér til, öll þessi
athafnasemi Kevihs stafar af því
að hann langar til að yfirskyggja
bróður sinn. Flurry er auðvitað
ekki annað en fyrrverandi hetja,
en hann befur fengið að halda
dýrðarljómanum. Kevin tók
hvorki þátt í frelsisbaráttunni né
borgarastK'5inu. Hann er varfær-
inn.
— Seamus kallar hann lufcku-
riddara.
— Jæja, gerir hann það? £>að
er fuMsterkt til orða tekið. Sea-
mus aðwyllist gamaldags róman-
tfk; hann er síðasti hetjudýrk-
andinn. Enginn getur fengið hann
til að viðurkenna að Kevin leggi
franri aðdáunarverðan sfcerf til að
byggja upp land ofckar.
Og fyllir sína eigin vasa um
HARGREIÐSLAN
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
h3Mga.v. 188 rn. bæð (lyfta)
Síml 24-6-16.
Perma
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68.
leið, sagði ég næstum. En í þess
stað íjr ég að tala um hve
Flurry og frú Leeson hefðu sýnt
mér mikla gestrisni. Faðir
Bresnihan horfði fast á mig; það
var eins og hann gæti séð djúpt
inn í sál mína.
— Ég vona að þér reiðizt ekki
þótt ég gefi yður heilræði: Varið
yður á frú Leeson; hún er hætfcu-
leg kona.
— Hættuleg? Ég eldhitnaði í
vöngum, en reyndi mítt bezta
til að stilla mig. — Hætbuleg?
Hvernig þá? Ég hafði ekki fyrr
örðið þess var að presturinn
missti stjórn á sér.
— Hún fellur efcki inn í litla
satmfélagið okkar, svaraði hann
varffiæmislega.
— Getur það ekki verið litla
samfélaginu að kenna, faðir
Bresnihan? Ensk kona. Útlend-
ingur. Fólk uppi í sveit er alltaf
tortryggið í garð útlendinga.
— Það veit ég vel, sagði hann
hvössum rómi. í>að leit út fyrir
að hann ætti erfitt með að hafa
tauimíhald á sér. — En ég verð
að vera á verði gagnvart hneyksl-
anlegu atferli í sókn minni. Frú
Leeson hefur gefíð tilefni til
hneykslunai".
— Hvernig þá?
— Vegna þess. — Faðir
Bresnihan gat ekfci borið fram
ásakanir sínar, vegna þess að
kötturinn truflaði hann. Hann
háfði 'setið og gaált " við hann
meðan hann lá makindalega á
hnjám hans; en allt í einu þaut
hann hvæsandi niður á gólfið og
flýði undir borðið. Presturinn
varð eldrauður í framan þegar
hann laut niður til að ná í
köttinn. — Aumingja kisa. Tók
ég of fast á þér? Komdu nú
upp aftur, kjáni litli.
í»að glitti í reiðileg augu katt-
arins undir borðinu.
— Nú, ef þú vilt það ekki, þá
þú um bað. Hann reiddist mér
sennilega af því að ég talaði af
vandlætingu, herra Eyre. Það
var sannarlega ekki tilgangur
minn, það veit Guð. Hann spennti
titrandi greipar. — Ég get ekki
(gntineníal
HINIR
HEIMSÞEKKTU
JEPPA
HJÓLBARÐAR
HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR
Opið alla daga frá
kl. 8—22, éinnig um helgar.
GÚMMÍVINNUSTOFAN HF.
SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK
SÍMI 31055
ætlazt til þess að þér hafið sömu
skoðanir og ég á dauðasyndinni.
Ég reyndi að sýnast undrandi.
Líkt og ég skildi ekki hvað hann
ætti við! Hafði hann þá eftir
allt saiman séð til miín og Harriet
niðri á ströndinni? En ekki kom
honurn við hvað ég aðhafðist.
Ég sagði að við frú Leeson hefð-
um farið í ferðalag með nesti
og.hefðuim séð líkfylgdina ganga
aftir ströndinni.^Svar hans sann-
færði mig um að hann hefði
ekki tekið eftir okkur.
— E>ér verðið uimfram allt að
fara variega á þeim slóðum. Það
er sagt að það sé kviksyndi á
stóru svæði á ströndinni miðri.
