Þjóðviljinn - 17.10.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.10.1970, Blaðsíða 2
2 SlöA — ÞJÓÐVILJENIN — laugardagUir 17. október 1970. iþróttir ReykjanesmótiB í handknattleik 70 Reykjanesmótið í handknatt- leik stendur nú yfir. Sex leikj- um er lokið í meistarafkikki karla, en nú verður einnig leikdð í II. flokki karla. Er aetlunin að auka þannig við mótið smátt og smétt eftir því sem tími og húsrými leyfir. Má þvi búast við því að í fram- tíðinni verði leikið heima og heiman og í öllum flokkum í Reykjanesmótínu í handknatt- leik. Úrslit einstakra leikja fram að þessu eru sem hér segir: Grótta— FH 17:25 IBK — Haukar 16:37 Grótta — BreiðaMik 14:15 FH — IBK 29: 9 Breiðablik — IBK 14:25 Grótta — Ilaukar 21:22 Má búast við því að baratt- an um fyrsta ssetið í meistara- fllokknum standi milli hinna gömlu keppinauta úr Hafnar- firði, Hauka sem eru núver- andi Reykjanesmeistarar og hinna margreyndu kappa úr FH, en þeir hyggjast nú saskja gull í greipar nágranna sinna í Firðinum. Sex lið taka þátt í keppninni í II. fl. að þessu sinni, en það eru: Stjarnan úr Garðahreppi, Breiðablik úr Kópavogi, Grótta af Seltjarn- arnesi, Kefivíkingar og Hauk- ar og FH úr Hafnarfirði. Keppninni verður framhaldið á morgun, sunnudaginn 18. þ.m. og hefst kl. 18,00. Verða þá leiknir sex leikir í II fl., Stjarnan — Breiðablik, Grótta — lBK, FH — Haukar, Stjarn- an — Grotta, Breiðablik — FH og ÍBK — Haukar. >á fer og fram einn leikur í mfl. milli FH og Breiðabliks. Laugardag- inn 24. október hefst keppnin ki. 16,20 og verða þá leiknir þessir leikir í II. fl.: Stjarnan — FH, Breiðablik — IBK, Grótta — Haukar, Stjarnan — ÍBK, Bredðablik — Haukar, Grótta — FH. I mfl. leika Breiðablik og Haukar. Framhala á 9 síðu. FRÁ DEC.I ¦HB -4 Rödd húsbóndans 1 umræðunuim á þingi í fyrradag um hásætisræðu Jó- hanns Haífsteins tok Hannibal Valdiimarsison formaður frjáls- lyndra og vinstrimanna im.a. tiil méls. 1 ræðunni las hann upp ályktun sem miðstjórn Al- þýðusambands íslands hafði gert uon leyniviðræður sa'nar við ríkisstjórnina, en biöðum hafði fram að þe:m tíma ver- ið neitað um að birta áiyktun- ina. I svarræðu siimi minnti Jóhann Hafstein Hannibal á að hann mætti ekki blamda þannig saiman tveimur hiut- verkum sínum á hinu pöKt- ísfca leifcsiviöi, forsetastörfum í Alþýðusaimibandinu og for- mennsfcu í hinum frjálsflynda flofcki. Hannibal varð nokfcuð litverpur og vandræðalegur við þessar snuprur. Hann hef- ur vatfalaust minnzt þess að Jóhann gat fiiutt umvandamr slnar af nokíkru húsbónda/vaidi — Hannibal er forseti Al- þýðusambandsins í umboð: Sjáltfstæðísftokfcsins og Al- þýðuifllokksins. Að halda fund Eftir kosninigahraikfarirnar i vor skipaði mdðstjórn Alþýðu- fldkksins níu manna nefnd til þess að fjaJla um stöðu flokiksins og áframhaJdandi stjórnarsamivinnu. Nefndin átti að skila áliti fyrir 15da ágúst, en élitið birtist efcki fyrr en í fyrradag — tveimur mánuðum síðar. Voru það raunar siíðustu forvöð þar sem flokksþing Alþýðuflokfcs- ins hófst í gær. Aðaftillaga nefndarinnar er sú gagnimerka hugnrtynd „að þingflokki Al- þýðuifilokksins verði faJið að hafa fruímkvæði að saime^in- legum fundi iþinglfllrikka Al- þýðutflokksins, Samtaka frjéls- lyndra og vinstriimainna og Alþýðubandaiagsins til þess að ræða stöðu vinstrihreyfing- ar á ísilandd". Ekki er þess getið í áJykt- uninní hvort þingfflokkur Sjálfstæðasfflokksins á ednnig að vera á fundinum eða hvort ætlunin er að sfcjóta honum inn á milli hinna samedigin- legu funda stjórnarflokkanna. Not- ið tækifærið! Alþýðubandalagið hefurlagt fram fruimivarp um verðstöðv- un og eiga ákvæðin að gilda frá þeim degi þegar frumivairp- ið var birt. Jóhann Hafstein hefur hins vegar með loðn- um oröuim boðað að ríkis- stjórnin hyggi á verðstöðvun síðar, til að mynda í nóvem- ber. Þessi tilkynning Jóhanns um væntarilega verðsifcöðvun er atfar athyglisverð. Hún er vís- bending til allra þeirra sem vilia hækka verð á vörum og biónustu um að nú verði þeir að fflýta sér. Er ekki aö efa að fésýslumenn kunna vel að meta þessa aðvörun forsætis- ráðherra síns og hækfca nú alHt hvað