Þjóðviljinn - 08.10.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.10.1970, Blaðsíða 3
Fi'mimtuidagur 8. oktcíber 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SÍBA J Uppreisn hægriaflanna í Bolivíuher mistdkst vegna andstöðu almennings Mikill hluti af foringjum hersins gekk í lið með vinstrimönnum og tryggði það sigur þeirra — Torres hefur tekið við embætti forseta vinstrimanna komu þangað. Bkki er til þess vitað að nokkurt manntjón hafi orðið í La Paz þessa dagana. Hver upprcisnin af annarri Ibúar Bolivíu eru síður en svo LA PAZ 7/10 — Tilraun afturhaldsaflanna í her Bolivíu til að hrifsa til sín völdin í landinu mistókst algerlega og er það bæði þakkað því að verulegur hluti af foringjum í hern- um og allur almenningur, samtök stúdenta, verkamanna og bænda, lögðust á eitt gegn valdaræningjunum og tryggðu sigur vinstrimanna. Juan Jose Torres herforingi sór í dag embættiseið sinn sem forseti landsins. Uppreisn hægrimanna hófst á sunnudaginn þegar setuliðið í La Paz reis gegn stjórn Ovandos hershöfðingja sem gegnt hafði embætti forseta í rúmt ár eftir stjórnarbyltingu í september í fyrra. Uppreisninni gegn honum stjórnaði yfirmaður landhersins og helzti leiðtogi hægriaflanna, Miranda hershöfðingi, ag virtist um tíma sem hann hefði náð völdunum, þegar Ovando sagði af sér og leitaði hælis í sendi- ráði Argentínu. Miranda kom sér fyrir í forsetahöllinni og skipaði sjálfan sig formann þriggja manna herforingjastjórnar. En valdaskeiö hans varð stutt. Þegar í gær var hann neyddur til að segja sig úr -herforingja- stjórninni og hann mun nú hafa leitað hælis í einhverju sendiráð- inu í La Paz. óvanir stjórnarbyltimgum og valdaránum og eru þau talin hafa verið að jafnaði einu sinni á ári hverju síðan landið fékik sjálfstæði fyrir tæplega hálfri annarri öld. Samtök verkalýðs, einkurn námumanna,. eru óvíða í rómönsku Ameríku öflugri en í Bölivíu enda þótt afturhalds- stjórnir síðari ára hafi hvað eftir annað reynt að brjóta þau á bak aftur. Ovando komst til valda með stj órn arb ylti ngu í fyrra þeg- ar Siles herShöfðingja var steypt af stóli, en hann hafði telcið við embætti forseta eftir að Barrien- tos forseti fórst í flugslysi í apríl í fyrra. Eitt af fyrstu verkurn stjórnar Ovandos var að þjóðnýta olíu- námur bandaríska Gulf-félags- ins, en hann féllst jafnframt á að greiða félaginu miklar skaða- bætur . Þjóðnýtingin var eitur í beinum íhaldsmanna sem hin erlendu arðránsfélög hafa jafnan getað í’eitt sig á, en vinstrimenn vonj óánægðir með ákvörðunina um skaðabætur til Gulf-félags- ins sem þeir töldu að helfði þeg- ar hagnazt nægilega á auðlind- um þjóðarinnar. Allsherjarverkfall í Noregi vegna f járlagafrumvarpsins Einum snerist hugur Það þótti sýnt að herforingja- stjórnin myndi akki geta haldið völdum þegar yfirmaður flug- hersins, Sattori hershöföingi, sagði sig úr henni í gær og gekk í lið með vinstrimönnum. Satt- ori lét flugvélar sínar gera árás- ir bæði á stjórnarráðið og her- búðir • 'þær í La Paz þar sem hægrimenn höfðu búið um sig. Eftir að Sattori hafði snúizt hugur gáfust hinir herforingj- arnir sem myndað höfðu stjóm- arklíkuna upp og tflóru í felur. Torres ákaft hylltur Torres hershöfðingi sem nú hefur tekið við emibætti og var ákaft hylltur af miklum mann- f jölda í La Paz í dag var neydd- ur til að segja af sér ráðherra- embætti fyrir fimm mánuðum vegna þess að hægrimenn í hernum töldu hann of vinstri- sinnaðan, Hann tilkynnti eftir valdaránið uim helgina að hann myndi ekki viðurkenna hina nýju stjórn og lýstu um 500 foringjar úr öllum greinum Bolivíuhers stuðningi við hann. Stuðningur