Þjóðviljinn - 20.09.1970, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.09.1970, Blaðsíða 7
Sunnudagur 20. septeim!bier 1970 — ÞJÖÐVTUHNnNT — SlÐA J Auglysing frá menntamálaráðuneytinu um útivistartíma barna og unglinga. Athygli er vakin á því, að samkvæmt 44. gr. reglu- gerðar nr. 105/1970, um vernd bama og ungmenna, hefur útivistartími bama og unglinga í þéttbýli um land allt verið samræmdur. 44. gr. reglugerð- arinnar hljóðar þannig: „í kaupstöðum, kauptúnum og öðru slíku þéttbýli með 400 íbúa og fleiri, mega böm yngri en 12 ára ekki vera á almannafæri eftir kl. 20, og eftir kl. 22 tímabilið 1. maí til 1. september, nema í fylgd með fullorðnum, aðstandendum sínum eða um- sjónarmönnum. Unglingar yngri en 15 ára mega á slíkum stöðum ekki vera á almannafæri eftir kl. 22 tímabilið 1. september til 1. maí og eftir kl. 23 1. maí til 1. september, ne’ma í fylgd með fullorðnum, eða um sé að ræða beina heimferð frá skólaskemmt- unum, íþróttasamkomu eða frá annarri viður- kenndri æskulýðsstarfsemi. Hvers konar þjónusta við börn og ungmenni eftir löglegan útivistartíma, önnur en heimflutningur, er bönnuð að viðlagðri ábyrgð þess, er þjónustuna veitir. Handhöfum þjónustuleyfa er skylt að fylgj- ast með því, að ákvæði þessi séu haldin. Ungmennum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur að dvöl á almennuvn dansleikjum eftir kl. 20. öðr- um en sérstökúm unglingaskemmtunum, sem haldnar eru af skólum, æskulýðsfélögum eða öðr- um aðilum, sem til þess hafa leyfi og háðar eru sérstöku eftirliti. Forstöðumönnum dansleikja er skylt að fylgjast með því að ákvæði þessi séu haldin, að viðlögðum sektum og/eða missi leyfis til veitingahalds eða skeVnmtanahalds um lengri eða skemmri tíma. Ungmennum yngri en 18 ára er óheimill aðgang- ur og dvöl á veitingahúsum, sem hafa leyfi til vín- veitinga, eftir kl. 20, nerna í fylgd með foreldrum, forráðamönnum eða maka. Veitingaleyfishafa er skylt að gæta þess, að áfcvæði þetta sé haldið, að viðlögðum sektum og/eða missi veitingaleyfi sinna um lengri eða skeVnmri tíma. Þeir, sevn hafa forsjá eða foreldraráð barns og ungmenna skulu að viðlögðum sektum gæta þess, að ákvæði þessarar greinar séu ekki brotin. Þá má einnig beita sakhæf ungmenni viðurlögum fyrir brot á þessum ákvæðum. Utdráttur úr ákvæðum þessarar greinar skal hanga á áberandi stað í öllum skólum skyldunáms, almennum veitinga- húsum og samkovnustöðum í lögsagnarumdæminu og sér viðkomandi bamavemdarnefnd um það ásamt lögreglu, Bannað er að stúlkur innan 18 ára aldurs starfi á veitingahúsum og skemmtistöðum, þar sem ætla má, að siðferði þeirra sé sérstök hætta búin.“ Menntamálaráðuneytið, 18. september 1970. í gagnfræðaskólum Hafnarfjarðar Unglingadeildir barnaskólanna taka til starfa fimmtudaginn 24. september. Þá eiga að mæta allir nemendur I. bekkjar og þeir nemendur II. bekkjar, sevn voru í unglingadeild Lækjarskóla síðastliðinn vetur. Nemendur mæti sem sér segir: II. bekkur kl. 10.30 í Lækjarskóla. I. bekkur kl. 14 í Öldutúnsskóla og Lækjarskóla. Þeir nemendur II. bekkjar, sem voru í I. bekk unglingadeildar Öldutúnsskóla síðastliðinn vetur eiga að mæta í Flensborgarskóla þriðjudaginn 29. september kl. 11. Flensborgarskóli verður settur 1. október og verð- ur það nánar auglýst síðar. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði. Kvikmyndir Framhald af 5. sáðu. nær hætt við hina „hefð- bundnu“ leiknu kvikmynd, en ég hugsa að hann eigi effir að snúa aftur. Um tíma neyddist ég til þess að taka að mér röð njósna- og glæpamynda til að hafa eitt- hvað að gera. En einmitt þá lærði ég nokkuð sem ég hafði ekkj getað í fyrstu myndum mínum: að byggja upp atburða- rás út frá mjög einföldum, söguþræði; að segja einfalda sögu á sem áhrifamestan hátt. Þegar ég á nýjan leik gat unn- ið að eigin verkefnum reyndi ég að notfæra mér þessa reynslu. Fjórar síðustu myndir mínar lýsa vel því sem ég vil fást við. Þær eru ekki gerðar eftir pöntunum, en það mætti kannski kalla þær varfærnis- legar. Og þær eru vél sóttar. Það þýðir að ég get haldið áfram að gera kvikmyndir. Ég held að við Truffaut séum einu leikstjórarnir í Frakklandi sem getum gert það sem við viljum.“ Þ. S. tók saman. • Minningarspjöld Minning- sjóðs dr Victors Urbancic fást í Bókaverzlun Isafoldar í Austurstræti, á aðalskrifstoíu Landsbankans og í Bókaverzl- un Snæbjamar 1 Hafnarstræti. Ófelía. Claude Chabrol (1962). Nútímatilbrigði við Hamletssögu Shakespeares. Myndin hefur mjög óvíða verið sýnd. Torfæru- uksturskeppni verður háð við Hagafell hjá Grindavíkurvegi, sunnudaginn 20. þ. m. kl. 2 síðdegis. Þátttakendur mæti kl. 1.30 til skrásetningar. 1. verðlaun verða farandbikar og 5 þúsund krónur. 2. verðlaim 5 þúsund krónur. Björgunarsveitin STAKKUR Keflavík Njarðvík. GRÆNMETI Haustmarkaðsverð. Miklatorgl, sími 22822, Sigtúni, sími 36770, Hafnarfjv., sími 42260, Breiðhoiti, sími 35225. BRIDGESTONE HINIR VIÐURKENNDU JAPÖNSKU HJÓLBARÐAR FÁST HJÁ OKKUR HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR Opið alla daga frá kl. 8—22, einnig um helgar GÚMMÍVmUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMí 31055 Auglýsið í Þjóðviíjanum ms A mmmS!SSPm RHftlP Melavöllur kl. 14. í dag sunnudaginn 20. september leika Valur — Víkingur Mótanefnd. HEILSURÆKTIN jr Armúla 14 Sími 83295. Starfsemin hefst aftur 1. októ'ber. Þeir, sem verið hafa í þjálfun hjá okkur og vilja nota forgangsrétt sinn, hafi samband við skrif- stofuna á mánudag og þriðjudag frá kl. 9—6. Því miður er ekki mögulegt að halda plássum lengur vegna gífurlegrar aðsóknar. Innritun nýliða hefst miðvikudaginn 23. þ. m., gjald kr. 2000.00 fyrir 3 mánuði, innifalið 50 mín- útna þjálfun tvisvar í viku, gufubað, vatnsböð, viíktun og Vnæling, Geirlaugará'burður og há- fjallasól fyrir þá, sem vilja. Útför konunnar minniair JAKOBÍNC GCÐRÍÐAR BJARNADÓTTCR fer friam frá Dómkirkjunni þriðjudaiginn 22. september Mukban þrjú sa'ðdegis. Fyirir hönd vahdamanna, Hlynur Slgtryggsson. HJÁLMAR JÓNSSON DIEGO Steinhólum við Kleppsveg verður jrðsettjir frá Laugameskirkju miðvikudaginn 23. september kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra skyldmenna, Sigríður HjáJmarsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.