Þjóðviljinn - 17.10.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.10.1970, Blaðsíða 3
I Laugardagur 17« október 1970 — í>JÓÐVILJTNN — SÍÐA J SJÓNVARPSRÝNI: AÐ LESA HÚS „Uppsalir", á horni Túngötu — eitt af húsunum viú Aðal- stræti sem nú eru horfin. Gapandi kjallararústirnar hafa þó blasað við vegfarendum nokkur undanfarin misseri og munu gera enn um skeið meðan beðið er fornleifarannsókna í húsgrunninum. Á föstudaginn virtist vera að helfja göngu sína þáttur sem nefnist tTr borg og byggb og sýnist raunar framhald af þáttum þeim, sem starfsmenn sjónvarpsins hafa undan- farið myndazt við að taka utan Reykjavikur. Þessi þátt- ur fjallaði um Aðalstræti og hefði átt að vera tilhlökkun- arefni öllum þeim, sem ekki hafa átt þess kost að ganga í rólegheitum um gömlu Reykjavík með kunnugum manni. Hugmyndin var sum- sé góð nokk. Hér eru margir og merkir sögustaðir ekki síður en úti á landi og eðli- legt að menn vilji kunna skil á þeim. Drjúgur hluti íhúa höfuðborgarinnar er ekki inn- fæddur og þvi síður kominn af innfæddu foreldri, ognæsta óvíst er, að allir grónirReyk- víkingar kunni að lesa hús. Það kunnu sjónvarpsmenn ekki heldur, a.m.k ekki upp- hátt svt> að kæmist til skila. Til hvers er verið að gera svona mynd? Tilgangurinn virtist auðsæilega vera sá, að áhorfendur vissu fremur eft- ir en áður, hvað einkum hefði gerzt f hverju húsi. Textinn var líka greinagóð- ur frá hendi Árna Öla, að því manni skildist. En síðan kemur þetta óttalega vanda- mál, sem virðist hrjá okkar sjónvarpsmenn eigi lítið, en það er að láta texta ogmynd falla í ljúfa löð. Sem sveita- manni var mér ógerlegt að fylgjast með nema öðru hverju og þá aðeins vegna þess, að af sérstökum ástæðum hef ég nokkra nasasjón af sögu Að- alstrætis. Textinn bunaði allt- of hr-att úr þulnum eða þá að myndin gekk of hratt svo að orðin um lóskurðarstofuna gátu átt það til að lenda á húsi Silla og Valda. Myndir til sögufræðslu ættu ekki að ganga með þessum nútíma- hraða; líði þar tíminn í öld- um. Það þarf að virða húsið vel fyrir sér, og við gamlar myndir og teikningar hefði þurft að setja ártöl, svo menn vissu nokkurn veginn frá hvaða tíma þær eru. Og betra hefði verið að sýna mörg hús í einu og nefna hvert þeirra með nafni, áður en tekið var til við hvert einstakt, til að afstaðan yrði Ijós. Til þess hefði mátt spara nokkra metra, sem fóru í nærmyndir af skrafandi köllum og stelpu- gopum, sem óljóst var hvaða erindi áttu í mynd sem þessa. Nú veit ég ekkert, hvernig svona myndir eru unnar, en maður hefur á til- finningunni, að fyrst sé mynd- in tekin og klippt, síðan feng- inn texti utan úr bæ og reynt með góðu eða illu að troða honum við. Það sé semsé ekkert kvikmyndarhandrit sem það nafn sé gefandi Þá var betur staðið aðann- arri sögufræðslu daginn eftir, þar sem var annar þáttuirinn sænski um myndina og mannkynið og fjallaði um fyrstu ljósmyndarana. Þetta var að vísu á köflum nokkuð tæknilegt, en samt var