Þjóðviljinn - 17.10.1970, Blaðsíða 4
4 SlöA — ÞJÖÐVILJ.nsnsr — Iiaugardaguir 17. ototðbeir 1970.
— Málgagn sósfalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsís —
Útgefandl: Otgáfufélag Þjóóviljans. ''
Framkv.stjóri: EiSur Bergmann. <
Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson
Sigurður Guðmundsson
Fréttaritstióri: Sigurður V FriSþjófsson
Ritstj.fulltrúi: Svavar Gcstsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500
(5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00.
VerístöBvun
fjingmenn Alþýðubandalagsins hafa flutt frum-
varp um tafarlausa verðstöðvun. Eiga ákvæðin
uim harta að gilda frá og með 15da október þar til
lsta september næsta ar. Jafnframt er lagt til að
þessi verðstöðvunartími verði notaður til að ráð-
ast í varanlegri aðgerðir til þess að binda endi á
óðaverðbólguna hérlendis. Er í því sambandi bent
á eignakönnun til þess að skattleggja stórgróða
verðbólgubraskaranna, aðgerðir til þess að koma
í veg fyrir skattsvik, verulega lækkun á neyzlu-
sköttum á nauðsynjavörum, haldbetra og virkara
verðlagseftirlit, afnám nefskatta og athugun á
verðlagi og verðmyndunarreglum.
ITrafa Alþýðubandalagsins um verðstöðvun hef-
ur verið borin fram hér í blaðinu frá því að
samningar voru gerðir í vor. Ef ríkisstjórnin
hefði haft einhvern vilja til þess að hafa hemil á
verðbólguþróuninni, hefði henni borið að fram-
kvæma verðstöðvun einimitt þá til þess að tryggja
að kjarasamningarnir yrðu raunhæfir og yllu ekki
háskalegri röskun á öllu efnahagskerfinu. En rík-
isstjórnin fór þveröfuga leið. Ekki aðeins heimil-
aði teém allar verðhækkanir sem einkaaðilar fórU
fram á, heldur hafa opinber fyrirtæki haft sér-
staka forustu um að leggja aukin gjöld á al-
menning. Svo blygðunarlaus hefur ríkisstjórnin
verið að hún hefur látið verðhækkanirnar dynja
á almenningi á sama tíma og setið er á endalaus-
um fundum með fulltrúum Alþýðusambandsstjórn-
ar, atvinnurekenda og bænda um aðgerðir til að
koma í veg fyrir verðbólgu! Hefði það þó átt að
vera lágmarkskrafa að tryggt yrði óbreytt verð-
lagsástand meðan þær viðræður stæðu yfir.
llarátta Alþýðubandalagsins fyrir verðstöðvun
hefur torveldazt af því að hún hefur ekki
hlotið stuðning annarra andstöðuflokka ríkis-
stjórnarinnar. Framsókn hefur fylgt hinni venju-
legu jájá-neinei-stefnu sinni, gagnrýnt verðhækk-
anir í Tímanum en barizt fyrir þeim í verðlags-
nefnd. Formaður frjálslyndra og vinstrimanna
Hannibal Valdimarsson hafði allt á hornum sér
þegar verðstöðvun var rædd á þingi í fyrradag,
og er það að sjálfsögðu óræð gáta hvaða hvatir
stjórna þeirri afstöðu.
pngu að síður er ríkisstjórnin nú orðin hrædd við
stuðning almennings við verðstöðvunarkröf-
una. Síðustu daga hefur Jóhann Hafstein loks
lýst stuðningi við verðstöðvun, þótt með óljósu og
loðnu orðalagi sé. Vafalaust er það þó enn hug-
mynd ríkisstjórnarinnar að tengja sína verð-
stöðvun skerðingu á samningsbundin réttindi
launafólks, en hinar endalausu viðræður við aðila
vinnumarkaðarins hafa sem kunnugt er haft þann
tilgang að greiða fyrir slíkum árásum. Reyni rík-
isstjórnin hins vegar að halda þeim hugmyndum
sínum til streitu er hún ekki að auðvelda lausn
verðbólguvandamálanna. heldur munu þau magn-
ast um allan helming. — m.
