Þjóðviljinn - 08.10.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.10.1970, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÖÐVIXjJINN — Fimantudagur 8. október 1970. Gísli Guðmundsson: Enginn veit hver næst verður hjálpar fjurfi Sjðureyri, 4. okt. t»ann 18. sept. var hér á ferð- inni erindreki frá Slysavama- félagi íslands, Hannes Haf- stein. Saniikvæmt athugun á fundabókum slysavamadeildar- innar Bjargar (deildin hér heit- ir Björg) hefur enginn aðal- fundur verið haldinn frá því árið 1958, og félagsgjöld ekki verið innheimt eftir árið 1960. Samkvæmt þessu má því með sanni segja, og er ekki offnælt, að slysavamamál hafi verið hér í ólagi siðastliðin tíu, og raunar tólf ár. Á þessum fundi Hannesar var kosin fimm manna stjóm. Þessi nýja stjóm mun svo a@ líkindum á næstunni velja sér 10-15 manna björgjnarsveit, sem fljótlega yrði svo hægt að grípa til, eða kalla saman, ef á þyrfti að halda. Slysavarnafélagsdeild endurvakin Erindi Hannesar var þvi hingað eingöngu að endurreisa þessa starfsemí og vekja áhuga almennings á hinu lífsnauðsyn- lega og blessunarríka starfi, sem Slysavamafélag íslands og deildir þess haf a veitt og vedta öllum bágstöddum sjómönn- um erlendum og innlendum og öðrum. sem hjálpar þurfa úr lífsháska. Á fyrri fundinum, sem háld- inn var á milli klukkan 17 og 19, sýndi Hannes hvemig björgunarsvedtir eiga að með- höndla tæki þau, sem notuð eru, þegar um björgun úr strönduðu skipi er að ræða. Mættir voru á þessum fundi um 20 manns, allt karlmenn. Raunar eiga allir yfirmenn á skipunum að þekkja þær að- ferðir og reglur allar, er þar að lúta, en það er ekki nóg. í sumum tilfellum, og það hefur komið fyrir og getur komið fyrir, að yfirmenn hins strand- aða skips séu aUir famix í sjóinn. t>á þurfa þeir skipverj- ar, sem eftir lifa um borð að kunna á hin lífsnauðeynlegu tæki, sem hjálparsveitir úr landi reyna að koma út á hið strandaða skip. Skipshöfn- in öll þarf því a® þekkja þessi tæki og vita hvemig þau eiga að notast, ef siys ber að hönd- um. Hannes Hafstein er mjög skýr og gireiniargóður maður og þekkir þessi björgunartæki og björgunarmál manna bezt, enda hefur hann lifað sig inn í til- gang þeinra Um kvöldið kl. 20,30 var al- mennur fundur haldinn í sam- koanusal félagsheimilisins. All- ir voru þá veiikomnir. Ekki hafði nógu vel verið boðað til fund- arins, og voru því nokkrir. sem ekki vissu um hann. Mættir voru þó á þessum fundi um 70 fúllorðnir og um 30 krakkar. Hannes skýrði tilgang Slysa- vamafélagsins á breiðum grundvelli og sýndar voru kvikmyndir málj því til skýr- ingar. Hann minntist meðal annars á hina heimsfrægu og giftusamlegu björgun við Látra- bjarg á sínum tíma. Einnig gat hann um, ásamt mörgu öðru fleiru, erlenda togarann, sem strandaði fyrir nokkrum árum við Suðurland. þegar skipstjór- inn á því skipi aðstoðaði við að koma allri skipshöfninni í björgunarstólinn, en síðast var stóllinn dreginn mannlaus í land. Skipstjórinn varð því einn eftir. Hann hiefur máski kosið að fara þannlg og þurfa því ekki að mæta frammi fyr- ir útgerðarmanni sinum eða dómstólum þessa heims og svara þar til saka. Stöldrum nú ögn við og láit- um hugann reika aftur í tím- ann. Hugsið ykkur sjómanns- lífið. Svona er það. Getur nokkur ykkar varizrt því að tárfella? Nei, ég held ekki. ís- Jenzkir sjómenn hafa oft orð- ið að horfa á eftir félögum sínum