Þjóðviljinn - 20.09.1970, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.09.1970, Blaðsíða 5
Sunniidagur 20. siepteimibier 1970 — ÞJÓÐVILJINN — StÐA P SS'l kvikmynciip FRANSKUR KUNNÁTTUMAÐUR §plI|ÍflSÍllll Stephane Audran eiginkona Ohabrols er eíkiki aðeins falleg, Claudic Chabrol. Hásikólabíó sýnir á morgun á öllum sýningum flrönsku mynd- ina Ótrú eiginkona, gerða af Claude Chabrol 1969. Þetta er ein hinna svonefndu mánudags- mynda, en svo segir mér hugur að óhaett væri að sýna hana aðra daga vikunnar. Hér er á ferðinni aflbragðsmynd, sem er svo kunnáttusamlega gerð á all- an hátf að maður er hélf orð- laus af hrifningu Elfnið er ekki margbrotið eða frumlegt: Roskinn maður kemst að því að unga fallega ei'gin- kona hans er honum ótrú. Hann setur einkanjósnara í rnálið og fær að vita hver elsk- huginn er. Hann fer á fund hans... Eiginlega er ekki unnt að fjalla um myndina að nednu gagni nema rekja söguþráðinn allt til enda, en það væri ekki vel gert við væntanlega áhorf- endur. Með frábærri taskni tekst Chabrol að festa áhorf- andann upp á þráð. Samt sem áður líður myndin áfram ró- lega, mjúklega og algerlega áreynslulaust „Ég er alltaf að gera kvi'k- myndir um burgeisana, því það er sú stétt sem ég þekki bezt“, sagði Ohabrol eftir frumsýningu myndarinnar. Hvers vegna? „Vegna þess að ég er sjállfur einn þeirra, en mér geðjast ekfci að þeim“. Myndin er ótrúlega falleg; hús hjónanna og um- hvenfi þess, eiginkonan og son- urinn, o.s.frv Á öllum ferli sínum hefur Ohabrol aðeins haft tvo myndatökumenn, Fyrstu fjórar myndimar film- aði Henri Decae en síðan hefur Jean Raibiier tekið allar myndir qbajbinoila, heldur einnig prýðisgóð leik- kona; hún lei'kur nú aðalhlut- verkið í hvenri nýrri mynd Ohabrols. Eiginmanninn lei'kur Michel Bouquet, en Maurice Ronet elskhugann. Samtal þeirra er einn snilldarlegasti kafli myndarinnar, spreng- hlægilegt og hroðalegt í senn. Eniginn kvikmyndaunnandi má missa af þessari mynd og óhætt er að benda hinum fjöl- mörgu Hitchock-aðdáendum á að láta hana ekki framhjá sér fara. Á köflum slær hún allt út sem maður hefur séð frá gamla manninum. „E£ þér fengjuð að vita að þér ættuð aðeins tvo mánuði eftir ólifaða hvernig munduð þór verja tímanum?" Chabrol svaraði: „Ég mundi gera kvik- mynd.“ Oig það efast enginn um. Claude Ohabrol fæddist ár- ið 1930 í þorpinu Sardent í Mið-Frakfclandi. Hann fékfc ungur áihuga á kvikmyndum, keypti sýningarvél fyrir spari- peningana 'og sýndi kunriingj- unum gamlar kvikmýndir úti í hlöðu. Áð áeggjan föður síris hélt hann til Parísar og hóf nám í lyfjáfræði, en kvikrriynd- irnar áttu hug háris allarn H-ann hætti námi, réðst fyrst sem blaðafulltrúi Twcntieth Century Fox í París, en síðar tók hann að sfcrifa gagnrýni fyrir Cah- iers du Cinéma. Á þessum árum ritaði hann m.a. bók um Alfred Hitchcock ásamt Éric Rohmer. Þrátt fyrir þetta hefur Chabrol aldrei litið á sig sem gagnrýnanda, það var fyrst og fremst kvikmyndagerð sem fyr- ir honum vakti og ferill hans ber vott um ákafa þörf fyrir að halda sífel'lt áfram að gera kvikmyndir í einhverri mynd. Að iþessu leyti líldst hann frem- ur eldri filmurum en fédögum sínum í Cahiers-hópnum, sem hafa yfirleitt látið það vera að gera fcvikmyndir ef ekfci var um að ræða önnur verkefini en venjulega verzlunarframleiðslu. Og hann gerði eklki tilraunir með stuttræmur fyrst, eins og t.d. Truflfaut og Godard. Fyrsta mynd hans „Vinimir“ (Le Beau Serge) er af öllum kivikmynda- fræðingum talin fyrirrennari nýju bylgjunnar svonefndu. Þegar „Vinimir" er gerð árið 1958 var kviikmyndagerð aðeins draumar einir hjá Godard, Truififaut og Resnais, en hinar prýðisgóðu viðtökur sem mynd- in hlaut urðu beinlínis til þess