Þjóðviljinn - 18.10.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.10.1970, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVELJiINN — Sunnudagur 18. október 1970. n HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN ríkisins ámmm Ný reglugerð — Nýjar stærðarreglur Hinn 2. október sl. tók gildi ný reglugerð um lánveiting- ar húsnæðismálastjómar. Fjallar hún um lánveitingar til einstaklinga til byggingar nýrra íbúða, meiri háttar viðbygginga eða til kaupa á nýjum íbúðum; um lán til frambvæ’mdaaðila í byggin'gariðnaðinum vegna íbúða- bygginga; um lán til byggingar leiguíbúða í kaupstöðum og kauptúnum; um lán til einstaklinga vegna kaupa á eldri íbúðum; um lán til sveitarfélaga vegna útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis. Telur stofnunin þörf á að vekja nú öðru fremur athygli á eftirfarandi atriðum hinnar nýju reglugerðar: I. Breytingar hafa orðið á þeim ákvæðum, er gilda um íbúðarstærðir hinna ýmsu fjölskyldustærða. Eru þau nú á þennan veg: „Við úrskurð u’m lánshæfni umsókna skal húsnæðis- málastjóm fylgja eftirfarandi reglum varðandi stærð nýbygginga miðað við innanmál útveggja: a) Fyrir einstaklinga hámarksstærð 50 m2. b) Fyrir 2ja-3ja manna fjölskyldu, hámarksstærð 100 tnS í fjölbýlishúsum, en 110 m2 í einbýlis- húsum. c) Fyrir 4-5 manna fjölskyldu, hámarksstærð 120 m2 í f jölbýlishúsum, en 125 m2 í einbýlishúsum. d) Fyrir 6-8 manna fjölsk., hámarksstærð 135 m2. e) Ef 9 manns eða fleiri em í heimili má bæta við hæfileguvn fermetrafjölda fyrir hvem fjölskyldu- mann úr því með þeirri takmörkun hámarks- stærðar, að ekki verði lánað út á stærri íbúðir en 150 m2. U’m c- og d-liði skal þess sérstaklega gaett, að her- bergiafjöldi sé í sem mestu samræmi við fjölskyldu- stærð. Við mat fjölskyldustærðar skal einungis mið- að við þá sem skráðir eru til heimilis hjá hlutaðeig- andi umsækjanda samkv. vottorði sveitarstjórnar“. SKÁKIN Ritstjórar: Bragi Kristjánsson og Ólafur Björnsson ...... . 1 .. 1 1 .. II. Lánsréttur sérhverrar nýrrar íbúðar, sem sótt er um lán til, ákvarðast af dagsetningu úttektar á ræsi (skolplögn) í grunni. Annast byggingafuíltrúi hvers byggðarlags þá úttekt. Gildir bessi ákvörðun frá og með 2. okt. sl., og frá oy með sama tíma fellur úr gildi sú viðmiðun er áður réði lánsrétti (úttekt á undirstöðum í grunni) (sjá g-lið 7. gr. rlg.). III. Eindagi fyrir skil á lágmarksumsóknum vegna nýrra íbúða verður hér eftir 1. febrúar ár hvert, en eigi 16. marz eins og verið hefur til þessa. Tekur hinn nýi eindagi þegar gildi en verður nánar auglýstur síðar. Húsnæðismálastofnunin hvetur alla þá, er þessi mál snerta með einhverjum hætti, til þess að afla sér hinnar nýju reglugerðar um lánveitingar húsnæðismálast'jóm- ar. Er unnt að fá hana í stofnuninni sjálfri og eins verð- ur hún póstsend þeim, er á henni þurfa að halda og þess óska. Reykjavík, 16. október 1970. HÚSNÆÐISMALASTOFNUN RfKISINS LAUGAVEGI77, SÍMI22453____ Haustmót TR er að þessu sinni 70 ára afmælismóit Taifl- félags Reykjavíkur, en félagið var stofnað 6. október 1900. í tilefni þess bauð stjórn TR til mótisinis eldrí skákmeisturum, sem voru í fremstu röð fyrr á árum. Tóku nokikrir þeirra boðinu og setur það skemmti- legan svip á mótið. Teflt er í Skákheimili TR á þriðjuclags- og fimmtudagskvöldum, en biðskákir á miðvikudögum. f meistaraflokki tefla 32 þátttakendur 11 umferðir eft- ir Monradikerfi. Meðial þeirxa eru Friðrik Ólafsson, stór- meistari, Inigi R. Jóhiannsson, alþjóðlegur meistari, Bjöm Þorsteinsson, Bragi Kristjáns- son, Björn Sigurjónsson, Gunn- ar Gunnarsson, Guðmundur Ágústsson, Jón Þorsteitnsson, Jónas Þorvaldsson, Lárus John-' sen, Trauisti Bjömsson, svo ein- hverjir séu nefndir. Staðan eftir 8 umferðir: 1. Friðrik Ólafsson meC 7% vinn- ing, 2. til 6. Ingi R. Jóhanns- son, Bjöm Sigurjónsson, Guð- mundiur Ágústsson, Bragi Kristjánsson og Magnús Gunn- airsson, allir með 5% vinning. 7.-8. Jónas Þorvaldsson og Stefán Briern, 5 vinn. Friðrik hefur haldið öruiggri forystu frá byrjun, og virðist ekki líklegt, að neinn fari að ónáða hann héðan af. Ingi R. byrjaði mjög illa, en hefur unnið fjórar síðusrtu skákimar. Björn S. byrjaði vel, en hefur heldur lækkað flugið. Frammi- staða Guðmundar Ág. er ó- vænt, en mjög verðskulduð. Verður ekki séð á taflmennsku hans, að hann hefur lítið tefflt í kappmótum síðustu 10 árin. Undirritaður vill ekki fjölyrða um árangur sinn. Magnús, Jón- as og Stefan hafa allír teflt af mikilli hörku. Mjö'g óvænt er slök fnammistaða Björns Þor- steinssonar og Trausta Bjöms- sonar. f I. flokki eru 12 þátttakend- ur, sem tefla 7 umferðix eftir Monradkerfi. Staða efstu manna fyrir siðustu umferð: 1. Baldiur Pálmason, 5% vinnin'g, 2.-5. Magnús Ólafsson, Bjöm Halldórsson, Adolf Emilsson og Pétur Þorvaldsson, 4 v. II. og unglingaflokkur tefla í einum flokki 7 umferðir eft- ir Monradkerfi. Þátttakendur eru 18, og er staða efstu manna fyrir síðustu umferð þessi: 1. Sigurðjr Tómasson, 5 v. 2.-4. Jón Úlfljótsson, Jón Þorvarðarson og Þórir Sigur- steinsson, 4% v. 5.-7. Páll Þór Bergsson, Jón Baldursson og Ásgeir Kaaber, 4 v. Að lokum er hér ein skák úr 8. umferð meistaraflokks. Friðrik á í höggi við Guðmund Ágústsson, og er vi’ðuireign þeirra hin fjörugasta. Hvítt: Friðrik Ólafsson Svart: Guðmundur Ágústsson Griinfelds vörn (breytt leikjaröð) 1. Rf3 Rf6 2. c4 c6 3. Rc3 d5 4. e3 g6 5. d4 Bg7 6. Be2 0—0 7. 0—0 e6 (Önnur leið er 7. — Rbd7 8. Bd2, dxc4 9. Bxc4, c5 lð. De2, cxd4 11. exd4, Rb6 12. Bb3, Bg4 13. Hadl, e6 14. B'gs og hvítur stendur betur. Kortsnoj- Gheorghij, Rúmeníu 1968). 8. b4 dxc4 (Sovézki stórmeisftarinn, Bole- slavsky, mælk- með 8. —, b6 9. a4, Bb7 10. Ba3, Rbd7 11. Db3, a6 12. Hacl, Hac8 og hvítur hefuir mun frjálsara tafl). 9. Bxc4 Rd5 (Eða 9. —, b5 10. Bd3, a5 11. bxa5, Dxa5 12. Bd2 og svaria staðan er mjög veik drottning- armegin). 10. Db3 Rxc3 11. Dxc3 c5!? (Guðmundur fómar peði til að losa um stöðuna). 