Þjóðviljinn - 18.09.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.09.1970, Blaðsíða 6
g SÍÐA — t>JÓÐVTL,nNN — Föstud'aigwr 18. sieptemlber 1970. FYRRI HLUTI Greinarhöfundur víkur að ýmsum hind- urvitnum um stöðu og réttindi kvenna, sem ber ekki hvað sízt á í kvenna hópi, og svo að við- brögðum við nýlegum umræðum um þessi mál í sjónvarpi og víðar. Eiga gömlu i konurnar að prjóna peysur á ríka Ameríkana fyrir 10 krónur á tímanu? kær eru hægrt og örugglega að leggja undir sig kennarastéttina. HVERS VEGNA MEGUM VIÐ EKKIPRJÓNA í FRIÐI? Eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur Nýlega var haldið námskeið á vegum Álafoss og Kvenfé- lagasambandsins til þess að kenna konum að prjóna lopa- peysur, sem ýmis fyrirtæiki saekjast nú mjög etftir til útfliuitn- ings. Á þessu námskeiði voru tvaer mágkonur mínar austan af landi. önnur fór á námskedð- ið af því hún er dugleg að prjóna, hin vegna þess að hún fékk frítt far og vildi verða sér úti um dálitla ókeypis tilbreyt- ingu. Sem þær nú sátu þarna í glöðum hópi tekur ein prjóna- konan til máls og segir: „Heyrð- uð þdð í piparjúnkunni í sjón- varpinu?" önnur mágkona mín greip snöggt tfram í fyrir henni og sagði: „l>eitta er mágkona mín, en engin piparjúnka“. Þeirri, sem vakti máls á þessu varð hverft við, því fjarri var henni að ætla að særa nakkum, heldur langaði hana aðedns tdl að koma af stað samræðum. Þegar hún hafði jafnað sig sagði hún: „Ó, guð er hún gift? Aumingja bróðir þinn! Á hann ekiki bágt?“ Þessi kona túlkar mjög al- mennar skoðandr. 1 fyrsta lagi finnst henni fjarri öllu vel- sæmi, að gift kona fari að berjast fyrir kvenréttindum og véfengja heilagan rétt karl- mannsins til að vera húsbóndi á sínu heimili með þedm skyld- um og réttindum, sem þvi fylgja. Hún huigsar kannski svipað og velmenntuð þýzk húsfreyja, sem sagði í skoðana- könnun nýlega: „Ef ég sæi minn mannihlaupa um húsið með af- þurrkunarklút í henddnni, gaeti ég ektoi sofið hjá honum fram- ar. Mér finndist hann þá frem- ur vera bróðir minn.“ (Þýzka frúin hefur auðsjáanlega ekikert á móti því að þrælka yngri bróður sdnn við húsverkin!!). í öðru lagi er að hennar dómi liklegt að kennslukona eigi ekki mann, það hefur lengi þótt óttalega piprað að vera kennslukoma. Fröken var gamla ávarpsorðið, sem notað var við kennslukonur. Hver man ekki eftir þeim ágæta kennara Frök- en Arason? íhaldssemi málsins Þetta er liðin tíð, veit ég þið hugsið og það er hárrétt, samt er sjálft málið, sem við tölum, jafnvel enn íhaldssamara en gerðir okkar. Og það er nú einu sinni málið, sem við verð- um að notast við til að tjá okkur. En alltotf otft grípum við til talshétta eða gamaimótaðra talvenja, af þvi að það kostar átak að gera sér grein fyrir breyttum siðum og þarf stund- um meira að segja að smíða ný orð til að túlka veruleikann, sem blasir við okkur í dag. Þetta er ein atf ástajðunum fyrir því, að kona, sem sjálf vinnur úti, heldur þvi hiklaust fram, að staður konunnar sé einungis á heimilinu. Og fólk, sem sér allt í kringum sig ung- ar og gitftar kennslukonur, því eins og allir vita eru þær að leggja undir sig kennarastéttina hægt en örugglega, staðhætfir að kennslukonur pipri, og þótt kvenfrelsisbaráttan hafi frá fyrstu tíð verið borin uppi af giftum konum, meira að segja veligiftum, nægir hér að nefna Bríeti Bjamhéðinsdóttur og Theódóru Tharoddsen, fullyrðir, að það séu bara Ijótar pipar- júnfcur, sem eru að rffiast um kvenréttindi, auðvitað af því enginn karlmaður vildi þær. Þessar súru meykerlingar geta svo ekki unnt þedm giftu ham- ingjunnar, heldur eru þær stöð- ugt að reyna að eyðileggja fyrir þeim og spilla heimilisfriðnum. „Af hverju megum við ekki prjóna í friði?