Samningar við Pólverja um smíii á
togurum ekki reyndir til þrautar
•A- Síðustu dagana hafa verið
mikil fundahöld í útgerðarráði
borgarinnar og borgarráði um
togaramál. Hafa verið átök í
báðum þessum stofnunum um
það, hvort fallið skyldi frá
óskum um smíöi 2ja skuttog-
ara í Póllandi, en taka togar-
ana frekar frá Spáni. Síðasti
svarfrestur við tilboði Spán-
verjanna rann út í gær og eft-
ir að útgerðarráð og borgar-
ráð höfðu fjallað um togara-
kaupin tók borgarstjórn það til
meðferðar í fyrradag.
I
Fulltrúar Alþýðubandalagsins
f útgcrðarráði og borgarráði,
Guðmundur Vigfússon og Sig-
urjón Pétursson, voru á önd-
verðum mciði við meirihluta i-
halds og Framsóknar í þessum
stofnunum. Töldu þeir Sigur-
jón og Guðmundur að nauð-
synlegt værj að kanna til
þrautar, hvort unnt væri að ná
samningum við Pólverja, m.a.
með tilliti til þess að lítil sem
engin reynsla væri fengin af
spænskum togurum á norður-
slóðum. Hafði þegar veriðsam-
þykkt að kaupa tvo togarafrá
Spáni — deilan stóð um það
hvaðan tveir viðbótartogarar
ættu helzt að vera.
ÞJÖÐVILJINN greindi ígær
frá afdrlfum þessa máls í borg-
arstjórn, en hér er rakinn fer-
ill þess í útgerðarráði og borg-
arráði á þriðjudag og miðviku-
dag s.l. <$>¦
E>riðjudaginn 13. oktober var
haldinn fundur £ útgerðarráði
borgarinnar, þ. e. stjórn Bæjar-
útgerðarinnar Þar lagði fior-
maður ráösins Sveinn Bene-
diktsson fram eftirfarandi til-
lögu:
„Vér legg.ium eindregið til að
'frárhángreindu tilboði spönsku
skipasmíðastöðvarinnar verði
tekið, þar sem vér teljum að
frekari drátfcur á að taka
ákvörðun um smíðina hafi í för
með sér mifcla hættu á veru-
legri verðhækkun skipanna og
ennfremur vegna þess að vér
teljum þessa smíðasamninga
vera þá hagstæðustu hvað verð
og skilmála snertir, sem nú er
völ á, miðað við gerð, stærð
og útbúnað nýtízku skuttogara,
sem gera á út frá Islandi".
Er Sveinn Benediktsson hafði
borið fram sína tillögu flutti
Guðmundur Vigfússon, fulltrúi
Albýðubandalagsins í útgerðar-
ráði. eftirfarandi tillögu:
„Ég tel, að skuttogaranefnd
hefði átt að snúa sér að samn-
ingum við Pólverja með svip-
uðum hætti og við Spánvérja,
en til Spánar fór fjiilmcnn
sendinefnd og dvald] þar um
nokkurra vikna skeið, áður en
samningar náðust um smiði
tveggja skuttogara. Skoðun mín
er sú, að með tilliti til lítillar
eða engrar reynslu Islendinga
og annarra fiskveiðiþjóða hér á
norðurslóðum af skuttogara-
smíði á vegum Spánverja, þá
sé of mikil áhætta að semja
nú um smíði 4ra skuttogara þar,
en í stað þess sé rétt að taka
nú upp alvarlegar samninga-
viðræður við Pólverja um smíði
2ja skuttogara á grundvelli
upphaflegrar útboðslýsingar og
með þeim breytíngum sem
nauðsynlegar eru taildar. Legg
ég til, að útgerðarráð samþykki
að leggja til við skuttogara-
nefnd að svo verði gert".