almennings og alþýðusamtakanna réð þó úr- slitum um að valdarán hinna íhaldssömu herforingja mistókst. Afstaða almennings Það fréttist í gær að nokteur þúsund vopnaðir bændur væru á leið til höfuðborgarinnar og al- þýðusambandið lýsti yfir alls- herjarverkfalli til stuðnings Tor- res, jafnframt því sem fjölmenn- ir hópar stúdenta og annarra æskumanna settust um fangelsi höfuðborgarinnar og kröfðust þess að pólitískir fangar yrðu látnir lausir. Umsátur var eimv ig gert um byggingu „E1 Diario stærsta blaðs Bolivíu, sem stutt hefur íhaldsöflin í landinu, og slógust þar hermenn úr þjóð- varnarliðinu í hóp með stúd- entum. Veittu ekki mótspyrnu Óttazt hafði verið að til harðra átaka myndi koma, jafnvel boi-g- arastríðs, en af þeim fréttum sem borizt hafa frá La Paz virðist sá hluti hersins sem upphaflega studdi hægrimenn enga mót- spyrnu hafa veitt þegar ljóst var orðið hve almenn andstaðan var gegn valdaræningjunum. Þeir hermenn úr hópi uppreisnar- manna sem gættu forsetahallar- innar voru þannig allir á bak ®g burt þegar hermenn úr liði OSLÓ 7/10 — Að heita má hver einasti þeirrar hálfrar milj- ónar verkamanna sem norska alþýðusa’m'bandið hefur inn- an sinna vébanda fylgdi fyrirmælum stjórnar sambandsins um að leggja niður vinnu í stundarfjórðung í dag til að mótmæila þeim nýju álögum sem gert er ráð fyrir í fjáriaga- frumvarpi stjórnar borgaraflokkanna. 700 loftárásir á Laos daglega VIENTIANE 7/10 — Loft- hernaður Bandairíkjanna gegn Laos fer stöðugt harðn- andi og er nú orðinn mdkllu magnaöri en loftárásimar á Norður-Vietnam voru ásín- um tíma. Fréttaritari AP í Vientiane sagðc aö famar séu á degi hverjum aö jafn- aöi uim 700 árásanferöir á skotmörk, einkum í norður- hluta landsins, en flestar urðu árásarferöimar á Norð- ur-Vietnam á einum degi „aðeins" 107. Fréttamaður- inn bætir því við að hvert einasta þorp og byggðarlag í norðurhluta Laios hafi veir- ið laigt í rúst, enda hafi Bandairíkjamenn varpað hálfri miljón lesta aif sprengjuim á Laos á einu ári. fram á algera samstöðu launa- manna. Augljóst þykir að þeim tilgangi hafi verið náð og sérstaka ,at- hygli hefur það vakið að norsk vertolýðshreyfing beitir þannig í póli- - öll vinna vair lögð niður í iðnaðinum nema í fyrirtækuim þar sem vinnustöðvun hefði vald- ið tjóni á atvinnutækjunum. Al- i menningsvagnar voru stöðvaðir og bréfdreifing sömuleiðis. Sumsstaðar var fyrirmælunum . einhuga verkfallsvopninu þó ekki fylgt bókstaflega, heldur lögðu verkamenn niður vinnu í lengri tíma en ráð var fyrir gert. Tilgangurinn með vinnustöðvun- inni var ekki að lama allt at- vinnulíf landsins, heldur sá að fylgja á eftir toröfu stjómarand- stöðunnar og verklýðshreyfing- arinnar að ríkisstjórnin hverfi frá þeirri fyrirætlun sinni að auka álögur, söluskatt og önnur gjöld, um miljarð norskra króna á næsta fjárhagsári, og sýna tísku skyni, til að knýja fram breytingar á lagafrumvarpi sem stjórnarmeirihlutinn á þingi styður. Verkfallið kann að draga dilk á efitir sér, því að formaður at- vinnurekenda sagði í dag að hann teldi víst og reyndar sjálf- sagt að laun yrðu dregin af verkamönnum fyrir þann tíma sem vinnustöðvunin stóð yfir. Þykir ekki ósennilegt að þá muni nýjar vinnustöðvanir og skyndi- verkföll verða svar verklýðs- hreyfingarinnar. Arafat og Hussein staðfesta samkomulagið sem þeir gerðu með sér í Kairó fyrir milligöngu Nassers, en það kom fyrir lítið. Skæruliðar skýra frá nýjum vopnahlésbrotum Jórdanshers BEIRUT 7/10 — Talsimiaður miið- stjórnar skæruliðasiveita Palest- ínubúa í Jórdan ítrekaði í dag á- kærur skæruliða á hendurstjóm- arhernum fyrir að hafa rofið saimkomuilagið