Þjóðviljinn - 27.10.1970, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.10.1970, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 27. október 1970 — 35. árgangur — 244. tölublað. íslemkts sveitin er 7. á bridgemótínu íslenzku sveitinni vegnaði ekki vel á Evrópumeistaramótinu í bridge um helgina. Á föstudags- kvöld var hún komin í 1.-2. sæti en í þeim fjórum umferðum, er spilaðar voru á laugardag og sunnudag hrapaði hún niður í 7. sæti. í 9. umferð töpuðu íslending- ar fyrjr Líbanonfmönnuin með 6 stigum gegn 14. í 10. umferíS garðu íslendingar hins vegar jafntefli við ítaU, 10:10. í 11. umferð töpuðu íslendingar fyrir Finnum. er voru með neðstu sveitunum á mótinu með 6 stig- um gegn 14 og loks töpuðu þeir í 12. umferð fyrir Austurríkis- mönnum með 0 gegn 20. Röð efstu sveitanna eftir 12 umferðir er þessi: 1. ítaJía 172 stig. 2. Pólland 169, 3. Frakkland 167, 4. Sviss 158, 5.. Austurríki 152, 6. Svíbjóð 150, 7. ísland 145. írland er í 8. sæti, BretLand í 9., Holland í 10. og Nbreguir í 11. sæti. Eftir er að spila 9 umferðíir.I þannig að röðin á eftir að breyt- ast mikið erm. Í i Launafólk skipi sér um einn öflugan flokk - sem berst fyrir hagsmunamálum alþýðu. Aðrar leiðir til að tryggja sókn vinstristefnu á Íslandi eru ekki til. Grund- völlur vinstrisamvinnu verður að vera raunhæf vinstristefna ! Eigi Alþýðubandalagið að ná árangri i þeim örlaga- ríku átökum, sem framundaneru, verður flokkurinn að eflast svo mjög að hann geti haft úrslitaáhrif á þróun þjóðmála. Alþýðubandalagið hefur haslað sér völl sem flokkur íslenzkra launamanna í mjög nánum tengslum við verkalýðshreyfinguna. Úrslit sveitarstjórnarkosn- inganna í vor sönnuðu að Alþýðubandalagið er forystu- flokkur launafólks á Islandi og kjaraátökin miklu stað- festu þá staðreynd. En á meðan launafólk lætur sundra sér í margvíslegum stjórnmálasamtökum getur það ekki haldið til jafns við sameinaðan flokk hægrimanna á stjórnmálasviðinu. Eigi launafólk að ná árangri í kjaramálum og félagslegri baráttu verður að skipa sér um einn öflugan sósíalískan stjórnmálaflokk, sem er hagsmunatæki alþýðu og berst fyrir óhvikulli félags- legri stefnu. Aðrar leiðir til að tryggja sókn vinstri hreyfingar á íslandi eru ekki til. Ofangreindur kafli er loka- kafiii aðalályktunar flckksráðs- fundar Alþýðubandalagsins, en fundinum lauk á sunnudags- kvöld. Álykbunin uan atvinnu- og dýrtíðarimál verður birt í heild í blaðinu síðar, en auk hennar var sannlþykkt ályktun um vinstrasaimstarf, bar sem haínað er slagorðagilaimiri um vinstrasarnstarf, en krafizt vinstrasamstarfs um raun- hæfa vinstristefnu: Vinsibri- stefna verður ad fela í sér saimstarf við verkaflýðishreyf- inguna og önnur samtök vinn- andi fóttks, segir í ályktun fundarins og ennfremur: — Raunveruleg vinstpisteflnajimiið- ar að því að tryggja sjálf- stæði bióðarinnar, standagegn erlendri ásælni, standa gegn sívaxandi áhrifavaldi erlendra auðfyrirtaakja í íslenzku at- vinnulífi, að víkja hernum úr landi og að tryggja að Is-' land standi utan allra hern- aðarbandaflaga og póJitísikra viðskipta- og efnahagsbanda- laga. — I förustugrein Þjóð- viljans í dag er tekinn upp aðalkaifli ályktunarinnar um vinstrasaimstarf, seim einnig verður birt hér í blaðinusíð- ! ! 