I tilefni af tillögu Guðmundar
Vigfússonar á fundinum óskaði
Sveinn Benediktsson bókað, að
fulltrúar BTJR hefðu átt við-
ræður við Jamszka fulltrúa
Centromor, Póllandi, Gunnar
Friðriksson umboðsmann Cen-
tromor á Islandi og C. Godek
verzlunarfulltrúa síðustu daga
júlímánaðar 1970 Fóru urnræð-
ur þessar fram í Reykjavík og
voru niðurstöður þeirra að óska
eftir tilboði í tvo og fjóra skut-
togara af þeirri greð sem skut-
togaranamd ríkisins hafði gert
útboð um með skilafresti til 8.
maí s. 1. Segir ennfremur í
bókun útgerðarráðs: „Var óskað
eftir breytingum á tilboði Cen-
tromor í samræmi við athuga-r
semdir við tilboðið, sem Erling-
ur Þorkelsson, vélfræðingur,
hafði gert í bréfi, dags. 14. júlí.
Fulltrúi Centromor, Jaroszka
taldi mjög óhagstætt fyrir Pól-
verja að gera tilboð um smíði
tveggja togara í stað 6, sem
tilboð þeirra, er þeir skiluðu
8. maí hafi miðazt við. Gerði
hann þá tillögu, að samninga-
nefndin féllist á, að þeir tog-
arar, sem hún keypti frá Pól-
landi yrðu af sömu gerð og
ögurvík hf. hafði þá þegar
samið um smíði á við Centro-
mor. Taldi hann að auðvelt
væri að lengja þessa togara upp
í 57 metra milli lóðlína Eins
myndu ekki vera vandkvæði á
því að auka vélaraflið um ca.
600 hestöfl. Bæiarútgerð Reykja-
víkur afhenti umboðsmanni
Centromor uppástungur um 5
breytingar á skuttagurum af
ögurvíkurgerð hinn 1. ágúst s.
1. Fulltrúar Pólverja bjuiggust
við því að geta komið með
ákveðin svör við þeim óskum,
sem samninganefndin hafði bor-
ið fram. Væru svörin væntanleg
um miðjan ágúst. Var gert ráð
fyrir því að frekari viðræður
yrðu teknar upp ef jákvæð svör
bærust. Jákvæð svör hafa ekki
borizt til þessa dags og nú síð-
ast í bréfi, dags. 9. október
vitnar Centromor til símsikeytis,
sem þeir höfðu sent umbdðs-
manni sínum 24. ágú'st, þar sem
þeir segja, að þeir hafi enga
möguleika til þess að hióða tvo
togara alf þeirri gerð, sem sikut-
togaranefnd ríkisins hafi boðið
út með breytingum (sem farið
hafði verið fram á). Það er því
ljóst að aldrei var grundvöllur
til að taka upp áframhaldandi
samninga við Pólver.ia meðan
einungis höfðu borizt neikvæð
svör frá þeim Hins vegar tók-
ust samningar við sendinefnd
spönsku ski.pasmíðastöðvanna
hinn 8. ágúst s. 1. á föstu verði
með fyrirvara um skilgreining
vissra atriða og um lánsikjör.
Samkomulag náðist um þau
atriði og var samningur undir-
ritaður á Spáni hinn 10 sept
og staðfestur af sjávarútvegs-
ráðherra og f.fármálaráðherra
hinn 6. okt. s. 1." Þar með lýk-
ur langri bókun Sveins Bene-
diktssonar Var að henni gerðri
borin upp til atkvæða tillaga
Guðmundar Vigfússonar, sem
birt er feitletruð hér á undan.
Var hún felld með 4 atkvæðum
gegn einu atkvæði Guðmundar.
Þá var tiliaga Sveins borin upp
til atkvæða t>g samþykkt með
4 atkvæðum þeirra Sveins
Benediktssonar, Einars Thior-
oddsens, Harðar Helgasonar (F)
og Haralds Ágústssonar gegn
atkvæði Guðmundar Vigfússon-
ar. Loks óskaði Hörður Helga-
son (F) bókunar: „Ég sainiþykki
tillöigu formanns. þar sem ljóst
er að ekki nást samningar við
Pólverja, þrátt fyrir að mikil
vinna hafi verið í það lögð .