12. Ba3 — (Friðrik kýs heldur skjóta út- rás manna sinna en að taka peði'ð). 12. — cxd4 13. exd4 He8 14. Hacl RdT 15. Hfdl RbG 16. Re5 Bd7 (Ekki 16. —, Rxc4 17. Dxc4, Bd7 18- Dc7 með betra tafli fyirir hvítan) 17. Df3 f6 18. d5! Rxc4 (Eða 18. —, Rxd5 (18. —, exd5 19. Hxd5) 19. Hxd5, fxe5 (19. —, exd5 20. Dxd5t, Be6 21. Dxe6f, Hxe6 22, Bxe6t, Kf8 23. b5t, De7 24. Rd7t, Ke8 25. Bxe7, Kxe7 26. Hel og hvítur vinnur) 20. Hddl og hvítur stendur mun betur). 19. Rxc4 e5 (Einnig virðist 19. —, Ba4 20. Hd3, exd5 21. b5 hagstætt hvítum). 20. Rd6 e4 21. De3 — (Betra er að taka peðið á b7 en e4). 21. — He5 22. Rxb7 Db8 23. RC5 Bg4 24. Hd2 Hh5 25. d6 Bh6 26. Db3t Kh8? (26. —, Kg7 hefði gert hvítum erfjðara fyrir, en eftir 27. Ra6, Bxd2 28. Hc7t, Dxc7 29. Rxc7, Hd8 30. Bb2 ætiti hvítur að vinna, t.d. 31. —, Bf4 32. h3, Bc8 33. Re6t, Bxe6 34. Dxe6, Hxd6 35. De7t, Kg8 (35. —, Kh6 36. g3, Be5 37. Df8t, K,g5 38. Bxe5, íxe5 39. f3t og xnát- ar) 36. g3, Be5 37. Ba3 og hót- unin 38. b5 er erfið viðfangs). 27. Bb2 Kg7 28. Re6f Bxe6 29. Dxe6' Bxd2 30. Dxf6t Kh6 31. Dg7t Kg5 32. Hc5t — og sviartur gafst upp, því hann verður mát eftir 32. —, Kg4 33. h3t, Kh4 34. Bf6t Bg5 (34. —, Hg5 35. Dh6 mát) 35. g3t, Kh3 36. Dd7. „Skeggjaður engiir-í j sjónvarpinu ; Ákveðið hefur verið að j Sjónvarpið sýni í vetur edtt ■ íslenzkt leikrit mánaðariega. ■ Hefur í sumar verið unnið að undirbúningi og upptökum ■ noktourra leikrita í þessu ■ skyni. Eitt þeirra er á dag- : skrá í dag, sunnud^gjn^ 18. j október. Er það „Slkeggjaður ■ engill“ eftir Magnús Jónsson. : Ledkritið gerist í íslenzku j sendiráði í ónefndu einræðis- • ríkd, og snertir ýmis vanda- ■ mál, sem ofariega eru í baugi : um þessar mundir. Höfundur : hefiur haft leikstjóm á hendi, ■ en leikendur eru: Guðrún Ás- i mundsdóttir, Guðmundur Páls- j son og Valur Gíslason. Upp- j tökunni stjómaði Andrés ■ Indriðason. i önnur leikrit, sem unnið i er að og sýnd verða á næstu j mánuðum eru: Viðkomustað- 5 ur eftir Svein Einarsson, sem j kvikmyndað var á Suðureyri j við Súgandafjörð í sumar, ■ Galdra-Loftur eftir Jóhann 5 Sigurjónsson, Baráttusætið j eftir Agnar Þórðarson og ■ Kristrún í Hamravík elftir : Guðmund Gíslason Hagalan. j Prestsvígsla Prestvígslla fer fram í Skél- holti í dag, sunnudag, kl. 4, Biskup Islands, herra Sigur- bjöm Einarsson vígir cand. theol. Guðjón Guðjónsson til Stóra- Núpsprestakalls. Séra Eirfkur J. Eirfksson, settur prófastur lýsir vígslu, séna Guðmundur Öli 01- afsson þjónar fyrir alltar: ásaant bisfcupi. Vígsluvottar auk þedrra: Séra Bemharður Guðmundsson og séra Magnús Guðjónsson. —■ Vígsluþegi prédikar. Við orgelið: Haukur Guðttaugsson, Skálhottts- kórinn syngur. Bragi Kristjánsson. Tannlækningastofa Er kominn til landsins, hef opnað tannlækninga- stofu mína að nýju að Ingólfsstræti 4, sími 12632. Friðleifur Stefánsson tannlæknir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.