Þjóðviljinn - 30.09.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.09.1970, Blaðsíða 10
10 SlÐA — ÞJÓÐVHJTlSrN — Miðvikudagur 30. septemiber 1970. 29 En mér varð ekki, sveínsamt þessa nótt. Ég hugsadi í sífellu um ]>að sem við höfðum sagt hvort við annað — og ailt hað sem ég hefði átt að segja. Skölf- ing hafði ég forklúðrað öllu. Ég hefði átt að . útskýra það fyrir henni með meiri nærgætni hvers vegna við yrðum að skil.ia. AUar minningamar um ást okkar flykktust að mér. Þetta hafði ekki aðeins verið díýrsileg eðlun, þama hafði líka verið um að ræða ósviíkna ást og innilega blíðu. öll ógleymanlegiu aitriðin frá samveru okikar komu upp í huga mér. Ég hafði svikið Harri- et hegar hún hafði ailmesta hörf fyrir mig. Ég var raiggeit. Nú gæti' ég aildrei fengið hana aftur. Ég hafði á hinn ruddalegasta hátt bundið endi á hað sem var allis ekki im garð gengið. Ég var svo eirðarfaus að ég fór fram úr í dögun og klæddi mig. Ég var búinn að glaita henni og fainn til skéffimgair tómleika. Hún myndi alldrei fraimair koma til min. Án bess að vita hvað ég var að gena, rölti ég í áttima að gamaltounna staðnum hjá ánni, rétt eins og ég gerði mér vondr um að bar væri huiggiun að finna. Og hað var rétt, bví að Harri- ett beið mín enm. Ég hljóp giegn- um sikóginn, longum, léttuim skrefum og gfleymdi ölflu um etfa- serndir og samvizikuibit. Náttikjóll- inn lá enn þar sem hún hafði fleygt honum í grasið. I tærri morgunbirtunni glóði llfkami hennar eins og Færlumóðir og slegið hárið var náttsvart. Hún hlaut að hafa sofnað etftir aö ég fór frá henni. Ég filýtti mér til að vekja hana og koma henni heim áður en Flurrv valknaði. HARGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó ^augav. 188 in. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslfu- og snyrtistofa Gariðastræti 21 SÍMI 33-9-68. Henni hlaut að vera sárkait eftir að hafa legið þarna nakin alla nóttina, en hamingjan góða hvað þetta var líkt henni. Ég þreif í öxlina á Harriet og reyndi að vekja hana. öxllin á henni var isköld. Frávita af skeilf- ingu sneri ég henni við. Brjóst hennar var alþakið gaipandi sór- um, sem líktust litlum svörtum vörurn og jafnvel í sfoini morg- unroðans var blóðiö næsitum kol- svart líka. Maður er fljótari að jafna sig eftir snö'gglt áfáill en fólk hefldur. 1 fyrstu var ég trúflega lamaður af skelfingu, stóð þama og starði á limilestan líkamann án þess að noktour sikynsamleg hugsun kæm- ist að. Svo fór ég að huigsa: — Það má aldred hreyfa þann sem heíur verið myrtur; það verður að bíða þar til lögreglan kemur á vettvang. Jæja, ég hafði aðeins komið við öxlina á henni, þegar ég sneri henni við og það var enginn blóðblettur á fötun- um mínum. En atf hverju héit ég að hún hefði verið myrt? Gat ekkd verið að ófyrirgefan- leg framkoma mán hefði lcomið Harriet til að fremja sjállfsmorð? Nei, það var óhugsandi. í fyrsta lagi hafði hún ekfci komið með hníf á stefnumótið í gærtovöld og í öðru lagi hafði hún fengið svo margar hnífsstungur í sig að það kom ekfci til máia að hún hefði .veitt„sér þær sjálf. Ég gat .ekki heldur kamið aiuiga á neinn hníf í nánd — ég komst að raun um það þegar ég fór að leita í þéttu grasinu til að athuga hvort ég hefði skilið nokkuð etftir, sem bent gæti lögregiLunni á að ég hefði verið þama líka. Mér flauig strax í hug að hlaupa upp í Lissawn House til að kalla á hjálp. Bn um leið varð mér ljóst að ég væri ekki maður til að standa aug- liti til auglitis við FTurry og ég hafði ekki hugrekki til að útskýra hvers vegna ég haifði gengið niður að ánni í dögun. Og hver myndi trúa skýringu minni? Þeir kæmust að því að hún hefði átt von á barni, fengju að vita að ég hafði verið elsflahugi hennar. Það hefiur iðu- lega komið fyrir að ástfangnir menn, þrúgaðir af samvizkubiti, hafa banað þeirri konu sem þeir hafa leitt í ógætfu. í þessu tilviki yrði eklki erfitt fyrir lögregiluna að benda á mig sem hinn seka. Ég laut niður og snart ískald- an vangann á Harriet. Augiu hennar störðu tómlega upp til mín. Ég sneri mér við og læddist burt frá henni, svo var- lega og laumulega að það var engu líkara en það hefði verið ég sem varð Ihenni að bana. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETTI —- HURÐIR — VÉLALOK og GEYMSLULOK á Volkswagen í allflestum litum. — Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. — REVNIÐ VIÐSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sig’mundssonar. Skipholti 25. — Sími 19999 og 20988. ANNAR HLUTI. 9. kiaifli. Ég reikaði afitur heim í kdf- ann, bjó ttfl. te og sauð egg, tal- aðd við Brigid þegar hún kom til að laga tíl — og allan tím- ann fannst mér eins og þetta hefði allt verið illur draumur. Það var ekki fyrr en síðari hluta dags að ég vaknaði upp af þessu sleni og fék-k svo ofsalegt sam- vizkubit að mig sárverkjaði í hjartað. Ég bar ábyrgðina á dauða Harrietar. Ef ég hefði eklki skilið hana aleina etftir í gær- kvöldi, hefði þe-tta aldrei komið fyrir. Var það einhver filakkari sem hafðí séð hana sitja nakta við ána og nauðgað henni og drepið síðan? Eða var það Flurry sjálfur sem eftir samtalið við föður Bresnihan hafði orðið svo trylltur af bræði yfir því að fá staðfestar grunsemdir sínar um ótryggð hennar, að hann breyttist enn á ný í grimroa hefnarann í frelsisstríðinu og framdi þetta skelfilega ódæði trylltur af afbrýðisemi? Eða þá að — nei, það var alltof skelfileg tilhugsun! Ég hafði sjálfur verið gersamlega úr jafnvægi í gærkvöldi. Var ég ef til vill orðinn að klófinni persónu, dr. Jekyll t>g mr Hyde? Ef til vill hafði illur andi hlaup- ið í mig án þess að ég hefði hugmynd um, og hafði óg ef til vill í slífou upplausnarástandi laumazt aftur niður að fljótinu til að myrða konuna sem Var að verða mér fjötur um fót? Ég klifraði upp í svefnherbergið og rótaðj . í oflboði í öllum fötum minum. Ég gat ekiki fundið einn einasta blóðblett. Ég klæddi mig úr hverri spjör — ef til vill hafði ég verið svo djölBullega út- smoginn að ég hafði snúið aftur kviknakinn tíl að myrða hana. Það voru engir blóðblettír á kroppi mínum og ekki heldur neinar rispur efitir huigsanleg átök við hana. En auðvitað hefði ég geta stotokið í Lissawntfljótið á eftir til að þvo burt blóðið? Sú tilhuigsun að ég hefði. ef til vill gerzt morðingi í einhverju annarlegu svefngengilsástandi, kom mér algerlega úr jafnvægi. Ég fleygði mér kjökrandi í rúm- ið og táutaði: — Harriet. Ástin miín, segðu aö ég hatfd elktoi gert það. Fyrirgefðu mér, elsfcu hjartans Harriet mín. Fyrirgefðu að ég skyldi bregðast þér. Skömmu síðar sá ég yfir lim- gerðið hvar tveir bíflar komu akandi á ofsahraða í átttna að Lissawn Hbuse. Það hlauit að vera lögreglan. Þeir óku svo hratt að það virtist vera um líf eða dauða að tefla. Ég reyndi að herða upp hug- ann, svo að ég gæti komizt klafclaust gegnum þá reynslu sem í vændum var. Ég yrði að segja þeim allan sannleikann — allt nema frá stefnumótinu við Harriet í gæríkvöldi. Það þorði ég ekfci — þá var alveg öruggt að óg fengi snöruna um hálsinn. Já, en hvað um hnífinn! Ég fór niður og rótaði í afiboði í eldhússkúffunni. Allir hnífarnir voru hreinir; það var vasahníf- urinn lfka sem ég geyrndi í skri fborðsskúffunni Það var sem sé í lagi. En ef ég nú væri einhver óhugnanleg tvískipt mannvera, þá hefði ég trúlega þvegið hnífinn eða fleygt honum í ána og mundi etoki lengur að ég hefði gert það. Klofinn persónuleiki! Morðingi af ástríðu! Ef morðið á Harriet væri nú liður í hinni dularfúllu ofsókn sem ég hafði orðið