ANNAR FUNDUR
ÚTGERÐARRÁÐS
Það með lauk þessum fundi
útgerðarráðs á þriðjudaginn, en
morguninn eftir, klukkan 10
hofst enn á ný fundur í út-
gerðarráði og var nú tekin fyrir
svofelld tillaga: „1 framhaldi af
samþykkt útgerðarráðs á fundi
sínum í gær, þar sem eindregið
var lagt tii að taka tilboði
spænsku skipasmíðastöðvarinnar
Astilleros Luzuriaga S.A. Pasa-
jes de San Juan, um smíðd
tveggja skuttogara til viðbótar
þeim tveimur. sem þegar hefur
verið samið um smíði á, sam-
þykkir útgerðarráð að óska eft-
ir því að fá hinn fyrri þeirra
tveggja skuttoigara, sem nú
standa til boða, frá Spánverium
með sömu kjörum og áður.
Fellur þá niður ósk útgerðar-
ráðs um smíði skuttogara í Pól-
landi. Útgerðarráð óskar þess
vegna eftir staðfestingu borgar-
ráðs að það megi semja við rík-
isstjórnina um kaup á hinum
fyrri þeirra tveggja skuttogara,
Framhald á 9. síðu.
Frá sláturhúsinu í Borgarnesi.
Sláturhúsið í Borgarnesi:
Fær leyfi til ai selja af-
urðir á Bandarskjamarkai
Sflátunhúsi Kaupfélags Borg-
firðinga í Borgarnesi hefur ný-
lega verið veitt leyfi tll að
senda afurðir á Bandaríkja-
markað. Páll A. Pálsson, yfir-
dýralækinir, hefur yfirumsjón
með sláturhús-uim á Isilaindi, fyr-
ir hönd landibúnaðarráðuneytis-
ins og veitti hann leyfið.
Nýlega skcðaði ár. T. J.
Matthews sláturhúsið í Borgar-
nesi, en hann er dedldar-dýra-
læknir í bamdaríska landbúnað-
arráðuneytinu, neytanida- og
söluþjónustudeild. Dr. Matt-
hews hefur tjáð sig samiþykkan
þessari viðurkenningu Páls A.
Pálssonar á sláturhiúsinu.
Sláturhús Kaupfélaigs Borg-
firðinga í Bo'rgarnesi hefur því
hlotið viðurkenminigu banda-
rískra stjórnvalda og heldur
hún gildi meðan sliáturhúsið
fulilnæigir bandarískuim kröfum
að mat: yfirdýralæknis.
Dýral'æknar frá bandaríska
landbúnaðarriáðuneytinu skoða
árlega erlend sláturhús, seim
bandarísika landbúnaðarráðu-
neytið viðurkennir. Sama m/áli
gegnir uim sláturhúsið í Borg-
arnesi.
Dr. Matthews heiimsótti einn-
ig sláturhús Sláturfélags Suð-
urlands á Seffossi, sem nú er
nærri fullgert. Veitti hann þeim
sem að þessari byggingu hafa
staðið, sérfræðilegar ráðtegiging-
ar og tillögur í sambandi við
þær kröfur, sem gerðar eru í
Bandaríkjunuim um tækjakiost
og annan útbúnað sláturhúsa.
I bandarískuim lögum uim
kjötskoðun er þess krafizt, að
erlend sláturhús, sem selja kjöt
og kjötvörur til Bandarík.ianna
ftiilnægi sömu reglum um bygg-
ingu, heilbrigðdsskcðun, eftirlit
o.s.frv. og þau sláturhús banda-
rísk, sem bandaríska landbúnað-
arráðuneytið hefur veitt við-
urkenningu til að sel.ia fram-
leiðsluvörur sínar milli ríkja
innan Ba'ndiairíkjanpa. Land-
búnaðarráðherra BandanTkj-
anna gefur Bandarík.iaiþingi ar-
lega skýrslu, þar siem m.a. ev
greint frá því, að, ölll viður-
kennd slóturhús og kiötvinnslu-
stöðvar erlendis ha.fi verið skoð-
uð og séu í samræmi við kröf-
ur áðurnefndra laiga.