af tekur það sem beir hafa á boðstólum. Slíkar aðvaranir um vænt- anlegar efnahaigsráðstaíanir bættu stórhneyksli í öilum ná- grannalðndum okkar og ráð- herra sem leyföi sér snfkt yrði ekki vært. En betta er ekkert einsdæmi á fslandi. Þanníg var gengislæk'kunin 1968 boð- uð með margra mónaða fyrir- vara og ríkisst.iiómin Jét bað afskiptalaust bótt fiárplðgs- menn haignýttu þá vitneskju sér til hins mesta ábata á kostnað almennings. — Austri. Bikarkeppni KSÍ: Sígur á seinni hluta keppninnar Ármann - Breiðablik í dag en Fram - Hörður og ÍBK - Valur á morgun I dag og á morgun heldur bikarkeppni KSl áfram. Einn Ieikur fer fram í dag og þá mætast Armann og Breiðablik á Melavellinum, en á morgun leika svo Valur og ÍBK í Keflavík og Hörðiur frá Isa- firði og Fram á Meilavellínum. Leikur Ármanns og Breiða- bliks verður án efa skemmti- legur. Þessi Uð léku um síð- ustu helgi og fengust ekki úr- slit þrátt fyrir vítaspyrnu- keppni, því að eftir venjulegan leiktíma var jafnt, 2:2, ogeins eftir framlengingu, og í víta- spyrnukeppninni varð einnig jafnt, 4:4. Á morgun leikur svo Fram gegn ísafjarðarliöinu Herði, en það lið vann Vestfjarðasvæð- iskeppnina í bifcarnum og fór þar með í aðalkeppnina. Eftir öllum sólarmjerkjum að dæma ætti þessi leikur að verða Fram-liðinu auðveidur, mun- urinn á 1. og 2. deildarliðunum er það mikill. Aðalleikur helgarinnar verð- ur aftur á móti í Keflavik á morgun, þegar mætast lið Vals og IBK í bikarnum. Bikar- keppnin er síðasta von Kefl- víkinga til að ná í sigurverð- laun á keppnistimabilinu og ör- uggt má telja að þeir verði erfiðir heim að sækja Aftur á móti virðist Vals-liðið vera í ham, enda hefur liðinu gengið óvenju vel síðari hluta sum- arsins, og um síðustu helgisetti liðið markamet, er það sigr- aði Þrótt frá Neskaupstað 15:0. Ég spái jöfnum og skemmtileg- um leik í Keflavík á morgun og ekki er ótrúlegt að það liðið sem sdgrar á morgun, leiki til úrslita í bikarkeppninni. — S.dór. ílilííllSÍ!llili!ii!iil!íipiiíillí!iiíílílli!íiniliiiilSílíS!íilílií;i!iijii!i!ljli!Jili!ililSlliíi!l!!iii l'slcnzka landsliðið í knattspyrnu. sem lék gegn Frökkum í sum- ar, og sennilcga verða ekki miklar breytingar á því fyrir leik- ina við Frakka í undankeppni Olympiuleikjanna á næsta ári. Undankeppni ÓL í knattspyrnu: íslendingar leika gegn Frökkum Eins og áður hcfur verið sagt frá, tekur íslenzka lands- liðið í knattspyrnu þátt í undankeppni Olympíuleikanna, sem lokið á að vera fyrir júní- lok næsta ár. Dregið hefurver- ið í riðla fyrri lotu undan-í> keppninnar og leikur íslenzka liðið gegn því franska, Verra gat það verið másegja um andstæðinginn. Við lékum við Frakka landsleik í knatt- spyrnu fyrir rúmu ári, úti í Frakklandi, og unnu Frakkar þá 3:2 og síðan, eins og menn muna 1:0 í leik hér heima á Laugardalsvellinum s.l. suimar. Þar sem einungis áhugamanna- lið eigast við í undankeppni Olympíuieikanna, er alls ekki vonlaust að íslenzka liðiðsigri það franska og komist i aðra umferð. I fyrstu lotu eru riðl- arnir í Evrópu 11 og hver með tveimur löndum. Tvö lönd komast beint í aðra umferð, en það eru síðustu Olympíu- meistarar, Ungverjar, og gest- gjafar nasstu Olympíuleika, V- Þjóðverjar. I annarri umferð undankeppninnar mætast sig- urvegarar úr 1. og 2. riðli, 3ja og 4ða o.s.frv. Þannig að ef islenzka liðið sigrar það franska og kemst áfram mætir það sigurvegara úr riðiinum Sovétríkin — Holland. Framhald á 9. síðu. WMÉ HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR SUÐURUNDS BRAUT 10 * SÍMI 83570 iTEPPAHUSIDll * BÍIMílsi; 'ifniiiiiiHlínitfitttOíifiii iiiiiiiii! IfÍllfiililiiiliiftK Eigum fyrirliggjandi ódýrar Pípur — Spónaplötur — Báraðar asbestplötur. Ennfremur: Steypustyrktarjárn og -stál — Þakjárn — Þakpappa — Saum o.fl. VERZLANASAMBANDIÐ H.F., Skipholti 37. Sími 38560. % Sólun HJÖLBARÐAVIÐGERÐIR ^ni'ómunstur veitir góða spyrnu í snjó og hálku. önnumst allar viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. Snjóneglum hjólbarða. GÓÐ WÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7.-Sími 30501.- Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.