það svo, að leikmaður fylgdist betur með því en sögu Aðal- strætis. Svo kom þingið og þjóðar- skútan í annað sinn og þá tekur maður meira eftir ýmsu öðru en í fyrsta sinn. Mikið skelfing eru þessir flokksfor- ystumenn eitthvað sviplitlir eða öllu heldur sviplíkir. Sami ábyrgðarþrotinn í kinnunum, sami seimurinn í röddinni, sömu hógværðarlegu smá- brosin, sem minna mest á skyldubros sjónvarpsþular eða flugfreyju og ná ekki til augnanna. Mikið brauðmót hlýtur Alþingi að vera. Mað- ur skilur, hversvegna Sverr- ir Kristjánsson var á sínum tíma svo logandi hræddur við að lenda inná Alþingi. En er það svöna, sem við kjósendur viljum hafa okkar forystu- menn? Spyr sá sem óttast já- kvætt svar. Svipað er að segja um stefnuyfirlýsingar þeirra. Þær eru allar svo almennt orðaðar, að hver gæti átaka- lítið étið upp eftir öðrum. Það er rétt svo að Lúðvík Jós- epsson sker sig úr með því að vera á móti hersetunni og Nató. Og reyndar má segja, að Björn Jónsson sé öði-um ólíkur í framkomu, þar sem inniíyrir virðist búa eitthvað sem minnir á myrkan ofsa píslai*vottsins. Það var því ekki von á möt-gu nýstáffegu. þótt Jó- hann Hafstein forsætisráð- herra sæti fyrir svörum á þriðjudaginn og spuminga- tíminn væri lengdur, sem reyndar er of sjaldan gert, þegar ástæða væri til. Það var miklu meir spennandi að hörfa á danska framhaldiðum ostrurnar á undan. Hinsvégar kom Gunnar Thoroddsen fram í fréttum á miðvikudaginn, og enda þótt ekki væri beint rætt um stjórnmál í daglegri merk- ingu orðsins og enda þótt hann væri jafnsléttmáll og forðum daga, þá leyndi sér ekki állískýggiiléfur þurigf:'í mæli hans og uppliti, sem gaf til kynna, að þrátt fyrir allt væri enn nokkur töggur frændanna eftir í Gunnari, eitthvað í líkingu við forföð- urinn, sem óð yfir Hvítá ofan við Gnllifoss — af einni sam- an ást. Á. Bj. Yfír 50% kjarabætur Glerbrotið — barnabók eftir ár OlafJóhann er nýkomin út Framhald af 1. siðu. veitendasambandsins. Sam- bvkkti þessi fundur samn- inss.gerðina fyrir hönd vinnu- veitenda. □ Síðan 1. júní í sumar hafur kaup stýrimanna. vél- stjóra, loftskevtamanna og brvta hækkað um 50 til 53%. Erfitt var í gær að fá stað- festingu begigja deiluaðila á þvi um hvað hefði samizt og vísaði hvor til annars um upplýsingar þar að lútandi. Það varð þó brátt á margra vitorði, að yfirmenn hefðu samið uim 15% kauphækk- un og 5 til 8% hækkun í ýmis konar fríðindum. Gerðardóimur úrsfcurðaði vfir- mönnum 20% kauphækkun í sumar og almennar vísitölubæt- ur síðan 1- júní nema um 10% hækkun eins og hjá. öðrum stsirfshópum. Hefur þannig kaup yfirmanna hækkað um 50 til 53nVi síðan 1. júní s.l. Ekki eruskip- stjórar í þessum hópi. Sömdu þeir sérstaklega í sumar í tráss'. við fé’aga sína á skipunum. Við lok saiminingsgerðair í fyrra- kvöld var fáillizt á að mismiuna í engu við endurráðningu á yfir- mönnum. ef þeir vildu ráða sig ó' kaupskipi^ aiftur. Dæmi munu vera um, að yfirmenn róði sdg ekki aftur núna að þessu sinni. Þjóðviljinn hafði samband við Baldur Björnsson hjá Eiimskip í gær og kannaðist hann vel við þessar hækkanir. Hann kvað 1. stýrimann hafa haift í káupfyr- ir 1. júní kr. 757,00 á dag, en 1. september kr. 876,40. Eiftir þessa saimininga hefur 1. stýr:.maður 30 þúsund kr. á mánuði. (Útredkn- ingur kaupsins í dag er Þjóð- viljans). 