— Ég tók eftir því að líkfyigd-
in tók á sig sveig.
Eftir þetta töluðum við rólega
og friðsaimlega um írska út-
fararsiði.
Eg sagði að mér hefði fundizt
hjartnæmt að taka eftir þeirrí
augljósu virðingu, sem þátttak-
endur í líkfylgdinni auðsýndu
hinum látna; hins vegar hefði
mér þótt ósanngjarnt að þeir
skyldu loka veginum fyrir allri
annarri umferð.
Hann hló. — Þetta var miklu
verra áður fyrr. 1 gamla daga
var það siðvenja hér fyrir
vestan að presturinn sat við
kistuna og tók við þeim pen-
ingum sem syrgjendurnir réttu
honum. Þeir kepptust um að
gefa sem mest, því að uppihæðin
sýndi hve mikill harmur þeirra
var yfir hinum látna. Það var
stöðuitákn með tilfinningaívafi!
Jæja, en þann sið höfum við
lagt niður til allrar hamingju.
Þrátt fyrir hinn óþægilega þótt
í saimtalinu, hafði þetta verið
notalegt kvöld. Faðir Bresnihan
fylgdi mér til dyra og í fang-
inu hélt hann á kettinum sem
var búinn að fyrirgefa honum.
Ég fann til eins konar aðdáunar
og hollustu i hans garð. Hann
var góður og vitur maður. Og
frá hans bæjardyrum séð var
ofureðlilegt að hann gæfi mér
aðvörun. 1 návist hans gat ég
ekki að mér gert að hugsa sem
svo, að ef til vill ætti ég að
fara að ráðuom hans, sem hann
gaf mér í góðum tilgangi.
— Komið bráðum aftur. Og
Guð blessi yður, sagði hann með
hljómmikilli röddinni, sem var
hvorki mærðarleg né tilgerðar-
leg.
Ég sé það í dagbók minni að
það var tveim dögum seinna að
mér var boðið heim til Kevins
Leesons í þá oskemmtilegu mál-
tíð sem kallast „stórt síðdegis-te".
Garðurinn bafcvið traustlegt hús
þeirra var morandi í bömum —
ég komst aldrei að þvi hver
þeirra voru börn Maires. Hún
sá um að þau sýndu alla þá
leikni sem þau höfðu yfir að
ráða, og Iokaþáttur sýningarinn-
ar var ruiglingslegur írskuir þjóð-
dans og undirleikinn annaöist
hún sjálf á píanóið inni í stof-
unni, en gluggarnir voru hafðir
opnir. Börnin dönsuðu með há-
tíðlegan svip á andlitinu, og
þau voru stíf eins og siaurar og
það var engu líkara en þau
feyktust um í ofsaroki. -
— Kevin bað miig að taka
mynd af yður og börnunum. Þér
hafið væntanlega ekkert á móti
því?
Marie stillti okkur upp i hóp
og smellti af. — Það er vissu-
lega mikill heiður fyrir ykkur
að vera á mynd með frægum
rithöfundi. En það ekki krakk-
ar?
— Jú, tautuðu fáein þeirra án
albar hrifningar.
— Og nu verðið þér að leyfa
mér að taka mynd af yður
einum í albúmið mitt. Af stað
nú, börn. Teið handa ykkur er
inni í barnaherbergi.
Ég' lét mér þetta allt saman
lynda. Ég læt venjulega sem ég
þoli ekki annað eins og þetta,
en í raun og veru líkar öllum
rithöfundum það ágætlega að
láta meðhöndla sig sem fræga
persónu, ekki sízt þegar frægðin
er af skornum skammti. Það er
ekki fyxr en eftir á að maður
fær óbragð í munninn, rétt eins
og maður geti grátið fögrum
tárum yfir eigin meástaraiverki,
unz maður kemst að því að það
er í rauninni ekki annað en til-
finningasjúkt samsull. Ég gekk
meira að segja svo langt að
skipta um álit á Maire; hún var
frjálslegri utan dyra í barna-
hópnum, og henni fór það vel
að vera á þönum með jarpa
lokkana flögrandi fram á ennið
og stjórna fjölskyldusirkusnum
með ódulinni hrifningui Dæmi-
gerð írsk sveitakona af betra
taginu; þetta var litla konungs-
ríkið hennar, hún var sex barna
móðir x>g fannst hún vera drottn-
ing.
