Þjóðviljinn - 02.10.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.10.1970, Blaðsíða 6
0 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstiudagiur 2. október 1970, Um s'jö vi'kna skeið ferðaðist sænski rithöfundurinn Göran Palm rnn portúgölsku nýlenduna Gineu-Bissau. Þar hefur um sjö ára skeið geisað styrjöld milli nýlendu- hers og skæruliðahreyfingar, sem hefur náð betri árangri en flestar frelsishreyfingar og ræður nú um % hlutum landsins. Nýlendan er á stærð við Holland og íbúamir um ein miljón. Þar eru ræktúð hrísgrjón og jarðhnetur, þaðan kemur olía og báxít. HIÐ „GLEYMDA" VÍETNAM AFRÍKU Göran Palm lýsir sigursælli frelsishreyfingu Fyrsta tilfinning manns, sem kemur til Gíneu-Biissau („portú- gölsku Gíneu“) er undrunin. I>ad hefur geisað blóðuig ný- lendustyrjöld í sjö ár í þessu flata landbúnaðarlandi á vest- urströnd Afríku, en þrátt fyrir það lítur það út eins og sælu- ríki. Hænurnar gagga og börnin dansa. Þorp sem hafa verið brennd til ösku oftar t:i einu sinni líta út eins og þau hafi aldrei verið brennd, því að kofarnir hafa verið endur- byggðir á sama stað og gömlu kofamir og í sama stíl. Sprengjuflugvélar af nýjustu gerð fljúga daglega yfir landið, en niðri á jörðinni lifa menn sama einangraða lífinu og á Norðurlöndum á miðöldum. Engir lampar, einungis bál. Gínea-Bissau er edns lítið land og Holland, en það tekur samt margar vikur að ferðast þar á milli landamæra. I þjóð- frelsishemum eru jafnvel flest- ir ólæsir og óskrifandi. Fájr hermenn kunna á klukku. Þang- að til fyrir fáum árum höfðu aðeins borgarbúar heyrt nefnda skó eða sykur Malaría, gula og taugaveiki eru algengir sjúk- dómar en engínn er bólusettur. Hvemig er hægt að berjast fyrir frelsi í slíku landi? Þar er þó eina frelsishreyfing Afríku — eina frelsishreyfingin í heiminum fyrir utan Vietnam — sem hefur tekizt að frelsa meir en tvo þriðju hluta lands- ins undan her nýlenduveldisins. Þetta er svo merkilegt að maður trúir varla sínum eigin augum. Nýlenduveldið heitir Portú- gal, félagi Noregs og Svíþjóðar í Elfta, og félagi Noregs í Atlanzhafsbandalaginu. Það heldur dauðahaldi í það litla sem eftir er af „portúgölsiku Gíneu“, — nokikrar borgir og eyjamar — en öðrum hlutum landsins er stjórnað af PAIGC, „Hinum afríska sjáiifstæðisfflokki Gíneu og Grænhöfðaeyja“, eins og floktourinn heitir fullu nafni. Stjórnin í Lissabon heldur þvi fram að Portúgalar stjórni landinu enn, en „spellvirkjarn- ir“ haldi til utan landamæra landsins og geri einungis næt- urárósir á Gíneu-Bissau. Þessu héldu þeir stíft fram, þegar þeir hneyksluðust á því að Svíar skyldu álkveða að styðjaPAIGC. En við fórum um sveitimar í næstum því fjórar vifcur án þess að sjá einn einasta Poirtú- gala! Það voru alls staðar menn úr PAIGC, sem önnuðust stjórn- arstörf, þyggðu skóla, settu á stofn alþýðuverzlanir, byggðu upp sjúkralið og söfnuðu liði fyrir þjóðfrelsisherinn. Það er því kominn tími til að sleppa orðinu „portúgalska" fyrir framan nafn landsins „Gíneu“ í kortabókum og bæta í staðinn við nafni höfuðborg- arinnar, Bissau, til að auð- kenna landið Gleymt stríö Styrjöldin í Gíneu-Bissau er ein hinna ókunnu styrjalda, sem fjölmiðlar hafa lítið skýrt frá. Maður gæti því látið sér detta í huig að sigur PAIGC stafi af því, að Portúgalar hafi beitt öllum sínum herstyrk í mikilvægari nýlendum sinum í Afríku, Angola og Mosambik, og látið Gíneu eiga sig. En málum er þó ekki svo fárið. Það eru tiltölulega ifleiri portú- galskir hermenn í hlnni fátæku „Gíneu-Bissau“ en í hinu stóra og auðuga Angöla Þejr 40 000 hermenn, sem þar eru, beita einnig jafn fullkomn- um herþotum, þyrlum og bens- ínsprengjum pg Bandarikja- menn j Víetnam. Þeir eyði- leggja uppskeru og skjóta niður búfé á sama hátt, þeir reyna einndg á sama hátt að safna fólkinu saman í „strategískum“ borgum. Meðan PAIGC fær létt vopn og