2. stýrimaður hafði þ. 1 júní kr. 621,43 á dag og 1. september kr. 777,40. 3. stýrimað- ur kr. 590,53 1. júní og kr. 738,80 eftir 1. sept. Á almennum kaupskipum hafði yfirvélstjóri kr. 885,51 þann 1. júní, en kr. 1149,60 þann 1- sept. (Á frystiskipum hafa vélstjórar 10% hærra kaup). 2. vélstjóri hafði 1. júní kr. 702,97 ó dag.en kr. 898,60 þ. 1. sept. sJl. Efreikn- að er með 15% hækkún nemur mónaðarkaup 2. vélstjóra rétt að- eins yfir 30 þús. kr. á mónuði í fastakaupi. 3. vélstjóri haifði 1. júní kr. 639,73, en 1. sept. kr. 796,00 ó dag og 4. vélstjóri kr. 607,73 1. júní, en kr. 756,80 1. sept. Þá höfðu svonefndir aðstoðarvélstj. kr. 552.93 1. júní, en kr. 688,80 þ. 1. sept. Loftskeytamenn á a.lmennum kauDskipuim höfðu kr. 694,17 1. iúní. en kr. 861,50 á daig 1. sept. s.l rg brytar kr. 626,97 á dag 1. júní og kr. 785,70 á dag 1. sept. Er það lægsti kaupifikxkkur. Nýlega hlaut Ólafur Jóhann Sigurösson vi ð u r ke n n i n gar I au n --------^_____________ Flugvélaræn- ingjar ákærðir Sovézku feðgairnir, sem rændu Aeroflotflugvélinni skömmu efit- ir fluigtak í Batumi í fyrradaig og neyddu flugmennina til að fljúga henni til Tyrklands, munu verða ákæirðir þar í landi fyrir morð m.a., en flugþerna í vél- inni beið bana er til átafca kom milli ræningjanna og áhafnar. O. Iwanicki, 29 ára gamall Pólverji, sem rændi pólsfcri flugvél í innanlandsflugi 5. júní í sumar og neyddi flu.gmennina til að fljúga vélinni til Dan- merkur, heíur verið dæmdnr í 6 ára fangelsi í héraðsréttinum Skákin Framhald af 12. síðu. umferð sé eftir, hefur hlotið-5% vinning í 6 skákum og unniðsér meistarafilokksrét ti nd i. 1 II. fl!. er Sigurður Tómassion efstur með 5 vinnin-ga eftir 6 umferðir. 1 I. flofcki eru 12 keppendur og 18 í II. flokki, og verður síðasta umferð í þessum flokki tetfld á mánudag. úr Ritliöfundasjóði íslands og fáum dögum síðar, í gær, kom út bók eftir höfundinn, barna- bókin Glerbrotið. Sagan Glerbrotið birtist upp- haflega í bamablaðinu Æskunni fyrir allmörgum árum. Sagan vakti stnax athygli þar fyrtr feg- urð og látleysi, eins og útgef- andinn Örlygur Hálfdánarson orðaði það í viðtali í gær. Bók- in er gefin út hjá forlaginu „Bókaútgáfan Örn og Örlyguir“ — hún er 47 síður með mörg- um teikninguim eftir Gísla Sig- Uirðsson. Bókin er sett með góðu letri fyrir lestur bairna, og börn- um holl lesning, sagði Örlygur að síðustu. Kvenfékg stofnað í Breiðholti A miðvikudagstovöldið verður gengið frá stofnun kvenfélags í Breiðholti. Nefnd sem k.iörin var á undirbúningsfundi i vor skil- ar þar af sér. félagslög verða samiþykkt og stjórn kosin. Þó mun