að hrinda skriðunni af stað. Ohabrol haföi brotið mjög staðnaða og ófrjóa franska kvikmyndahefð og sýnt fram á að unnt var að gera góða kvikmynd á emlfaldan og ódýr- an hátt. Hann átti og beinan þátt í því að margir unigir menn, sem nú eru meðal þekkt- ustu lei’kstjóra heirns, fengu sín fyrstu tækifæri. Á næstu þrem árum gerir Ohabrol sjö myndir, en þrátt fyrir prýðis- dóma gagnrýnenda og verðlaun á kvikmyndahátíðum vom myndir þessar efcki vel sóttar. Það varð sífellt erfiðara fyrir Ghabröl áð fá verkefni. Árið 1962 kvikmyndar hann Landm (Bláskegg) eftir hand- riti Francoise Sagan. Myndin hlaut mjqg góðar viðtökur og feykilega aðsókn enda efnið þekkt: sagan ■ af kvennamorð- ingjanum oig fyri>rmyndar fjöl- skylduföðurnuim sem Chaplin lýsti svo éftirminnilega í Mons- ieur Verdoux. Þótt vel tækist til með Landrn fékk Ohabro) engin veikefni nasstu tvö árin nema stuttnæmuna um „Manninn sem seldi Eiffeltum- inn“ Árið 1964 demibir hann sér út í skemmtanaiðnaðinn ög gerir einar fimm leynilögregHu- og njósnamyndir, ílestar um „Tígrisdýrið“. Myndir þessar voru allar gerðar eftir foivnúl- um framleiðenda og gáfu Cha- bml fá tækifæri til eigin huig- leiðinga. En samt sem áður telur Chabrol sig hafa lært heil ósköp á þessum árum. Það varð ekki ljóst fyrr en 1968, að Chabrol myndi endurheimta þá stöðu sem hann hafði í firönsk- um fcvikmyndum tiu árum áð- ur. 1 fyrsta skipti um langt skeið hafði hann. algjörlega frjálsar hendur við gerð kvik- myndar og noitfærði sér það til hins ýtrasta. Les Biches („Hind- imar“) fiékk frábæra dóma jafnt gagnrýnenda sem áhorf- enda. Myndin segir frá tveim lesbískum stúlkum (Stephane Audran og Jacqueline Sassard) og ungum manni (Jean-Louis Trintignant) sem verður hlut- takandi í lífi þeirra með hroða- legum afleiðingum! 1 Les Bich- es komu skýrt í ljós öll helztu einkenni Ohabrols frá beztu eldri myndum hans; ríkulegt, fallogt umihverfi, yfirdrifnar og skopkenndar aukapersónur, flókin sambönd tflólks og kaildur fjarrænn tónn, alveg laus við siðferðispredikanir. En það sem vakti mesta at- hygli var hin agaða tækni og fágun, sem tengdi þessi atriði saman og algjört vald Chabrols á viðfangsefninu. Með fjórum siðustu myndum sínum „(Hind- unum“, „Ötrúrri eiginkonu", „Öfreskjan skal deyja" og „Slátraranum“ er Ohabrol orð- inn bezti fagmaður franskra kvikmynda, og er þá enginn undanskilinn. Flestar mynda Chabrols gerð- ar fyrir 1966 hafa verið sýndar hérlendis. Fyrstu myndirnar komu allar í Hafnarfjarðarbió- unum meðan bau voru upp á sitt bezta. Einnig sýndi sjón- varpið „Vinina“ sl. vetur. 1 tilefni af tíu ára „a)fmæ3i“ > nýju-bylgjunnar firönsfou átti sænski ritstjórinn og kvik- myndahöfundurinn Stig Björk- mannviðtal viðChabrol. Björk- mann bað hann m.a. um að líta yfir farinn veg t>g hinar sautján fcvifcmyndir sem hann hafði gert á áratugnum, svo og að bera saman ei'gin afrek og félaganna, sem byrjuðu um svipað leyti. Ohabrol: „Etf við skoðum Stéphane Audran eiginkona Chabrols í hlutverki sínu. Godard, Truffaut og miig, þá hafa marfcmiðin og vandamálin í starfii okfcar verið gerólík. Við Godard erum að þvi leyti líkir að okkur finnst sivo gaman að gera kmkmynddr, að við vilj- um gera sem flestar. Við höif- um því báðir beitt öiilum til- tækum riáðum til þess að geta alltaf verið virkir. 1 þessu efni hefur Godard fiundið sterkari og áhrifameiri lausn en ég. Hann hefiur með aðeáns tveim undantekningum gert litlar ó- dýrar myndir, óháðar fraimleið- endum, feem aiRtiaf ná inn fcostnaðarverði en sfcila iþó ekki hagnaði. Að vísu hefiur þeifcta ekki gengið eins vel hjá hon- um upp á síðfcastið, hann hieifiur Framhald á 7. síðu. í I 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.