sprengjuvörpur frá löndum Austur-Evrópu og Norður- Afríku, fá Portúgalir miklu voldugri útbúnað frá Banda- ríkjunum, Vestur-Þýzkalandi, Italíu, Frakklandi, Belgíu, Kanada og Israel. Það bendir heldur ekkert til þess að Portúgalar hyggist af- sala sér Gíneu-Bissau sjálf- viljugir. Meðan við heimsóttum frelsuðu svæðin sáum við að meða-ltali þrjár eða fjórar portúgalskar flugvélar á dag, og við komum þó ekki tifl iþeirra svæða þar sem mestir bardagar geisuðu. Portúgalir telja senni- lega að sigur PAIGC í Gíneu- Bissau myndi gdfa skæruliðum í Angóla og Mosambik byr undir báða vængi. Á eigin for- sendum En hvernig er þá unnt að skýra hinn mikla árangur sem þ j óðf rel s isheri nn hefur náð? Einfaldasta svarið er það, að PAIGC hefur tekizt að forðast þau mistök, sem aðrar svipað- ar hreyfingar hafa gert og gera enn: Ýmsar frelsishreyfingar í Afríku hafa reynt að vinna skjóta sigra með því að gera málstað stærsta ættbálks lands- ins að sínum eigin. Þeim hefur virzt auðveldara oð gera mönn- um tilgang frelsisbaráttunnar skiljanlegan almenningi, þegar lujgt er að útskýra hana sem t.d. baráttu fyrir frelsi Balante- ættflokksins. Það var mjög freistandi að beita slíkri aðferð í Gíneu-Bissau, þar sem Bal- ante-ættbálkurinn varð mjög snemma hlynntur baráttunni en Fúla-ættbálkurinn var andvíg- ur henni. En PAIGC tók þá afstöðu í upphafi að berjast gegn öllum aettbálkakryt, á sama hátt og hann neitaði öll- um nýliðum, sem vildu ein- ungis berjast af hatri til hvítra manna. Það sem PAIGC miðar við, er ástandið í landinu sjálfu. Það virðist ekki vera til nein verkamannastétt í Gíneu-Biss- au, einungis nokkrir hafnar- verkamenn, það var heLdur ekki til nein byltingarsinnuð menntamannastétt, sem hægt er að tala um. Á fimm hundruð árum hafa Portúgalar einungis veitt fjórtán Gfneubúum há- sfcólamenntun. 99,7 af hundraði allra íbúa landsins voru jafn- vel ólæsir og óskrifandi. Það sem var verst var þó að stærsta stétt landsins, smá- bændumir, höfðu efcki fengið svo mikið að kenna á kúgun- jnni persónulega (sköttum o. þ. Ungir piltar úr alþýðulögreglunni: styrjöldin er að gera úr þeim eina Þjóð. h.) að þeir væru reiðubúnir til að berjast af sjálfsdáðum. Flest- ir þeirra skildu jafnvel ekki merkingu orðsins þjóð. Stofnendur PAIGC árið 1956 voru borgaralegir menntamenn af sama tagi og stofnendur þjóöfrelsishreyfinga í þriðja heiminum eru venjulega. En þessir borgaralegu menntamenn, undir forystu búfræðingsins Amilcars Catoral, vörðu sjö ár- um í að ferðast um borgir og þorp til þess að kynnast hinum ýmsu ættbálkum og félagshóp- um, til þess að finna foringja og skipuleggja skæruliðahópa, fræða menn um eðli nýlendu- stefnurinar ag vekja þjóðemis- meðvitund. Þeir vildu gera hina nýstofnuðu hreyfingu að fjölda- hreyfingu áður en þeir hæíu vopnaða orustu, Þegar fjæsta skotinu var hleypt af 1963 kom það Pórtú- gölum á óvart. Þeir höfðu búizt við árás að utan, frá Senegal eða lýðveldinu Gíneu, þar sem aðalbækistöðvar PAIGC eru enn. En styrjöldin hófst í miðju landinu og breiddist síðan út að landamærunum. Skæiuihem- Amilcar Capral, formaður PAIGC aðurinn var þvl þegar skipu- lagður. Á fyrsta ári styrjaldar- innar tókst skæruliðunum að rjúfa allar samgönguleiðir Portúgala, sem lágu inn í land- ið. Og þegar eftir eips árs bar- daga vann hin nýstofnaða skæruliðahreyfing sjgur, sem var hliðstæður orustunni um Dien Bien Phu í Frakklandi: hinn sjötíu og fimm daga langa bardaga um eyna Como. — Þegar Portúgalarnir misstu Como, misstu þeir einniig frum- kvæðið í styrjöldinni, sagði Nino, yfirforinginn á suðurvíg- stöðvunum. Síðan höfum við haft frumkvæðið. Næst kemur röðin að stóru borgunum. En jafnvel sigrar af þessu tagi haÆa ekfci fengið PAIGC til að gleyma þvi að hin stjóm- málalega og félagslega styrjöld er mikilvægari en sú styrjöld sem háð er með vbpnum. Þeir vilja koma í