Elín Torfadóttir fóstra rabba um börn og un- Hismál. Fundurinn hefst kl. 9 í Breið- holtsskóla. Herlög sett íKanada —starfFKQ bannai OTTAWA 16/10 — Bönnuð hefur verið í Kanada starf- semi frelsisfylkingar Quebecfylkis FLQ og ýmsir leið- togar hennar handteknir. Herlög eru í gildi í landinu og er það í fyrsta sinn sem slíkar ráðstafanir eru gerðar á friðartívnum. Stjórn Tradeaus tók ákvörð- un um að lýsa yfir neýðará- standi í landinu er fulltr. Frels- ishreyfingarinnar hafði bafnað boði fylkisstjómarinnar um að fá fimm fanga í skiptum fyrir gíslana James Crosis og Pierre Laporte. Hreyfingin fó-r fram á að fá 23 fanga látna laus>a. Strax eftir að neyðarástandið gekk í gildi hófusfi handtökur í landinu og snemma í dag hafði lögreglan handtekið á 3. hundrað manns. þar á me’ðal helztu for\úgismenn Frelsis- hreyfingarinnar. Lögreglustjóri Quebec-fylkis fékk mikinn liðs- auka til ráðstöfunar, eða um 13.000 her- og lögreglumenn. Víðtækar húsrannsóknir vom gerða-r í dag og kvaðst lögregl- an hafa komizt yfir mikið magn af ólöglegum vopnum og enn- fremur áróðursbæklingum frönskumælandi manna. Neyð- arástandið gildir um allt land- ið og getur staðið í 90 daga. Jafngildir það afnámi almennra borgararéttinda og veitir yfir- völdum heimild tíl að gera hverjar þær ráðstafanir. sem þau telja nauðsynlegar öryggi landsins. Álcvörðunin um að bann-a starfsemi Frelsishreyfingarinnar var tekin síðdegis í dag, og því var lýst yfir, að félagar í henni gætu átt á hættu að verða dæmdir i 5 ára fangelsi. Meðal þeirra, sem handtekin voru, var Robert Lemieux lögfræðingirr hreyfingaTÍnnar og verklýðsleið- toginn Michel Chartrand. Pierre Trudeau forsætisráð- herra Kanada sagði í ræðu í kanadiska þinginu í dag, að nú yrði að ganga hreint og fljótt til verks, því að ástandið versnaði með hverri klukkustund. Hann sa-gði að ríkisstjórnin gerðj sér grein fyrir þvi að það vald, sem hún hefði tekið sér í hendur væri meira en nauðsyn krefði, enda hefði hún ekki í hyggju að færa sér það i nyt nema að litlu leyti. Lofaði hann því, að neyðarástandinu yrðj aflé-tt jafn- skjótt sem auðið yrði. Kvaðsfi hann einkum hafa velferð gísl- anna í huga, en bætti því við, að á síðustu árum hefðu vax- ið upp í Kanada samfiök. sem gera vildu byltingu með valdi. — Þetta fólk ber því við að það vilji breyta þjóðfélaginu. — sagðj hann. en í raun rétfiri reynir það að eyðileggja þ.ióð- félagi’ð með ofbeldi og undir- róðu rss ta rf sem i. Stjórn Itaííu beitir herliði tii að koma á friði í Reggio REGGIO 16 10 — Ríkisstjórn ít- alíu scndi i gær 1500 mannahcr- lið tií bæjarins Reggio í Calabr- iúhcfaði jnir scm vérkföll og ó- eirðir hafa gcisað undanfarna 10 daga. Bærinn hefur verið einangrað- ur frá umiheiminum að undan- förnu, því að miklum vegatálm- unum hefúr verið kcimið upp í úthverfum hans og öll vinnahef- ur legið niðri á flugvellinum svo sem annarsstaðar í bænum. Her- liöið hófst þega-r handa um að brjóta niður víggirðingar