1400 tonn af eiturefninu flúor osna árlega í álverksmiðjunni Jóhann Hafstein lýsir yfir á Alþingi að ríkisstjórn fslands geti hvenær sem er skipað álverksmiðjunni að setja upp hreinsitæki ? Magnús Kjartansson flutti í gær framsöguræðu ¦ í neðri deild Alþingis um þingsályktunartillögu þeirra Geirs Gunnarssonar um varnir gegn mengun frá Álverksmiðjunni og upplýsti m.a. eftirfarandi: Miðað við 40 þúsund tonna árs- framleiðslu á áli, eins og nú er í Strauimi, losn- ar flúormagn sem nemur hvorki meira né minna en 1400 tonnum á ári. Q Af þessu magni berast um 70% burt með ræsti- loftinu mestmegnis sem flúorvetni. Það magn sem þannig berst út í andrúmsloftið er því um 980 tonn á ári, 2700 kíló á sólarhring, yfir 100 -<s> Víðtækasta leit sem gerð hefur verið bar ekki neinn árangur Á sunnudag lauk leitinni að Viktori Hansen, er týnd- ist á rjúpnaveiðum við Blá- - fjöll fyrra laugardag. Hafðd leitin bá staðið vfir í 8 daga alls og er þetta við- tækasta leit, sem hér hef- ur farið fram. Rösklega 20 sveitir tóku bátt í leitinni og eru sam- aralogð dagsverk er farið haifa í leitina 1195 að töiu. Tóku bátt í leitinni allar hjálpar- og björgunarsveitir á Reykjavíkursvæðinu, af Suðurnesjum og Suður- landsundirlendi, frá Akra- ¦nesi og jafnvel apt frá Ak- ureyri. Einnig var leitað með flugvélum, þegar flug- veður leyfði. Leitii. bar engan árainsgur. Magniis minnti á að tekizt var á um það þegar álsamningarnir lágu fyrir Alþingi hvort skylda ætti hið erlenda auðfélag til ^að setja upp lofthreinsitæki, svo sem gert hefði verið í öllum öðrum álverksmiðjum þessa fyr- irtælús. Þá hefðu jafnt stjórnar- flokkarnir og hinir erlendu stjórnendur Swiss Aluminium talið það óþarft. Það eitt hefði áunnizt að breytt var gerð verksmiðjuhússins á þá leið að þar er hægt að setja upp hreinsi- tæki. Náttúruvernd Magnús rifjaði upp röksemdir Alþýðubandalagsþingmanna í málinu, og las kafla úr ýtarlegri ræðu Alfreðs Gíslasonar í um- ræðunum um álsamningana. Hann rakti svo athuganir Ingólfs Daviðssonar og krafðist þess, að hafizt yrði handa um að setja hreinsitæki upp til að draga úr flúoirrnengun. Deildi Magnús fast á það sjónarmið sem virtist hafa ráðið afstöðu ríkisstjórnar og stjórnenda hins svissneska auð- félags, að þeir hefðu taUð litlu kíló á hverri klukkustund. í>að er hátt í þrjú tonn af flúorvetni sem sáldrast yfir umhverfi álbræðslunnar hvern einasta sólarhring allt ár- ið. Þegar búið verður að tvöfalda verksmiðjuna tvöfaldast einnig þetta eiturmagn. Q Ef ekki verður að gert kemst það magn sem berst út í andrúmsloftið þá upp í 1960 tonn á ári eða 5400 kíló á hverjum sólarhring. spillt þó umhverfi verksmiðjunn- ar yrði fyrir mengun vegna þess að ekki væri um ræktarland að rasða, og hélt fram sjónanmiði náttúruverndar gegn oskynsam- legri og hættulegii iðnvæðingu. Á valdi ríkisstjórnarinnar I lok ræðu sinnar beindi Magnús þeim spurningum til for- sætisráðherra hvort hann væri þeirrar skoðunar að íslenzk stjórnvöld geti tekið ákvörðun um það að fyrirskipa að hreinsi- tækjum verði komið fyrir í ál- bræðslunni, og svaraði ráðherr- ann því játandi. Það