“ „Hvað er þessi manneskja að gera sig merki- lega með því að kalla heimilis- verk sfcítverk?" Eða: „Hvað á hún við með því að segja, að húsmæður séu heimilisþrædar og nú svo þó maður skreppi í fiskvinnu eða gripi í verk, þeg- ar ekiki er þörf fyrir mann hedma, ellegar þá að ekki veitir kannski af aurunum, þá heitir það íhlaupavinnulýður. Ekki er svd sem verið að vanda manni kveðjumar.“ Eitthvað þessu líkt tala marg- ar konur og mér hefur verið sendur tónninn í Velvakanda Morgunblaðsins og bréfadálkum Þjóðviljans og Alþýðutolaðsdns. Sumt rætið, annað byggt á mis- skilningi, vegna þess að efcki leggja allir sömu merkingu í orðin. Það sem mér finnst að- eins sagt á hlutlausan hétt frá einföldum staðreyndum finnst öðrum ruddalega til orða tekið. T.d. sagði ég í útvarpserindi um blaðakonu á Alþýðufolað- inu, en hún sá um dálkinn Einkum fyrir kvenfólk, að edtt- hvað annað en uppreisnartouigur hefði knúið hana til að velja sér blaðamennsku að atvinnu. Hér átti ég aðeins við að hún risi ekki gegn hefðbundnum skoðunum um hlutverk kon- unnar, en lagði engan dóm á hana, sem starfsmanneskju. ^Kvenmannsverk' Konan, sem í hlut átti reynd- ist vera harðdugleg einstæð móðir, sem vann fyrir börnum sínum. Ég var vond kona (stóð í Alþýðublaðinu) af því ég sagði að hún værí ekki uppredsnar- kona. Þessi dálkur hefur verið lagður niður og ég vona fast- lega að ritstjóm Alþýðublaðs- ins velji blaðakonum sínum verðugra verkefni, því þessi dálkur var þannig, að konur hljóta í hjarta sínu að vera á móti slíkum fioriieimskandi skrifum, eins og kvennadálkar eftir hefðbundinni forskrilft eru. Konum í blaðamannastétt er gjaman skipað í sérstök kvennastörf og eru ógjaman teknar í ritstjóm. Um þetta sagði Elín Pálmadóttiir eftirfar- andi í blaðaviðtali í vor: „Árið 1958 bauð Sigurður Bjamason mér svo vinnu á Morgunblaðinu og ég sagði já með tveimur skilyrðum, að ég yrði ekki sett í að skrifa kvennadálka, en fengi að vinna sem fiullgildur starfsmaður við hlið karlmanna og yrði ekki lækkuð í kaupi. Síðan hef ég lagt allt kapp á að falia aldrei í þá freistni á köldum vetrar- dögum að sitja inni við það, sem áður voru í blaðamennsku köljluð „fcvenmannsverk", enfara heldur suður á Beykjanes í skipsstrand, niður á höfn að tala við togaraskipstjóra eða eitthvað þessu líkt.“ Og síðar í viðtalinu segir Elín: „Mín reynsla er sú, að ef maður er reiðubúinn til að leggja á öllum sviðum fram jafna vinnu á við karlmann, þá sé fyrirstaðan hjá samstarís- mönnum og vinnuveitendum ekki eins mikil og af er látið. — En óneitanlega getur verið freistandi að nota sér pínuiítið aðstöðuna sem kona.“ Nú ætla ég ekki að fara að telja neinum trú um að Elín Páimadóttir sé einhver upp- reisnarkona, en hún heldur rétti sínum gagnvart karlmönn- um: Sömu laun fyrir sömu vinnu. Hún bendir lika á annað veigamikið atriði, ef við konur tökum á okkur jafnar skyldur fiáum við sömu réttindi og karl- rnienn, en með því að reyna að haida í allskonar einskisverð forréttindi, af því að við erum fíngerðar konur og dömur (vinnufreyjur) missum við möguleikann á því að hækka í tign á vinnustað, við verðum undirtyllur, eða í sérstökum kvennastörfum, sem eru lægra launuð. Um alla Evrópu má teljast regla, að laun kvenna séu 20-30% lægri en karla. Þó er það margsannað, að konur eru fjarri því í léttustu störf- unum, þvert á mótj vinna þær oftlega erfiðustu og vanabundn- ustu störfin. Eku réttindalausar Dg ófaglærðar. Því þeir, sem hæst gala um móðurástina og heilaga köllun