veg fyrir úrkynj- un sjálfstæðishreyfingarinnar, koma í veg fyrir að það verði einungis ný afrísk yfirstétt, sem komi í staðinn fyrir nýlendu- yfirstéttina, eða evrópska her- veldið víki einungis fyrir af- rísku herveldi. I staðinn vilja þedr leggja grundvöllinn að þjóðfélagi, sem öll þjóðin getur litiö á sem sitt eigið, meðan þeir eru enn að berjast fyrir frelsinu. Skæruliðasam- félagið öll þorp líta eins út við fyrstu sýn. Allir íbúamir eru fátækir smábændur. En undir niðrj geta þedr verið mjög ólík- ir. 1 þorpi sem hefiur minna en tvö hundruð íbúa (um það bil tuttugu stórar fjölskyldur) getur maður fundið menn af fjórum ólíkum þjóðum (ættbálkum), sem tala fjögur ólík mál og hafa þrjú ólík trúarbrögð. Það eru einnig andstæður milli eldri og yngri kynslóðarinnar o@ milli karla og kvenna Bardagamir hafa valdið miklu um það að fá þessa hópa til að standa saman, að minnsta kosti á yfirborðinu. Þegar tfUug- vélarnar koma verða allir að leita skjóls í sömu holunni, og þegar máninn skín verða allir að vinna að uppskeru á þeim akri, þar sem rísinn er orðinn þroskaður, án tillits til þess hver á hann. En PAIGC hefur einnig reynt að koma á fót stofnunum, sem gætu ekki að- eins sameinað hina ólíku fé- lagshópa á djúpstæðari hátt, heldur lfka lagt grunnlnn að þjóðfélagi framtíðarinnar: þorpsfundum, þorpsnefndum, þorpsdómstólum, alþýðuher og alþýðuverzlunum. Áður íyrr voru það höfðingj- amir eða ráð öldunga, sem stjómuðu þorpunum, og , á fyrsitu sitigi styrjialldarínnar var það leynileg fflokksnefnd sem gerði það. En á frelsuðu svæð- unum hafa stjórnarstörfin ver- ið falin kjörnum þorpsnefndum. Allir þorpsbúar hafa atkvæðis- rétt við kösningamar Þeir þekkja yfirleitt aila frambjóð- endurna persónulega og veátir það tryggingu fyrir lýðræði, sem okkuir skortir t. d. í okkar stóru bæjarfélögum. Alllir fé- lagshópar bjóða fram sína eiigin frambjóðendur og tryggir það að þeir fimmi, sam kosnir verða, séu íuUtrúar íbúanna i heild. Það er ekki alltaf auðvelt að fá þessar nýju stofnanir til að starfa, sagði José Araújo, upp- lýsingastjóri PAIGC. Alþýðu- búðirnar standa oft tómar þeg- ar bændurnir koma með rís- inn til að verzla, og þorps- nefndirnar verða stundum að hafa túlka, þegar þær kotna saman. En hver héfur sa'gt að það sé fljótlegt verk að skapa sósíalistískt þjóðfélag, sem kafnar ekki undir nafni? Okkur liggur ekki á, því lengur sem styrjöldin stendur, þeim mun meira svigrúm fá hinar nýju stofnanir til að festa rætur, og fólkið sameinast enn meir. Við vitum að við höfum einn af lyMum framtíðar Afríku í hendinni. Getum ekki tapað Það getur verið erfitt fyrir úflending, sem hvorki kann portúgölsku né kreólsku, að sjá hvort þjóðfrelsdshreyflnigin nýt- ur stuðnings alþýðunnar En fulltrúar flokksins eiga góða vini í öllum þorpum, sem þeir koma til, þeir ferðast frjálsllega um meðal almennings, og eng- inn er hræddur við þá heddur ríkir frjálslegt andrúmsloft í kringum þá. Það er því óhætt að draga þá ályktun að þessi hreyfing njóti mjög mikils trausts. Annar mælikvarði á það hve mikils fylgis PAIGC nýtur meðal almennings er vilji al- mennings til að taka að sér ýmis sjálfboðastörf í þorpun- um, og skilningur þeirra þorps- búa, sem maður tallar við, á stjrrjöldinni. Þegar maður hefur í huga fjölda þeirra manna, sem eru ólæsir og óskrifandi er það einkum athyglisvert, hve skflnimgur manna er mikfll. Þorpsbúar virðast afls staðar átta sig fyllilega á tilgangi styrjaldarinnar. Þegar fufltrúi flokfcsins talaði um atfistöðuna milli vopnaðrar baráttu og stjórnmáTabaráttu. sagði bónda- kona nókkur: — Það er leiðinlegt með þessa Portúgala, sem hafa einungis skotvopn. Við höfum alls konar vopn: vinnutækin, flokkinn, samstöðuna, réttinn til landsins •— og svo höfum við auk þess alþýðuherinn. Við getum ekki tapað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.