Þjóðviljinn - 18.09.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.09.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐWLJINTJ — Föstudaigiur 18. septemíber 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjórl: Eiður Bergmana Bitstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson SigurSur GuSmundsson Fréttaritstjóri: SigurSur V. FriSþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiSsla, auglýsingar, prentsmiSja: SkólavörSust. 19. Siml 17500 (5 linur). — AskriftarverS kr. 165.00 á mánuSi. ■— LausasöluverS kr. 10.00. A valtfí útlendinga jyijorgunblaðið birti nýlega viðtal við Manlio Brosio, framkvaaindastjóra Atlanzhafsbanda- lagsins, og hafði það að sjálfsögðu að geyma áróð- ur um gildi þessara hernaðarsamtaka. M.a. sagði framkvæmdastjórinn að aðild íslands væri banda- laginu mikilvæg, ekki aðeins vegna legu landsins, „heldur vegna ^þjóðarinnar, sem landið byggir, vizku hennar og menningararfleifðar“, eins og hann komst að orði, líkt og þetta stríðsfélag væri einhver vizkubrunnur og menningarstofnun. Og Morgunblaðið tekur þessi ummæli upp 1 forustu- grein og segir: Hvað þurfa menn nú frekar vitn- anna við; sjálfur Manlio Brosio segir að við verð- um að vera í Nato! Jjað verður naumast talið til tíðinda þótt starfs- anenn Atlanzhafsbandalagsins eða áróðursmenn Bandaríkjahers haldi því fram að íslendingar yerði að vera í Nato og una við erlent hernám um ófyrirsjáanlega framtíð; fyrir það fá þeir kaupið sitt, Hitt er alvarlegra að það virðist vera stefna Morgunblaðsins og leiðtaga Sjálf§t.£eðisflokksins, að það sé í verkahring erlendra aðila að skera úr um framtíð íslands á þessu sviði, en landsmenn sjálfir séu hvorki dómbærir né eigi að hafa á- kvörðunarvald. Svo langt gengur þessi afstaða, að einn helzti sérfræðingur Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum, Kristján Albertsson, sagði nýlega í grein í Morgunblaðinu, að enda þótt lögleg ís- lenzk stjórnarvöld tækju ákvörðun um brottför Bandaríkjahers, bæri hemum að hafa slíkar á- kvarðanir að engu og halda stöðvum sínum með valdi. jslendingar vom einvörðungu hnepptir í Atlanz- hafsbandalagið til þess að festa hernám Banda- ríkjanna í sessi. Væri hernáminu aflétt myndi enginn hafa áhuga á aðild íslands, þrátt fyrir skop- legt tal Manlio Brosio um vizku og menningu. Því er það afstaðan til hernámsins sem sker úr um þennan þátt utanríkismála. Sú spurning hlýtur að leita á hvem hugsandi mann af sívaxandi þunga, hversu lengi íslendingar eigi að una er- lendri hersetu í landi sínu. Svörin við þeirri spurn- ingu verða íslendingar að gera upp við sig sjálfa og forðast að líta á erindreka Bandaríkjahers og Atlanzhafsbandalagsins sem einhver óskeikul sannleiksvitni. Sem betur fer virðist andstaðan gegn hersetunni nú fara vaxandi á nýjan leik, og hún mótar sérstaklega afstöðu ungu kynslóðar- innar. Ungir Framsóknarmenn og ungir Alþýðu- flokksmenn hafa á síðustu þingum sínurn lýst andstöðu við hernámið, einnig meðal ungra Sjálf- stæðisflokksmanna er vaxandi andspyrna gegn þeirri skilyrðslausu þjónkun við bandairísk her- námssjónarmið sem mótað hefur ráðamenn Sjálf- stæðisflokksins. Það er m.a. þessi þróun sem veld- ur því að Morgunblaðið leggur nú á það æ meiri áherzlu á að útlendingar einir hafi dómgreind til að taka ákvarðanir um örlög okkar á þessu sviði. - m. Ef skeyti þrælanna særa fólkið á pöllunum. í dag birtir B æj arpósturinn skelegga ritsimíð eftir J.E., þar sem hann fjiallair utm fluigvélarán palestínuairaba, deiluir araba og Israelsimiannia og viðhorif vesturlandabúa til þeirra málefna. Tilefni