Hún fór með mig inn í setu-
stofuna sína, sem var ósköp
dapurleg; troðfull af splunku-
nýjum húsgögnum, samstæðu
sem hefði getað verið úr verð-
lista og loomið með póstinum.
Sennilega var aldrei verið í
þessari stofu. Ég gat gert mér
í hugarlund hvernig Leeson-
börnin sátu skjálfandi af kulda
við slaghörpuna, þegar þau
fengu spilatíma í ískaldri stof-
unni.
Kevin kom og slóst í hópinn.
Ég féfck nærmynd af grófgerðu
andlitinu og munninum sem
minnti mig á hákarl. Hann var
upptekin af sjálfum sér en mjög
alúðlegur Það var auðséð að
fallega konan hans sá til þess
að hann væri í öðru sæti á
heimili sa'nu. Borðið svi'gnaði
undan matnum — þar voru boll-
ur, heimabakað brauð, sardínur,
rauðrófur, harðsoðin egg, pikkles,
svínslæri Og tunga, búðingar
með kremsósu og kökur með
sykurbráð.
Maire hélt matnum að mér
af mikiluim ákafa. — Yður veit-
ir ekki af ærlegum matarbita,
herra Eyre, eftir allt þetta snarl
yðar heima í kofanum. Þér eruð
alltof horaður. Finnst þér það
ekfai, Kevin?
— Hætbu nú að angra vesal-
ings manninn, Maire. Hann veit
bezt sjálfur hverju hann hefur
gott af. Láttu haran eiga sig.
Ég sagði þeim að mér hefði
verið boðið í kvöldmat til föður
Bresnihans tveim dögum áður.
— Jó, rétt er það. Hann sagði
mér að þið hefðuð spjallað
notalega saman upp á gamla
mátann, sagði Maire. — Þið
hafið trúlega rætt háfleyg mál,
þdð tveir. Bækur og þess háttar.
— AðaMega um stjórnmál, frú
Leeson. Það var mjög athyglis-
vert að heyra hann tala um —
— Það er alltof mikið talað
um stiórmál hér á landi, sagði
Kevin. — Prestarnir ættu ekki
að hvetja fólk til þess.
— Og láta þá urni það sem
vit hafa á. Mér skilst, að þér
nafið það?
— Tja, ég hef nú svo margt
á minni könniu að ég hef engan
tíma til —
— Mér hefur annars skilizt
að þér verðíð ef til vill í kjdri
til þings við næstu kosningar.
— Já, það getur svo sem veí
verið. „Dail"-ið okkar þyrfti svo
sannarlega að fá nokkra hagsýna
msnn sem geta heyrt grasið
gróa og kunna að taka hlutina
skynsamtegum tökom. Helming-
urinn af þessum snillingum í
þinginu sóa tímanum í gaspur
um tilganigslausa hluti. Við
deyjum úr hungri herra Eyre,
ef við eigum að halda áfram
að jórtra á fortíðinni. Við
getum ekki lifað á því.
Ég spurði hann í þaula uim
„Blástakkana" — hvort hægt
væri að bera þá saman við svo-
kallaða nazista Mosleys í Eng-
landi. Hann sagði írá hinu
skammvinna ¦ saimstarfi milli
hreyfingar O'Duffys hershöfð-
ingja og Cumann nan Gaedheal-
flokksins á fjórða tug aldarinnar.
— Sá orðrómur komst á kreik
að þeir ætluðu með valdi að
setja á stofn einræðisstjórn, ef
HARPIC er ilmandi efni sem hreinsar
salernisskálina o^ drepnr sýkla
Hvað nefnist Ijóðabókin
og hver er höfundurinn?
SÓLÓ-eldavélar
Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgtim stserðum
og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita-
bæi, sumarbústaði og bá-ta.
VARAHLUTAÞJÓNUSTA.
Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa
eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði
ELDAVÉLAVERKSTÆÐI
JÓHANNS FR.
KRISTJÁNSSONAR h.l
Kleppsvegi 62 . Sími 33069
Dömusíðbuxur - Ferða-
og sportbuxur karlmanna
Drengja- og unglingabuxur
SJoMjlm _ Laugavegi 71 — sími 20141.