og samverkamönnum hverfa í hafið frá hlið sinni og sjá þá ekki meir. Sem sagt: faðir. sonur, bróðir, unnusti og eiginmaður hafa látið lífið í baráttunni fyrir að afla sjálf- um sér og sínum lífsviðurvær- is úr sjónum. Drengileg mannúðar- störf eru unnin Við Vestfirðingar munum vel eftir öllum þeim skdpstöpum og mannsköðum, sem orðið hafa frá Vestfjörðum á sið- usitu fjórum árum, þótt ekki sé farið lengra aftur í tímann. Við, gamlir sjómenn, sem hætt- ir erum á sjónum, og höfum máski einhverirar sorgar að minnast frá þeim tímum, ætt- um nú að fylgjast með sjó- mömnum yfirleitt ef kostur er. Við virðum þá viðleitni og miklu aðstoð, sem Slysavama- fólag íslands veitir hverju sinni, þá er skip strandiar, eða skips er saknað. Ennfremur ber líka að þakka öllum þeim skipafjölda og öðrum, sem taka þáitt í leit að hinum týndu skipum og skipshöfnum. Við ættum líka að geta sett okkur í spor þeirra. sem í landi bíða eftiir ástvinum sínum af haf- inu, því að þar er saknað, beðið, vonaö' og tárfellt. Það er hlustað eftir öllu því, sem kann að heyrast frá talstöðv- um leitairskipanna og leitar- flokka á landi og í lofti, því ávallt er von á meðan leitán stendur yfir. Stundum breytast svo tregatár í gleðitár, því að beyrzt hefutr, að skipverjar hafi fundizt heilir á húfi í björgunarbát. Guði er þakkað af innstu hjartans rótum eins og vera ber. En því miður: Oft- ar breytast tregatárin í sorg- airtár, því leitin ber engan áranguir — ekki fannst neitt og leitinni er hætt. En að sjálf- sögðu ber að þakka Slysavana- félaigi fslands og öllum þeim sjómönnum, sem taka þátt í leitinni — ennlremur leitar- mönnum í landi, flugvélum og öHumn öðrum, sem að einhverju leyti Ijá þessum málum lið. Þvi fyrst og fremst tekur eng- inn neitt fyrir vinnu sína og fyrirhöfn og allir kostnaðarlið- ir í flestöllum tilfellum eru gefnir. Drengileg mannúðar- störf eru unnin. Og enginn veit, hver næst verður hjálparþurfi úr lífsháska. En eitt er þó víst: og það hljótum við sjómenn yfirleitt að viðurkenna, að þegar „stormur geisa-r stríður, þá stendur hjá oss friðareng- ill blíður“, Og við hljótum að hafa komizt að raun um þa8, að guðs vegir eru órannsa^an- legir, það er mín sannfæring. fslendingar hafa oft misst mikið af sjómönnum sínum í hafið við skyldustörf sín. Slysavarnafélag íslands og deildir þess vinna áfram ötul- lega að hjálparstarfsemi og hafa því bjargað fjölda, fjölda mannslíf-a nú á síðustu árum. Hvemig er svo bezt hæigt að þakka Slysavamafélaiginu störf þess og þjónustu? Það er bezt með þvi að gerast félag- ar í þeim félagsskap. Með því fé, sem þannig safnasit, mun það enn auka sitarfsemi sína vítt og breitit um byggðir landsins til sjávar og sveita. Stórmerkilegí velferðarmál Ég hef nú máski verið nokk- uð langorður í hugleiðin-gum mínum um þessd mál, en þó efast óg um, að svo sé. Ég tel þar hvergi of mælt. Og svo að lokum í þeim hugleiðingum vil óg minnast á tilkynningaskyldu íslenzkra skipa Ég efiast ekki um að þar hafi Slysavamafélag ísiands unnið að og komið í framtovæmd stórmerkilegu velferðarmáli, sem öllum sjómönnum beri að hlýða samkvæmt þeim reglum, sem nú eiru og gertiair kunna að verða á hverjum tíma, til velferðar bæði sjómönnum á höfum úti og eins þeim sem í landi búa. Ég tel nauðsyn- legt, að öllum skipum ekki sízt þeirn, siem ekki koma að landí da-glega, og þeim skip- um, sem