bréfs þessa eru ummæli Sigurðar Magnússonar blaðafulltrúia í útvarpsþætti sl. la'ugardag. Ágæti Bæjarpóstur! >á fyrst finnum við að marikd til ofurvailds fjölmiðla þegar hin éanennslkiu viðhorf úlfsins — að óta sína eigiin bræður og systur, sjálfum sér till undirlóttis í lífsbaráttunni, — festa rætur í huigum vina akikar, sem við höffium daglegt samneyti við, og verða í vit- und þeirra sjálfsögð lausm á mamnlegum vandamálum. í útvarpsþætti Áma Gunn- arssonar ,,Daglegt líf“, kom fyrir noiklkrum dögum fram sú edndregna skoðun Sigurðar Magnússonar blaðafuilitrúa Laftledða, að ekJd bæri að semja við hina palestínsku sikaeruiliða um afíhendingu á þeim 250 gíslum sem þeár þá héldu föngnuim, heldur bæri að láta reyna á hvort þeim væri alvara um að sprengja fólkið í loft upp ásamt flugivélunum. Skæruil iðamir voru að - mati Sigurðar ótíndur síkríll, sem eikikd væri að vita hvar bæri niður næst, ef látið væri að vilja þeirra. í næsta sikipti gætu þeir eins vel rænt 2000 farþegum og lamað allllt far- þegatBliujg heámsdns. Þetta viðíhorf Sigurðar er engin nýlunda, aðeins einstak- lega persóniulleg túlkun á því lífsviðhorfi, að meta skuli menn í gæðaiflokka eftirkröft- um — og því skuli meta menntaðan og auðugan mainn góðan miann, en fátækan og fáfróðan xniainin illan. Og í eðflilegu firamihalldi af fyrr- greindri skoðun, telur Sigurð- iur að haigsmunir flugfélaga hedansins og frelsdsbarátta hinna miljón palestínsku flóttamanna fari illa saman og því beri aö herða óiina að hinum síð- arnefndu. Nú ætla ég ekki að deila við Sigurð um hvor aðillinn hafi rétt fyrir sér, palestfnu- arabar eða ísraelar; með hvor- um beri að stainda. En éghygg að fflesitir viti hvoru megin kraftarnir liggja. ísraeiítamir og fólkið í kringum þá, arabarnir eru í rauninn; sama fólkið, bvorir tveggja eru af semítískum stofni, ‘ þrautseigj an og dugnað- urinn sem ísraelítar eru róm- aðir fyrir em því ekkd sér- einkenni þeirra, heldur sam- gróið hinu semítisfca eðli. Það sem á máíli skállur er mennt- un, verkkunnátta, sem yfir- stógur þær hindramir semhinn ómenntaði „skrM“ lýtur. Þegar gyðinigar stofnuðu Israeílsirfkii efitir seinni heims- styrjöld var ekki aðeins flutt til Palestínu fólksmiergð frá helztu tæknimenninigarríkjum hedms, heldur og menntun. og fjármagn í sllíkum mælll að ekki hafði áður þekkzt nedtt viðlíka. Israelítamir hófust handa um að þvinga ar- aba af löndum sínum, en keyptu jarðnæði og réttindi annarra í stórum stól, fyrir gull rneira en þeir innfæddiu höfðu áður séð. Þótt þessir fjármunir væru rmkílir í aug- um araiba.nna, dugðu þeir skammit í þessu nýja þjóðfé- lagi sem tók svo örum breyt- inigum, enda ! skorti þá alla þekkdnigu táfl að ávaxta sitt pund við breybtar þjóð- félaigsaðstæður og urðu fyrr en varði litillsmetnir þræiar menntaðra húsbænda. Þeir gátu ek'ki einu sinni honfið til fyrri lifnaðarhátta, landlausir menn- imir. Það er náttúrulögmál að þar sem þróaðir þjóð- filokkar, landnemar eða land- vinningamenn, hafa setzt að meðfd fólks sem styttra er á veg komið, hefur eðli úOfsins sigrað hin sammannlegu við- horf og hinn sterki, menntaði, hefúr nítt hinn fákæna niður. Hvert sem við h'tum! Hvort sem er til frumbyggja Amerfku eða Aljutaeyja. Hvort við lít- um til írilands, þar sem krún- an og kirkjumar hafa sundr- að og sogið ailþýðuna um ald- ir, eða tii gamia Ísraelsríkisins ' sem upphófst svo glæsdlega, en þoldi svo ekfci til lengdar nábýli við vofldug stórveidi, og var endaniega barið niður af Nebúkadnesari Baibýlons- konungi, en skömmu síðar var Jerúsalem lögð í rúst. Ogsíðar hertu svo