Þjóðviljinn - 30.09.1970, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.09.1970, Blaðsíða 12
Uppselt var á ballettsýninguna Uppselt var á fyrsitu sýninsu hins nýstafnaöa Baliettf'Iok'ks Fé- la-gs íslenzkra listdansara á mánu- daigstovöld. Sýninguinni var ein- statolega vel tetoid og daonsarar kallaðir frarn hvað eftir annað að henni lokinni. Sýningar verða aöeins tvær enn, úti á Handi, har eð baMettmeistarinin Alexander Bennett, er á förum. Sú fvrri verður á Akranesi laugardaginn 3. oktdber kl. 21, á vegum List- vinafélaigs Atoraness, en hi.n síð- ari sunnudaiginn 4. október kl. 21,30 í félagsheimili Gnúpverja, Ámesi. 4,08 KLST. Á LEIÐINNI Eiríkur rauði, þota Loftleiða setti nýtt hraðamet á leiðinni frá Kefilavík til New Yorto á mánudag. Var þotan aðeins 4 klukkustundir og átta mínútur á leiðinni og voru aðstæður allar sérlega heppilegar. Við venju- legar aðstæður tekur flug þetta 5% klukíkustund. Emil Jónsson á allsherjarþingi SÞ: Lögsaga og umráð íslands yfir landgrunninu réttlát ■ Emil Jónsson utanríkisráðherra íslands flutti ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær og kom hann allvíða við í ræðu sinni en fjallaði þó einku'm um þau mál, er mestu varða ísland, svo sem um réttarreglur á hafinu, nýtingu hafbotnsins og mengun sjávar. Sagði ráð- herrann ma., að að því er ísland varðaði væri „lögsaga og umráð yfir landgrunni þess og hafinu yfir því sanngjöm og réttlát og verðskuldi viðurkenningu samfélags þjóð- anna . Utan rí ldisrá ðhenra drap m.a. á tötou gísla og kvað siamstoipt- um þjóða í millí sitefnt í voða með slíkum aðfer’ðum og þyrfti að finna einhver ráð til að koma í veg fyrir slíkt ofbeldi. Vanda þeirra hópa er til slíkra ofbeld- isaðgerða hefðu gripið sem ör- þrifaráða, yrðj að leysa með öðrum hætti. Varðandi óskir Austur-Þjóð- verja um aðild að Sameinuðu Sigurður Magnússon, blaðafulltrúi Loftleiða, afhendir Guðmundi Garðari Guðmundssyni og Jónu Karen Jónsdóttur flugfarmiða til New York. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Loftleiðir, Æskan og Félag SÞ á íslandi: 2 unglingar hlutu ferð til New York / verðluunukeppni Félag Samcinuðu þjóðanna á íslandi, Loftleiðir og Æskan efndu til ritgcrðarsamkeppni á s. 1. vori í tilefni af 25 ára af- mæfli SÞ á þessu hausti. I gær fór fram verðlaunaafhending, voru veitt 6 verðlaun og tvenn aukaverðlaun. Ritgerðarefnið var: Hvers yegna á Mand að vera í Sam- einuðu þjóðunum? Alls bárust. 148 ritgerðir tfrá öllum landshlut- um. Fyrstu verðlaun hlaut rit- gerð eftir Guðmund Garðar Guð- mundsson, 14 ára, ■ Njálsgötu 14, Reykjavík. Önnur verðlaun hlaut ritgerð Jónu Karenar Jónsdóttur, 15 ára, Tjarnarstíg 3, Seltjamar- nesi. Fyrstu og önnur verðlaun eru flugferð fram og aftur til New Yorto og dvöl þar í borg í 3 diaga í boði Loftleiða. Leggja verðlaunahafarnir af stað á laug- ardagskvöldið og verður Grímur Engilberts, ritstjóri Æskunnar í Fxambalid á 9. síðu. Ekki er ástæða til að farga ungfé á öskufallssvæðunum ■ í fréttatilkynnimgu sem Þjóðviljanum hefur borizt frá Harðærisnefnd, segir nefndin, að hún sjái ekki ástæðu til að leggja til að bændur á öskufallssvæðunum slátri ung- fénaði sánum fremur venju nú í haust, en í vor var talin hætta á því, að umgur fénaður, er biti öskumengaða haga biði verulegt tjón af því, einkanlega var talin hætta á tannskemmdum, gaddi, og jafnvel skemmdum í liðum. Miðvitoudaigur 30. septemiber 1970 — 35. árgangur — 221. tölublað. þjóðunum, sagði ráðherc^nn, að það væri álit margra ríkis- stjóma í Evrópu a.m.k., að „tím- inn til