fiska við önnur lönd, verði gert að skyldu að til- kynna stað sinn tvisvar á sól- arhring með sem næst jöfnu millibili, eða með öðrum orð- um: á tólf klukkustunda fresti. Það mætti líka miða tilkynn- mgaskylduna við ákveðna vegalengd frá ströndum ís- lands. T,d. þegar skip væri Frá Suðureyri. „Við virðum þá viðleitnj og miklu aðstoð, sem Slysavarnafélag Islands veitir hverju sinni, þá er skip strandar, eða skips er saknað“. komið eða sitatt eihhverja vissa vegalenigd frá l-andi, þá bært því undantekmngarlaust skyldia til að tilkynna sig tvisvar á sólarhring. Þaö er stundum sa-gt að íslenzkir sjómenn sóu nokk- uð kærulausir um sín velferð- airmiál. Og það er ekki örgrannt um, a’ð svo sé, því miður. En allir sjómenn eiga þó á landi aðstandendur og skyldm-enni margs konar, sem alls ekki stendur á sama, hvemig vind- u-rinn blæs. Þau viljia fá að vita sem oftast, hva.r skipin þeirra eru og hvemiig þeim líð- ur, ekki sízt éf vont er veður og hætta virðist vera á ferð- um. Það er því mannúðarleg og siðferðiieg skylda allra ís- lenzkra sjómanna að vanrækja ekki tilkynnin,garskylduna. Þau skip og bátar, sem hafa talstöðvar og koma að landi diaglega, eiga samkvæmt lög- um a<ð láta næstu strandstöð vita þegar þau fiara á sjódnn, og ennfremur einu sinni á meöan þau eru á sjó, og svo, þegar komið er að landi úr veiðiferð eða annairri' ferð. (Sumir tilkynna sig aldrei allt úthaldstímabilið). Á bessu verður oft gleymska. Skip til- kynna aðeins brottför sín,a og svo ekki meir. Þetta getur og hefiur oft valdið mjög mikilli Fréttapistill trá Suðureyri við Súgandafjörð fyrirhcifn, efrtirgiriennslain og uppköllum hjá strandstöðvum og fleirum, og það getur haft í far með sór feykimikinn kostnað og fyrirhöfn, ef leit yrði svo hafin að hinu þeigj- andi skipi. Það bax nokkuð mikið á þessu fyrst. En nú í seinni tíð er þetta heldur að lagast. Ég get borið þessrj máli vitni, því við hér á Súganda- firðj höfum talstöð á leiigu firá Landsímanum. Og að auki hef ég „tryllitæki“, sem svo er kallað, sem hlusta má á á fimm bylgjum. Öll þessi tæki eru á mínum vegum, og þar af leiðandi fer lítið fram hjá mér, svo framarleiga sem ég hlusta, er ég geri yfirleitt, ef vond eru veður. Auðvitað heyri ég langar leiðir, ef hlust- unarskilyrði eru góð. og heyri þá yfirleitt í öHnm bátum kringum ísland. Leiga sú af talstöðinni, er við borgum Landsímanum, er óheyrilega mikil — að okkur finnst — eða kr. 3.600,00 á mánuði — þ.e. 43.200,00 krón- ur á ári, auk tryggingargjalda o.fl. Ég geri nú ráð fyrir, að aðra-r verstöðvar, sem ledgja slíkar srtöðvar, borgi líka hið sama. Og svo eru þa’ð smábát- amir. Þeir leiigj-a margiir tal- stöðvar. Eigendur þessara báta eru margir mjöig argir yfir því, hvað þeir þurfa að borga mikla leigu, af því litiu bátun- um er aðeins haldið úti bálfit árið eða rúmleiga það. Þeir ættu því réttilega að fiá end- urgreitt fyrir þann tíma, sem stöðin er ekk; notuð. Þetta hvorttveggja finnst mér, að hið háa Alþingi ætti að taka til ait- huigumar. Það væri raunar sanngjarn krafa að stuðlað vaari að því, að kostnaðarliðir þessir yrðu lagfæröir verulega og færðir í viðunanlegt horf. Þá myndu miáski fleiri smábát- ar og fleiri verstöðvar ledgja sér talstöð og um leið stuðla að meira öryggi og þjónustu við þá menn, sem fær.a þjóð sinni brauð. .Veðurfregnir og veðurspár Og hér koma svo