um vopnahlé sem gert var í Kadró fyrir midiigöngu Nassers daginn áður en hannlézt á milli þeirra Husseins konungs og Arafats, formanns el Faitah. Talsmienn skæruliða höföu í gær sitoýrt frá því aö stjórnar- herinn heföi stofnað till nýrna bardaga í norðurhémðum Jórdans. Fulltrúi el Fatah, fjölmennustu samtaka skæruliða, sagði stjórn- arhermenn hefðu ráðizt á þorp og bæi með stárskotaliði ogstorið- drekasveitum. Hann tidnefndi sér- staklega bæinn Harimah. Tailsimaöur miðstjómar skæru- liða sagöi í dag að stjórnarher? inn heföi brotið margsinnis gegn ákvæðuim vopnahléssamningsins, ek'kd aðeins með árásanaðgerðum, heldur hefði hann einnig sivikizt um að hörfa frá ýmsum þeim stöðum sem samkomuilagið í Kaíró gerði róð fyrir að yrðu friðlýstir. Skrifstofustarf Flugfélag íslands h.f., óskar að ráða mann nú þegar til starfa í skoðunardeild félagsins. Verzlunarskólapróf eða hliðstæð menntun æskileg. Áherzla lögð á góða íslenzku- og enskukunnáttu. Kunnátta í vélritun nauðsynleg. Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrifstofu’m félagsins, sé skilað til starfsmannahalds í síðasta lagi 15. október n. k. Sj/.i? MCE.LANDAMR Auglýsing um skoSun bifreiða og bifhjóla í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Aðalskoðun bifreiða og bifhjóla í lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur mun fara fram 1. október til og með 3. nóvember n. k., sem hér segir: Fimmtudaginn 1. október R-19201 til R-19350 Föstudaginn 2. — R-19351 - R-19500 Mánudaginn 5. — R-19501 - R-19650 Þriðjudaginn 6. — R-19651 - R-19850 Miðvikudaginn 7. — R-19851 - R-20050 Fimmtudaginn 8. — R-20051 - R-20250 Föstudaginn 9. — R-20251 - R-20450 Mánudaginn 12. — R-20451 - R-20650 Þriðjudaginn 13. — R-20651 - R-20800 Miðvikudaginn 14. — R-20801 - R-21050 Fimmtudaginn 15. — R-21051 - R-21250 Föstudaginn 16. — R-21251 - R-21450 Mánudaginn 19. — R-21451 - R-21600 Þriðjudaginn 20. — R-21601 - R-21800 Miðvikudaginn 21. — R-21801 - R-22000 Fimmtudaginn 22. — R-22001 - R-22200 Föstudaginn 23. — R-22201 - R-22400 Mánudaginn 26. — R-22401 - R-22600 Þriðjudaginn 27. — R-22601 - R-22800 Miðvikudaginn 28. — R-23001 - R-23200 Fimmtudaginn 29. — R-23201 - R-23400 Föstudaginn 30. — R-23401 - R-23600 Mánudaginn 2. nóvember R-23601 - R-23800 Þriðjudaginn 3. — R-23801 - R-24000 HAPPDBÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS 10. FLOKKUR 4 á 500.000 k; 4 - 100.000 — 2.000k000 kr. 400.000 — Á mánudag verður dregið í 10. llokki. — 4.800 vinningar að fjárhæð 704 - 5.000 — 3.800 - 2.000 — 3.520>.000 — 7.600.000 — 16.400.000 krónur. — Á morgun er síðasti heili endurnýjunardagurinn. Aukavinningar: 8 á 10.000 kr. 80.000 kr. Bappdrættí Háskóla Sslands 4.800 16.400.000 kr. 1 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 09,00 til 16,30, einnig í hádeginu, nema mánudaga til kl. 17,30 til 30. apríi, en til 16,30 frá 1. maí til 1. okt. Aðalskoðun verður ekki framkvæmd á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vátryggingariðgjald ökumanna fyr- ir árið 1970 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa viðtæki í bifreiðum sínum, skulu sýna kvittun fyrir greiðslu afnotagjalda til ríkisútvarpsins fyrir ár- ið 1970. Ennfremur ber að framvísa vottorði frá við- urkenndu viðgerðarverkstæði um að Ijós bifreiðar- innar hafi verið stillt. Athygli skal vakin á því, að skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum sam- kvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt, og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 6. október 1970. SIGURJÓN SIGURÐSSON.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.