hinir mienTituðu <>g sterku Rómverjar tök sín. og gyöiniganna beið það hlut- skipti að leika trúða fyrir Rómverja og berjast á leik- vöngum borganna. En nú skulu ísiraeldtar hefna sán á örlöigunum og snúa sínu eigin hllutskipti í gagnum aid- ir upp á Palestínuaraba, nú skuilu þeir berjast við ofur- pffílií á leikvanginum mdkla, og á pöilunum í kring sdtja hin- ar tæknivagddu, siðmenntuðu þjóðir heiims í öruiggu skjóli og skemimita sér. En hvað ger- ist ef skeyti hinna arabísku þræla sœra sjálfa þá, sem á pöliunum sitja . . . ? Og hér uppá ísdandd sitja feitir og sælir Sigurðar Magn- ússynir í tonnataii og dæma þetta höfuðsetna fólk, um- komulausasita og fátækaiðta fólk jarðiairinnar, heimilislaiust og ráðþrota. Ýlfur úlfsins berst um ver- öfldina. Það er mál fyrirmann- inn að vakna. J.E. Aka Pétursson Á snöggu augabraigði var Áki Pétursson frá dkkur kaliaður. Glaður og reifur að vanda skildi hann við okkur að loknu dags- verki miðvi'kudaginn 9. þ.m., en á leið til vinnu sinnar iruorg- uninn eftir hné hann örendur niður. Við sem eftir lifum erum átaikalega minnt á fallvaitleik lffsins, emginn veit hver nasstur er. Áki hóf ungur að aldri störf á Hagstofunni, en þar starfaði faðir hans Pétur Zophoníasson, ættfræðingur. Áki var gredndur maður, stærðfræðin var hornum eánkar hugleikin og koan það sér vel í stairfi hans, ehda var hann sérlega hæfur í allri skýrsiutækni og kerfisfræði. Til hans var ætíð gott að lleita við úrlausnir hinna ýmsu verkefna. Hann var drengur góður, félags- lyndur, glaður og gáskafuliur, en einnig raunsær rökhyggju- maður. Hann var ákveðinn í Skoðunum, hispurslaus og sagði meininigu sína, hver sem í hlut átti. Áki átti fjöimörg áhuga- mál, hann var um tíma í röð fremstu skákmanna landsins og unni sfcákíþnóítinni aflila tíð, hann var náttúruumnandi og áhuigasamur «m þjóðlfólagsmál og þjóðleg fræði. Á seinni ár- um hnedgðist hugur hans mjög til ættfiræði, svo som hann átti kyn til, og vamn hann í tóm- stundum sínum lað ætfræðirann- sóknum, sem áttu m.a. að vera grundvöllur að rannsókn á á- kveðnu erfðafræðilegu viðfangs- efni. Með Áka Péturssyni er falfldnn I vaiinn fyrir afldur fram, ekki aðeins einn reynd- asti stairtflsimaður Hagstofunnar. heidur einnig okíkar ágætasti félaigi. Við biðjum guð cð styrkja edginkonu hans og ást- vini í sorg þeirra og varðveil- um minniniguna um góðan dreng. Starfsfélagar. Áki Pétursson, deildarstjóri á Hagstofunni, varð bráðkvaddur, er hann var á leið til vinnu morguninn 10. septembar, og er útför hansi gerð £ dag frá Dóm- kirkjunni. Fráfail hans kom al- gerlega á óvart, og hina mörgu vini og saimsitairtfisimenn Áka setti hljóða við sorgarfregnina. Sízt áttu þeir von á, að ævi- skeið þessa starfssama þrótt- mikla og Ijúflynda manns væri á enda. Ekíkert benti til þess, að hann gengi ekki heiil til sfcógar. En eigi má sköpum renna. Áki Pétursson var fæddur í Reykjavík 22. sept. 1913, sonur merkishjónanna Péturs Zóphón- íassonar ættfrajðings og hag- stafufulltrúa og konu hans Guð- rúnar Jónsdóttur. Hann óist upp í stórum systkinaihóp, var hinn 4. 