fyrir? Það munaði eklki nema hárs- breidd að ég hetfði drukiknað þarna á ströndinni. Mér hefði getað verið veitt eftirför þegar ég fór á stefnumótið við Harriet. Og eftir síðasta stefnumótið hefði hinn dulapfulli X getað myrt hana, vitandi það að grun- urinn myndi falla á mig. Þannig væri hægt að gera mig óskað- legan. Eiginiega var óttalegt tíi þess að vita að ég skyldi vera að hugsa um mín eigin vandkvæði meðan Harriet lá dáin og náköld niðri við ána. Nei, þeir voru sjálfsagt löngu búnir að finna hana. Þess vegna hafði verið kallað á lögregluna. Ég sat við skrifborðið þegar Concannon kom aikandi ásamt yfiriögreglu'þjóninum frá Ohar- lottestown. Hin vanalega kurteisi háns var venju fremur kuldaleg og formleg. — Góðan daginn, herra Eyre. Meguim við koma inn fyrir? Mig langar til að spyrja yður nokk- urra spurninga. — Gerið svo vel að kbma inn. (Segðu nú ekki meira en nauð- syn krefur. Láttu nú ekiki tung- una hlaupa með þig í gönur. Vertu alveg eðlilegur). — Við viljuim gjarnan fiá að vita hvað þér gerðuð í gærkvöldi? Frá klutokan sex og til — tja, til morguns. Hann lauk setn- ingunni í mjóróma spurn eins og ævinflega. — Við skuluim sjá. Ég borðaði kvöldverð á Cofloony-hótelinu. Svo ók ég hingað heim. Síðan gerði ég ekikert sérstakt þangað til ég fór í rúmið. Yfirlögregluiþiónnmn skrifaði aíf mitolu kappi. — Hvenær fóruð þér í rúmið? — Um hálftíu leytið. — Höfðu verið gestir hjá yður? Eða voruð þér einn heima? (Ég verð að láta eins og ég skilji hvorki upp né niður. — Jó. Af hverju spyrjið þér? Voru kannski einhverjir á vakki kring- um kofann til að reyna að gera mér óleik? Ég hélt annars að það væri um garð gengið. Ferhyrnt andiitið á Concannon ur.dir ljósleitu hárinu var svip- brigðalaust eins t»g grima. í dimmu herberginu sýndust augu hans döktoblá. 1 hvert sinn sem ég leit upp, störðu þau fast á mig. — Höfðuð þér ákveðið stefnu- mót við frú Leeson í gærtovöldi? — Nei, ekki í gærkvöldi. (Snjallt). — Af hverju spyrjið þér? Segir hún það sjálf? (ES tíl viill ekfci eins snjallt). — Þér viðurkennið þá að hún sé ástmey yðar? — Já. Eða réttara sagt, hún var ástmey mín. Aiugu Goncannons skutu gneist- um. — Af hverj-u segið þér „var“? — Því að ég var búinn að slifta því sambandi. — Hvenær gerðuð þér það. herra Eyre? — 1 gærmorgun. — Þegar hún kom hingað að heimsækja yður? — Nei. Við hiittumst útí á landareign hennar Hún var að SINNUM LENGRI LÝSING EEL3H 2500 klukkustunda lýslng við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásaia Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 Frá Raznoexport, U.S.S.R. „ „„„ MarsTradingCompanylif AogBgæðaflokkar Laugaveg 103 sfmi 1 73 73 Hver býður betur? Það er hjá okkur sem þið getið fengið AXMINSTER teppi með aðeins 10% útborgun. AXMINSTER — alinað ekki. 1 m m NS1 E l y ANNAÐ EKKI | Grensásvegi 8 — sími 30676. Laugavegi 45 B — sími 26280. FYRIR SKOLAFOLKIÐ: Buxur, skyrtur, peysur, úlpur, nærföt, sokkar og margt fleira. — Fjölbreytt og fallegt úrval. PÓSTSENDUM. Ó.L. Laugavegi 71 — sími 20141. SÓLÓ-elduvélur Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgtim stærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. VARAHLUTAÞJÓNUSTA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVELAVERKSTÆÐl JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 . Sími 33069 l!ii!ii!S!iii!li|i!jiii|iiiliíiiliíilliiSi||ilij||imll!liili;i|jjj|í!ii!iij!ii!!ii!i!!!iiiiiilíiiiilií!siil!iliiij!ii!ií!ilijii!ililiiiíliit nmnsn HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUS1Ð SUOURLANDS BRAUT 10 *• SÍMI 83570 íiiiii»íiiiiíí!íniiíiííi!i!iiiiiniiíiniíiiiHiiiiiiiiii!iiiiiiiiiii!íiiiijiiiiiiiiijliiiii!iiijii{!iijii}ijji}j[íiii!jliI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.