að tala um það, sé ekki hinn rótti nú þegar viðtöl hafa hafizt beinj mHlj aðila“. í sambandi við Su’ður-Afríku og Nambíu og ríkjandi apart- heit stefnu þar þrátt fyrir ítirek- aðar samþykktir SÞ í gagnstæða átt, sagði U'tainríkisráðherra, að það væri mesti veikleiki Sam- einuðu þjóðanna, að samþykktir sem þær gerðu væru að engu hafðar af þeim aðilum, sem ó- ánægðir væru með þær. Sam- einuðu þjóðirnar vantaði fram- kvæmdavald til þess að ná til- gangi sínum. Réttarreglur varðandi hafið Þá sneri utaniríkisráðherra máli sínu að störfum á vegum Sameinuðu þjóðanna og setn- ingu alþjóðlegra réttarreglna varðandi hafið og gerði eftirfar- andi grein fyrir afstöðu ríkis- stjóimar íslands til verksviðs þriðju ráðstefnu SÞ um réttar- regluir á hafinu: 1. Rí'kússitjóim íslands er því samþykk, að kvödd verði saman alþjóðaráðstefna varð- andi réttarreglur á hafinu, endia verði verksvi ð hennar nægilega víðtækt til að fjalla um öll atriði varðandi rétt- indi strandiríkisins á svæðura, sem liggja að ströndum þess. 2. Það er skoðun vor, að strandríki eigi rétt á að á- kveða takmörk lögsöigu sinn- ar innan sanngjaimira tak- markia með hliðsjón af land- fræðlilegum, jairðfiræ'ðilegum, efnabagslegum og öðrum sjónarmiðum er þýðingu hafa. 3. Véa- erum þess áskynja, að mörg ríki telja að 12 mítoa mörk séu fullnægjandí til að tryggja hagsmuni þeirra, Framihald á 9. síðu. RKÍ efnir til fjársöfnun- ur til styrktur Jórdönum Stjórn Rauða kross íslands hef- ur ákveðið að efna til fjársöfn- unar til styrktar bágstöddum í Jórdaníu. Söfnunin stendur yfir til 12. október og er söfnunarfé veitt móttaka í öllum bönkum og sparisjóðum Iandsins og í skrifstofu RKl að öldugötu 4 í Rcykjavík. Eins og áður hefur komið fram í firéttum barst RKl fyrirnotokru hjálparbeiðni frá Alllþjóðarauða- krossinum vegna fómardýra ó- friðarins £ Jórdaníu. Veruleg þörf er í landinu á ýmsumlyfj- urn, blóðvatni, lækningartækjum, sjúkrabílum og öðrum flutninga- tækjum. Hefur þegar verið send- ur fjöldi lætona og hjúkrunarliðs. Miklar þirgðir fatnaðar, matvæla og annarra nauðþurfta hafa ver- ið sendar til Jórdaníu m.a. frá félögum Rauða hálfmánans í ná- grannalö'ndum Jórdaníu, en þau Verðlaun fyrir fegursta garðinn s Garðahreppi Rótary-klú'bburinn, Görðum, veitir árleg verðlaun fyrir feg- ursta garðinn í Garða- og Bessa- staðahreppi. í ár varð fyrir vailinu gairður- inn við Göðatún 12, Garðahreppi. eign hjóinánna Birnu Kristjáns- dóttur og Héðins Friðrilkssonar. Til réðuneytis við valið var Óli Valur Hansson, garðyrkjuráðu- nautur. Að venju hljóta elgendur fegursta garðsins viðurkenningar- skjal fi-á Rótary-klúbhnum Görð- hafa stundað hjálparstörf íland- inu alllengi ásamt öðrum félög- um Rauða krossins. 1 hjálparbeiðni Rauða kross- ins er sérstaklega óskað eftir peningum svo hægt sé að kaupa vörur í nógrannalöndum Jóirdan- íu enda breytast þarfirnar frá degi til dags og flutningiur með fluigvélum er mjög dýr. Lágmarksverð á síld ákveðið Yfirnefnd verðlaigsráðs sjávar- útvegsins ákvað í gœr lágmiarks- verð á snld veiddri sunnan- og vestaniiands frá 16. september. Er verðið fyrir hvert kíló krónur 10, miðað við það sem nýtist i sölt- un. Listamiðstöð í Galleri SÚM Allskonar tiltæki sem lengja lífið ■ Félagið SÚM, sem hefur einkum gengizt fyrir sérstæð- um myndlistarsýningum að Vatnsstíg 3 B, hefur ákveðið að breikka starfsgrundvöll sdnn og efna til einskonar lista- miðstöðvar, þar sem ýmsar listgreinar leggja fram sinn skerf undir einu þaki. Blaðamenn áttu í gær samtal við nýja stjórn Súmara: mynd- listarmenndn.a Vilhjálm Bergsson og Magnús Tómasson og Guð- berg Berg.sson rithöfund. Fram að áramótum verður starfsemi SÚM í stórum dráttum þannig: Haldnar verða a. m. k. þrjór myndlistarsýningar að Vatnsstí'g 3 B, og verður sú fyrsta opnuð á laugardag — sýndar verða meinfyndnar myndir holl- enzka svartilistanmannsins Piet Holsteins, sem hingað eru komn- ar frá rí'kissafninu í Amsterdam, en síðar munu þeir sýna Vil- hjálmur Bergsson og Eyjólfur Einarsson. Á milli þeirra mun Guðbergur Bergsson sýna „Ljóð- mynd“, ljóð sem breyttiist í mynd án þess þó að málinu sé með öllu tortímt í þógu lita og forms. Ég ætlaði, sagði Guðbergur að láta tónlist fylgja, sem menn gætu heyrt í heyrnartækjum við hvert „ljóð“ en gat ekki fengið 4 tæki. í nóvembar hefst leitoár SÖM og sér María Kristjónsdóttir um sýningar, verða m. a. fluttir nokikrir stuttir þættir eftir Guð- berg Bergsson. Þá er ráðgerð ein bókmenntakynning og tónlistar- flutningur sem Atli Heimir ann- ast — og hugsað er hlýlega til kvifcmyndalistar á næsta óri. Margháttað annað stanf er fyr- irhugað að samvinnu listgreina „á því sviði... vill félagið vera gerandi og koma með alls konar tiltæki sem lengja lífið, en þetta er þrjðja árið sem SÚM heldur opnum sýningarsal og mun það teljast kraftaverk í þessari húms- ins eyðimörfc“ segir í kynninga- orðum. Félagar SÚM eru 23 talsins, nokkrir þeirra verða í vetur í Þýzkalandi, Hollandi og á Norð- urlöndum, og munu þeir eftir föngum vinna að kynningu á is- lenzkri list þar. Harðærisnefnd vitnar í þessu sambandi tiil sivars yfirdýralækn- is við bréfi sem nefndin ritaði honum 7. þ. m„ þar sem hún spurði um álit hans á því, hvort óhætt myndi að setja á í haust lömb og veturgamalt fé á ösfcu- fallssvæðunum. Svaraði yfir- dýralæknir, Páll A. Pálsson, því m. a. á þessa leið: „Þessari spurningu verður seint svarað almennt af eftirgreindum ástæðum. Það magn, sem hver einstök sikepna þolir, er mjög mismikið þó fóðrun og aðbúð sé hin sama. Meðferð fjórins á öskusvæðunum helfur væntanlega -é líðnu vori verið á jafn rnarga mismurrandi vegu og bæir imnan svæðanna eru margir. Þá var mengun á beitilöndum innan svæðisins mjög mismitoil, og mengun stóð mislengi. Hefur það og áhrif á heilbrigðj fjárins er frá líður. Af þeim efna'greiningum á grasi og heyi, sem fyrir li'ggja, má telja líldegt, að þar sem hægt var að Wlífa lömtoum og gemiing- um við ösku fyrstu vitoumar eftir gosið, muni varanlegar stkemmdir ekki koma fram, því tími sá sem það fé lifði á mjög flttormenguðu grasi var tiltöluilega stuttur, og því var forðað frá mesta fluor- magninu. Þar sem £é hins vegar var látið sjáMrátt að mestu og, þurfti frá byrjun goss að lifa á mjög fluormenguðu grasi, mó bú- ast við að tannskemmdir geti komið fram síðar. Sama máli gegnir um tryppi og snemmköst- uð folöld. í nágrenni HeMu, þar sem þrá- faldlega varð vart við örfínt öskufall, efitir að fyrstu goshrynu lauk, má einnig búast við að ungt fé verðd hart úti. Heysýnishorn, sem mæld hafa verið, gefa til kynna að ástæðu- laust er að ætla að hey hafi nein veruleg áhrif á hreysti bú- fjár í vebur. Þær fáu fluormælingar á bein- um, sem nú liggja fyrir benda ekki til að hætta verði á varan- legum skemmdum á tönnum í ungu fé. Eins og eðli þessara fluoreitr- ana er háttað er mjög erfitt og ég vil telja ógerlegt að gefa ákveðið og óyggjandi almennt svar við spurningu Harðæris- nefndar" Stjórn útfærðs SÚMs — Vilhjálinur Bergsson, Magnús Tómasson og Guðbergur Bergsson. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.