væri sam- Framhald á 3. síðu. og nm rzður á ffokksráisfundinum ¦ Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins var haldinn um helgina og lauk honum á sunnudagskvöld með stuttu ávarpi Öddu Báru Sigfúsdóttur. varaformanns Alþýðubandalags- ins. Flokksráðsfundurinn tókst hið bezta og voru umræður líflegar og má.lefnalegar allan fundartímanh, frá föstudegi til sunnudags. Fundurinn hófst með venjuleg- um upphafsstörfurn slíkra funda á föstudagskvöld. Guðmundur Vigfússon var forseti flokksráðs- fundarins, Svandís Skúladóttir og Haukur Hafstað voru varaforset- ar fundarins. Á föstudagskvöld fluttu þeir Ragnar Amalds og Lúðvík Jósepsson, framsöguræð- ur sínar, en á laugardag flutti Hjörleifur Guttormsson, fram- söguræðu um náttúruverndarmál. Vakti ræða Hjörleifs verðskuld- aða athygli og verður hún birt í heild í Þjóðviljanum á sunnu- daginn. Að lokinni framsöguræðu Hjör- leifs fóru fram almennar umræð- ur og var þátttaka í umræðunum mjög mikil. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Eðvarð Sig- urðsson, Hjalti Kristgeirsson, Magnús Kjartansson, Rafn Guð- mundsson, Ólafur Jónsson, Stykk- ishólmi og margir fleiri. A laug- ardagskvöld og á sunnudags- morgun störfuðu svo nefndirnar og skiluðu áliti sínu á sunnudag eftir hádegi. Fundurinn á sunnu- dag hófst með því að Guðmund- ur Hjartarson gerði grein fyrir áliti kjörnefndar, þá gerði Sig- urður Magnússon grein fyrir áliti flokksstarfsnefndar, Adda Bára Sigfúsdóttir skýrði álit allsherjar- neifndar og Lúðvík Jósepsson tal- aði fyrir hönd stjórnmálanefndar. Urðu miHar umræður um nefndarálitin og var margt tekið fyrir í umræðunurn. Er fundinum lauk síðdegis á sunnudag var það mál manna að fundurinn hefði tekizf, hið bezta, og um sjöleytið á sunnudagskvöld sleit Adda Bára Sigfúsdóttir varaformaður Alþýðubandalags- ins fundinum með snjöllu ávarpi. Á sunnudagskvöld bauð Al- þýðubandalagið í Reykjavík til hófs í Domus Medica. Þar voru ýmis dagskráratriði; Atli Heimir lék á píanó, og síðar lék Atli undir fjöldasöng, Sigur.ión Pét- ursson flutti snjallt og skemmti- legt ávarp, Elísabet, Erlingsdóttir söng einsöng. Heimir Ingimars- son las sögu eftir Einar Kristjáns- son frá Hermundarfélli og Sverr- ir Hóimarsson las kafla úr síð- ustu bók Soltsénitsyns — Innsti hringur vitis. Var gerður góður rómur að skemmtunihni. en Gunnar Guttormsson stiórnaði samkomunni af myndarskap. Er skemmtuninni lauk svo um kvöldið voru tilkynnt úrslit í miðstjórnarkjöri og er greint frá þeim annars staðar í blaðinu. ytLí Fjórar auka- síður í dag um flokks- ráðsfundinn Þessa mynd tók ljósmynd- ari Þjóðviljans af Ragnari Arnalds, formanni Alþýðu- bandalagsins, er Ragnar flutti framsöguræðu sína um hugmyndagrundvöll vinstristefnunnar og verk- efni Alþýðubandalagsins. — Ræða Ragnars er birt í helld í sérstökum viðauka viö Þjóðviljann í dag þar sem á 4 síðum eru birtar, auk ræðu Ragnars, myndir frá flokksráðsfundinum svo og landbúnaðarráðstefnunni, «r haldin var í gær, og loks greint frá úrslitum mið- stjórnarkjörs. Á f jórðu síðu blaðsins er forustugrein þess um niðurstöður flokksráðsfund- ar og vinstrasamstarf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.