konunnar, eru síður en svo redðubúnir til þess að vemda réttindi mæðra eða baeta aðstöðu þeirra á vinnu- stað. Hneykslun — eða hvað? Hvemig væri að athuga vinnulaun prjónakvennanna, sem ég nefndi í upphafi? Það var beitt fyrir þær með firíum ferðum oig ókeypis fimm daga námskeiði. Lopapeysumar em sem sé mjög mikiivægur útflutningsvamingur. Á nám- skeiðinu var þeim kennt að prjóna tvennskonar treyjur. Golftreyju, sem sú langfljót- asta var um 10 tíma að prjóna, en hinar yfirleitt 30-40 tíma. Fyrir svona treyju greiðir Ála- föss 725.00 kr., en lopinn í hana kostar prjónakonuna kr. 230.00 og hnappar kr.35.00. Það verður samanlagt kr 265.00 fyrir efnið. Vinnulaun verða því 460.00 kr. eða frá kr. 11.00 til 46.00 á tímann. Hin peysan, sem kennd vár á námskeiðun- um, var hettupeysa á karlmann opin, fóðmð Dg með vösum. Mjög vandasamt verfc, enda eingöngu ætlaðar til útflutn- ings. Fyrir hana em greiddar 825.00 kr. en efnið kostar 300.00 kr. Sú alfljótasta er að minnsta kosti 12-15 tíma að prjóna hana og getur þannig komizt í topp- laun 36.00 kr. á tímann. Það má nærri geta að laun miðlungs manneskju verða enginn obbi! Þó em fjölmargar konur, sem vinna fyrir sér með þessu móti. Eina hef ég talað við, sem kvaðst sjá fyrir fjöl- skyldu sinni á þennan hátt. Er ekki kominn tími til að ís- lenzkar konur ranki við sér? Emm við að hrapa niður á stig nýlenduiþjóða? Hötfum við ekki fengið tár í augun, þegar við hötfum verið að skoða litmynd- irnar í „Alt for dameme“, af konum og börnum austur í Persíu bograndi yfir sínum hedmsfrægu teppum? Og segj- um við eklki grátklökkar af hneykslun hvor við aðra: „Svo fær vesalings fól'kið ekkert fyrir þetta!“ Hvað um gömlu konumar, sem geta ekki lifað af ellistyrknum sínum, en prjóna með giktarbólgnum og hnýttum höndum á ríka Amer- fkana fyrir 10.00 kr. á tímahn? Eða bömin, sem fiá hrygg- skekkju af blaðburði og barna- pössun? Það tíðkast’ ■nefnilega í okkar ágæta landi að ráða börn til að passa börn. Heima- konumar, sem hneyksluðust á mér fyrir að mæla með þvi að bömum væri komið á dag- 'heimili eða í ledkskóla, þar sem menntaðar fóstrur gættu þeirra þann part úr deginum, sem móðir þeirra ynni úti, fiá fyrir slikk smástelpur tdl að draslast úti með böm sín margar hverj- ar. Bg gæti nefnt mörg ófögur dæmi af barnapössun, sem ég hef séð útundan mér héma í Miðbænum. Það hefiur komið fyrir að ég hetf snýtt smáfcrakka í fculda eða rigningu, þegar tíu eða ellefu ára fóstra sat inni á íssjoppu. Það iiggja ekki nednar tölur frammi um það hve lang- an tíma heimakonumar nota til þess að tala við börnin sin eða ala þau upp, en einhvem grun hef ég um það eftir hart nær 20 ára kennslu, að efcki sé allt með felldu og enginn skaði skeður þótt reynt væri að korna af stað dálitium umræðum um þessi mál í heild Kannski kominn tími til, að við gerum okkur örlitla grein fyrir því hvert stefnir og hvert ætti að stefna. >------------------------- Norðfjarðarhöfn dýpkuð verulega Vita- og hafnarmélaskrifstofan hetfur tilkynnt í útvarpinu af og til í aHlt sumiar, að nýja höflnin í Norðfirðd verði lokuð um stund- arsakir. Vita- og haflnaimálastjóri sagði í viðtali við Þjóðviljaen í gær, að höfnim heföi reyndar ver- ið lofcuð í iruarga miánuði sökum dýptanarframkvæmda sem, dreg- izt hetfðu á lamginn, en þeim væri brátt að Ijúka. Meðan á þesisium framlkvæmdum heflur staðið, hatfa bátar athafinað sig við gömilu höfnina, bannig að engin vandræði hafa skapazt. — Unnt verður að tafca nýju höifh- ina i iiolkuin iWftui; ii.tti.ttaj, skaimims. w

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.