1 röðinni a£ 12 syst- kinum. Tíu af þedm náðu full- orðins aldri, og aif þeim eru tvö látin, Hrafnhildur og nú Áki. Stúdent varð hann 1935 frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík. Að því loknu starí- aðd hann í Búnaðarbankanum um tveggja ára sikeið, en sum- arið 1937 réöst hann til Hag- stofunnar og var þar til dauða- dags. Starfstímd hans á Hag- stofunni varð því rúm 33 ár. og hefur engdnn nema Þarsteinn Þorsteinsson haigstofusitjóri starf- að þar lengur. Um störf ÁJka Péturssonar i þágu Hagtofunnar mœtti slkrifa langt mól, edns fjölbneytiieg og þau hafa verið og mákdl að vöxtum og gasðum. Skýrsluigerð átti mjög vefl við hann, enda hafðd hann til að bera flesta þá kosti, sem góðan tölfræðing mega prýða; skarpa greánd. glöggskyggni, nákvæmni og haafileika til að fara með tölur. Siíkir eiginleikar skipta miiklu móli, en þurfa þó ekfci að njóta sín, nema fileira komi tdl. Og það, sem gerði Áka Pétursson að frábærum starfsmanni, var fógætur áhuigi hans á hverju því starfi, sem hann gekk að, og óvenju mikitt starfsorka. Stairfsafköst Áka vonu furðuleiga mikil, þegar hann lagði sdg fram, og á það var hamn óspar. Og það sem meira er — ná- kvæmni hans og öryggi í störf- um virtist ekki mdnnka neitt með auknum vinnuhraða. — A seinni árum voru hin fastbundnu verkefni Áka aðaliega þau að sjá um árlegar mannfjölda- skýrsiur, annast framkvaemd og úrvinnsilu manntala, og hafa al- menna umsjón með véistórfum þjóðskrár og verzlunanskýrsllna — allt mjög vandasöm og á- byrgðanmikil störf, sem hann hafði sjálfur alian veg og vanda af og annaðist af stakri alúð og trúmennsku. En auk þess hijóp hann oft undir baigga', þegar fyrir lágu sérstók verkefni, seim aðeins reyndustu kunnáttumenn réðu við. Áka Péturssonar mun lengi verða mánnzt sem fyxsta ís- lendingsins, sem lærðd á og vann við stórvirkar skýrsluvél- ar. Þær vélar, sem notaðar voru fram yfir 1950, voru undanfar- ar þeirra rafeinda-gagnavinnslu- véla, sem nú á þessum árum eru að vaida byltingu í stjóm- sýslu og raunar ölflu aitíhafna- lífi, víða um heim, Nokkru etft ir heimsstyrjöldina síðari var ákveðið, að Hagstofan skyfldi taka í notkun skýrsluvélasam- stæðu til þess að vinna í verzl- unarskýrslur, manntöl o.fl., og ÍUOOUÍioi. .4. þar var raunar mi.a. höfð í huga stofnun almannaskrár — þjóö- skrár — sem varð að verufleika fáum árum síðar. Áfei Pétursson var af þáverandd hagBtoifiustjóra valinn til að annast þessi nýju störf. Dvaldist hann um skeið í Danmörku tíl þess að Hæra mieðferð slkýrsiuvéla, og þegar þær voru tóknar í ncrtkun á Hagstófiunni haustið 1949, sfcipu- lagði hann hagnýtingu þieima. I ritgerð í Afmælisriti Þarsiteins Þorsteinssonar sjötugs, sem kom út árið 1950, gerir Áki grein fyrir hinum nýja vélakosti Hag- stofúininar, og er hún merk heimdid um fyrstu hagnýtingu skýrsiuvéla á íslandi. Hér var um að ræða braiuitryðjandasitarf í orðsins fylflstu merkingu. — Árið 1952 var fyrirtækið SkýrsduvÓlar ríkisins og Reykja- vítourborgar stofniað, með fúll- komnari vélakosti en Hagstofan hafðd tekið í nofikun 1949, og var þá Áki Pétursson fienginn til að veita þessari nýju stofn- un forstöðu íyrst um sinn. Fékk hann til þess leyfi frá störfum á Haigstoflunni, þó þanndg að hann hélt áfram að hafa hönd í baigga með verkurn þar. Það félll þannig að miklu leyti í hlut Áka að skipulleggja starfsemi þess'arar nýju stofnunar. Var það ábyrgðarmikið og vanda- samt hlutverfc, sem hainn leysti af hendi með flram úr skarandi druignaði og fómfýsi. Störf Áka við forstöðu Skýrsluvéla áttu aldrei að verða til frambúðar. Árið 1958 kom hann alkominn til baka til Hagstofunnar og tók þar við sínum fyrri störfum. Áki Pétursson áttd mii'kinn þátt í því, að haifizt var handa um að feomia á fót vélskrá yfir alla landsmenn, en hún var tek- in í notkiun árið 1954. Hann vann mikið að undirbúningi og framkvæmd þessia ' fyrirtækis, og auk þess fáll það í hans hlut sem skýrsluvélaifræðings að skipuleggja vélvinnslu þjéð- skrár á fyrstu árum hennar, þegar hún átti í vök -að verjast. Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.