veður- fregnir. Veðurstofan vinnur á- reiðanlega og óneitanlega gott og þýðingarmikið starf fyrir sjómannastéttina. Lægðir all- 'ar, eða flestallar koma að sunnan eða suðvestan úr hafi eða höfium. Þær stefna venju- lega á ísland eða nálæigt því. Veðurskiip, sem staðsett eru nokkuð langt í buirtu frá okk- ur senda iðulega veðurfréttir og loftvogarstöðu í allar átt- ir á ýmsum tímum. Veðurs'tof- an vinnur svo úr þessum gögn- um og spáir veðri samkvæmt því. Yfirleitt munu veðurspár fyrir Suðaustur-, Suður- og Suðvesturland — jafnvel norð- uir að Snæfellsnesi — vera mjög áreiðanlegar. og á þær mun vera hægt að treysta. En því miður getum við Vestfirð- ingar og sennilega Norðlend- ingar líka ekki baft þá sö'gu að segja. Hvers vegna ekki? Vegnia þess, að nyirzta veðurathuigana- skip mun vera, ef ég man rétt, nálægt 62. breiddarbaug norð- lægrar breiddar, eða sem næst 80 sjómílum sunnar en ísland. Frá þeim, eða á öllu bafinu milli Grænlands, Vestfjarða og Nor'ðurlands, alla ledð til Jian Mayen er ekkert veðurathuig- anaskip. Það eru að vísu veður- athuganastöðvar á Grænlandi. En það er eikki nægilegt fyrir okkur Vestfixðinga. Oft hafia myndazt lægðdr hér út af Vesit- fjörðum mdlli Grænlands og fs- lands, sem Veðurstófan hefur ekki hafit huigmynd um fyrr en um seinan. Skip hafa því oft verið búin að leggja lóðir sánar í góðrj spá Veðurstofunnar, en svo bafa slcyndilega skollið á íárviöri, sem valdið hafia lóða- tapi. erfiðieikum — og það hefur komið fyirir: mannskaða. Hvemiig er svo hægt að fyir- irbyggjia þetta að mikiu.eða öllu leyti? Það er hægt með því, að ístenzka ríkið staðsetjj hér í hiaust og vetiur og figarnvegis; norðántil ú^ af Vestxjörðum®’ veðurathuganaskip meö fyrsta flokks þjónustu um borð. Stað- uir þessi þyrfti að takmarkast við 25 — 50 sjómilur frá landi. Ef ekki okfcar eigið skip, þá að komiast i samvinnu við Breta, sem að líkindum hafia hér eft- irlitsskip í haust og vetur eins og áður. Við þurfum þó að hafa þar um borð íslenzkan veðurfræðing, sem væri starfi sínu vaxinn, og léti hann vest- firzka og norðlenzka sjómenn vita str.ax, þegar veðurbreyt- inga yrði vart og vond veður væru í aðsigi. eins og brezka sikdpið Orsino gerði sín- um sjómönnum, oft og tíðum með mjöig stuttu millibili. Með þessu tel ég að tilgan-ginum væri náð. Það væri svo skip- stjórunum sjálfum í sjálfsvald sett, hvort þeir vildu offra fj ármunum sín-um eða útgerðar sinnar og máski lífj og limum srj'áiLfira sín og sinna manna og þrjózkast þannig gegn aðvör- unum veöursikipsins. Það yrði svo önmur saga, sem Veður- stotfan eða íslenzka ríkið ættu enga sök á. Ég viðurkenni fús- lega, að íslenzkir sjómenn sækja iðulega nokkuð djiairft, en kapp hefur verið og er enn bezt með forsjá og aðgæzlu. Miklar breytingar hiafla orð- ið á íslenzkum fiskiskipastól nú síðustu ár. LandróÖrabátar eru nú komnir upp í 250-350 brúfitósmálestir að stærð. Þetta er stór breyting frá því, er ég var við sjóróðra. Skdp þessi eiru nú með öjl nýtízku sd.gl- ingatæki, t.d. radar, dýptar- mæli, miðunarstöð og sjálfstýr- ingu svo að eitthvað sé netfnt. Hvertfirúður, sem svo eru kali- aðar, eru í brúairgluggum skip- anna. Út um þæir er svo horft á stími, þvi að þaer eru oft- ast breinar, þótt ísing sé og snjókoma. Aðrir gfaggar eiru Framihald á 9. síðu. Aðgæzla er engin skömm I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.