o-g vegatálmanir og ennfi-emur kom á vettvang sérh-æft lið til að- stoðar, því að mannvirki þessi eru svo rammigerð, að sum þeirra þarf að sprengja upp. Her- liðinu var ennifremur ætlað að sjá um að vinna hæfist v:ð þjónustustöðvar, svo sem vatns- veitu, gasstöðvar o.fl. og mikiK liðsauki var sendur til vega og j á mbrau talína í grenndinni til að sýna að samgöngur kæmust í eðlilégt horf. J dag kom enn t.il átajja. imyij lðgréglu og bæjarbúa. og kosit- uðu hinfir síðamefndu grjóti og benzínsprengjuim en lögreglan beitti táragassprengjum. Bmilo Colombo forsætisráð- herra hélt ræðu í ítalska þing- inu í dag vegna atburða þessara og hét því að bæjarlífinu yrði komdð í eðlilegt horf, enda þótt valdi þyrfti að beita. Kvað hann þetta ófremdará- stand sprottið afi þjóðfélaigslegum orsökum, en ekki því, að bærmn var ekki valinn sem höfuðborg Calaiþríuhéraðs. Sagði hann að brugðizt yrði við þessu vanda- máli með þvi að gera úrbætur til aukningar atvinnu í héraðinu. en þar eru lífskjör verri en í nokkru héraði öðru á Italíu. — Verður þar hafiin stórfeHd iðn- væðing, sem skapa mun atvinnu handa 30 þúsund manns. Bæta verður öryggisbúnað Framhald af 12. síðu. Þar höfðu snyrfilegir menn málað bjarghringskassann hvít- an, þannig að kassinn er á engan hátt auðkenndur. Flestir bjarghringskassar þama fyrir vestan eru einnig hvítmálaðir og auðkennislausir. Á gömlu verðbúðunum em þrír bjarg- hringskassar með stuttu milli- bili, tveiir kassanna eru tómir! Allir kassai-nir em óauðkenndir. Á Ægisgarði em tveir bjarg- hringir, en báðir staðsettir of hátt til þess að auðvelt sé að ná í þá. Á Grandagarði em bjarghringir fyrir ofan flestar bryggjur en illa auðkenndir og að mínum dómi á of lítið áber- andi stöðum. Verst er þó á- standið á norðurenda Granda- garðs og við Norðurgarð því á svæðinu frá Grandabryggju þar sem skemma Reykjavíkurhafn- ar stendur og allt út að vitan- um á Nörðurgarði er ekki einn einasti bjarghringur! Annan öryggisútbúnað fann ég ekki á hafnai-svæðinu. sagði Sigurjón, — má vera að ein- hver frekari búnaður hefði fundizt við nánari leit, en sá sem ætlar í fiilýti að bjarga fólki úr lífeháska hefur ekki meiri tíma en ég hafði. Sigurjón benti síðan á nauð- synlegar aðgerðir til þess að bæta öryggisástand hafnarinn- ar: Nauðsynlegt er að koma fyrir gúmmíbátum á höfninni svipað og gert hefur verið í Hafnarfirði. Setja skal upp símalínur beint til lögreglunnar. Auk-a verður eftirlit á höfninni, bæði lögreglu og sérstakra vaktmanna, sem hafi ekki ein- ungis eftirlit með fólki heldur lika útbúnaði til þess að bjarga fólki ef út a( ber. Hafnarsvæð- inu verður að loka fyrir umferð frekar en nú er gert. Það er greinilegt að það er nauðsynlegt að minna á málin oft hér í borgarstjórn — efcki bara einu sinni á ári, heldur tvisvar á ári: Tillagan var samþvkkt 15 -anúar s. 1. og samt er -í-i-i '>'> svona eins og ég hef lýst þvi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.